Norðanfari - 17.02.1876, Blaðsíða 4
-8 —
líðunin Læði sú líkamlcga og andlega fylgi
frelsinu, eins og birtan og ylurinn sólinni.
Hann segir að ongin sól geti verið án birtu,
og eins ekkert frelsi án farsældar. f>ar sem
engin farsæld nje vellíðan sjáist, par sje ekk-
ert frelsi hvað mikið sem um pað sje talað
og ritað, eins og engin sól þar sem ekki er
Ijós eða birta; pvi hvorttveggja, sól og ljós
og frelsi og farsæld sje óaðskiljanlegt. Líst
pjer ekki allvel á pessa útskýringu?
Póstur: Hún hefir pann kost við sig, að
bún er einföld og auðskilin, en ekki held
jeg hún sje nú samt í kirkjulegum anda.
Jeg skyldi segja pjer aptur til endurgjalds
hvernig presturinn minn útskýrði frelsið peg-
ar hann fermdi mig, en pví er verr og miður
jeg man pað nú ekki lengur; jeg verð líka
að hrúka hvern tíma og jafnvel hvíldardag-
ana til að ávinna rnjer nokkuð, pú veist
hversu rekið er á eptir með póstferðirnar, og
svo kalla þarfir heimilisins penna litla tíma
sem jeg cr heima. Já satt er pað! pað er
ekki frelsi! pað er munur fyrir ykkur sem
ætíð megið vera við heimilið! en svo mikið
man jeg, að ekki útskýrði presturinn minn
páð svona. En, látum pað svo vera, mjer
finnst eptir pessu að meiningin hjá pjer vera
sú, pegar pú ert að spyrja um frelsissólina,
hvort farsældin eða hagur landsins sje nokk-
uð i framförum?
Bóndi: Já! sú var einmitt meining mín,
jeg er líka vanur að spyrja fyrst um hvað
sólunni líði pegar jeg hefi sjeð daginn eða
hirtuna af henni.
Póstur: J>ú ert pá ætíð með hugann par
sem hagnaðurinn eða vellíðunin er.
Bóndi: Geturðu láð mjer pað, veitstu
ekki að hver er sjálfum sjer næstur, eins
pi'i eins og jeg, og kjör okkar bændagarm-
anna ættirðu að pekkja, að pau eru ekki
glæsileg? Jeg ætlaði mjer ekki að spyrja
að pví, livort alpingifimeimirnir hafi ekki
gjört pað sem poir hafa getað til að hlynna
að sjálfum sjer, pví pað er svo sem sjálf-
sagt, heldur hvað peir liafa gjört fyrir okk-
ur hændurnnr, sem höldum peim við og toll-
um pcim. (Framlaald).
-jj Hinn 16. dag ágústm. f. á. hnrtkallað- i
ist mei’kismaðurinn Hans Friðrik Ágúst I
Thomsen, síðast bóndi á Skálanesi í Seyð-
isfirði, eptir fullra 8 mánaða pungan brjái-
semis-sjúkdóm.
Hann er fæddur í Flensborg á |>ýzka-
landi 29. marz 1839; faðir lians lifir enn,
Lórens að nafni, og liefir til pessa ver-
ið bakari í Flensborg. Thomsen sál. kom
til Beykjavíkur 1843 á 14. ári, sem búðar-
drengur tii föðurbróður síns Thomsens heit-
ins, sem par reiddi verzlun, og var hjá hon-
um pangað til hann dó; alls dvaldi hann í
Reykjavík 11 ár við verzlun. 25 ára sigldi
hann til Kmh., og eptir hálfs árs dvöl par,
kom hann sem aðstoðarmaður til verzlunar
Tliomsens frænda síns á Seyðisfirði. Eptir
2 ára dvöl par varð hann yfirverzlunarstjóri
við pá verzlun, og pjónaði peirri stöðu par
til sú verzlun hætti. Svo varð hann strax
á eptir verzlunarstjóri við Hendersons og
Andersons verzlun, sem aptur hófst í sömu
húsum, og hjelt henni par til árið 1866. Ári
síðar reisti hann bú á Skálanesi í sömu
sveit, og hjó par til dauðadags.
Thomsen heitinn giptist 1. febrúar 1862
hinni göðkunnu eptirlifandi ekkju sinni, hús-
frú Guðrúnu Ólafsdóttur Thömsen. J>eim
fæddust 8 hörn sem öll lifa, 5 drengir og 3
stúlkur.
Thomsen sál. var vel menntaður maður,
hann skildi pýzku, ensku, svensku, dönsku
og íslenzku.
