Norðanfari - 19.04.1877, Side 3
— 55 —
tilfinningar hreifa sjer í brjósti voru sem
þjóðar, pað er lirein og ómenguð frelsis-
ást og einlæg og óblönduð konungs-
h y 11 i, til að sanna þetta parf ekld annað
en líta til sögunnar; feður vorir leituðu
undan konungs-kúgun, yfir langt og storma-
samt haf, til eyðilands þess, er Gruð af sínu
alvísa fyrirliugaða ráði, hafði geymt peim
frá öndverðu, en prátt fyrir það hylltu poir
ætíð konunga, jafnvel þó þeir væru þeim
óháðir að öllu, eptir að þeir höfðu sezt hjer
að, myndað sjálfstæða stjórn og tilbúið lög
sín. þessar tvær aðal-tilfinningar, frelsis-
ást og konungs-hylli, hafa lialdist í hendur
sem svarnar og ættbornar systur hjá oss
til þessa, og allt af í stjórnarbaráttu vorri
frá fyrsta tíma, á þennan dag, ráðið aðal-
athöfnum vorum, og nú að síðustu þó bor-
ið sigur úr bítum; en það er eptirtektavert
hvað vjer eða rjettara feður vorir, þrátt
fyrir alla frelsisástina, voru í alla staði (með-
an stælt var) þakklátir og óheimtufrekir við
konunga sína. — j+gar þeir inngengu hinn
forna sáttmála við Hákon konung, settu
þeir liann reyndar sanngjörnum skilyrðum,
að frelsi, rjetti og löghelgi þeirra yrði ekki
raskað, en fremur voru þeir þá konungi
eptirlátir í samningum eður eigi svo gætnir
sem þurfti, í tilliti til niðja sinna; liefðu
þeir þá t. a. m. gjört konungi að skilyrði,
að auka tignarnafn sitt með orðunum: „kon-
ungur yfir íslandi“, er alveg óvíst að jafn-
mikil þræta liefði risið, nú í seinni tíð, og
orðin er um það, hvort Isl. væri sjerstakt
ríki eður óaðskiljanlegur hluti Danmerkur-
ríkis, liefði það fylgt tignarnafni konunga
vorra til þessa tíma, að þeir væru konung-
ar yfir Danmörk og fslandi, voru með því
aftekin öll tvímæli um það, að ísland væri
e k k i hluti Danmerkur, en það er öllum
kunnugt, hversu lengi hefir staðið í stíma-
braki með oss og Dönum um þetta mikils-
varðandi málefni vort. — Oss virðist það
gegna furðu, að blöð vor eður önnur tíma-
rit hafa gefið þessu lítinn gaum, eínkum nú
síðan vor allramildasti konungur gaf oss
stjórnarskrána, það mega þó allir vita, að
væri þetta inn í tignarnafni hans hátignar
konungs vors eður það aukið rneð þessum
orðum: konungur yfir Islandi, væri með því
um aldur og æfi girt fyrir það, að ísland
innlimaðist eður teldist liluti Danmerkur,
jeg veit menn segja þessa sje nú engin
þörf, því fyrir þetta sje byggt að fullu og
öllu með stjórnarskránni, en ekki er vísara
en víst. f>að er einnig hálfóviðkunnanlegt,
að vjer skulum vera sjerstok, sjálfstæð þjóð,
með sjerstakri sjálfstæðri stjórnarskrá og
Uöfum sjerstakan konung (því sjerstakur
er hann gagnvart oss, þó hann beri kon-
uugstign yiir öðru riki), skulum vera undan-
þegnir þeim lieiðri, að vera getið í tignar-
nafni vors allramildasta konungs, frekar en
hernumdra nýlenda einkverstaðar á öðrurn
jaðri heimsins, þessa kosturinn er þó, að
þetta muni víðast eiga sjer stað, þar sem
einn konungur ræður tveimur ríkjum, er
hafa hvert fyrir sig sína stjórnarskipun, að
sá konungur geti þeirra beggja í tignar-
nafni sínu, að minnsta kosti er það um
Svíþjóðar og Noregs konuug, en konungar
draga ekki vanalega tignarnöfn sín af öðr-
um stöðum, löndum eða ríkjum, en þeir
liafa eður hafa haft, yfir að ráða, að sönnu
ganga tignarnöfn þeirra að erfðum, eins
og konungsnafnið, en þeir bæta við þegar
breyting kemur á stjórnarhagi eður þeir
bæta við sig löudum eður ríkjura. f>etta
