Norðanfari - 21.12.1876, Blaðsíða 4
— 4 —
J>á hættír fuglinn flcygí
sín fögru’ að kveða ljóð,
en stjörnur leyptra ljósar
og lýsa’ um himinslóð.
jþá lækur niðar ljúfur
í lautu hægt að sæ,
en báran bláa kveður:
„Nú bráðum þjer eg næ“.
Svo kvoða pau sín kvæði,
við kalda’ og auða strönd,
unz dagur dýr úr austri
sjer dreifir yfir lönd.
En Álfadrottning unga
í unaðsfögrum lund,
hún stælta strengir hörpu
og stigur dans um grund.
T.
Úr brjefi frá Nýja íslandi.
(Gimli, 2. sept. 1876).
„Heldur pótti tíðin köld í vetur, stöku
sinnum varð frostið yfir 50 stig á Earen-
heit, pó fannst okkur ekki meira um pað
en eins og gjörðist á gamla Islandi, sem
líklega kemur af pví, að loptið er lijer svo
hráslagalaust; optar var heiðskírt, og snjó-
föll minni en í Ontario. Ekki kom hláka
fyrr en 1. apríl og fór veðuráttan batnandi
úr pví, pó leysti ekki ísínn af vatninu fyrr
en 21. maí, löngu eptir að snjór var allur
upptekinn, Yar um pær mundir svo mikill
fiskafli, eins og í beztu veiðistöð á Fróni,
allt fram í júní; eptir pað fór hann minnk-
andi. og var mjög lítíll um heitasta tímann,
en er nú aptur farinn að aukast, og eru
menn nú farnir að hugsa gott til hvítfiska-
veiðinnar í haust. Ekki var heilsufar manna
sem ákjósanlegast í vetur, pví margir hinna
veikbyggðari sýktust af ónotaiegu fæði og
mjólkurleysi, einkum roskið fólk og börn, og
dóu milli 10 og 20, flest börn (2 miðaldra
og 2 aldraðir bændur). — Ekki getur maður
heldur sagt að jarðyrkjan hafi heppnast vel,
en pó má segja vonum framai’, pegar litið
er á kringumstæðurnar. Kartöíiur og kál
má heita að hafi tekist vonum betur, pví
hæði var jörðin illa undirbúin, seint sett
niður, og pað sem lakast var, að votviðri
hafa verið venju fremur i sumar; liinar
aðrar sáðtegundir hafa mjög mislieppnast
hjá flestum, bæði fyrir vankunnáttu og af
nefndum orsökum, samt sjá menn að allt
sem reynt hefir verið að sá, getur próast
hjer ef lag er með, t. a. m. hveiti og baun-
ir má heita í ágætu lagi hjá stöku manni.
Jeg tel að frændi vor, sem r'taði pussastaf-
ina i 20. tölubl. Norðlings, pykist liafa átt
kollgátuna ef hann frjetti petta; en vjer
meinum, að vjer getum lært akuryrkjuna
hjer í Amerílcu eins og önnur verk. Yíst
mætti honum hregða í brún, ef hann sæi
grasið hjerna, pvi ekki er ofsögum um pað
sagt í skýrslunum, sem hann hneykslaðist svo
mikið á; og pó kýr spretti hjer ekki upp
úr jörðinni (!!), pá eru pó komnir 160 naut-
gripir i nýlenduna og máske von á eígi all-
fáum; á einu heimili eru strax 10 liöfuðin
af pessum peningi.
L sumar hefir heilsufar manna mátt
heita allgott, pó heitt hafi verið stundum,
frá 80—100 stig Farenheit, Margir fóru
um tíma í járnbrautarvinnu og annað verk,
og unnu sjer inn fyrir forða til vetrarins,
í viðbót við fiskinn og pað sem fæst upp
úr jörðunni, svo ef afli verður í haust, er
vonandi að menn geti lifað viðunanlegu lífi
í vetur.