Hann var fríður maður sýnum og til-
komumikill, prúðmenni í allri háttsemi, orð-
var og orðheldin, trúr vinur, reglufastur og
ástríkur ektamaður. H. E.
Auglýsing.
Með hrjefi pessu lýsi jeg undirskrifaður
pví yiir, að jeg legg fullkomið og algjörlegt
hann fyrir alla beit allra lestamanna hesta,
hverjir og hvaðan sem vera kunna, allt út
til peirra landamerkja, sem haldin hafa verið
og enn eru óátalin milli jarðanna |>inganes
og Horns, og lýsi pví hjer með yfir að jeg
hef fastlega áformað, ef pessu banni mínu
verður ekki gaumur gefinn, að verja mitt
eigið land með hverjum helzt máta og með-
ölum sem jeg get bezt viðkomið. Að minn
sálugi formaður hefir aldrei gefið par til
nokkra heimild, hýðst jeg til að sýna nær
sem pess verður óskað, og jeg er einnig ó-
væntanlegur til að undir gangast pað og
líða framvogis.
J>etta bann mitt óska jeg að viðkom-
andi sýslumaður auglýsi almenningi á ping-
stöðum sýslunnar. þingancsi 21., maí 1875.
Jón Guðmundsson.
Frjettir. Austanpóstur kom hingað soin-
ast að austan 7. p. m., og aptur 15. s. m.
ferðamaður úr Seyðisfirði, og er paðan fátt
tíðinda, nema árgæzlcuna sömu og lijer á
Norðurlandi, svo víða við sjó og fremst til
sumra dala, hefir fje, og jafnvel lömb, allt
að pessu gengið að kalla sjálfala, í öllum
öskusveitunum eystra, hefir lítið borið á fjár-
pestinni, en aptur í syðrihluta Suður-Múla-
sýslu og Austur-Skaptafellssýslu hefir hún
verið mjög skæð. Fiskafli var á Austfjörð-
um fram á jólaföstu; hákallsafli töluverð-
ur í Seyðisfirði, Mjóafirði og víðar. Næstl.
sumar, höfðu hákalla-pilskipin á Djúpavogi
aflað: Ingólfur 278V2 h, Bonnesen 272 t.,
og |>órdis 209 s/4 t. lifrar.
Nætliðinn 18. nóv. hafði kvennmaður,
sem lijet Kristjana og átti heima á Eyjum
í Breiðdal, farið með pvotta par út að á,
en fannst að litlum tíma liðnum á grúfu í
landsteinunum með andlitið niður í vatninu,
hjeldu menn að hún mundi hafa fengið að-
svif og kafnað pegar. -— Að kvöldi hins
20. jan. p. á. hafði maður, er hjet Níels Ni-
elsson og átti heima á Brúnastöðmn í Fljót*
um, druknað ofanum ís á Miklavatni.
Um næstl. mánaðamót var af hra. Sig-
trygg Jónassyni haldinn fundur að Eyðum
í Eyðapinghá, hvar 80 manns ljetu skrá síg
til vesturfarar, og einnig er sagt að 60 hafi
skrifað sig úr Vopnafirði.
Með herra Jóni Ólafssyni, skrifara á
Hallgilsstöðum í Möðruv. kl. sókn, sem nýlega
er kominn heim úr ferð vestan úr Hnappa-
daksýslu, hefir frjetzt, að í Skagaf. mundu
100 manns láta skrá sig til vesturfarar, 50 í
Húnava.tnssýslu og 70 í Dala-j Snæfells- og
Hnappadals - sýslum.
— N orðanpósturinn kom liingað í dag
(17. fbr.). Af Suðurlandi er að frjetta ótið
og snjóa, fiskileysi og ógæftir. Fjárkláðinn
kvað og vera að magnast í Borgarflrði.
Éigandi og ábyrgðarm: Björn Jónsson.
Prentari: Jónas Sveinsson.
aði af konungi og dvaldi um hrið í viðhöfn
mikilli í gleði og glaumi og veizluhöldum,
smiðaði hann par að hoði konungs, líkneski
á liestbaki, er tákna skyldi Maximilian kjör-
fursta Bæjaralands. |>á hann hafði dvalið
enn rúm 17 ár i Rómaborg, fórhugurhans
að hyerfa aptur til Danmerkur.
