Norðanfari


Norðanfari - 29.04.1876, Blaðsíða 2

Norðanfari - 29.04.1876, Blaðsíða 2
og samt viljnríi við yfirgefa þetta alttsaman!? En af óMutdrægri athugun á grein Norðl., virðist oss það ljóst, að hún sje mjög bland- in falskenning, og sannist því á hof. liennar hið fornkveðna, að “sín lýti láir hver mest“. Fyrrum Noregs Lúfa lið, ljúfu frelsi svipti: vjel og kúgun kveldúlfsnið, kosti hörðum skipti. Grímur prælum gylfa hjá'1, girntist eigi húa; er svalað hafði hugar-prá, hingað gjörði snúa. J>eim sem ofur valdi’ og vjel vilja ei undir húa: fyrstu og beztu bót jeg tel, burt nú hjeðan snúa. Vorra frægu feðra spor, iljótt upp gjörum leita: Ingólfs hugur, Egils por, •okkur fremd mun veita. Kroppi, 12. marz 1876. ■Jóhann Stefánsson. Ekki er allt sem sýnist. í 20. blaði Norðl. stendur greinarkorn með yfirskriptinni: „Gætið yðar fyrir fals- kennendum“. Höf. nefndrar greinar hefir virzt pessi gamla og góða setning ónðg ti’l pess, er hann ætlar að rembast við að gjöra, og hefir bonurn pví póknast að bæta við hana leirburðar-pvættings-stöku úr rímmn. J>að er n'ú ekki tilgangur minn með línum pessum að svara greininni orði tíl orðs, pví jeg er sannfærður um að peir sem mest eru meiddir með henni, gjöra pað sjálfir, en mjer 'finnst orsök til að getahenn- •ar að nokkru. Hún ber pað Ijósl. með sjep að höf. hefir áf vanpekkingu, framúrskaT- andi hroka og sjálfsáliti ritað hana; pað lit- ur út fyrir að manngarmurinn hafi ekki verið með fullu ráði. Hann hefir að likind- um verið langpjáður af kyrsetusýki. Höf. 'rey nir með öllu móti að afskræma Ameríku og níða hana í öllum greinum, til pess að aptra íslendingum frá að flytja pangað, en pví miður hefir hann hvergi álp- ast á hina rjettu gö'tu, tíl að ná pessum til- gangi sínum. Hann viðurkennir óvart Ame- ríku, og jafnvel Nýja Isl. gott og auðugt land til Iands og vatns, einmitt pá hann vill níða pað sem mest, og hann álítur ís- Iendinga svo illa úr garði gjörða af hendi skaparans, að peir ekki geti fasrt sjer gæði landsins í nyt, en pó álítur hann pá gædda peim hæfilegleikum, að peir geti lifað góðu lifi og blómgast hjer heima á gamla ísl. Hver getur álitíð petta ritað af manni með óskertum sönsum? |>essi hringlandi og hringleikur höf. er harla skoplegur, og lík- astur pví pá hvolpur er að reyna að ná í skott sjer. Jeg vil ekld taka upp nje svara öllum hinum klaufalegu útúrsnúningum, ýkjum og ósannindum, er höf. fram ber, en skal að- eins geta nokkurra atriða úr greininní. Höf. segir t. d. að engisprettur hafi ekki porað að leggja leið sína til Nýja Isl. Hvar stend- ur pað? Hann segir að hr. Jón Taylor sje methodista prestur. Á hverju byggir hann pað? Enn fremur segír hann að Taylor sjð •einn af útflutningsagentum Kanada stjórn- ar. Hvar er sönnun fyrir pessu? Höf. segir í sambandi við petta, að agentar pess- 1) Til peirra teljum vjer pá menn, er vegna sinna eiginn hagsmuna eigi vilja líta hlutdrægnislaust 4- mál manna í hverju efni sem er, og hver sem í hlut á, t. d. ritstjóra ,.NorM.“ pað er yesturfara-málefnið áhrærir, ir sje „menn sem hafi gjört pað að aðal- afvinnuvegi sínum, að gynna fólk til hinna óbyggðu landa í Kanada og piggi laun fyr- ir af stjórninni, ,cptir pví liá eða lág, sem peim verður mikið ágengt“. J>essu trúir nú víst enginn, nema höf. sanni pað með rökum, en pað reynir hann ekki af pví hann getur pað ekki, og blaðrar petta út í blá- inn, eins og flest annað er hann þykist fær um að upplýsa menn um. — |>ar sem höf. minnist hinna vegl. gjafa Engl. til ösku-búa, segir hann: „að gefendunum væri illa laun- að, ef nokkrum eyri af gjafafjenu væri var- ið til útflutninga11, og