Norðanfari


Norðanfari - 04.07.1879, Síða 3

Norðanfari - 04.07.1879, Síða 3
sýslusjöði og að hálfu leyti úr landssjóði. Gegn 2 atkvæðum var samþykkt að æski- legt væri að fá fje úr landssjóði til sýninga á gripum, jarðyrkjuverkfærum, iðnaðarvör- um o. fl. 3. Ofdrykkjulög. Fundurinn varekki á því að banna alla vínflutninga til landsins, þó 4 menn greiddu atkvæði með þessu; en í einu hljóði var samþykkt, að leggja hegn- ingu við ofdrykkju og að takmarka vínsölu, meðal annars með því, að banna kaupmönn- um alla staupasölu eða gjafir í húðum, og ættu þeir ekki að liafa leyfi til að seljaeða gefa mínna en 1 pott af vini i einu. Enn fremur var álitið, að banna ætti allar vana- veitingar í sveitum, og takmarka sem mest tðlu vínveitingahúsa í kaupstöðum 4. Yerzlunarmál. f>að var álit fnndar- ins. að æskilegt væri, að verzlunin yrði sem innlendust, svo að ágóðinn af henni lenti í landinu sjálfu. Hinsvegar vildi fundurinn ekki eptír þvi sem nú stendur á. banna út- lendum mönum að eiga bjer fastar verzl- anir eða að verzla bjer lausakanpum við aðra en hjerlenda kaupmenn. Með meira hluta atkvæðum gegn 4 var samþykkt, að kaffi og sykur yrði látið vera tolllaust að sinni. f>að var álitið æskilegt, að sveita- verzlanir kæmust upp eínkum ef þeim kynnu að verða samferða forðabúr fyrir sveitirnar, fátækum mönnum til hjálpar í hörðum vetrum. 5. Dómaskipun. Fundurinn áleit æski- legt, að auka vald og verksvið sáttanefnda þannig að þær fengju dóms eða úsrkurðar- vald í öllum minni háttar málum. Hann leiddi að sinni hjá sjer að ræða, um kviðdóma. 6. Jarðamatið. Fundurinn áleit að gjöra ætti i tíma ráðstöfun til að undirbúa jarða- mat það, sem á að fara fram árið 1882, meðal annars með því að fá sem bráðast á- kveðin landamerki fyrir hverja jörð. 7. Fjárkláðinn. Fundurinn fól þing- mönnum að halda því fram af alefii að gerð verði kröptug gangskör að þvi að inum sunnlenzka fjárkláða, er nú aptur heyrist getið i Borgarfjarðarsýslu. verði með öllu útrýmt. Sjerstaklega var tekið fram að nauðsynlegt væri að íá lagabreytingu um að kláðasveitirnar greiddu að öllu leyti kostnaðinn við fjárverði. 8. Gegn 4 atkvæðum var samþykkt að halda eptirleiðis eins og hrngað til hrepp- st.jóra embættinu sjer aðskildu frá oddvita- störfunum. Fundurinn var á þvi, að nauð- synlegt væri að hækka talsvert gjald það, er hreppstjórum ber fyrir úttektir og aðrar embættisgjörðir, og að hreppstjórum og oddvitum verði lögð hæfileg laun úr lands- sjóði allt að 100 kr. handa báðum í hverj- um hreppi. 9. Landbúnaðarlög. Fundurinn var á því, að nauðsynlegt væri, að lög þessi kæmu út á næsta þingi; þar á móti var það á- litið þarflegt að endurskoða sem fyrstgömlu lögin um þúfnasljettun og aðrar jarðabæt- ur, og að gjöra ætti hverjum búanda manni að skyldu að endurbæta býli sitt og að miða þessa skyldu bæði við dýrleika jarðar- innar og tölu inna verkfæru manna á henni. 10. Kirkjulög. Fundurinn áleit mál þeita ekki nægilega undirbúið með frum- vörpum kirkju- og brauðamatanefndarinnar °S að nauðsynlegt væri, að málið kæmi til nýrra umræða á hjeraðsfundum áður en það yrði á enda kljáð. Talað var um lög gegn flakki og verð gangi og um að stofna almennan fátækra- sjóð fyrir sýslu hverja, en engin ályktun var gerð í þessum málum. Sýslufundur Eyfirðinga Ar 1879, hinn 19. dag júnímánaðar var á Akureyri lialdinn almennur sýslufundur Eyfirðinga, er alþingismenn sýslunnar höfðu boðað til í blöðunum. Til fundarstjóra var kosinn sýslumaður og bæjarfógeti Stefán Thór- arenson, til skrifara sjera Árni Jóhannsson. 