Norðanfari


Norðanfari - 30.12.1876, Síða 4

Norðanfari - 30.12.1876, Síða 4
— 8 — — Ui' brjefi úr Barðastrandarsýslu. í. nóv. 1876. „Almennar frjettir eru yfir höfuð vellíðan fólks í Vestfirðingafjórðungi. |>að má sannarlega telja ár petta hjer ár- gæzkuár bæði til sjós og lands; heyafli varð hjer með hetra móti og nýting afbragðsgóð, fiskafli góður, einkum við ísafjarðardjúp, og nú er góður afli við Steingrímsfjörð og Trje- kyllisvík, en rýrari nokkuð varð hann undir Jökli. Verzlun var hjer góð yfir höfuð, almennir prisar: korn 18 kr., B. B. 32 kr., liálfgrjón 30 kr., kaffi 1 kr. 10 a., sikur 50 a. sprittblanda 67 aura. íslenzk vara: Hvít ull 90 a., dún 20 kr., saltfiskur 75 kr. skpd., lýsi 50 kr. tunnan. í haust hefir verið tölu- verð kjötverzlun: Flateyjarfjelagið hefir sent út 120 tunnur af kjöti, en frá Stykkishólmi 2—300 t. og Borðeyri 600 t.; prís á kjötinu var 16—20 aurar“. — Úr brjefi úr Balasýslu, d. 14. nóv. 1876. „Hjeðan er að frjetta almenna heil- brigði og hagsæld, tíðarfarið, síðan ópurkun- um með ágústmánaðar byrjun tók að linna, hefir verið ágætt allt til pessa dags, og jafn- vel ómunanlega gott haust og pað af er vetri. Heyafli varð almennt góður, pví jörð spratt yfir pað heila heldur vel; í töðum mun hafa hitnað allvíða, en úthey hirzt á- gæta vel, sumargagn af fjenaði varð í góðu meðallagi. Haustskurður x-ýr á mör og ull, en góður á hold. Ottalega mikil fjársala varð í haust til Stykkishólms og Borðeyrar- verzlana, og pað sem nú er verst, að bæði pessi kauptún eru nú sögð fátæk af mat- vöru, en reyndin verður, að pótt mikið sje selt af sláturfje í kaupstaðina, vantar marg- an til að geta fulliiægt pörfum búanna til vors, með pví að allt of mikið er keypt af öðru en mathjörg, og pað fyrir pá vöru, sem búin mega sízt missa, sem er sauðfjen- aðurinn. Flcst fje er hjer selt á fæti, og prisinn: milkar ær frá 8—12 krónur, sauð- ir garnlir 18—20 kr. (Vorð á útlendri mat- vöru, sem greint er í næsta brjefi hjer á undan). — Verzlunarstjóri P. Hjaltalín í Stykkishólmi ljezt í haust, eptir langa sjúk- dómslegu, og er hans af mörgum saknað. Bátur fórst á Breiðasundi í haust með 2. mönnum, var annar bóndi frá Klungur- brekku á Skógarströnd, og er sagt að ekki muni peir hafa verið allsgáðir. Aflalitið er sagt undir Jökli bæði í sumar og haust. J>að er orðíð eittlivert hið mesta eymdarlíf meðal almennings, og fólkið alltaf að fækka; sumt flytur í burtu til betri hjeraða, hinu smáfækkar og ekkert flytur hingað; pessu ollir aflaleysi, vond verzlunarviðskipti og undirokun útvegsbænda við purrabúðarmenn, en pað sem kemst upp í gamlan vana, er sem enginn finni til. Að síðustu skal pess getið, að mörgum hjer pykir illa vanta póst millum Dala- og Strandasýslna, pess vegna verða blöð og brjef að berast suður að Hjarðarholti í Mýrasýslu, og bíða par til pess vestanpóstur kemur að sunnan, svo mönnum tapast alveg að geta svarað brjef- um, sem koma með norðanpósti til baka aptur næstu ferð. J>etta pyrfti póststjórn vor að laga, með pví að láta aukapóst ganga millum nefndra sýslna“. — Úr brjefi úr Húnavatnsýslu, 8. des. 1876. „Tíðarfarið hefir verið hið æskilegasta síðan í ágúst. Heyafli varð víðast með betra móti, en sláturfje reyndist fremur illa eink- um á mör, og yfir höfuð var allt fje sjald- gjæflega ullarlítið. J>að er víst fágætt hjer norðanlands, að jörð hafi verið eins lengi pýð og nú, pví