Norðanfari - 28.02.1878, Side 1
Send'ur kaupenduin hjer á landi
kostnaðarlaust; verð hverra 10
arka af árg. 1 kr., einstök nr.
16 aura, sölulaun 7. hvert.
DRBMFARl.
Auglýsingar eru teknar í blað-
ið fyrir 8 aura hver lína. Við-
aukablöð eru prentuð á kostnað
hlutaðeigenda.
—.— ------f
17. ár.
Akurcyri, 28. fcbrúar 1878.
Nr. 15—16.
Fjárkláðinii og fjárverðir
á Suðurlandi. •
(Niðurl.). fegar nú lögreglustj, ásamt
öðrum pægilegheitum mjer -til handia, er bú-
inn að fullherma að jeg hafi sagt þar kláða,
sem hann ekki var, ætlar hann pví ekkert
til fyrirstöðu, að jeg „í Borgarfjarðarsýslu,
Jar sem menn eru ekki eins hi’æddir við
kláðann, hafi látið bændur telja mjer trú
um, að kláðavottur liafi verið fellilúsar-óprif11,
pá kemur ný !grein, er byrjar á setningu,
sem jeg á bágt með að skilja; par er talað
um 2 inenn, er ekki sje „betur trúandi en
heiðursmönnum peim, er skoðað hafi með
lögreglustj. í vetur“; pað er nú engan veg-
inn gott að vita hverjir pessir 2 menn eru,
en pó má geta sjer til, af því sem á undan
er komið, að það sjeu við Hjálmur Pjeturs-
son, þingmaður Mýramanna, sem mjer vit-
anlega hefir enga kind skoðað i Borgarfjarð-
arsýslu í sumar, nje á nokkurn hátt tekið
hinn minnsta þátt i fjárskoðunum mínum,
eins og áður er á minnst, en lögreglustj.
kærir sig alls ekki um það, hann er svo
hagmæltur, að hann getur aukið inn i, þar
sem honum sýnist eitthvað vanta, rjett til
að prýða ritgjörðina?! En sje jeg annar
þessara ónefndu manna, þá er jeg mjög vel
ánægður þó mjer sje ekki betur trúað enn
þeim 2 mönnum úr Mýrasýsiu, er fr'am-
kvæmdu fjárskoðanir með lögreglustj. í efra
diluta Borgarfjarðarsýslu í fyrra, af hverjum
annar var hinn þjóðkunni ágætismaður Ás-
geir Finnbogason á Lundum, sem bæði fyr
,og siðar, munnlega og skriflega hefir lýst
því yfir, að hann hvergi við þá skoðun hafi
orðið var við nokkurn sóttnæman fjárkláða.
En hvaða ályktun dregur nú lögreglustj. af
þessu og hringlanda þeim, sem hann þar á
eptir er að leika sjer að um þingmenn Reyk-
víkinga og Mýramanna? Hann ætlar má-
ske að byggja hjer á fullvissu þá, er hann
kveðst geta gefið Norðlendingum um, „að
■hvorki í fyrra vetur nje hitt eð fyrra hafi
orðið vart við skæðari kláða í sveitunum
•fyrir sunnan Betnsvoga en í Borgarfjarðar-
sýslu“? f»að væri annars mjög svo æski-
legt, gæti lögreglustj. komið með gildar sann-
anir fyrir þessu; þvi Norðlendingar munu
fyrir löngu sannfærðir um að Borgarfjarðar-
sýsla sje kláðalaus. Lögreglustj. segir að
reynslan ein geti skorið úr hvort kláðinn sje
algjörlega upprættur. í þessu ,munu allir
skynsamir menn honum samdóma; en þó
hann segi þetta, þá hefir kláðastjórnar-aðferð
hans hignað til verið alveg gagnstæð því.