virðist sumum máske skipta litlu, en oss
virðist á annan veg, eins og á er bent hjer
að framan; oss virðist, að við það vaxi
heiður vor, oss virðist að þetta sje í alla
staði sanngjarnt og rjettlátt, að þar vjer
erum jafn-konunghollir og vjer erum (og
það viljum vjer ekki telja oss til ókosta
lieldur kosta), sje það eðlilegt, að vjer vild-
um að vor væri getið með eiuu orði í tign-
arnaíni vors allramildasta konungs. J>egar
vjer skoðum þetta frá sjónarmiði hans há-
tignar lconungs vors, getum vjer með engu
rnóti sjeð eður fundið, að það þyrfti að
kasta neinum óvirðingar skugga á hana, þó
tignarnafn hans ykist með því, að bera kon-
ungs nafn yfir Islandi, það gæfi til kynna,
að hann (vor allramildasti konungur) bæri
konungstign tveggja landa, í staðinn fyrir
að tignarnafn hans, eins og það er nu, ber
ekki vott um nema eitt. — Enn fremur
virðist oss, aö vor allramildasti konungur,
sem hefir gefið oss stjórnarskrá, er' vjer að
mörguleyti megum una við, þó henni sje
ábótavant, er hann mun eður hefir unnið
eið að, að lialdá, þar hún er lians gjöf,
mundi eins gjöra það fyrir bænastað eður
að óskum þjóðar og þings, að taka oss inn
í tignarnafn sitt, þannig að telja sig kon-
ung yfir Danmörk og Islandi.
Oss virðist sem sagt, þetta. vera það .
mál, þegar að er gáð, er vjer ættum ekki
að vera afskiptalausir um eður láta oss
standa á sama, livort væri til eða frá, því
það tryggir konungshylli vora á báðar síð-
ur, eykur lieiður vorn og hans liátignar
konungs vors, og setur ævarandi varnar-
vegg því, að Island geti talist sldki af Dan-
mörku. — Færi nú svo að fleiri kynni að
fallast á þessa skoðun vora, væri æskilegt
að mál þetta yrði nú þegar rætt röggsam-
lega í blöðum lands vors, fram að þingi, og
síðan borið þar fram til urnræðu og álykt-
ar, og þar gjörð bænarskrá til vors allra-
mildasta konungs, þessu viðvikjandi, og vor-
ir beztu menn kjörnir til að ganga með
liana fyrir hann og fylgja þar máli þessu,
sem í alla staði að vorri hyggju, er þarflegt,
heiðursvert og rjettlátt.
Hitað á 59. afmælisdag konungs vors
8'/t.—77. 2+3.
— þareð landsyfirrjetturinn hefir dæmt ó-
merkan undírrjettardóminn, í landaþrætu-
málinu, milli jarðanna Skjöldólfsstaða og
Eagradals. fyrir þá slculd, að móðir min og
bróðir, eigendur Skjöldólfsstaða, er gáfu
mjer fullmakt til að standa fyrir málinu,
hefðu ekki skýrt fram tekið, að jeg legði
málið fyrst, fram til sátta, eður gæti sjest,
að þau leyfðu mjer að sættast á nokkuð.
Enn þareð umboðsskjðl þessi tóku það fram
að hvað sem jeg gjörði í máli þessu, þá væri
það eins gildandi eins ogþau væru þarsjálf
viðstödd, þá get jeg eigi skilið livernig jeg
hefi farið fram yfir það leyfi, sem mjer var
gefið, þó jeg leggði málið fyrst fram til
sátta, og jafnvel byði sætt.
Jeg leyfi mjer því, að beiðast þess, að
auglýst verði sem fyrst, hvernig umboðsskjöl
þau eiga að vera stýluð, sem gildandi eru
í Reykjavík, fáfróðum framvegis til leið-
beiningar, þareð mál þetta er ekki þess vert,
að því sje vísað til liæstarjettar. — J>egar
svona er ástatt, þá leyfi jeg mjer í nafni
eigenda jarðarinnar Skjöldólfsstaða, að lýsa
því yfir, að landið verður brúkað, eins og
verið hefir þaðan, og líka vai'ið, á meðan
engar sannanir koma fram, að það sje af
þeim ranglega brúkað eður sje eigi þeirra,
rjetta eign.
þessar línur bið jeg hiun heiðraða rit-
stjóra Norðanfara, að taka inn í blað sitt.
Gilsárstekk 8. marz 1877.
Sveinn Björgólfsson.
jþakkarávarp.