1. Fyrst var rætt um, hvort þessi fundur ætti að óska þess, að stjórnarskrá landsins yrði tekin fyrir til breytinga á næsta alþingi. Yar fundurinn á því, að eigi bæri neina sjer- lega nauðsyn til að taka hana fyrir að sinni. 2. J>á var tekið til umræðu kirkju- og prestamálið. Var fyrst rætt um og sam- þykkt af fundinum, að biðja alþingi um, að kirkjan yrði látin frjáls í bendur safnaðanna þannig: að söfnuðirnir hefðu sjálfir alla stjórn kirkjumála, kysu sjálfir presta og launuðu þeim. |>ví næst var talað um brauðaskipun í Eyjafjarðarprófastsdæmi. Yar kosin 5 manna nefnd til að íhuga þetta atriði og voru kosnir í nefndina: verzlunarstjóri Eggert Laxdal, síra Árni Jóliannsson, hreppstjóri Jón Ólafs- son á Laugalandi, Benedikt Jóhannesson á Hvassafelli og Sveinbjörn |>orsteinsson á Stokkahlöðum. Eptir nokkurn tima kom nefndin með álit sitt og var það að mestu ó- breytt samþykkt þannig: Möðruvellir í Eyja- firði verði útkirkja frá Saurbæ. Miklagarðskirkja leggist niður og Miklagarðssókn leggist til Saurbæjar út að Hlíðarhaga, en 5 yztu bæirn- ir til Grundar. Munkaþverá verði útkirkja frá Grund, en þeir 3 bæir úr Grundarsókn, er liggja austanmegin Eyjafjarðarár, leggist til Munkaþverár; aptur leggist 5 yztu bæirn- ir í Munkaþverársókn til Kaupangs. 9 innstu bæirnir í Akureyrarsókn leggist til Grundar. Kaupangur og Lögmannshlíð vcrði útkirkjur frá Akureyri. Glæsibær verði útkirkja frá Möðruvallaklaustri. Að öðru leyti skyldi ó- breytt það, er fundurinn í fyrra gjörði í ■ftessu tilliti. 3. pá, var framlngt frumvarp til laga um breyting á lögum um gjald af brennivíni og öðrum áfengjum drykkjum, dagsettum 11. febr. 1876, er fór því fram að tollurinn yrði hækkaður (fimmfaldaður), til þess með því að sporna við ofdrykkju. Fundurinn sam- þykkti frumvarpið. 4. Lagt fram frumvarp um sölu brenni- víns og annara vínfanga, er fór því fram að lagt yrði gjald á þá, er fengju leyfi til að halda veitingahús. Tilgangur frumvarpsins var að sporna við óþörfum veitingahúsum og skaðlegri vínsölu. Samþykkt. 5. Yar samþykkt af fundinum að sækja um að alþingi veiti framvegis jaftimikinn styrk og síðasta þing til hins norðlenzka kvenna- j skóla, sjúkrahússins á Akureyri og amtsbóka- safnsins á Akureyri, og að bókasafninu verði veittur aukastyrkur til þess að gefa iit bóka- skrá. En þessum og öðrum slíkum stofnun- um verði því að eins veittur styrkur úr lands- sjóði, að þær liafi fasta reglugjörð, er þeim sje stjórnað eptir, og árlega gefin skýrsla um það, hvernig fjenu hafi verið varið. 6. J>á Ijet fundurinn í Ijósi að æskilegt væri, að alþingi gæfi lög um landamerki. 7. Yar borið upp og samþykkt, að biðja þingmenn sýslunnar, að leita upplýsinga hjá Beykvíkingum, hvort þeir ætluðu að koma á stofn hjá sjer innlendum brunabótasjóð fyrir hús sín, og ef svo væri, hvort þeir þá eigi myndu fúsir til, að taka aðra íslenzka kaup- staði í fjelag við sig, og kom það í Ijós und- ir umræðunum, að þetta væri eindreginn vilji allra Akureyrarbúa. 