Norðanfari


Norðanfari - 28.02.1878, Blaðsíða 4

Norðanfari - 28.02.1878, Blaðsíða 4
ar af þeim stúlkum, sem fengu þetta þsegi- lega orð á sig, stigu nlls ekki fæti sínum á það heimili þann tíma, sem jeg var þar. Slíkar sögur. sem þessi, eru í rauninni launa verðar og yrðu sjálfsagt launaðar ef höfund- arnir Ijetu sig í ljósi; en hjer fer sem optar, hinn seki dylur sig. Jeg hefi eigi fleiri orð um þetta, en hið góðfúsan náunga, sem les þessar 'línur og hefir heyrt sögukornið frá Hróarsdal í fyrra vetur, að virða mjer til vorkunar, þó jeg reyni að bera af mjer slikann lyga óliróður. Gr. E. Gunnlaugsson. f Björn Björnsson. (Drukknaður 8. apríl 1875). 1, - Hvað er lífið? lítið sorgar-spil! hvað er lífið? hverfult ryk, vatnsbóla! hvað má lifið kalla? reynslu-skðla! :,: oss hjer settan undirbúnings til.:,: 2. Kristur sjálfur kennari vor er, í þjónsmynd hann með þolinmæði ótrauða þoldi smánir, ofsókn, kvöl og dauða, :,: hans í fótspor feta eigum vjer.:,: 3. Hugarglaðir heijum lifsins stríð, unz að kallið oss sjerhverjum kemur, og unnið getum dagsverkið ei fremur, :,: Herrann veit þá hentugustu tíð.:,: 4. Stöndum hugar-styrkvir merkjum hjá, verum ætíð vakandi og biðjum! við guðsorða fyrirheit oss styðjum, > í sigurlaun vjer sælu hljótum þá. 1. Árdags-stund þá húm burt hrekur, hetjan vaknar Björn og tjer: Yakið drengir! vinnum skyldu vora meðan dagur er; hrindum skeið í Herrans nafni hafið á, að leita brauðs, :,: uppfyllt nauðþurft að vjer getum vora og vors náunga snauðs.:,: 2, Allir svo með einum huga íta drengir skeið á mar, i Herrans nafni hugarpruðir liugðu grand ei nærri þar; dróg upp el á drafnar leiðum, drjúgum vaxa öldu-föll, :,: vildi prúð að hauðri halda hetjan þá og öldin snjöll.:,: 3. Bragnar sízt er blíðir uggðu, borðið við á öldu-jór hóf sig þá með heljar-afli hvítfossandi bana-sjór, fyllti knörin kvikan skæða; kappinn lirópar Björn og tjer: :,: Drengir mínir, Herrann himna hjálpar, allir biðjið þjer! 1. Auðsýnt er skarð, andvana hniga fur helbáru varð formaður frægur og heppinn, fullhugi keppinn. 2. Sárt var að sjá svo mannval hniga í öldurnar blá, en kominn var köllunar-stundin, Kristi á fundinn. — 32 — 3. Söknuður sár, særir foreldra — arfinn er nár; heitmeyjan harmþrungin stynur — liorfinn er vinur. 4. Yon er, þó sár svíði ástvinum, og falli mörg tár; von er, þó hjartað af harmi hitni í barmi. 5. Drottinn, hann gaf, Drottinn, hann aptur tók jarðriki af; hans vísdóms-ráð grunda þó viljum, vjer það ei skiljum. 6. Stutt er það stund! stríð vort unz þrýtur, og lifsins á grund ástvini alla sem þráum aptur vjer sjáum. ■f J>að hefir allt of lengi dregist að geta I þess i blöðunum, að 25. mars 1877, andað- ist að Litlasandfelli í Skriðdal, Eyjólfur bóndi Benidiktsson; hann var fæddur að Tjarnarlandi i Kirkjubæjarsókn 10. ágúst 1814. Foreldrar hans voru merkishjónin Benidikt Rafnsson og Herborg Rustíkusdðtt- ir, er þá bjuggu á Tjarnarlandi. Yorið 1832 fluttist hann með foreldrum sínum að Kollsstöðum á Yöllum, og dvaldi þar til þess árið 1844, að hann fór að Litlasand- felli, og giptist þar 28. júlí 1846, {uiríði Jónsdóttur, dugnaðar- og ráðdeildarkonu. og eignuðust þau hjón 8 börn, hvar af að 5 lifa, öll mannvænleg. — Eyjðlfur sál. var glaðlyndur maður og greindur, ætíð hinn skemmtilegasti, ráðdeildar maður í búskap og bjargaðist farsællega, ástúðlegur ekta- maki og umhyggjusamur faðir barna sinna og fósturbarna, sem þau hjón hafa alið upp og borið umhyggju fyrir sem sinum börnum. Allan síðari hluta æfi sinnar var Eyjölfur sál. þjáður af brjöstveiki, sem sið- uStu ár hans lagði hann löngum tímum saman í rúmið, og bar hann það mótlæti með fágætri þolinmæði. Eyjólfs heitins er (eins og vonlegt er) saknað fyrst og nátt- úrlegast af ekkju hans og börnum, og af öllum sem þekktu hann. jpegar hjervistar þrautir enda — sem skeður eitt sinn að skapadómi, — að eiga þá heím-von að himin-sölum, fagnaðarríkt er firða sonum. F r j e t t i r. — Úr brjefi úr Rvik, d. 2. febr. 1878: „Tíðarfarið liefir verið mjög stormasamt i vetur, útsynningskaföld, stundum blotar á millum og jarðbannir, útigangspeningur hrakist, stundum þotið upp á norðan með gaddi, 5 logndagar í okt. 4 eða 5 i nóv.. 2 í des. og 6 i janúar. Frost mest 27. des. 17 °, 8. jan 14 °, 9. og 10. jan. gjorði þíðu svo jörð kom allvíða um Borgarfjörð og eystra en spilltist aptur. 