Norðanfari


Norðanfari - 05.04.1879, Blaðsíða 2

Norðanfari - 05.04.1879, Blaðsíða 2
meir en skaðlausir af að rækta hafrana til fóðurs. — Hvað sem um þetta er, pá verð- um vjer samt að nota hafrana pegar vjer viljum rækta upp jarðir vorar eða tún með plægingunni, því, eins og áður er sagt, verð- ur jörðin aldrei smágjör og sundurlaus, nema menn sái í hana matjurtum 2—3 ár áður grasfræinu er sáð, og þessvegna ekki sljett þegar búið er. Til þess að fá fullþroskaða hafra þar sem sumarið er stutt og kalt, er þeim sáð svo snemma, sem auðið er á vorin, og þessvegna plægt á haustin, því þá er hægt að sá tölu- vert fjrri en annars, og það jafnvel áður en allt frost fer úr jörðu. Með þessu móti geta haframir notið hinna fyrstu sólargeisla á vorin og sumarsins eins og það er, og vaxtar- tíminn verður því miklu lengri en ef plægt væri á vorin, sem ekki er hægt fyr en jörð er næstum fullþýð. Yjer getum nú reynt þetta, því ef til vill hefir það enn ekki verið reynt hjá oss. Hafrarnir þurfa æði langan tíma til að geta þroskast, en sumarið hjá oss er stutt, og þessvegna um að gjöra að nota það eins og frekast verður, ef menn vilja reyna að fá fullþroskaða hafra. Hafrarnir vaxa vel og verða fullþroskað- ir í Noregi á 69° nbr. eða jafnvel lengra norður, sbr. að framan. Byggið vex enn þá noTðar en hafrarnir, eða á 70° nbr., enda þarf það miklu skemmri tíma til að þroskast, því í norðlægum hjer- uðum verður það fullþroskað á 8 vikum. Vjer vitum nú eigi hvort reynt hefir verið að sá því nú á seinustu árum hjá oss eða ekki, ef það er, þá er það víst mjög lítið, en eptir öllum atvikum að dæma, þá ætti það að geta orðið fullþroskað hjá oss, öllu frem- ur en hafrarnir, því sá má því æði snemma eins og höfrunum. í útiöndum er bæði byggi og fleiri korn- tegundum opt sáð á haustin til að láta það spíra og koma upp og svo látið liggja í jörð- unni yfir veturinn. Verður vaxtartíminn, fyrir þær korntegundir, sem svo er farið með, talsvert lengri en ella. Er það af byggteg- undum einkum hið svokallaða Chevalierbygg, sem mikið er ræktað með þessu móti, og sem þannig þykir gefa meiri uppskeru, en með því að sá því á vorin. — Óvíst er nú samt að þetta dugi hjá oss, hvorki með bygg nje annað, en þar á mót spillir það engu þó það væri reynt, því gæti t. d. byggið lifað af vetrarhörkuna, er líkindi til að það kynni að vaxa fyr en ella á vorin, og þroskast þess- vegna fyrri. (Framh. síðar). ú er komið fyrir sjónir almennings „álitsskjal nefndar þeirrar, sem skipuð var með konungsúrskurði 5. nóv. 1877 í brauða- og kirkju-málinu". Hefir það verið, eins og við mátti búast, eitthvert hið fyrsta verk nefndar þessarar, að leiðrjetta hinar síðustu hrauðamatsskýrslur presta; en til þess má setlast af henni, að hún breytti ekki öðru ! skýrslunum en því, er hún hafði vissu um, að rangt væri, og varaðist fljótfærni og gjörræði í breytingunum. Jeg gjöri ráð fyr- ir, að brauðamatsskýrslunum, sumum hverj- um, hafi verið ábótavant, og getur það hafa orðið af ýmsum orsökum, sem jeg hirði ekki að tilgreina; en það virðist mjög ó- trúlegt, að svo mjög hafi kveðið að þessu sem nefndin lætur, enda hefi jeg ástæðu fyrir ótrú minni að því er kemur til nokk- urra brauða: Yið skýrslu tölul. 