Norðanfari


Norðanfari - 15.12.1875, Side 1

Norðanfari - 15.12.1875, Side 1
Iíáttrirtn og Iiciðniðu kaupcndur „INorðanfara” ! |>areð jeg liefi lieyrt og sjeð, að ritstjóri „Norðlings“, herra Skapti Jósepsson, liefir ný- lega látið prenta hrjef frá sjer til útsölumanna og kaupenda hlaðs hans, par sem á mig er borirm ýms óhróður svo sem ósannsögli og pví um líkt, þá er jeg neyddur til, pótt jeg feginn vilji hafa frið við alla menn, að hrinda af mjer hinnm meiðandí áburði, sem herra Skapti Jósepsson hefir látið sjer sæma að gefa út á prent urn mig. J>etta einkennilega hrjef sitt, sem dagsett er 8. f. m., hyrjar herra Sk. J. með pví að segja, að liann liafi fulla ástæðu til að hafa stérkan grun um, að jeg hafi skýrt ósatt og órjett frá viðskiptum sín og mín, bæði kon- unginum, ráðgjafanum og peim, er, útvegaði mjer prentsmiðju pá, sem jeg liefi undir liönd- um, og par á ofan pykist hann geta ímyndað sjer, að jeg liafi gefið þeim sem hrjefið er stýl- að til, pað er að segja útsölumönnum og kaupendum „Norðlings", engu sannaiú nje rjettari skýrslu um pessi viðskipti. Honum finnst sjer pví skylt að leiða hina síðast töldu i allan sannleika með pessu hrjefi sínu, en konungi, ráðgjafa o. s. frv. skyldu meun ætla, að liann hafi skrifað sjerstaklega um málið. J>ó herra Sk. J. segi all-langa sögu um viðskipti sín og mín, pá get jeg ekki sjeð að pessi viðskipti sjeu mikil, eða í frásögur fær- andi. Hann vill einmltt sjálfur ekki láta pað heita svo, að við höfum sótt livor á möti öðr- um um að hafa til leigu prentsmiðjuna, sem hjer hefir verið, lieldur á, eptir sögu lians, prentsmiðjunefndin fyrst lengi vel að hafa gengið eptir mjer að halda prentsmiðjuna fram- vegis, en síðan tlúið til hans og skorað á hann aðtakahana að sjer, „pó hann aldrei liefði liugsað til að gjörast forstöðumaður smiðjunnar“. Hið sanna í pessu efni mun pó vera pað, að áður enn aðalprentsmiðju- fundur var haldinn 15. sept. 1874, hafði lierra Sk. J. ekki einungis hugsað til, lieldur einnig óskað eptir að gjöi'ast forstöðumaður smiðjunn- ar og boðið eða látið bjóða fyrir 'sína hönd, töluvert hærri leigu, en jeg hafði goldið, næst undanfarin ár. Jeg par á móti sá mjer eigi fært að svara hærri leigu, en jeg hafði svarað, pví jeg diafði næga reynslu fyrir pví, að pað er sitt livað að lofa borgun og að borga. J>að var pannig í eðli sínu að prentsmiðju- nefndin, eða rjettara sagt meiri hluti hennar, — pví nefndarmenn mun pó liafa greint á — aðhylltist fremur boð*, herra Sk. J. heldur en mitt, par sem hann fyrst og fremst, var færari maður til að fá prentsmiðjunni nóg. að starfa landinu til uppbyggingar, og í annan stað svo líklegur til að bæta efnahag smiðjunnar, eins og ákom daginn, pví nii er hann pegar búinn að gjöra svo mikið í pessu tilliti, að liann get- ur hughraustur sagt í brjefi sínu: „je,g hefi með leigunni töluvert bætt efnahag prentsmiðjunnar, svo líklegt er að lnin purfi ekki frarnar að betla“. Ef herra Sk. J. getur svo miklu til vegar komið, með pví að borga í orði, livers ætli pá megi vænía, pegar hann gjörír pað á borði? Aðalviðskipti okkar hr. Sk. J. á pessu ári hafa eiginlega verið pau, að jeg aflienti hon- *) „Prentsmiðjunefndin hefir á fundi sínum í dag aðhyllst boð herra cand. Skapta Jóseps- sonar tíl að taka prentsmiðjuna á leigu“ segir nefndin í brjefi sínu til mín 19. janúar p. á., en 1. des. f. á. segir hún í brjefi til mín: „Vjer höfum með mikilli ánægju tekið yðvart boð til greina, að taka prentsmiðjuna til leigu fram- vegis með sömu kjörum og verið hefur“.

x

Norðanfari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.