Hver kláðagrunuð kind, sem fyrir hefir kom-
ið sunnan Botnsvoga, hefir annaðhvort
tafarlaust verið skorin eða við hana brúk-
aðar rækilegar kláðalækningar, svo reynslan
hefir alls ekki getað sýnt hvort þær hafi
verið með sóttnæmum kláða eða ekki. |>ann-
jg var kindin í Fossárrjett í fyrra haust,
kindin sem kom fyrir i Hvammi í Kjós um
jólin í fyrra vetur og gemlingurinn á Hraða-
stöðum í Mosfellssveit, sem þar kom
fvrir um sumarmálin næstliðið vor, allar
tafarlaust skornar; og hinn mikið útsteypti
gemlingur á Möðruvöllum í Kjós seinast-
liðið vor, undir eins makaður í sterkustu
kláðasmyrslum; svo á eptir þrætast menn
um þetta, og segir annar það hafa verið
sóttnæman kláða sem hinu segir ósóttnæm-
an og ekki annað en meinlaus óþrif, en
enginn getur sannað neitt, af því menn vilja
ekki nota reynsluna, sem er þó hinn ugg-
lausasti dómari í þessu máli, og miklu viss- •
ari en nokkur kláðalæknir eða maurafræð-
ingur liefir hingað til reyust hjer á landi.
Hin fyrsta og einasta skynsamleg tilraun,
er jeg veit til að gjörð hafi verið í þessa
átt sunnan Botnsvoga, er geymsla hinna
áður áminnstu gemlinga í Engey í sumar,
hafi annars engar lækninga-tilraunir verið
viðhafðar, og reynslutíminn nógu langur.
1 Borgarjaraarsýslu hefir þetta verið á allt
annan veg, þar var viðhafður niðurskurður
er lokið var í marz 1876, og síðan hefir
engin kind komið þar fyrir með sóttnæmum
kláða, og alls engar líkur til að nokkur
hafi viljað nje getað leynt lionum þar, og
litlar sem engar kláðalækningar við hafðar,
að minnsta kosti ekki í efri hreppunum
fyrri enn um miðjan vettir í fyrra, að menn
báru í fje sitt ýmist glyserin eða tóbakssósu.
Að vísu skipaði lögreglustj. að baða allt fje
vorið 1876, og svo aptur um haustið, en
Borgfirðingar færðust undan, því þeir vildu
láta reynzluna sýna sekt eða sýknu fjár síns
en það hefir hingað til ekki verið samkvæmt
stjórnaraðferð lögreglustj., enda hafa tals-
verðar deilur, þras og rjettarhöld spunnist
út úr þvi milli lians og þeirra. Hver skildi
annars geta ætlað mörgum sýslum þá fá-
sinnu, að vera samráða í að kosta til Botns-
vogavarðar, án þess að vera vissir um heil-
brygði fjárins í Borgarfjarðarsýslu ?
þrátt fyrir allt þetta lætur lögreglustj.
sjer sæma, að telja Borgarfjarðarsýslu jafn-
grunaða sveitunum fyrir sunnan hana, og
fornyrðist yfir þvi, að Botnsvogavörður hafi
verið settur yfir þvert kláðagrunaða svæðið,
telur hann vörð þennan ekki einungis ónauð-
synlegan, heldur „til ills eins“, þar sem
hann hafi gjört Deildargilsvörðinn ótryggan,
og rekið fjeð af Grímsnesinga afrjett aust-
ur yfir Brúará. J>að er auðvitað, að vörð-
ur fyrir sunnan Kaldadal eykur ætíð fjár-
rennsli á Deildargils-varðstöðvar, en eigi
Deildargilsvörður og Hvitárvörður þar ofan
frá að vera að nokkru gagni, þá er óum-
flýanlegt að hafa varðmenn fyrir sunnan
Kaldadal, til að fyrirbyggja fjár-rennsli
norður yfir dalinn, því annars er fyrirstöðu
laus vegur fyrir fjeð í Húsafells- og Kal-
mannstungulönd, og síðan norður eptir á
afrjettir Mýramanna og Húnvetninga. J>etta
getur hver maður sjeð, sem einungis lítur
á uppdrátt íslands. Annars var hinn svo
kallaði Deildargils- og Hvítárvörður að þessu
sinni með öllu ónauðsynlegur á milli heil-
bryggðra hjeraða, og ihs eíns“ að þvi
leyti sein liann hlýtur að baka hinu opin-
bera talsverðan kostnað, auk þess sem hann
hefir þrengt mjög tilfinnanlega að afrjettar-
fje Borgfirðinga, sem einnig hans vegna nú,
eins og fyrirfarandi ár, ekki máttu nota
upprekstur á Geitlöndin. Að öðru leyti var
Deildargilsvörðurinn svo skipaður, að hann
gat ekki verið til neins gagns, hefði nokkuð
vorið að óttast, það seni ekki voru fastir varð-
menn nema með sjálfu Deildargili, en að
eins eitthvert eptirlit að nafninu endur og
sinnum með Hvítá allri þar fyrir neðan.