Að fullu og öllu, fór hann pá frá Róm
með lierskipi pví er Danir sendu eptir hon-
um og smíðisgripum hans er eptir voru, en
flestir peirra yoru komnir áður til Kmh.,
pví hann arfleiddi Danmörku að peim öll-
um til minningar um sig, með gjafabrjefi
8. ágúst 1830. Kom hann til Kmh. 16.
sept. 1838. Var honurn par fagnað af öll-
um horgarlýð, sem ípróttakonungi og
myndaskáldi seinni alda, hátíðarhaldi,
veizlum og kvæðum cr honunr Voru flutt.
Á fundi hins norræna fornfræðafjolags
og samsætis er honum var hoðið til 6. okt.
s. ár, var honum afhent bókin: „Andqni-
tates Americaniæ“ í heiðurs skyni, um leið
og F. Magnússon prófessor ávarpaði hann
með snjallri tölu, í nafni fjelagsins, og hað
hann heilan koma í fjelag pað.
Settist nú B. Thorvaldsen að í Kmh.
um tíma, en hafði par lítið næði við smíðar
sínar, fór pví paðan sumarið 1839, tilNilsö
,á Sjálandi og hjelt par áfram smíðum sin-
iiffi. Smiðaði hann par altaristöfln með
lágmynd af Kristi og lærisveituim hans.
Innreið Krists til Jerúsalem og göngu hans
til Golgata m. fl. Sumarið 1841 fór Bcrtet
enn til Rómaborgar og lauk par við og
lagaði par myndir pær er hann átti ólokið
við. Fór hann síðan haustið eptir 1842 til
Kmh. 24. október alfari frá Rómi, og sett-
ist að í Nilsö og vann par að iprótt sinni,
Átti hann pá skammt eptir ólifað og deyði
snögglega á konunglega leikhúsinu í Kmh.
24. marz 1844, 74. ára. Hafði hann áður
kennt sjer lasleika. Likför hans var gjörð
til Frúarkirkju með mikilli viðhöfn, á há-
tíðlegan hátt, 30. s. m. Var kista hans par
geytnd í kapellu, par til hún var flutt til
legstaðar hans, er búinn var til í miðjum
garðinum við hús pað er mynda og bóka-
safn hans er geymt í og lolcið var við að
hyggja 1848, var hann par jarðsetttur 6.
október pað ár. Bertel Thorvaldsen er lýst
á pessa leið: Hann var gildur meðalmað-
ur að vexti og rjettvaxin, 66 puml. á hæð;
fríður sýnum, með hár mikið, er liðaðist nm
háls niður, siðprúður í framgöngu, hæglynd-
ur, bliður i viðmóti, glaður og skemmtinn
og dulur í skaplyndi.
J>á Thorvaldsen var í Rómahorg, mynnt-
ist hann pess, að hann ætti kyn sitt að rekja
í föðurætt, til hins nafnkunna sögulands 1
höfum norður, og vildi pví láta pað verða
aðnjötandi einhvers af listaverkum sínum
til minningar um sig, smíðaði pví skírnar-
font úr marmara 1827, og sendi liann frá
Rómahorg til Kmh. 1833, en pá Thorvald-
sen kom til Kmh. 1838, var skírnarfontur-
inu ófarin til íslands, og gckkst hann pá
fyrir pví, að hann var fluttur pangað 1839,
átti skírnarfonturinn að fara til Miklabæj-
arkirkju í Blönduhlið í Skagafirði. En í
stað pess var hann settur í Reykjavíkur-
dómkirlcju, var hann vígður par moð fag-
urri ræðu, 7. s. e. prenningarhátíð s. ár, af
páverandi dómkirkjupresti II. G. Thorder-
sen, síðar biskupi yfir íslandi.
Æfisaga Bertel Thorvaldsens, er pýdd
á íslenzku í Kmh. af síra Magnúsi Hákon-
arsyni, siðast presti að Stað í Steingríms-
firði, f 1875, og gefin út af Bókmennta-
fjelaginu í Kmh. 1841, ásamt mynd Thor-
valdsens og rithandar sýnishorni. J>ess ut-
an er hans getið í íslenzkum tímaritum. I
„íslenzkum sagnablöðum“ 1. deild 1816, 35.
dálki, og 10. deild 1826, 36. dálki. í Klaust-
urpóstinum“ 3. ári 1820, bls. 83. í „Sunn-
anpóstinum“ 1. árg. 1835, hls. 108, og 3. ári
1838, bls. 67—68, og 139. í „Skírnir“ 11.
árg. bls, 132, og í „Fjölnir11 4. árg. bls. 28.
Er pessa getið fyrir pá er kynna vilja sjcr
petta í greindum ritum.
Endað á Thorvaldsens afmælisvöku 1875.
Leikmaður,