Norðanfari - 18.03.1876, Side 1
j- Agnai" Jónsson.
Jafnvel pó að í 26. tölublaði ísafoldar
II ár sje stuttlega sagt frá skipskaðanum
frá Stöpum á Vatnsnesi laugardaginn hinn
16. október síðast liðna, þá vil jeg samt
hjer með biðja hinn heiðraða ritstjóra Isf.
svo vel gjöra að ljá sem fyrst rúm í blaði
sínu fylgjandi linum: Agnar sál., sem var
formaður á áðurnefndu skipi, var fæddur
22. marz 1848 á Illugastöðum á Vatnsnesi.
I'oreldrar hans eru sómahjónin par Jón
Árnason og Ögn Guðmundar dóttir Ketils-
sonar, sem lengi bjó samastaðar, bróðir
Natans læknis Ketilssonar, hefir margt ver-
ið skáldmælt í peirri ætt og vel gáfað,
enda líktist Agnar sál. frændum sínum, pví
hann var mjög vel skáldmæltur strax í
barnæsku, og hefði án efa ef aldur hefði
endst, orðið eitt af liinum góðu skáldum
vorum. Hann hafði mjög hvassan skilning,
fjörugar hugsanir og bar talsvert skyn á
ýms velferðarmál pjóðar vorrar; líka var
hann mjög lagin og kostgæfin til lands-
eg sjávarstarfa. Ólst hann upp hjáforeldr-
um sínum á Illugastöðum, par til á siðast-
liðnu vori að hann fluttist að Gnýstöðum í
sömu sveit og reisti par bú með unnustu
sinni,yngismeyju Guðrúnu Ólafs dótturbónda
par. Allir sem pekktu Agnar sáL sakna
hans mjög pví hann var, inndæll, skemmtin
og fróður, jafnvel pótt liann hefði ekki náð
hinni sönnu lærdómsmenntun, sem slíkum
mönnum er mjög nauðsynleg. — Einn af
Jrændum hans, mælti pannig við jarðarförina:
Líður að vetri lengir nóttu,
blikna blómknappar bjarkir fóina,
ægir ofurvald aldurtíla
falla óskmegir ísa-jarðar.
Hví er hróðrardís harmi lostin?
Brotin er harpa, brostinn strengur,
sofnaði í sæmeyjar svölu skauti:
Agnar hinn ungi öðsnillingur.
Herfangi sleppti hrannar faðir,
í faðm grát-lilýjan frænda látins,
felast holds-leifar, í fósturjarðar skauti
en himin geymir helgaða sálu.
Nú ertu Agnar orpin jörðu,
mennta-pyrstur á mærðir lagin,
syngur sigurljóð sælii heima;
par finna pig frændur á fagnaðar vori.
H. N.
Saknaðarstef
með Lilju-lagi (hrunhenda).
Ungur var jeg særður sári,
svíða undir harma stundum,
af fjör-ráni frænda’ og vina,
flest hefir gengið móti lengi;
örlaga dísir örðugt rísa
oss hjer mót með banaspjótin,
neinum hlífir ei hin æfa
aldurtíla lundin kalda.
Gegnum hryggðar grátský eygði
gleðisunna vonar kunna,
spratt blómkvistur kyns vors beztur
krónaður hrósi gáfna ljósu:
Agnar væni alin Jóni,
ættarblóm og tíðar sómi,
mennta-pyrstur mærðir beztu
myndaði pjóð með lyndið fróða.
Andlits fríður, ávarps góður,
ör í máli bör var stála,
^oð brúna-blisin skæru
bros uin varir ljepu snarast,
hex-ðabrciður i hegðan prúður.
AUKABtAl)
við 10. ur. Norðanfara
hávaxin með rjóðum lcinnum,
prekmannlegur hönd með liaga
hrannardýri kunni stýra.
Öll hans kvæði [ef rjett skoðast],
afl hugmynda sig við binda,
andlegt prek og vizka vakin
vegleg orð par saman skorða;
á priðja tugi ára, ægir
aldurs vann að lýsa banni,
blóðpyrst rán með broddi sínum
blakaði gnoð í dauðans voða.
Hnípin situr söngdís grátin,
syrgir drenginn mæra lengi,
mærðarsmiðum meinið svíður,
menntapjóna særir tjónið;
sveitin líður sáran skaða
sakna frændur gleði rændir,
vonar brostin vörm unnusta
vætir brár í heitum tárum.
Aldin faðir og eldheit móðir
elsku sárin bera kláru,
líkamshöptin1 ekkert aptra
andanum braut í gáfna skrauti;
fyrirheitin, böl allt bæta
um betri tíðar sambúð pýða,
hjartað talar hann pað skilur
sem huggunar-málin gefur sálu.
Hvað er að trega? hvi úr huga
horfin gleði, dapurt geðið?
Skammt um líður skal jeg hraðast
skila tötrum líkams fjötra;
vinnist rata veginn betri
veitist króna trúrra pjóna,
sælann minn pá frænda finnur
frelsuð önd í náðar höndum.
Hans Natansson.
f Elín Uuðmundsdóttir.
