Norðanfari


Norðanfari - 31.12.1875, Blaðsíða 2

Norðanfari - 31.12.1875, Blaðsíða 2
— 110 hentari en penna útlenda óþÆrfa, ef vjer liefð- um lag og atorku á pví. En hvað gjörum vjer? Yjer senclum magnið af ull vorri ó- unnið til annara landa, en göngum sjálfir yðjulitlir meiri hluta ársins; kaupum svo aptur pessar fiíkur utaná oss úr hrosshári, hundshári, og hverju paðan af verra. Sama er að segja um ýmsan smíðaðan varning sem vjer kaupum erlendis frá, að hann mætti gjöra hetri og varanlegri hjer í landi, ef vjer liefðum rænu á pví. En hvað gjörum vjer? Vjer tökum nálega allan smíðaðan varning í kaupstaðnum, og pað jafnvel járn- in undir hrossin okkar, Ijáina í orfin o. s. frv. Verða svo afleiðingarnar pær, að iðn- aði í landinu hrakar aptur, og engin porir að hætta á, að afla sjer nokkurs frama eða fullkomnunar í nokkurri iðnaðar grein. Mundi nú eigi ráð að reyna til, að hrinda pessu eitthvað í lag, og sjáum vjer pá ekki annað betra ráð, en leggja toll á pær að- fluttar iðnaðarvörutegundir, sem annaðtveggj a eru oss óparfar, eða sem unnar verða í land- inu sjálfu. J>etta hafa erlendar pjóðir ein- att gjört, og gjöra enn í dag, til að vernda og efla innlendan iðnað, og hefir jafnan komið að góðu haldi. Hví mundi pað pá ekki einnig geta orðið að líði hjer hjá oss? Vjer höfum nú farið nokkrum orðum um tolla pá, er að vorri hyggju mætti og ætti að leggja á ýmsan útlendan varning, sem hingað flytzt til landsins. Vjer ætlum að tilgangur vor megi verða sjerhverjum auð sær, cn hann er sá á eina lilið, að afla lands- sjóðnum peiri’a tekja sem hann parfnast, til að standa straum af stjórnarathöfn landsins, og peim stofnunum, sem nauðsyn her til að gjörðar sjeu landinu til framfara og við- reisnar. Og á hinn bóginn ætlumst vjer til, að tollunum sje hagað pannig, að peir verði meðal til að efla sparnað og iðnað í land- inu sjálfu. Engu að siður húumst vjer við peirri mótbáru úr ýmsum áttum, að allir pessir tollar sem vjer höfum stungið uppá, verði eigi til annars cn útarma lanclið, og sökkva almenningi enn dýpra í Örbyrgð og volæði, og að petta sje í rauninni eigi ann- að en að taka úr einum vasanum og láta í hinn. Allar pessar móthárur eru auðhrakt- ar með dæmum annara pjóða og landa. Hver skynsöm og góð stjórn, lætur sjer mest af öliu umhugað um, að efla iðnað, atorku og framtakssemi meðal pegnanna, hæði með pví að styrkja og efla atvínnuvegina með fjárframlögum og ýmsum hlynnindum, og með pví að vernda pá gegn aðsókn og lceppni annara pjóða, og til pessa er ekkert meðal hentugra en tollar á aðfluttum varn- ingi. Hefir pessi stjórnaraðferð fært hless- unarríka ávexti fyrir lönd og lýði, og vjer fáum eigi hetur sjeð en svo mætti verða lijer á landi ef vel væri á halclið, og pað pví fremur sem land vort er harðhalalegra en önnur lönd, og flestar umhætur og fram- farir seinfara og örðugar. Ekki pyrftu toll- arnir heldur að útarma landið ef rjett væri að farið; peir mundu mestmegnis lenda á óráðsmönnum og svöllimim, pvi hinir hyggn- ari mennirnir mundu hafa vit fyrir sjer, og draga við sig munaðar- og óparfavörukaup- in að pví skapi ‘sem tollarnir hækkuðu verð peirra. Afleiðingarnar af tollfyrirkomulag- inu yrðu helzt pær, að drykkjumaðurinn fengi nokkrum pottum minna af brennivíni fyrir vinnu sína, um. árið tollsins vegna, sæl- kerinn og kaffisvelgurinn yrði að draga dá- lítið við sig, tóbaksmaðurinn taka einni tölu færri uppí sig á dag, eða í nefið, og