virðist os's hann leggja dauðasök við, ef einhver gjörði sig sekan í pví. j>etta er hryggilegt heiptaræði í höf. og finnst oss honum hefði verið sæmra að gefa bendingu um að peir fátæklingar, er að sögn ekki hafa fengið neitt af gjöfunum, pó peir hafi liðið tjón af öskufallinu, og sumir flúið jarðir sínar, fengju sinn skerf af gjöfunum, svo pað ekki yrði peim hvöt að flytja af landi brott, að peir ekki fengu neitt, en íslendingar yfir höfuð biðu hneisu af pessari ráðsmennsku á gjafafjenu, sem pó mun vera að kenna einstökum mönnum. — f>á lætur höf. sjer finnast til um að sendimesn íslendinga til Manitoba, tali um mat í ritinu N. ísl„ og finnur sjer skylt, að geta pess, að þeim muni pykja góður matur, eins og fleirum íslendiiigum. Smátt er nú til tínt er liöf. hyggst að leggja út til smánar. Honum hefir líklega ekki pótt pað heyra til lýsingar lands pess, er valið var til nýlendunnar, að geta pess hverjar helzt bjargræðis-tegundir væru par fáanleg- ar. — |»á fer nú höfundurinn að drýgja spakmælin er hann segir svo í einlægni, „að pað sje sitt hvað gæs í lófa og gæs í lopti“. J>etta munu margir íslendingar hafa rennt grun í áður, og sumum finnast pað einnig eiga við hjer lieima; pað má vera að höf. veiði hjer gæsir fyrirhafnarlaust, en pær hljóta að vera annars kyns en fluggæsir. þar næst minnist höf. á hið mikla gras er vex í Nýja ísl., og segir að menn hafi lítil not af pví, pareð menn ekki sjeu gras- bítir sjálfir. Sje nokkur maður pess verður að nefnast grasasni, pá er pað vissulega höf., pví pað hljóta allir að sjá, að pessi skoðun hans er byggð á asnalegum hugmynd- um, eða hvort er pað mannsbarn hjer á landi, að ekki hafi pað meiri eða minni not grassins? vissulega ekkert nema ef pað væri höf. sjálfur. — Ástæður pær, er höf. færir fyrir tortryggni sinni viðvíkjandi peim ís- lendingum, sem hann af mannvonsku-fullum hvötum eða hleypidómum vill sverta í aug- um almennings, eru eins rýmilegar og ann- að. IJm Sigtr. og Einar segir hann: „Yjer höfum að minnsta kosti ekki heyrt peirra getið að öðru en pví, að þeir sjeu af peim flokki landa vorra í Yesturheimi, sem hafa brugðist hinar góðu vonir um að grípa par upp öli gæði fyrirhafnarlaust“, o. s. fry. Hvaða sönnun hefir höf. fyrir slíkum get- gátum, sem eru bæði heimskul. og á engum rökum byggðar, um þá eða aðra landa í Vosturheimi? Alls enga. Hann hefir líkl. heldur enga aðra ástæðu til greindra um- mæla en þá, er mjer virðist skína út úr hverju orði, að hanfi í eigingjörnum tilgangi vill fæla menn frá flutningi til Yesturheims, með pví að telja mönnum trú um, að hann einn viti alla hluti bæði á himni og jörðu, og pví sje sjer einum að trúa hvað snertir hag landa í Yesturheimi, og að allar kring- umstæður par sjeu sjer einum kunnar. Ekki er nú sjálfsálitið litíð, o,g finnst mjer einnig skína út úr höf. öfund yfir pví, að landar í Ontario skyldu bera svo gott traust til S. og E. og þeir gjörðu, þareð hann máske hefir ekki eins góða tiltrú sjálfur hjá ís- lendingum. — J>að gegpir allri furðu, hye I óskammfeilinn hóf. er í umyrðum s’num um liina þrjá íslendinga frá Wisconsin. Eða hvaða vit er í að tortryggja vitnisburð peirra fyrir pá sök, að höf. “segist mega fullyrða að peir sjeu allir ungir“? Hvað ætli höf. hefði betur vit á landi í Vesturheimi en peir, pó hann kunni að vera eldri? Eða fer allt vit og skynsemi einungis eptir árunum? Ekki sannar grein höf. pað. — Aptantil í asna- stykki sínH setur höf. brjefkafla, er hana segir að sje frá skynsömum og rjettorðum landa í Yesturheimi. J>að er ekki ólíklegt, eptir annari ósvífni höf., að hann hafi sjálf- ur samið brjefkaflann, en