19 , stafl. i., hefir nefnd- in gjört þá „leiðrjettingu11, að leiga eptir 2 kúgildi 40 pd. smjörs 21 kr. eigi að telj- ast til hækkunar matinu, en renta af verði 2 kúgilda 6 kr. til lækkunar. Nú er í brauðamatsskýrslu þeirri, sem hjer ræðir um, talin öll kúgildi, þau er kirkjurnar eiga, og þar að auki 4 kúgildi sem ekki eru til, en þeir, er möttu prestsetrið, álitu hæfilegt að leigja það með. Eptir reglu þeirri, sem nefndin hefir fylgt, þegar var að ræða um slík kúgildi, að reikna rentu af verði kúgildanna frá tekjunum, hefði þvi einungis átt að gjöra þá leiðrjettingu, að draga rentu af andvirði 4 kúgilda, 12 kr. frá tekjum brauðsins. Yið brauðamatsskýrslu tölul. 19. stafl. e.: Nefndin telur til hækkunar tekjunum leigu eptir 2 kúgildi 21 kr. en til lækkunar rentu af verði 2 kúgilda. |>essi kúgildi eru ekki tilnema í ímyndun nefndarinnar. |>etta er aðeins dæmi þess, að nefndinni hefir yfir- sjeðst, eða þó heldur ofsjeðst, og má því af líkum ráða, að brauðamatið hafi að mun verið rangfært í höndum hennar, svo og að sumt, sem rangt hefir verið í skýrslunum, hafi dulist henni. jpareð nú brauðamat þetta er sú undirstaða, sem alþingi á að byggja á, ber öll nauðsyn til að það geti orðið sem rjettast, og það hefði því verið æskílegt að nefndin hefði haft svo ljósa meðvitund um vanmátt sinn, til að leiðrjetta brauðamatið, að hún hefði hlutast til þess, að stiptsyfirvöldin ljetu prófasta, hvern í sínu umdæmi, bera sig saman við presta sína um leiðrjettingar á brauðamatsskýrsl- unum og senda að því búnu athugasemdir þær, er gjöra þyrfti um þær, til sín áður enn alþingi kæmi saman á næsta sumri. En með því nelndin hefir ekki gjört þetta, væri mjög æskilegt, að prófastar og prestar ljeti sjer svo annt um þetta mál, að þeir tæki upp hjá sjálfum sjer að bregða bjart- ara Ijósi yfir það áður en þing kæmi sam- an, svo þingið hefði sem rjettastan grund- völl að byggja á, þegar það tekur launamál presta til meðferðar. |>að er líka aðaltil- gangur minn með grein þessari að skora á prófasta og presta að aðduga rnálinu, sem föng eru til og atvik. B. K. Um landbúiiaðarlagamálið. þ>að er ekki lítilsvert að almenn lög- gjafarmál sjeu sem ítarlegast rædd í blöð- unum, svo þau verði sem Ijósust, og sem bezt búin í hendur alþingis. Einkum á þetta við landbúnaðarlagamálið, sem fremur flestum öðrum málum kemur svo víða við, og þarf að gjöra ráð fyrir svo margbreyttu ásigkomulagi i hinum ýmsu hjeruðum lands- ins, svo að um sum atriði er varla hægtað gefa eina ákvörðun sem allstaðar og í öll- um tilfellum eigi við. Á hinn bóginn er líklegt að alþýða beri betra skyn á þetta mál en flest önnur, því má það þykja und- arlegt hve fáir hafa orðið til að rita um það. Sú forsómun er brot á helgri skyldu. Erumvarpið var þó gefið út á prenttil þess sem flestir skyldi ræða það, svo sem flestar tillögur og athugasemdir kæmi fram, og svo allur mögulegur misskilningur á frum- varpinu kæmi í ljós í tíma, til þess unnt sje að fyrirbyggja að lögin verði misskilin þeg- ar þau eru komin í gilch* J>etta er ekki lítilsvert, því hver ábyrgist að lögin verði ávallt skilin svo, sem semjendur þeirra hafa ætlast til, ef þau á annað horð eru misskiln- ingi undirorpin? Og hver getur