heita mátti að unnið yrði að torfverkum fram um 20. f. m., pví pótt stöku sinnum hafi fryst og snjóað lítið eitt, pá hefir pað ekki varað nema svo sem tvo daga í senn og pyðnað svo aptur. Fiskafli hefir verið með minnsta móti i haust kring- I um H'únaflóa, en á Skagafirði er sagður all- góður afli. Almenn heilbrigði hefir mátt heita að liafa verið hjer í sýslu í sumar og pað sem af er vetrinum, og ekki man jeg eptir að neinir nafnkenndir luifi dáið. |>að er hvorttveggja að pað er lítið um framfaiúr lxjá oss Húnvetningum, enda er pví lítt á lopt haldið, pótt einstakir menn skari fram úr öðrum eður byrji á einlivei'ju nytsömu og framkvæmi pað. Hjeðanaf ættu pó blöð pjóðarinnar, að minnsta kosti að láta pess getið, pegar ábúendur pjóðjarða bæta að miklum mun ábýlisjarðir sínar, ekki sizt pá pað er með óvanalegri, eða næstum hjer á landi óheyrðri aðferð. Einn af pess- um pjoðjarða-ábúendum, er bóndinn Eysteinn Jónsson á Orrastöðum. Eyrir nokkrum ár- um fór hann að byrja að skera fram tjörn eigi alllitla, sem er góðan kipp frá túninu umkringd forarflóum, og er hann fyrir nokkru búinn að ná úr lxenni öllu vatninu, en af pvi svo mikið vatn rennur i tjarnar- stæðið, getur pað ekki alveg pornað fyrri en skurðir eru komnir í gegnum pað allt. J>ó er nú komin grasi'ót utanmeð i mest- öllu tjarnarstæðinu og færist alltaf inná pað. í surnar fengust af pví 160 hestar af töðugæfu heyi, og var pað slegið purkað og bundið á einni viku af 3 kallmönnum og álíka mörgu kvennfólki. Af pessu hetír pað leitt, að merkisbóndinn Jón Ouðmunds- son á Kagarhóli hefir skorið fram tjörn í peiri-ar jarðar landi, en pað er svo nýlega gjört, að tjarnarbotn sá er enn ekki far- inn að spretta. Nú í haust ljet hinn al- kunni pjóðhagasmiður Egill bóndi Halldórs- son á Iteykjum, ásamt með Eysteini og öðrum, er land eiga -að Torfavatni, fara að skera pað fram, og er mælt að verkið sje langt á leið komið, eptir mælingu jarðyrkju- manns Ólafs Sveinssonar, er var fyriliði við verkið en ekki á að hleypa pví af fyrri en í vor. Vatn petta liggur norður frá iteykj* um og er allstórt, svo ef pað heppnast að gjöra pað allt að engi, mundu flestar næstu jarðir geta fengið par nægan heyskap. Allir pessir framskurðir eru í Torfalækarhrepp. J>að er óefað að margir tíeiri hafa með hrósverðum dugnaði aukið gæði ábúðarjarða sinna á ýmsan hátt, en sökum ókunnleika get jeg ekki skýrt grcinilega frá pví, en einlcum kemur mjer í pví tilliti til hugar hinn framúrskarandi hugvits og dugnaðar maður Eyúlfur Guðmundsson á Eyjarbakka, sem með fáheyrðri útsjón og hugviti, hefir aukið æðarvarp ábýlis sins og komið upp nýu æðarvarpi á næstu jörð, sem er eign hans“. Úr brjcfi austan úr Múlasýslu, 7. des. „|>að sem af vetri er, má beita frekar sumar en vetur, og autt enn uppi við fjöll. Aldrei komið nein stórviðri, og optar still- ingar en vindar. Eje pví gengið sjálfala; samt eru flestir búnir að taka lömb, eink- um par scm fárhætt er. Bráðafárs hefir enn eigi orðið vart, að heita megi^ og pakka sumir pað öskunni, eða gjörðu í fyrra. Beiti- lönd eru með loðnasta móti, pví grasspretta var víðast í bezta lagi í sumar. En hrædd- ir eru menn um, að hey sje ljett, og segja að kýr mjólki ver en í fyrra af sömu gjöf. í fyrrahaust voru lömbin skorin niður hlífð- arlaust, kálfar allir og 1 og 2 kýr á hverj- um bæ að kalla. í ár er varla svo vesæll síðgotlingur, að eigi sje