Mig hefir að vísu furðað mjög á pví,
að jeg hefi ekki sjeð, eða heyrt getið um í
blöðunum, lát merkiskonu einnar (par sem
pó, einkum í Norðanfara, er getið svo
margra látinna merkismanna, karla og
kvenna), ekkjunnar Elínar sálugu Guð-
mundsdóttur að Skörðum í Miðdölum, ekkju
eptir óðalsbónda Björn sál. Björnsson, er
bjó par nokkur hin seinustu ár æfi sinnar,
svo pað lítur svo út, að hún sem dáin er,
fyrir meira en 5 árum, sje horfin mönnum
úr minni, jafnskjótt sem hún hvarf sjónum
peirra; en pað er hvorutveggja, að pað
ætti ekki að vera, enda er pví ekki pannig
varið. Elín sáluga var komin af gáfuðu og
góðu bændafólki, sem alpekkt er í Norður-
landi, alsystir gáfu- og merkismannsins
Sigurðar hreppstjóra Guðmundssonar á
Heiði í Gönguskörðum, og allir sem pekktu
hana verða að játa, að hún væri mikil
merkiskona og prýði sinnar stjettar í alla
staði; pví hjá henni fylgdist að íjörugar og
ágætar gáfur, glaðværð og jafnlyndi sinnis-
ins, svo að hún var ávallt eins á að hitta,
skemmtin og ræðin, fröð og minnug. í hús-
stjórn var hún reglusöm og mesta fyrir-
hyggju og iðjukona, árvökur en jafnframt
mjög nærgætin og notaleg við hjú sín. J>að
var eins og enginn gæti verið par dapur
eða kvíðandi, er hún var nærstödd. Hún
var ekki síður ástríkasta og umhyggjusam-
asta móðir og ektakvinna. Lundin var sam-
kvæmt hjartalaginu blíð og viðkvæm, en
1) Móðir hins látna hefir verið næstum
heyrnar- og mállaus, síðan á fyrsta ári, en
hofir pó lært einn kristindóm, rithönd Og
flestar kvennlegar ípróttir.
jáfnframt ör og hreinskilin, svo jeg ætla
að henni væri ómögulegt að tala nokkurfc
orð öðruvísi en hún meinti, við hvern sem
hún átti tal. jpað var hvorutveggja að Guð
blessaði hana með búsæld og góðum efnum}
enda dró hún sig ekki í hlje í pví tilliti,
heldur gladdi hún og gjörði gott, eða lið-
sinnti á einhvern hátt öllum peim, er ráða
hennar eða hjálpar leituðu; en á ráð henn-
ar og tillögur var óhætt að ætla; pví pær
voru lagaðar eptir lijartalagi hennar, sem
öllum vildi vel, og pað mátti sjá af allri
breytni hennar dags daglega, að liún hafði
yndi af að stuðla til góðs, í hverju sem var,
enda leituðu margir, og pað góðir og merkir
menn ráða liennar, og pó var liún allra
manna frábitnust allri fordild og yfirlæti,
og góðvild, greiðasemi og örlæti hennar var
optast svo lagað, að pað var fáum kunnugt,
nema peim einum, er fyrir pví urðu. Tryggð
hennar var óbifanleg og loforð áreiðanleg;
trúrækni og guðrækni lýsti sjer í öllu tali
hennar og dagfari; fjöri og glaðværð sinnis-
ins hjelt lmn til hinna seinustu lífsstunda
sinna, og seinustu ferð sína tókst hún á
liendur yfir örðugan fjallveg, til að finna og
gleðja með komu sinni og jafnframt kveðja
gamla vinkonu sína, sem hún hafði kynnst
við í æslcu, en síðan lengst af verið fjarlæg,
en pó aldrei slitið tryggð við; en strax er
hún kom heim úr peirri ferð tók hún hæga
sótt, er eptir fárra daga legu leiddi hana
til hvíldar með hægu andláti pann 4. eða
5. dag októbermán. 1869 á 71. aldursári.
Jeg er viss um, að allir sem pekktu hana
munu játa pað með mjer, að par hafi horf-
ið burtu fagurt og nytsamt líf, hvers minn-
ingu peir munu blessa, sem pekktu. |>ann-
ig minnist en nú liinnar framliðnu ein eptir-
lifandi æsku- og tryggða-vinkona hennar.
í J.
t Aðfaranóttina pess 22. desembermán.
næstl., andaðist merkiskonan Elisabet Ragn-
hildur Einarsdóttir, eptir langa sjúkdóms-
legu, hún var 26 ára að aldri, kona Jóns
bónda J>orsteinssonar á Bessastöðum í Fljóts-
dal. J>au áttu 2 börn, son sem lifir, og dótt-
ir sem andaðist á næstliðnu sumri, nærri 1
árs gömul. — J>essa síns elskaða og sárt-
saknaða barns, minntist hun á sinni síðustu
lífsstundu með peirri gleðiríku von, að nú
fengi hún að sjá barnið sitt aptur. Elisabefc
sáluga var mikið vel liðin af heimilisfólki
sínu í umgengni og útlátum, ásamt öðrum
út í frá, er nokkur kynni höfðu af henni.
b J-
pakkarávarp.
„J>að er skyldugt að geta pess,
sem vel er gjört“.
í hálftannað ár pjáðist jeg af illakynj-
uðu æxli undir hendinni, er jeg sökum
kringumstæða minna eigi gat leitað hjálpar
við, og sem innan skamms hefði orðið dauða-
mein mitt, en pegar mjer lá sem mest á,
sendi Drottinn ástúðlega mannvini mjer til
lijálpar, pau cand. philos. Pál Vigfusson og
stjúpu hans húsfrú Guðríði Jónsdóttur á
Ási, er tóku mig á lieimili sitt; önnuðusfc
pau mig með aðstoð hjúa sinna í 6 vikur
eins og beztu foreldrar, og fengu pá lækn-
ir herra Zeuthen á Eskifirði og prófast síra
Sigurð Gunnarsson riddara af dbr. á Hall-
ormsstað, til pess að skera æxlið af mjer,
er peim tókst ágætlega, og jeg er peim
hjartanlega pakklát íyrir.
Ollum pessum mannvinum og öðrmn
fleiri, er rjettu mjer bjálparhönd, og pó