Norðanfari - 21.12.1876, Blaðsíða 3
— 3 —
ft'am á, að jarðatíundin var í upphafi tekju-
skattur, sem jarðeigendum einum bar að
greiða, en peir komu henni, og pað snemma
a öldum, yfir á leiguliðana, eða rjettara sagt
ábýlisjarðir peirra, En pað parf eigi svo
langt að leita eptir dæmum fyrir pessu. J>eg-
ar alpingistollurinn sæli var lögleiddur hjer,
átti að búa svo um hnútana, að hanu lenti
á jarðéigendum einum, að peim 3/4 hlutum,
sem hann var lagður á jarðir landsins. En
viti menn; pað mun hafa verið farið að
tíðkast lielzt til víða hjer á landi, að leigu-
liðar hafi verið látnir gjalda alpingistollinn
endurgjaldslaust, og var hann pó eigi nema
27 ára gamall pegar honum var af ljett. Er
jeg nokkurnvegin viss um, að ef hann hefði
náð fimmtugsaldri, pá hefði hann verið orð-
inn hreinn og beinn ábúðarskattur. Mundi
nú eigi bera að sama brunni, yrði tekju-
skattur sira A. Ó. lögtekin? Getur nokk-
ur bannað jarðeigendum að setja pann leigu-
mála á jarðir sínar, sem peim kemur ásamt
um við leiguliðana? J>að væri fróðlegt ^ð
heyra, livernig síra A. Ó. hugsaði sjer lög
um pað efni1. (Framhald).
Svar á móti
„Svar frá AVisconsin;‘.
TTinnm alkunna fyrrverandi fjelags-
bröður vorum, herra porláki frá Stóru-
tjörnum, hefir enn póknast að láta til sin
heyra, er hann hefir nú ritað langt mál í
blaði pessu, og er pað sem fyrri bæði fræð-
andi og skemtilegi!! sem hann ritar sá mað-
ur; annars er pað merkilegt, hvað pað lief-
ír kostað mörg orð að svara pessum fáu
línum frá mjer í Nf. 1875 nr. 39—40; og
veiti jeg lierra jporl, pað til vorkunnar, pó
hann haíi n ú margt að segja ekki síður
en fyrri, um leið og jeg líka hlýt að
segja, að pað er margt í grein hans sem
alls ekki snertir prætuefni okkar og sem
jeg geng alveg fram hjá. Til pess bæði að
huggnast pessum herra, með pví að svara
honum og til pess að benda mönnum á
merginn í röksemdaleiðslu hans, vil jeg
biðja liinn heiðraða ritstjóra Nf. að gefa
1) J»ó skattamálsnefndin hefði hneigst að
peirri skoðun, sem virðist helzt vaka fyrir •
síra A. Ó., að leggja jarðarskattinn beinlínis
á landsdrottna, sjálfsagt eptir einhverjum
öðrum mælikvarða en hundraðatölunni, eða
hún hefði stungið uppá — sem lá mikið
nær — að leiguliðar fengju skattinn endur-
goldinn, á sama hátt og átti að vera um
alpingistollinn, pá er, að minni liyggju, eng-
an veginn hægt -að fyrirbyggja, að skattur-
inn geti komið niður. á leiguliðunum engu
að síður. j;»ví svo sem að framan er ávikið,
er landsdrottnum innan handar, að byggja
jarðir sínar með peim skilmáíum, að ábú-
endurnir greiði skattiun endurgjaldslaust.
Getur enginn löggjafi meinað mönnum pess-
konar . samninga. En hjer er líka annar
hængur í, sem elcki er betri viðfangs. Nefnd-
in komst sem sje að peirri niðurstöðu, að
skattinn bæri að leggja á allar jarðir und-
antekningarlaust, hvort sem eru pjóðjarðir,
presta- eðá kirknajarðir, fátækra eignir
o. s. frv., og ímynda jeg mjer, að eigi sje
ástæða til að álasa nefndinni fyrir ósann-
girni eða ranglæti í pessari grein. En ætti
nú t. a. m. prestar að fara að endurgjalda
leiguliðum sínum skattinn af ljensjörðum
peirra, er hætt við að kæmi væl úr einhverju
horni. Og liver veit nema síra A. Ó, finndi
i einhverri katólskri skræðu, að pað skerti
heilagleik kirkjunnar. ]pað mega peir muna,
sem voru honum samtíða á alpingi, að hon-
um var pað mjög viðkvæmt, ef honum fannst
einliver ætla að ganga of nærri helgi klerk- |
. enn rúm fyrir fáar linur; jeg skal ekki
vera margorður.