Menn eru búnir að þekkja svo Hvítárvörð,
— 29 —
að það hentar ekki að slá slöku við hann
ef duga skal, og hefir þó ætíð reynst, og
mun reynast ótryggur ef nokkur hætta er,
og orsakast það af þvi, að með Hvítá allri
er þjett byggð og búfje víða nálægt ánni,
en hún víða lygn svo fje setur sig yfir liaha
hvar sem stendur. Botnsvogavörðurirnn hef-
ir því eptir núverandi kriugumstæðum alls
ekkert skaðað þessa Deildargils-varðmynd.
Lögreglustjóranum 'virðist hafa verið
ofur hætt við missögnum meðan hann ritaði
greinina í Norðanfara; ein af missögnum
hans, mun vera það, að Botnsvogavörður-
inn liafi r e k i ð fje Grímsnesinga austur yf-
ir Brúará; síðar í greininni segir hann að för
eptir varðmenn Húnvetninga liafi fundist
inn á miðri Grímsnesmanna afrjett, — því
ekki austur við Brúará ? — og vörður
þeirra hafi gjört það að verkum, „að fleiri
hundruð fjár var rekið af þessari afrjett
austur á Biskupstungna afrjett41. J>eir 5
Húnvetningar sem voru í Botnsvogaverði í
sumar hafa mátt vera ærið umfangsmiklir,
því það er að skilja, sem engir aðrir hafi
látið neitt til sín taka, og ekki einu sinni
varðforinginn sem þó var Borgfirðingur.
Förin eptir þá lengst austur á afrjettum
hygg jeg sjeu skáldmæli lögreglustj., eins og
líka rekstrar hinna morgu hundraða austur
yfir Brúará, og er alls engra svaravert.
Heimilismaður úr Grímsnesi hefir sagt að
sárfátt fje hafi komið fyrir í haust austan
Brúará þar úr sveit, og er ofur hægt að
sanna það þó slíkt beri ekki rjett vel sam-
an við þvaður lögreglustjórans.
J>egar ræða er um varðstöðvar, er eng-
in efi á því, að Botnsvoga-varðstöðvár eru
einhverjar þær tryggustu og kostnaðar
minnstu, er fást kunna, og kemur það til
af því, að þær eru mest allar í óbyggð, og
þess vegna svo hægt að reka frá þeim á
báðar hliðar, og þar til svo stutt frá sjó
til höfuð-jökla, að hvergi er eins stutt á
öllu Suður- og Vesturlandi. J>að er þvj
sem stendur eitt af þeim inestvarðandi at-
riðum kláðamálsins, ekki einungis fyrir
Borgfirðinga, heldur allt Norður- og Vest-
urland, að geta haldið þessum varðstöðvum,
og því hlýtur það að vera hið mesta áhuga-
mál fyrir öll þessi hjeruð, úr því Borgar-
fjarðarsýsla gat orðið frí við kláðan í ann-
að sinn, og allt svo lengi að kláðinn er
ekki með öllu upprættur af Suðurlandi.
Sýslunefndin í Húnavatnssýslu verður
að líkindum þakklát lögreglustj. fyrir bend-
ingar hans og aðvaranir, ef henni kynni að
koma til hugar að vilja hafa Botnsvogavörð
að sumri. En hins vegar trui jeg því vel,
að lögreglustj. sje fús til að „rífa“ þann
vörð „upp“ eptir því sem hann talaði á
opinberum fundi á Grund í Skorradal 27.
júní f. á., þar sem hann íueðal annars hót-
aöi að rífa upp Botnsvogavörðinn, ef settur
yvði, og fá Árnesinga til að reka fje sitt
norður yfir varðstöðvarnar saman við fje
Borgfirðinga; en að líkindum verðafáirsem
ljá sig til slíkrar fúlmennsku. J>essa snjöllu
ræðu hjelt lögreglustj. tveim dögum eptir
að hann hafði skriflega lofað að mæla frain
með rekstrarbanni yfir Botnsvoga-varðstöðv-
ar, og með vissum skilyrðum með þvi, að
Botnsvogavörður yrði leyfður og settur.
Jeg læt svo hjér um úttalað, og vona