Nú eru landar komnir liingað fyrir
hálfum mánuði, og búnir að skipa sjer nið-
ur út og suður með vatninu, norður að ný-
lendu enda, og svo út í Mikley. Mjög eru
sumir óánægðir yfir pví, að geta ekki fengið
land fast við vatnið, og mörgu öðru; pað er
eins og peir hafi hugsað, að peir mundu
um leið og peir komu í land geta reist
blómlegt bú og pó um leið lifaö sem fiski-
menn (eða pá að lifa sem tómthúsmenn, en
ekki nema land og búa sem bænduij; peir
vita pað nú reyndar ekki!! Annars held
jeg pað hafi komið nógu margir í petta
sinn, meðan ekki er búið að mæla út land-
ið, svo pað verður ekki einusinni skoðað á
bakvið. Stjórnin er nýlega samt búin að
senda mælingamenn hingað, en pað er ekki
hægðarleikur að mæla út allt landið á stuttu-
um tíma. — Stjórnin hefir aptur gefið pess-
um flokki von um lán, og pegar látið nokk-
uð af mörkum, en livað mikið pað á að
verða, er enn óljóst“.
F r j e 11 i r a ð s u n n a n.
Úr bi'jefi úr Gfullbringus. 25/n-—76.
„Hausttíðin hefir verið afbragðsgóð, ein-
lægar pýður, að eins öðruhvoru sjest snjór
á fjöllum, mest frost einn dag 7 0 á Celsi-
us hitamælir. Menn vinna hjer rnest að
túnasljettun, pví ekki er til neins að róa
til fiskjar, pó fólk sje að pví með köflum
pegar gefur, pó ekki fáist til matar að kveldi,
pví að hjer er alveg fiskilaust, kringum all-
an Faxaflóa. Fólk er víða bjargprota og
farið að sjá megurð á sumum; hjer lítur út
fyrir að verði hungurdauði, ef sama fiski-
leysi helzt. Kaupstaðir allslausir að kalla
má, sjerílagi Hafnarfjarðar-kaupstaðirnir,sem
engar nauðsynjar hafa haft síðan í sumar.
í>ó að póstskipið komi nú með eitthvað af
matvöru, pá lirekkur pað lítið til allra nauð-
staddra hjer í vetur. Sagt er að prófastur
vor (síra pórarinn), hafi nú pantað korn
með póstskipi fyrir sína eigin peninga, til
pess að hjálpa nauðstöddum í vetur kring-
um sig, ofan á allt annað, sem sá hjálp-
sami maður hefir áður lánað fátækum og á
pví útistandandi stórskuldir; slíkt er mann-
kærleiki. — Heilsufar manna er gott yfir
höfuð og fáir deyja. 2 meun drukknuðu í
liaust í Árnessýslu, annar í Olfusá, hann
reið út í hana á ferjustaðnum, en hinn fórst
á vaðleysu í Tungufljóti, sem aðskilur eystri
tunguna frá tungunum. Maður hengdi sig
í haust frá Bi-æðratungu. — Nú frjettist
hvergi til kláðans, svo menn vona, hann sje
upprættur. — Póstskipið kom í dag kl. 4
e. m. — Amtmaður Bjarni Thorsteinsson
lconferenzráð, riddari af dbr. og dannebrm.,
andaðist 3. p. m., fæddur 31. marz 1781.
Úr brjefi úr Borgarf. 5/12—76.
„Hagur manna er nú í mörgu tilliti í-
skyggilegur. Afleiðingar kláðans og sauða-
skurðurinn í fyrra ásamt langvarandi fiski-
leysi steypa mönnum, einkum hinum efna-
minni. Engin landplága er meiri og verri
en fjárkláðinn, hann gjörir allt, drepur fjeð,
eyðileggur alla fjármuni, spillir timanum og
sundrar fjelagsskapnum, auk úlfbúðar, ill-
deila og málavafsturs, • sem af honum leiðir.
Nú er hinn setti lögreglustj. Jón ritari, að
skipa okkur að baða, en engin vill hjer
í hrepp lilýða, pví síðan á parra í fyrra
hefir hjer eigi fundist hinn minnstí kláða-
vottur. Ef við ekki böðum, pá er oss hót-
að valdböðum eða málsókn, sem pegar er
byrjuð hjer í 2 hreppum. — Yið lifum all-
ir í góðri von um að Norðiendingar muni
pó einhverntíma rjetta oss liknarhönd, hvað
skaðabætur áhrærir.
Mannadrukknan. (Úr brjefi 3/12 76).