Eyrst eptir að herra J>. er búinn að
gizka á hvaðan sá sje, sem liafi leyft sjer
að ganga fram í móti honum, fer hann að
kenna mönnum, (en líklega mjer pó helzt),
hvernig peir eigi að semja ritgjörðir og að
pær eigi að vera byggðar á „órækum á-
stæðum“ osfrv.; bætir hann pví við, að petta
hafi verið sitt mark og mið, pá er liann
reit lýsinguna í fyrra; enda segist liann
enga ástæðu finna, til að taka aptur nokk-
uð í henni, sem rangt eða mishermt; en,
hvað parf pá hra. ]>. að berjast við, að
láta mig trúa orðum sínum, eða fegra verk
sitt fyrir mjer og öðrum löndum sinum,
pegar hann getur með góðri samvizku, sagt
allt satt, sem hann hefir sagt? Svarið verð-
ur, að lýsing hans af Shawano hafi ekki
verið rjett, lieldur meira og minna bjöguð
frá upphafi til enda. sem sjá má á peim
fjölda af athugasemdum, er hann hefir orð-
ið að gjöra við hana. J»ó fáir efist um að
svar hans sjeu vafningar og orðagjálfur,
ætla jeg pó að athu^a nokkur atriði í pví.
J>að er fyrst, að herra |>. reynir enn
að telja sem kost á Wis., að pað sje gam-
alt ríki og vill sanna petta, með pví, að
taka dæmi af gömlum manni, sem sje
prýddur öllum mögulegum kostum. Hann
gætir pess víst ekki að kostir liins gamla-
manns hverfa allir í hinn eina ókost, ell-
ina, og verður petta dæmi hra p>. til pess
að sanna orð mín, til 1 pess að sýna, hve
ramskakkt pað er, að álíta ellina á Wis.
kost, og hver munur liljóti að vera á landi,
sem lengi hefir verið/boðið til sölu, og sem
enginn hefir viljað, eða landi pví sem fjöldi
manna keppist eptir að ná, eins og segja
má um landið í suður og vestur Banda-
ríkjunum. Jeg ber ekki á móti pví, að
pegar byggð er komin í eitt lrjerað að pá
stigi landið í verði en engin mun efast um,
að fyrst sje numið bezta landið í hverju
ríki. [>ó nú herra |>. byrji að fi'æða mig
um hvað uppskeran hafi verið góð í Sha-
wano í fyrra suinar, pá varðar mig alls
ekkert um pað, og pað snertir heldur ekki
lýsingu hans pá í fyrra, hún er eins rjett!!
eptir sem áður. Jeg get lika sagt herra
jj. að uppskeran lengra vestur frá var mikið
betri en hjá honum.
Land pað, sem lausakaupmenn (Speku-
lanter) hafa til sölu, getur sjálfsagt verið
með ýmsu verði eins og herra J>. segir, en
skólaland hygg jeg sje með vissu verði í
hverju riki út af fyrir sig, svo pað hverki
liækki eða lækki eins og hra J>. getur um.
Stjórnarland er aldrei selt, en pað veit hr.
]>. ekki pví hann skýrir frá verðmun á
pví í ritgjörð sinni. Hver pegn Banda-
ríkjanna getur fengið petta svonefnda stjórn-
arland, ef hann aðeins borgar fyrir mælingu
á pví, sem optast er 15 til 20 dalir ame-
rikanskir. ]>að er að heyra á hr. [>., að
liann pykist nú orðinn kunnugur í \VTis. og
pað getur vel verið að svo sje, en pað sem
jeg sagði um ríki petta, var af egin reynslu
og eptir bónda, sem hafði búið par
næstum 30 ár. (Framhald).
Herra ritstjóri!