8. Að síðustu voru kosnir vörumatsmenn á Akureyri og Oddeyri fyrir sumarið 1879. Kosnirvoru: Benedikt Jóhannessoná Hvassa- felli, Friðbjörn Steinsso-n á Akureyri, Jón Snorrason á Auðbrekku og Páll Bjarnason á á Hallgilsstöðum; en til vara: Arni Ámason á Akureyri og Jónas Jónsson á Kjarna. Fleira kom eigi til umræðu, og var svo fundi slitið. S. Thorarenson. A. Jóhannsson. Peildarfimdur Gráiinfielagslns. _ Ar 1879 þann 18. dag júnimán. var deildar fundur haldinn í Oddeyrardeild Gránufjelagsins á Akureyri eptir undan- genginni fundarboðun. Fyrst var þvi hreift, hvort eigi væri auðið að koma.st lijá því, að fjelagið þyrfti að taka svo mikið lán erlendis, er því væri mjög kostnaðarsamt. Leizt það miða til að ráða bót á þessu, að takmarka aðflutning á vöru þeirri, er nefnd er óþarfa vara, einnig lán til verzl- unarmanna, svo að skuldir víð lánardrottinn fjelagsins yrðu sem minnstar við nýár hvert; sömuleiðis að koma á rentum af óloknum skuldum. og voru fundarmenn þvi samþykk- ir, að rjett væri að taka rentu, enjafnmörg atkvæði voru fyrir því að byrja að taka rentu af kaupstaðarskuldum á þessu sumri og fyrir því að draga það til næsta árs. pví næst skýrði kaupstjóri frá ýmsu um liagi fjelagsins: 1. Kýjum samningi við stórkaupmann F. Holme. 2. Kaupum á skipinu ,,Rósu“, og að meta mætti hag á því kaupi 12,000 kr. 3. Kaupi á smáskipi (17 lesta) til vöruflutninga á Austfjörðum. 4. Sölu á Hofsós fyrir sama verð sem hann var keyptur fyrir. 5. Skýrt frá sauða- kaupum Mr. Slimmons á næstkomandi hausti. 6. um sölu á íslenzkum* vörum næstliðið ár; ull og saltfiskur seldist skaðlaust, en skaði varð á lýsi, æðardún, kjöti, gærum. 7. Prísavon í sumar; saltfiskur líkt og í fyrra, ull og lýsi lítur út fyrir að verði í lægra verði; prjónasaumur ekki seljandi. 8. Lagt fram erindisbrjef vörumatsmanna og rætt um kosningu á þeim; var ákveðið að á Akureyri og Oddeyri þyrftu þeir að vera við ullarmat allan júlímánuð, og við mat á kjöti og gærum frá 22. september til 10. október. Kom þá ekki fleira til umræðu og var því fundi slitið. Tryggvi Gunnarsson, Davíð Guðmundsson. fundarstjóri. skrifari. Frjcttir innlendar. Úr brjefum. Úr Bjarnanesi dag 22. maí þ. á. «Köld I og þur tíð það af er sumrinu, og þessvegna gróðurleysi og fjárhöld slæm, fellur hjer sumstaðar ærið margt af sauðfje. Almennfc gengur hjer þungt kvef og 2 börn hafa dáið úr barnaveikinni.» — Úr Reiðarfirði d. 20. júní þ. á. «Köld tíð og frosfc á nóttunni fram í júním. Nýlega kominn fjarska afii af lieilagfiski í Seley, sem er hjer úti fyrir Reiðarfirði. — Úr brjeli úr Seyðisfirði dags. 14. júní þ. á. «Loksins er þá veðrið farið að hlýna; í allt vor var hjer kuldi og lireta- samt og jörð dauð og steirigrá, en nú dálít- ið farin að grænka. ' Afli er kominn hjer töluverður, sýldar vart er orðið, Korðmenn eru komnir til þess að veiða hana að vanda. Frá í fyrra hafa lijer í Seyðisíirði verið byggð 14 timburhús, flest 12 til 14 álnir, 3 af þeim verskálar, 1 pakkhús, en liin íbúðarhús. í sumar á að byggja hjer stórt brauðbakst- urshús. En þá vantar hjer barnaskóla, því að fólkið er allt af að fjölga, prentsmiðju, lyfjabúð, spítala og Seyðisfjörð aðal kaup- staðarrjettindi. Heilsufar manna og höld 1 fjár, er nú hvervetna sagt aligott. >

x

Norðanfari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.