sje pað nú svo að petta brjef sje ritað frá Vesturheimi, gjörir hann illa að auglýsa ekki nafn hins ágæta, skynsama og rjettorða frjettaritara, svo paim er þekkja hann gefist pví betri kostur á að dæma um, hvort lofsyrði höf. um hann sjeu sönn; og er pví vonandi hann auglýsi pað síðar. En pareð nú höf. fann sig knúðanu til að setja penna brjefkafla — sem er, hvað umtalið um Sigtr. snertir, pvert á móti öll- um brjefum, er jeg hefi sjeð frá Vestur- heimi — í opinbert blað til að sverta Sigtr., pá finnst mjer hann vera neyddur til að taka eptir premur brjeköflum frá Ameríku, er jeg hefi undir höndum, og set jeg pá pví hjer honum til þóknanl. athugunar. Brjef- kaflamir eru orðrjett tilfærðir, og er engin ástæða til að vefengja pá, enda er yfir höfuð algengara að lasti en lofi sje logið upp á aðra. Eru brjefkaflarnir svona hljóðandi: 1. kafli, dags. 14. september 1875: „Gjört er ráð fyrir að Sigtryggur farí heim í haust að safna fólki til vesturfarar, og hefir hann sjálfur skoðað landið (pað er Nýja ísland), og gefur hann íslendingum lýsingu á pví og þær skýrslur, sem par að lúta, og kæri jeg mig eklci um að skrifa neitt því viðvíkjandi; er hverjum óhætt að trúa framburði hans, pví hann hefir ekki sýnt sig öðruyísi en hreinskilinn í íslendinga- málum, og gjört sitt hið bezta til þeim við- víkjandi. Sígtryggur segir ykkur hvað bezt pjenar til að flytja með sjer og hvers mað- ur má vera án, og er pað áreiðanlegra eu Islendinga brjef“. 2. kafli, dags. 14. september 1875: „Jeg óska Sigtryggi lukkulegrar reisu fram og til baka, pað pykir víst flestum, sem hjer eru í pessum höp (pað er flokkur sá, sem ætlaði að fara til nýlendunnar), vænt um pá stund, ef okkur auðnast að sjá hanu aptur; við hefðum verið illa komnir, ef við hefðum ekki notið hans aðstoðar með mörgu móti, og pað er betra fyrir íslendinga að halda sig að honum, ef peir vilja fara vest- ur hingað, en nokkrum öðrum“. 3. kafli, dags. 16. september 1875: „Sigtryggur verður sendur heim í haust, ogverður agent fyrir Norðurland, og vil jeg ráðleggja ykkur löndum, sem liugsið til vest- urfarar, að snúa ykkur til hans, sem er reyndur að drengskap og dugnaði, ogbúinn að leggja í sölurnar fyrir Islendinga, sem hjer eru, pað sem hann átti til, og sparar ekki sjálfan sig til ómaka og erfiðis, þeim til hjálpar“. Lesendur Norðlings hafa fulla ástæðu til að eigna ritstjóranum sjálfum greinarskömm pá, er hjer ræðir urn að framan, en hvort nú hann hefir ritað hana eða einhver annar, pá mun óhætt að segja — pó hún ekki lýsi neinum gáfum eða lærdómi — að höf. henn- ar er ekki rjettur og sljettur almúgamaður, pví jeg hefi ekki heyrt einn einasta alpýðu- mann halda á móti Vesturheimsferðum, eu afhinum svo kölluðu fyrirmönnum, eru flest- ir á móti þeirn, þó til sjeu heiðarlegar und- antekningar. — j>að er næsta eptirtekta- vert með tilliti til peirra presta, skriptlærðra, og peiri'a er aptaní hanga, með að níða Ameríku, og líkja henni jafnvel við sjálft helvíti, skuli vilja styrkja pangað ráðvandar fjölskyldur, ef pær að eins eru svo fátækar, að pær sjeu eða líti út fyrir að vex-ða fje- lögunum til þyngsla. j>að lýsir litlum mann- kærleika og bróðurást, að vilja styrkja fá- tæka meðbræður í kvalastaðinn! Vera má og að slíkir herrar væru ekki ófáanlegir að fara sjálfir, ef þeir væru vissir um að halda sömu stöðu og launum og lxjer heima, jeg tala nú ekki um ef peir fengju meira; en pað er nú annars máske ekki að marka, pó þetta.hafi skotist út úr sumum peíri'a. J. Ó. Eigandi og ábyrgðarm: Björn Jónsson, Prentari: Jónas Syeinsson.

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.