29. gekk i þíð- vindi og helzt en við, er nú logn og blið- viðri og viða tekin upp allur snjór. Bráða- fárið með vægra móti, fjárkl. hvergi getið. Heilbrygði almenn. Maður hengdi sig 31. des. i hesthúsi á Hlið i Skaptártungu. I gær komu menn almennt úr fiskitúr sunn- an úr Garði meir og minna hlaðnir af feit- um stútung og þorski, er þetta gleðilegt og þörf á sliku“. — Úr öðru brjefi úr Rvik, d, 4. febr. 1878: „Nú er farið nýlega að aflast nokk- uð sunnan nesja, svo allt sýnist vera að lagast. Bjargarvanðræðin miklu minni nú enn áður, og vonir manna upp lífgaðar“. — Úr brjefi úr Borgarfirði, d. 4. febr: 1878: „Bráðafárið hefir verið mjög vægt, einn einasti bær liefir orðið fyrir tjóni af því. Einn hóndi missti hjer 3 kýr, líklega úr miltisbrandi og 4 hross drápust, að þvi er menn vissu, úr því sama. En nú er þetta hætt um stund. Bágjindi alvarleg og voðaleg við sjóinn og sjer i lagi á Akranesi, þar hefir ekkert fiskast á þessum vetri. 40 heimili, eru þar alveg bjargþrota, og 50 svo að segja, allar gjafir búnar, sem þó hafa verið miklar. 1100 kr. úr Mýrasýslu11. — Úr brjefi úr Seyðisfirði 10. febrúar 1878: „Tíðin hefir verið ágæt með köflum í vetur, einkum seinni hluta f. m., voru þá regluleg sumarveður og 10—12 gr. hiti, stundum á morgnana. í þessum góðviðrum hefir lika alstaðar komið upp jörð nema ef til vill á köldustu útkjálkum. Nú hafa ver- ið liriðarveður nokkra daga en ekki mikil snjókoma. — Mikið nppþot er hjer í mörg- um að vilja selja eigur sínar og komast til Ameríku, þó er sagt að einna mest kveði að því í Eyðaþinghá, hvar fjöldi fólks hugs- ar til farar í sumar. Hvar þeir hugsa sjer að setjast að í Ameríku, er enn óákveðið. Gunnlaugur Magnússon á Eyðum (sem keypti þá í sumar er leið að Jónatan), ætlar nú hiklaust vestur; liann er nú búinn að fá 3 kaupendur að Eyðastól, (sem bjóða hver í kapp víð annan), og segja menn að búið sje að bjóða honum 1000 kr. meíra enn hann gaf sjálfur i fyrra. Jónatan er búinn að byggja liús, þarna í nýlendu sinni í Minnesóta og fleiri áhangendur hans, er fóru vestur í sumar er leið. f>ar nærri býr maður hjer að austan, Gunnlaugur að nafni, (farinn fyrir nokkrum árum ?), sem er orð- inn ríkur, á margt af nautgripum og uppskar i haust 100 tunnur af hveiti. Hann hafði hjálpað upp á þessa landa sina og kunn- ingja, með þvi að lána þeim sláttuvjel og fleira. — Nú er útlit fyrir að fiskiri verði stundað með mesta móti, á Seyðisfirði í sumar, því bæði er talsvert veri að auka sjávarúthaldið og svo á að byggja nokkra verskála til og frá við fjörðin. Við fyrsta tækifæri á og að halda hlutaveltu (í annað sinn) á Oldunni, í sama tilgangi og hina fyrri, og er mælt að búið sje að kaupa ým- islegt til hennar“. — Norðanpóstur Danjel Sigurðsson kom að sunnan liingað 20. þ. m., hann hafði far- ið af stað úr Rvík 2 dögum síðar en póst- ferðaáætlunin gjörir ráð fyrir, og fengið illa færð norður að HoltavÖrðuheiði, en það- an góða færð allt norður á Yxnadalsheiði, en úr því illa að Steinstöðum. — Veður- áttan hefir nú að undanförnu verið mjög ó- stöðug og stundum snjókoma með hvass- viðrum og óhagkvæm fyrir útigangspeníng; sumstsðar er og kvartað um áfreða og sum staðar utn fanndýpi, hross, sem ekki verða hýst eru því sögð hrakin og mögur. — Fiskur hefir allt til skamms tíma aflast hjer út í álum, þá róið hefir orðið vegna ógæfta og sýld verið til beitu, — Nú kvað Friðrik skipstjóri á Ytribakka sem eptir miðjan f. m. setti fram þilskip sitt og lagði út til hákarlaveiða, vera komin heim apt- ur með 44 tunnur lifrar og mikið af hákarli er hann aflaði mestpart í einni legu. Veð- uráttan þykir henda tjl þess að hafísinn muni ekki langt undan landi. — Heilbrygðí má heita almenn hjer um sveitir, en í Skaga- firði er sogð mannskæð taugaveiki og 7 menn dánir úr henni. — Nú ber með minnsta móti á fjárpestinni. Eigandi og ábyrgðarm.: BjörnJónsson. Prentari Jónas Sveinsson.

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.