sjeð fyrir hve mikið illt má af þvi leiða, þegar al- menn og áriðandi lög eru svo úr garði gjör að þau má misskilja, eða nota á óheppileg- an og ósanngjarnan hátt, þegar einhver vill það við hafa. |>að er því auðsætt að sem flestir ætti að ræða landbúnaðarlagamálið, og enginn ætti að taka hart á því sem hann eltki fellir sig við hjá öðrum, eða kalla það „ekki svaravert11; slíkt getur fælt aðra frá að segja meiningu sína. Enda er það lítill sæmdarauki á þessum tíma, og varla nokkrum ætlandi, að þykjast upp úr því vaxnir að svara athugasemdum um al- menn mál. Herra Jón Sigurðsson alþingismaður hefir nú svarað okkur tveim, sem ritað höf- um athugasemdir við landbúnaðarlagafrum- varpið, (í Nfara f. á.). Hefir hann tekið fram þau atriði hjá okkur, sem hann ekki getur fellt sig við. Hann gjörði vel í þessu, og er það mála sannast að svar hans er „svaravert11, og gefur íhugunarefni. J>að er ekki að efa að hinn meiri höfundur muni svara fyrir sitt leyti og það því fremur sem hr. J. S. hefir lagt meiri alúð á að svara honum, en hefir helzt til víða látið nægja að fela svarið til mín í svarinu til hans. Með þeirri aðferð efast jeg raunar um að málefnið njóti rjettar sins, því mjer er grunur á að hann hafi ekki allstáðar lesið athugasemdir mínar með sem nákvæm- astri athygli. Að svo vöxnu máli skal jeg samt sleppa því við hinn meira höfund að veita andsvör um þau atriði sem við höfum sömu skoðun á, þar sem hr. J. S. hefir valið liann til að eiga orðakast við, en jeg skal að eins svara hinu helzta af því sem hann greinir á um við mig sjerstaklega: Hann víkur fyrst að mjer með 7. kap„ frumv. En þar get jeg verið fáorður: Um þinglýsingar er það að segja, að þó þær gæti gefið rjettarvissu, þá sje jeg ekki bet- ur en 53. gr. ónýti hana; en að innfæra gjörninga í embættisbækur hafði jeg aldrei á móti, þvert á móti sagði jeg einmitt að það gæti komið í góðar þarfir. Annars sýnist mjer þetta eitt af þeim atriðum sem minna ríður á, og orðlengi ekki um það. Um kaupgjaldsskattinn erum við samdóma, og liklega allir. Jeg vakti athygli á því hve óheppilega hann kemur við, í þeirri von að einhver sendi alþingi tillögu um að fella hann burt. ]pá kemur til 8. kap., og segir hr. J. S. að athugasemdir mínar við 62. gr. sjeu byggðar á „helberum misskilningi“. En jeg vil biðja lesendur að bera vel saman frumvarpsgreinina og ástæður hennar við athugasemd mína (Nf. 1877, bls. 88), og dæma svo um hvort hann ekki misskilur mig fullt eins mikið. Jeg hefi hvergi sagt að greinin „banni“ beinlínis að gjöra tvær jarðir að einni þegar svo stendur á, þvert á móti sagði jeg að tilgangur hennar mundi e k k i sá. En jeg sagði, og segi enn, að það m á skilja hana svo, eptir þvi sem hún er orðuð; þótti mjer eigi óþarft að taka fram hve langt mætti komast í því, að rangskilja hana, því jeg hafði heyrt getið um að bóndi, sem keypti heimajörð með hjáleigum, og lagði hjáleigurnar niður var af presti sínum krafinn um ljóstolla og lambsfóður af hjáleigunum, sem lögskil af niðurlögðum býlum. Mundi nú sá prestur ekki hafa skilið aðra eins lagagrein og frumvarpsgreinma sjer í vil? og mátti þá ekki með sama rjetti skilja hana eins og

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.