Norðanfari


Norðanfari - 27.03.1879, Blaðsíða 4

Norðanfari - 27.03.1879, Blaðsíða 4
— 32 nú á síðari árum eptir að vjer íslendingar tókum aptur að rakna úr rotinu, orðmynd- unin eins og annað hjá oss tekið miklum umhótum; ruddi Sveinbjörn sál. Egilsson í Jiví eins og öðru, er tungu vora snertir, drengilega veginn. Eptir hann tóku við, auk skáldanna sumra, Gísli sál. Magnússon, er að vísu potti stundum dálítið tyrfinn (nil de mortuis nisi bene!), enn var opt heppinn, og umfram alla hinn ágæti rektor latínuskólans Jón porkelsson. Eins og hann er óefað sá af nú lifandi íslending- um, sem bezt er að sjer í feðratungu sinni, eins er hann að sjálfsögðu hinn heppnasti í J>ví að mynda ný orð. Enn með pessari litlu grein ætlaði jeg ekki að telja upp hið marga, sem Jón rektor hefir gert v e 1 í pessu efni, heldur vildi jeg benda honum og öðrum málfræðingum á pað, að m j e r fmnst hann stundum fara of langt í pví, að hafa orðin of stutt. Vil jeg í pessu tilliti benda á orð, eins og: landfræði; jeg kann miklu betur við hið eldra: landa- fræði; landfræði finnst mjer næst að hafa yfir jarðfræði (jarðlagafræði); sömuleiðis: talfræði fyrir hið eldra: talnafræði; talfræði gæti líklega vel kallast pað, sem ■sjera Páll St. . . pykiT 'frægastur fyrir. Jeg tilnefni ekki að svo stöddu fleiri dæmi. Grðið: trúbrögð finnst mjer með öllu ó- hafandi um kristilega guðfræði. |>essi brögð finnst mjer gefa orsök til að ætla, að einhver brögð sjeu í tafli; enn pað er víst, að pað er ekki tilgangur kristi- legrar trúar, að svíkjast inn hjá mönnum. — Vildi herra Jón rektor upplýsa mig og aðra á pessn efni. Námfús. Lill f»jóðhátíð Eyflrðinga! Á almennum sýslufundi Eyfirðinga, sem iiaJdinn var á Akureyri 21. dag júnímánaðar 1876, bar einn hinn merkasti og hyggnasti maður við Eyjafjörð (Einar í Nesi) pað upp fyrir fundarmönnum, hvort peim sýndist pað æigi vel til fallið og hvort peir væri pví eigi sampykkir, að Eyfirðingar hjeldu almenna samkomu einu sinni á ári hverju (sem köll- uð væri «J>jóðhátíð Eyfirðingax), til gagns og skemmtunar fyrir alla. fessari uppástungu hins háttvirta fundarmanns tóku allir fundar- menn einkar vel; allir álitu slíkar samkomur nauðsynlegar og jafnvel alveg ómissandi til að ella andlegt og líkamlegt líf og fjör pjóð- afinnar; og oss minnir eigi betur, en að pað væri tekið fram af einhverjum fundarmanni (Eggert Laxdal?)^ hversu Eyfirðingum hefði miðað mjög áfram í framfaralegu tilliti síðan peir hefðu farið að halda slíkar samkomur árlega, og hversu pær hefðu haft lífgandi og fjörgandi áhrif á menn, og gjört menn eins og fjelagslegri og fijálslegri í anda en áður. Fundurinn fjejlst pví í einu hljóði og með mestu ánægju á svo látandi Sampykkt um J>jóðhátíð Eyfirðinga: «1. gr. pjóðhátíð skal halda ár hvert 2. dag júlímánaðar. 2. gr. Sýslufundur Eyfirðinga velur á ári hverju forstöðunefnd til að standa fyr- ir framkvæmd og tilhögun pjóðhátíðarinn- ar; sömuleiðis menn í hverri sveit til að undirbúa til hátíðarhaldsins. 