grið- konan hlyti að herða sig dálítið við vinnuna, tH íteta innunnið sjer pá fáu aura, sem sjalið hennar og ljereptskjóllinn yrði dýrari tollsins vegna. Teljum vjer slíkt engann skaðaj eða hnekki fyrir landið. Sá er mun- urinn, að á meðan tollar eru engir rennur allt petta mikla fje sem sóað er út fyrir ó- parfa- og munaðarvörur, út úr landinu svo pess sjest ekki staðar fremur en pví væri fleygt í sjóinn, en pegar tollarnir væru komn- ir á, yrðu poir pó kyrrir í landinu, og kæmu, ef vel væri á halclið, í góðar parfir. Oss hefir talist svo til, að tollar af ölföngum eins og vjer höfum hugsað oss pá, mundu nema allt að 80,000 krónum á ári. Setjum nú svo, að pessu fje væri að sumu leyti var- ið til framfærslu- og betrunarstofnana, fyrir pá drykkjumenn og svallara, sem með óreglu sinni hefðu gjört sig óhæfa til að vera í mannlegu fjelagi, og ófæra til að vinna sjer brauð. Og hvað væri rjettara og eðlilegra en pað, að taka nokkuð af eyðslueyri slíkra karla fyrirfram, og leggja í sjóð peim sjálf- um til forsorgunar, pegar peir purfa á að halda? Vær væri pað, en að demba peim og öllum afkrapa peirra upp á saklaus og fátæk sveitarfjelög, eins og nú er gjört. Enginn má taka orð vor svo, að vjer ætlumst til að öllum peim tollum sem hjer er gjört ráð fyrir, sje demht á í einu, eða nú pegar. Með pessum athugasemdum vor- um vildum vjer aðeins gjöra pað ljóst, að vjer hvorki purfum að neyðast til að auka álögurnar á atvinnuvegum landsins framyfir pað sem nú er, nje heldur vera svo sjerlega ragir við að ráðast í pau fyrirtæki, sem land- inu mega verða til gagns og framfara. Vjer stöndum í pví tilliti ekki lakar, að vígi en aðrar pjóðir, sem hafa fullt upp af sköttum og tollum, og eru pess utan í sökkvandi skuldnm. Meining vor er sú, að tollarnir eigi að leggjast á jafnóðum og á peim parf að haldn, og ekki hærri en nauðsyn krefur í hvert skipti, svo sem pegar fer að draga af árgjaldinu frá Dönum; pegar vjer purf- um eða viljum ráðast í einhver pau fyrir- tæki, sem kosta meira fje en landssjóðurinn getur lagt af mörkum o. s. frv. það er fjærri oss að ráða til peirra tolla eða útgjalda á landið, að landssjóðurinn leggi upp, eða safni fje fyrir til nokkurra muna. Slíkt væri hin mesta fásinna. (Framh. síðar). Til íslendinga. Eptir pví, sem alping hafði falið mjer á hendur, leitaði eg samtals við konung 27. septemher næstliðinn, til pess að flytja hon- um pegnlega kveðju pingsins og jafnframt sjerílagi pakklæti fyrir hinn nýjasta vott um góðvild hans oss íslendingum til handa í pví, að verða fyrstur til að veita peim lið, sem höfðu orðið fyrir skaða af eldgosinu eystra í vor eð var. Hann kvað pað væri sjer gleði að heyra, að Islendingar hefði sig í minni; og sjer væri jafnan kært að vekja upp end- urminningar frá íslandsferð sinni. Hann minntist sjerílagi alpingis, og pað hefði ver- ið sjer ánægja að heyra, að störf pingsins hefði gengið heppilega fram í sumar, svo að pað gæti verið til fyrirmyndar í peim efnum. Eg svaraði, að alping hefði vissulega viljað leggja fram pað liið hczta, sem pað hefði haft til, einkanlega í peirri von, að stjórn Hans Hátignar mundi pá heldur gjörast frumkvöðull að pví, að fullkomna pá stjórn- arbót, sem ísland hefði fengið af Hans Há- t-ign. Auk pess væri sjerilagi eitt mál, sem Islendingum pætti mjög mikið í varið, og pað væri, að komizt gætu á gufuskipsferðir kringum landið. Um pað mál hefði pingið leyft sjer að leita Hhns Hátignar liðveizlu