„30. nóv. p. á. fóru 6 menn af Álpta-
nesi á bát síðla um kveldið úr Ileykja.
vík, auk kvennmanni, heim til sín, var
hirta og dúnalogn, barst peim á rjett í
lendingunni af peim orsökum, sem sagt
er; að einn peirra, sem var drukkin hafði
fallið útí annað borðið og hvölft undir peim,
drukknuðu 3 af mönunum auk kvennmanns-
ins, en hinir náðust, par á meðal sá, er
orsakaði slysið. Slíkir karlar ættu að fá
opinbera ráðningu fyrir drykkjuskap-
inn“.
A U L Ý SIN G- A11.
Auglýsing
um póstmál.
Báðgjafinn fyrir ísland hefir 7. p. m.
sampykkt neðannefndar breytingar á 2., 7.
og 8. grein anglýsingar frá 3. maí 1872: .
1, að aðalpósturinn frá Akureyri aust-
ur í Múlasýslu, er áður hefir gengið milli
Akureyrar og Djúpavogs, skuli eptirleiðis
ganga frá Akureyri austur á Seyðisfjörð.
2, að aðalpósturinn milli Prestbakka og
Djúpavogs haldi áfram paðan að Höskulds-
stöðum og heint til Seyðisfjarðar.
3, að póstafgreiðslan á Egilsstöðum verði
flutt að Eyðum í Eyðapinghá.
4, að póstgangan frá Egilsstöðum til
Yopnafjarðar hætti, en í stað hennar verði
látinn ganga aukapóstur milli Grímsstaða
og Vopnafjarðar.
5, að póstafgreiðslumaðurinn á Seyðis-
firði fái 70 kr. árslaun.
Breytingar pessar öðlast gildi frá 1.
janúar 1877, pannig, að pósturinn fer frá
Djúpavogi 19. janúar næstk. um Höskulds-
staði og Eskifjörð til Seyðisjarðai', og byrj-
ar paðan 25. s. m. hina nýju póstgöngu
milli Seyðisfjarðar og Akureyrar.
I sambandi við nefnda breytingu mun
aukapóstganga byrja milli Seiðisfjarðar og
Eskifjarðar.
Miðsvetrarpóstui’inn mun eptirleiðis taka
bæði bi-jefa- og bögglasendingar, og flytja
pær aðalpóstleiðirnar í hinum vanalegu póst-
ski’ínum.
Landshöfðinginn yfir íslandi,
Beykjavík, 27. nóv. 1876.
líilmar Finsen.
Jón Jónsson.
Yei’zlunarbúðii'nar á Akureyri og
Oddeyx'i, vei’ða eigi opnaðar til verzlunar,
frá 30. desember p. á. til pess miðvikudag-
inn 10. jaixúar 1877.
— Að kveldi hins 22. sept, næstl. var
eptir í sauðai’jett Höepfners verzlunar hjer
i bæixum, vetui’gamall hrútur, með mark:
tvístýft aptan hægra, sneitt aptan vinstra;
biti fr., sem enginn lýsti sig eiganda að.
Sá sem getur saunað að hann lxafi átt pessa,
kind, má vitja verðsins hjá verzluixar-
stjóra E. E. Möller.
— Seldar óskilakindur í Hrafngilshrepp,
haustið 1876:
1. Hvítur sauður veturgamall, mai'k: sýlt
i stúf, gagnbitað hægra; tvírifað í sneitt
aptan, biti framan vinstra.
2. Grár sauður veturgamall, mark: mið-
hlutað í stúf hægra; sýlt, og gagnbitað
vinstra.
3. Hvítur geldingui', mark: sneiðt og fjöður
fr. hægra; sýlt vinsti'a.
4. Hvítur geldingur, mark: sýlt hægra, biti
aptan, heilrifað- biti aptan vinstra.
5. Hvít gimbur nxeð sama marki.
6. Hvítur hrútur, mark: fjöður aptan h.
hamarskorið vinstra.
|>eir sem geta sannað eign sína á
kindxim pessum fyrir fardaga 1877, meiga
vitja andvirðis peiri'a til Sveinbjarnar J>or-
steinssonar á Stokkahlöðum..
Eigandi og ábyrgðarm: Björn Jónsson.
Prentari: Jónas Sveinsson.