3. gr. Allir skulu velkomnir að sækja samkomu pessa.a |>essi sampykkt var síðan prentuð í «Norðanfara»,*) eða auglýst almenningi sem nokkurs konar hjeraðslög, samin og sam- pykkt af almennum hjeraðsfundi. En eins og kunnugt er, lieiir Jjjóðhátíð Eyfirðinga eigi verið haldin síðan sumarið 1876, eða með öðrum orðum: hún hefir eigi verið haldin nema að eins einu sinni eptir að hún var sampykkt á hinum opt- nefnda sýslufundi. Jpetta er öðruvísi en pað á að vera. Vjer getum eigi betur sjeð, en að pað fari heldur illa á pví, að Eyfirðingar skuli eigi betur en petta hafa framfylgt pess- ari fundarsampykkt, pessum gildandi reglum um samkomu pessa. — En pó petta hafi nú gengið pannig í deyfð og framkvæmdar- leysi hin næstliðnu tvö ár, pá 'má pað eigi lengur svo til ganga. Já, pað er vonandi, að J)jóðhátíð Eyfirðinga verði nú haldin á hinu komanda sumri (og siðan árlega, sam- kvæmt hinni margnefndu fundarsampykkt), og að hún yrði pá líka haldin á p a n n hátt, að hún gæti náð sem bezt hinum upphaflega góða tilgangi, og orðið æ meir og meir «til gagns og skemmtunar». — Lifi Jjjóðliátíð Eyfirðinga! Eitað á heitdag Eyfirðinga 1879. Ófeigur á Eyri. Maimalát og slysfarir m. fl. 23. janúar p, á. hafði maður drukkn- að frá Arnastöðum i Sijettuhlíð sem hjet Jón Jónsson og var par á ferð til sauða- húss með fram Hrolleifsdalsá, hann var um prítugt. í sama mánuði hafði kona, sem átti heima á Löngumýri í Blöndudai orðið bráðkvödd á Rútstöðum i Svínadal. Á porr- anum hafði maður orðið úti, á Tunguheiði, sem hjet Sigvaldi frá Austaralandi í Ax- arfirði og annar díukknað í Stórá, semátti heima á Ási í Keldukverfi. 27. ,f.-m. hafði maður orðið úti sem hjet Jóhannes Björns- son nálægt Siðu á Refaáveit, er var á heim- leið utanaf Skagaströnd og átti heima á Svinavatni á Asum i Húnavatnssýslu. 12. p. m. ljezt fyrrum bóndi Halldór Kristjáns- son, einn af bræðrum herra amtmanns Christiánssonar, á Miklabæ í Óslandshlíð i Skagafirði á 79. aldursári, og mun hans siðar verða ítarlega getið í blaði pessu. 14. s. m. andaðist ekkjan Ásta J>órunn Daniels- dóttir að Hvammi i Möðruvallaklaustursókn 81 árs, og alsystir hins pjóðkunna danne- brogs- og umboðsmanns jf». Daníelssonar á Skipalóni. 21. p. m. ljezt bóndi og hrepp- 8tjóri Kristján Kristjánsson á Kroppi í Eyjafirði 54 ára gamall úr lúngnabólgu. IJm miðjan f. m. andaðist húsfreyja Guð- rún Magnúsdóttir að Hofi í Hjaltadal úr lifrarveiki bjer um 50 ára að*»aldri. 20. p. m. framfór jarðarför dbrm. Sigurðar sál, frá Öngulstöðum, að viðstöddum 160 manns; flutti sjera Daniel prófastur, húskveðjuna, en aðstoðarprestur bans ræðuna i kirkjunni að Munkapverá. Taugaveikin er nú sögð á tveimur bæum Grund og Gilsá i Eyjafirði og 2 menn par dánir úr henni Með vorinngöngudeginum eða 20. p. m. breytti veðuráttan sjer til batnaðar, sunnan- áttar og sólbráðs, svo að jörð er nú viða komin upp. — Fiskafii er nú hjer á firðin- um sagður svo sem enginn nema á Pollin- *) Hennar var og líka getið í «íslands árbók 1876» (sjá «Almanak hins ís- lenzka J>jóðvinafjelags um árið 1878»), sem eins hins merkilegasta og einkennilegasta, er gjörzt hafði á pessum áðurnefnda sýslufundi. um dálitill afli af smáfiski. í pessum mán- uði hafa Látramenn aflað á opið skip sitt í einni legu 38 kúta lifrar og 5 beitur há- karls i hlut, en penna afla sinn urðu peir að sækja 10 mílur til hafs undan Siglunesi, grynnra urðu peir varla varir. Hafis sáu peir engan. Einnig hafa Hellumenn á Árskógsströnd aflað i tveim legum á opið skip sitt 21 kúta lifrar i hlut. Á Sauðanesi á Langanesi ráku á porr- anum í vetur 30 til 40 marsvín, er menn ætla að hafi kafnað par framundan um há- tiðirnar í vetur, pegar hafishroðann rak par að, og um lok næstl. febrúarmánaðar aflaðist á Skálum á Langanesi dálitið af hákalli á lágvaði. Hitt og petta. Kornuppskeran á hnettinum, er sögð af einum austurrikis visindamanni að vera hjer um bil 1750 millj. tunnur í hverju meðalári. Eptir hans reikningi gefur Rúss- land af sjer 470 mill. tunnur, Norðurame- rika 386 mill., J>ýskaland 187 mil!.. Frakk- land 179 mill., Aausturríki 123., England 86 mill., Italein 74 mill., Spaníen 65 mill,, Donaulöndin 53 mill., Kanada 25 mill., Danmörk 18 mill., Sviaríki 18 mill., Belgi- en 17 mill., Egyptaland 10 mill., Holland 8 mill., Portugal 8 mill., Australien 8 mill. Chili 4 mill., Noregur 3‘/g mill., Grikkland 3 mill. og Sweiz 2lj2 mill. tuunur. Auglýsingar. Á s k o r u n. Með pvi að hjer nyrðra er alltttt að viðhafa smáskamtalækningar (hoömupatisk- ar lækningar) vil jeg hjer með skora á alla pá sem eptirleiðis kynnu að leita til mín fýrir sjúklinga pá, er smáskamtalæknar hafa átt við, að fá mjer i hendnr skriflegt vott- orð frá smá$kamtalækni peim, sem hlut 4 að máli, um. hvað hann hafi álitið að gengið hafi að sjúklingnum, hvaða meðöl hann hafi viðhaft, og í hvaða pynningu, áður en jeg fer að byrja á mínum lækninga- tilraunum. Akureyrí, 22. dag marzmánaðar 1879. J>orgrímur Johnsen, hjeraðslæknir. — Hinn 23. p. m. fannst hjer inn á Leir- unni bátsár brennimerkt,,og getur rjett- ur eigandi vitjað hennar hjá ritstjóra Norð- nafaríj, Ný fjármörk. ar- Fjármark síra J>orleifs Jónssonar á Pfesthólum : Hamarskorið hægra; geir- stýft vinstra - — Fjármark verzlunarstjóra Hermanns " Hjálmarssonar á Raufarhöfn: Sýlt i stúf hægra; sýlt í stúf vinstra. — Fjármark Kristjáns Kristjánssönar á Laxamýri i Húsavikurhrepp: Sneitt aptan fjöður framan hægra; hvatt fjöður framan vinstra. Brennim.: K. K. L. m. — Fjármark Jóns Jónssonar bónda 4 Stórulaugum í Reykjadal i Helgastaðahrepp: Sýlt í stúf hægra; stýft vinstra. J>etta mark er erfðamark konu minnar Sigurveigar Eiriksdóttur frá Litlutungu í Bárðardal, sem jeg ætla að taka upp en leggja niður pað fjármark, sem jeg hefi brúkað og er prentað í markaskrá Jnngeyjarsýslu: Stýft hægra biti fram., sneiðrifað apt. vinstra. Eigandi og ábyrgðarm.: B j ö r n J 6 n s s o n. Prentsmiðja «Norðanfara». — Ólafur Ólafsson.

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.