sjerstaklega, í fullu traustitil, að hannmundi vera pinginu samdóma um hina miklu pýð- ingu pessa máls, og styðja pað konunglega pegar pað kæmi fyrir hann. Konungur sam- sinnti pví, að petta væri pýðingarmikið mál fyrir ísland, og sagði, sjer skyldi vera pað ánægja að veita pví pað liðsinni, sem fram- ast væri unnt. — ITm fjárkláðann pótti hon- um pað óheppilega til takast, að ekki værí hafðar fram lækningar til hlýtar, og fengnir floiri dýralæknar, ef með pyrfti. — Að encl- ingu heidcli hann mig, að fiytja löndum mín- um kveðju sína og konunglega hylli, hve nær sem jeg fengi færi á pví. Kaupmannahöfn, 14. nóv. 1872. Jón Sigurðsson, alpingismaður Isfirðinga, forseti á alpingi 1875. ERUMVÖRP sjörð að lagahoðum. 1. Auglýsing 9. okt., um að konugsúrskurð- ur 18. sept. 1793, skuli úr gildi numin, 25, dag okt. 1875. 2. Ejárlög 15. okt., fyrir árin 1876 og 1877. 3. Lög 15. olct., um laun íslenzkra em- bættismanna, o. fl. 4. Lög 15, okt., um aðra skipun á lækna- hjeruðunum á íslandi, o. fl. 5. Lög 15. okt., um sölu prentsmiðju Is- lands í Keykjavik. 6. Lög 15. okt., um heiðurslaun handa Jóni Sigurðssyni, alpingismanni Isíirðinga. 7. Lög 15, -okt., nm breyting á tilsk. um póstmál á Islandi, 26. fehr. 1872. 8. Lög 15. okt., um vegina á íslandi. 9. Lög 15. okt, um brunamál í íteykjavik. 10. Lög 15, okt., um löggildingu verzlunar- staðar við Blönduós í Húnavatnssýslu. 11. Konungleg auglýsing 20 okt., um að rík- isstjórn skuli falin á hendur ríkisarfa. 12. Lög 12. nóv., nm porskanetalagnir í Eaxaflóa, 15. dag nóv. 1875. 13. Lög 12. nóv., um löggilding verzlunar- staðar á Vestdalseyri. (Eptir J>jóðólfi). — Ej árkláðafrumvarp pingsins hafði elcki náð sampykki konungs. Frjettir úr öskusveitmu í Múlasýslum. (Niðurlag). Önnur stórmikil hjálpargjöf kom okkur í haust frá Englandi, sem landi okkar Eiríkur ' candidat Magnússon, bóka- vörður í Camhridge hafði einkum gengist fyrir að útvega. Jafnóðum og hann frjetti um eldgos og öskufall hjeðan ritaði hann um pað i hið mikla Lundúnar dagblað „Tím- ann“, svo sem til að undirbúa pað, sem hann hafði í huga. Og pá hann fjekk í Norðanfara skýrslu mína frá 24. apríl um öskufallið hjer, ritaði hann strax ágrip af henni í Tímann og langa áskorun til Eng- lendinga að skjóta líknarfje saman handa okkur. J>essi áskorun kom iit í Tímannum 1. júlí. Áður lmfði hann húið málið svo und- ir, að horgmeistai’inn í Lundúnum (Lorcl Mayor) ágætur maður og mikilsvirtur, hafði héitið honum hjálp sinni og lofað að taka móti samskotunum. J>egar áskorunin koin út, átti hann fund víð borgmeistarann og fjekk loforð lians til að taka að sjer forsæti i nefnd1 peirri, er hann fjekk saman til að safna og ráðstafa gjöfunum. Á fyrsta nefnd- arfundi 16. júlí gaf nefndin út í hlöðunum nöfn nefndarmamma og skoruðu á menn til samskota og horgmeistarinn ljet prenta í öllum dagblöðum ágrip af ræðu, sem Ei- ríkur hjelt á fundinum. Eyrst var heldur lítið um samskot, pví enska pjóðin er ókunnug íslandi og paðan verzla nærri engir hjer. J>á tók Eiríkur einnig að heita á Skota til liðveizlu og sendi langa áskorun 3. ágúst í aðalblað Skota 1) í nefndinni voru fyrir utan Eirík Borgmeistarinn Lorðmayor Daniel Henry Stone, Baronett sir Thomas Dakin Baro- nett sir \V. IVedderhurn, pingmaður háskól- ans, Mr. A. B. Beresforð Hope, Erancis Holland, prestur, sonur sir HenryHolland, William Morris, skáldið, og 4 aðrir.

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.