á vetur settur, kýr pykja allstaðar of fáar, og kálfur alinn á hverjum bæ, og öll folöld, sem á fót kom- ust. Hey eru allstaðar með mesta móti, en svo má vetra, að uppjetist. Aflavart kvað verða í Reyðarfirði pá róið er, enda eru peir par sem leita hans, meðan hann er að finna. Allir kvarta um heituleysi. Kol- krabbi er ókenndur flestum hjer eystra og rekur aldrei. Eu pó ber hjer til að hann komi upp úr fiski á liaustín. Af pví vjer sjáum í blöðunum talað um kolkrabbakrók, en pykir honum illa lýst. svipað eins og mylnunni forðuin, pá væri vel til fallið, að Norðaufari færði oss greinilega lýsing lians; livað menn hafi til marks um að kolbrabb- inn sje genginn; livort hans sje að leita langt eða skammt frá landi, hvort renna skuli til botns eða í miðjan sjó fyrir hann o. s. frv. Engir nafnkenndir hafa dáið. Barnaveikin stingur sjer niður hjer og hvar. Hettusót tin, sem svo er kölluð, geys- ar um báðar Múlasýslurnar, og segja menn liana komið hafa með ensku peningunum fyrst á Seyðisfjörð, tekur hún flesta, á hverj- um aldri sem eru; liggja fíir meir en viku; bólgna menn fyrst á hálsi og fari menn ó- varlega með sig, er sagt bólgan hlaupi ofan á lífið. Sagt er hún sje glettnust við unga menn, og taki pá á peim stað, sem peim pyk- ir meinlegastur; hafa sumir legið 2 og 3 vik- ur er hún hljóp niður á lifið. Jeg hefi en ekki kennt hennar, og get eigi sagt af henni af eigin reynslu. Ekkert veit jeg gjört hafi verið til að tálma ferð hennar, og leggur hún líklega, sem fleiri sóttir land allt und- ir sig, að fornspurðum öllum heilbrigðis- nefndum, og yfirvöldum. — Ekkert heyrist nú talað um vesturfarir, enda munu marg- ir liafa fengið sting í hjartað, er peir heyrðu um barnadauðann á vesturferðinni í sumar“. — Pústarxiir. Norðanpósturinn kom hingað aptur að sunnan 17. p. m., hann hafði fengið gott veður og góða færð. En austanpósturinn kom 23. p. m.; liann hafði veikst á leiðinni að austan og legið nokkra daga, kom pví viku seinna en póstferða- áætlunin ákveður. Hann lagði hjeðan apt- ur af stað austur, 28. p. m. f akkarávarp. — |>egar jeg skipskaðavorið 1874, misti minn elskulega eiginmann |>órarinn Jóns- son í Sigluvík, og stóð eptir aðstoðarlaus og fjelaus með 3. börnum í ómegð, pá rjettu mjer pessir heiðursmenn hjálparhönd: prest- urinn síra Jón Austmann í Saurbæ, óðals- bóndi Jón Sigfússon á Espihóli og einnig allflestir sveitungar mínir, hverra helzt jeg nefni til Baldvin bónda á Svalbarði, Guð- mund bónda á Breiðabóli og Jóhann bónda á Hallanda. Ollum pessum mannvinum votta jeg alúðarpakklæti mitt, og bið góðan Guð að endurborga peim fyrir mig, pá er peim mest á liggur. Sigurveig Jónsdóttir. AUiÝSIN&AR. — J>egar jeg taldi lömb min af afrjett- inni á næstliðnu hausti, virtist mjer eitt verða fram yfir pá rjettu tölu; hlýtur pví einhver að eiga mjer sammerkt: sneitt fr. biti apt. hægra; stúfrifað, biti fr. vinstra. Og hver er sá? Stórhamri, 6. des. 1876. Helga Sigurðardóttir. E j á r m ö r k. Ejármark Jóns Rasmussonar á Birnu- nesi í Arnarneshrepp: Stúfrifað hægra, fjöður fr.; stúfrifað vinstra, fjöður framan. Brennimark: J. R. S. Ejármark Sigurðar Guðmundssonar á Birnunesi í Arnarneshrepp: Stúfrifað hægra, biti aptan; tvístýft og biti framan vinstra. Brennimark: S. G. Eigandi og ábyrgðarm: Björn Jónsson. Prentari: Jónas Sveinsson.

x

Norðanfari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.