í „Norðlingi“ II, 8. er eigi minna en
2 greinir um mig, og sýnir pað meðal ann-
ars, hversu „útgefanda11 eða „útgefendum“
pessa blaðs er annt um mig, og liversu hann
eða, peir láta sjer úmliugað um, að tína
allt pað til, sem peir ætla að mjer geti til
dómsins og kirkjunnar. Jeg bið menn að
lesa vandlega alpingistíðindin 1863, 1865 og
1867, og atliuga hvort eigi má finna spor
til pessa, víðar en á einum stað.
sóma orðið, eða hitt heldur, og er pað sönn
furða, ef lesendum „Norðlings“ p)rkir gaxn-
an að slíku. Mjer dettur alls eigi í hug,
að svara síðari greininni, en verð að biðja
yður, að taka í blað yðar pessa litlu grein
til svars upp á liina fyrri.
p>að á að vera eitthvert ófyrirgefanlegt
ódæði og liirðuleysi af mjer, að jeg hafi eigi
komíð að skólanum 2 fyrstu dagana af skóla-
árinu í haust, rjett eins og skólastjóri gæti
eigi lesið upp skólareglurnar, og skýrt frá,
liverjir píltar hafi ölmusu fengið, nema jeg
væri par við; og ekkert próf yfir nýsvein-
um yrði gilt tekið, nema jeg væri par við
staddur, og legði mítt sampykki par á. Ann-
að hefir áður eigi gjört verið liina fyrstu
prjá daga skólaársins, og annað var eigi
gjört prjá liina fyrstu daga skóla-ársins í
haust. ]>að liefir aldrei áður verið talið
aðfinningarvert, pótt einlxver kennari hafi
eigi verið kominn pegar í byrjun shóla-
ársins, og pó liefir pað lijer í Reykjavík
borið við, að kennari hefir eigi komið til
skólans, fyr en mörgum döguin eptir að
kennsla var byrjuð í skólanum, og meira
að segja: skólastjóri sjálfur hefir eigi verið
viðstaddur skólasethingu, og eigi komið til
skólans, fyr en í nóvembermánuði, og pó
enginn að fundið, hverki æðri nje lægri.
þannig vona jeg, að enginn geti með á-
stæðum sagt, að jeg væri vítaverður, pótt
jeg hefði eigi komið til skólans fyr en á
priðja degi skóla-ársins, meðan kennsla í
skólanum var eigi byrjuð.
En pað er verst við pessa aðfinningu
„Norðlíngs“, að par er ekkert satt orð i.
Fyrsti dagur októbermánaðar var sunnudag-
ur, og pá var skóli eigi settur. Allt um pað
var jeg heima allan pann dag. 2. dag okt-
óbermánaðar var skóli settur, og v a r j e g
p a r v i ð s t a d d u r, og fór heldur eigi
burt úr bænum pann daginn. Síðari hluta
dagsins voru nokkrir nýsveinar prófaðir, og
sömuleiðis daginn eptir; fór jeg pá m e ð
leyfi skólastjóra burt úr bænum
kl. 10 f. m., en var kominn aptur nálægt
kl. 3 e. m., og kl. 4 e. m. sarna daginn fór
jeg upp í skóla og prófaði sjálfur pá 2
lærisveina, sem komast vildu í 2. bekk, í peim
vísindagreinum, sem jeg kenni í peim bekk.
Af pessu er pá auðsjeð, liver sannleikur er
í pví, að „annar Efór skólans“ liafi sent
mig upp á Kjalarnes „mótí vilja skóla-
stjóra“. auk pess sem sú sakai'gipt er svo
heimskuleg, sem framast má verða. Eins
ósatt er pað, að sjera ]>orkell á Mosfelli
liafi ónýtt fyrir mjer stefnu, enda er mjer
óskiljanlegt, hvernig hann hefði átt að pví
að fara; jeg liafði ekkert mál höfðað á
hendur honum, og hann gat pví enga stefnu
ónýtt.
Síðari hluti greinarinnar er svo heimsku-
legur. að hann verðskuldar enga leiðrjett-
ingu, og parf hennar eigi. ]>ar sem mjer
er kennt um skólagjaldið, pá er pað rjett
eins og hinir 8 bæarstjórarnir hlypu bem-
línis og hugsunarlaust eptir orðum mínum
eða „dingluðu aptan við mig“, eins eS
„Noi'ðlíngur“ segir um eimi peirxa, enca
er pað jafnsatt sem annað í greininni, að
börnin í barnaskólanum sjeu að eins 40;
pví að pau munu vera nær 70. Oðru svara
jeg eigi pessurn greinum „Norðlings“, enda
svara jeg eigi hans vegna.
Reykjavík 4. dag desemberm. 1876.
H. Kr. Friðriksson.
Sumarnótt.
(Frumkveðið á sænsku).
]>á sólin sæla hnigur
í svalkalt unnarskaut,
og nóttin dimm sjer dreifir
um dali, fjöll og laut.