„Fátæka hafið þjer jafnan hjá yður“.
J>að hefir því miður allt of lengi dregist
að geta þess í Nf., að lierra hjeraðslæknir
];>orgrímur Ásmundsson Johnsen, gaf 10. d.
júnim. f. m., dottur minni Karólinu Maríu
Jóhannesdóttur, sem nú er á 14. ári, 20 kr.,
sendi Kabba Iléga ennþá gjafir þótt hann
væri eigi þess verður. Sama daginn sem
þetta vopnahlje eða friður varð, rjeðust
svertingjar á þá Baker og brendu nokkur
hús fyrír þeim, og Kabba Réga drap menn
þá, er til hans höfðu verið sendir með
gjafirnar. — Baker sá nú eigi annað fært
on fara til Rionga óvinar Kabba Réga og
gjöra samband við hann, því nú svarf svo
mikill vistaskortur að honum, að til vand-
ræða horfði, en þegar „neyðin er stærst þá
er hjálpin næzt“ því þá sagði kona Bakers
honum frá því, að liún liefði dregið undan
og geymt 6 stóra járnkassa með mjeli, án
þess hann vissi af er þau höfðu nóg, til
þess að liafa það til taks, ef eitthvað kynhi
upp á að koma. Af þessu varð mikil gleði
«ins og nærri má geta. Hinn 14. júní 1872
Shemma um morguninn hjelt Baker á stað,
aueð öllu liði sínu, en brenndi samt fyrst
herbúðir sínar og allt það, sem þeir á nokk-
urn hátt gátu við sig skilið, svo þeir gætu
farið sem fljótast yfir landið, en eigi vildu
þeir unna óvimmum þess, sem þeir skildu
eptir. J>að var nokkur rigning, þegar þeir
hjeldu af stað og dimmt yfir, leið þeirra lá
mest gegnum afarhátt gras og reyr, sem
eigi var gott að sjá í gegnum og hægt var
því fyrir óvinina að dyljast í. þegar þeir
höfðu gengið nokkra stund, heyrðu þeir ó-
lætin og lirópin í óvinunum, er nú voru
orðnir varir við burtför þeirra, og litlu
seinna voru heilar hersveitir komnar kring-
um þá hjer og hvar i grasinu, og spjót
villumanna þutu um eyru þeim, ágætur sjó-
maður einn og fiskimaður Howarti að
nafni varð fyrir kastspjóti, það fór í gegn-
um vöðvann á upphaudlegg lians og svo
niður í kviðinn á hol, Hoivarti gat drepið
þann, er særði hann og dró sjálfur vopnið
úr sárinu, hann lifði til næsta dægurs við
mikil harmkvæli. Allan daginn sóktu óvin-
irnir að þeim úr grasinu, en um kvöldið
komu þeir á autt svið og lögðust þar til
svefns í regninu. Daginn eptir endurnýuðu
óvinirnir áhlaupin með ógurlegum gaura-
gangi af bumbum, hornum og pípum og
spj ótin tóku að livina við eyru manna, þann
dag allan urðu þeir að berjast við hvert
fótmál. Abd-el-Kader foringi Bakers særð-
ist. Hvern daginn eptir annan gekk það
ávallt svona, og Baker missti raarga menn,
og var ávallt í mestu hættu. Hinir „40
þjófar“ voru nú opt ákaflega grimmir við
óvini þá, er þeir gátu hönd á fest, eins og
von var þar sem þeir áttu á bak svo mörg-
um góðum drengjum að sjá og höfðu orðið
að þola dæmalaus svik og illmennsku af
liinna liendi. Einu sinni kom Baker að
nokkrum þeirra þar sem þeir voru að eta
steikta lifur úr einum af fjandmönnum sín-
um, af því þeir af hjátru sinni lijeldu, að
þeir þá mundu geta með kúlum sínum liitt
livern svertingja, er þeir vildu. Af þessu
sá Baker að eigi hafði heragi hans fengið
alla hjátrú og ósiðsemi burt úr liðinu. 19.
junímán. áttu þeir harðast á ferðinni þá
fjellu ýmsir af mönnum hans. og þar á
meðal drengur einn lítill, er þjónaði konu
Bakers og henni þótti mjög væntum, eitt
spjót fór í gegnum bæði lær hans og annað
gegnum bolinn. 24 juni komust þeir loks
úr mestu liættunum inn í lönd Rionga og
settust að í F o w i r a við Yictoríu- Níl.
Rionga bjó þar á eyjum úti i ánni og var