Norðanfari


Norðanfari - 14.10.1879, Blaðsíða 2

Norðanfari - 14.10.1879, Blaðsíða 2
mínum og fundið hann líkaallvíða, einkumí Árnes- og Eangárvalla sýslum. Síðan jeg komst á pað, að pessar gömlu svarðargrafir voru svo víða til, hefir mjer alltíð orðið pað fyrst fyrir pegar jeg' hefi verið beðinn að leita eptir sverði á einhverjum hæ, að spyrja um hvort ekki væri neinstaðar útlit fyrir að gaml- ar svarðargrafir væri-til í landeigninni og fieíi jeg pá alla tíð leitað par fyrst, sem útlit var fyrir að svo mundi vera, og fann liann líka pá sem optast par sem svo stóð á. Raun- ar er pað ekki æfinlega auðvelt fyrir pá sem óvanir eru, að afgera hvort pess konar grafir eru gamlar svarðargrafir eða grafir sem hafa myndast af pví, að vatn hefir staðið par og sígið niður í jörð, pví gömlu svarðargrafirn- ar eru opt orðnar svo vallgrónar og torkenni- legar, að einungis peir, sem eru orðnir van- ir pess konar, geta pekkt pær að frá hinurn. Víða hagar svo leiðis til, að pað er engin mýri önnur í landeign sumra hæja, sem liafa í sjer svörð, nema sú eina, par sem gömlu grafirnar eru, og sýnir pað meðal annars, að fornmenn liafa feitað svo rækilega eptir sverð- inum í allri fandeigninni pangað til að peir hafa fundið hann á pessum eina stað, par sem hann var tif. I kringum suma hæi finnst svo mikið af gömlurn svarðargröfum, að pað skiptir dagsláttu tali að víðáttu til. J>að er ekki gott að skilja í hvernig á pví stendur að menn hafa hætt við svörðinn par sem hann hefir áður verið notaður, en petta er pó tilfellið á fjölda mörgum stöð- um, og hera pessir gömlu svarðar námar pað með sjer, að pað eru víst nokkur hundruð ár síðan pær hafa verið yfirgefnar. J>ess væri til getandi að svarðartekjan hefði lagst niður um svartadauða, eins og vatnsveiting- arnar og margt fleira af dugnaði og fram- k'væmdum forfeðra yorra, en livort pað er rjett tifgáta er ekki hægt að sanna. Raun- ar hefir ekki purft svo mikið til á seinni öldum, pví um pað leyti sem fjárkláðinn gelík megnastur sunnanlands, urðu menn í sumum sveitum að skera gjörsamlega niður fjárstofn sinn og pá misstu menn af sauða- taðinu um leið. í pessum kröggum hlutu menn að taka eitthvað til hragðs. &Neyðin kennir naktri konu að spinna». Menn fóru pá hvervetna að leita eptir sverði og hrúka hann til hrennslis, en pegar mennvoruhún- ir að koma upp fjenu aptur, hættu menn víðast hvar við svörðinn, og hrenndu nú sauðataðinu eptir sem áður. Hjá þorstcini skelk var Sigurður fofnis- hani, kindarinn í lielvíti. Hann kinti og var sjálfur kindarinn. Sauðataðshrennslan og áhurðarmeðferðin kemur okkur að lokum á kaldan klaka og hnekkir framförum og fólks- fjölguninni langt ineir en nokkur ímynd- ar sjer. Eptir að skógarnir voru eyðilagðir tóku menn pað óheilla ráð upp, að hrenna sauða- taðinu og stundum mykjunni líka , með að gjöra úr henni klíning og heíir petta farið í vöxt á seinni öldum eptir sem menn hættu við svörðinn; menn liafa haldið pessum vana frarn til pessa, ekki alleina par sem nauðsyn krafði, heldur líka allstaðar annarstaðar par sem vel var hægt að komast af án pess. J>að er satt, menn eru sumstaðar neyddir til að brúka sauðatað til brennslis, par eð ekki finnst svörður í sumum hyggðarlögum, en víða er pað einungis gamall vani og gam- alt skeytingarleysi, sem gjörir að menn láta petta viðgangast enn pá. J>ar að auki er svörð- urinn til langt um víðar en menn hyggja, en pað er framtaksleysi manna að kenna að menn finna hann ckki. |>að er óhætt að fullyrða, að svörðurinn er til í flestum hyggð- arlögum og í sumum sveitum er hann til við hvern einasta hæ. í Bárðardal nyrðra, hefir t. a. m. verið sagt að enginn svörður væri til, en vjer vitum til að par er pó á einum hæn- um í dalnum óprjótandi svarðarmýri, er gæti nægt fyrir allan dalinn i mörg hundruð ár, og par eru svarðarmýrar víðar ofan eptir heið- inni að austan, og svona er ástatt víðar ef vel er' gætt að. J>að getur verið sumstaðar torsótt fyrir eina lieila svcit að sækja að einni svarðarmýri, en víða er pó hægt að koma pví við ef pannig stendur á. J>ar sem svo hagar til, ættu allir hændur úr sveitinni að ganga í fjelag og kaupa petta svarðarland og svo hafa yfirráð yfir pví í sameiningu til pess að hver áreiti eklci fyrir öðrum. J>á gætu menn líka hægar komið peirri reglu á, að færa sjer allan svörðinn í nyt án pess að ónýta helminginn eins og nú tiðkast svo víða. Einstakir menn gætu líka haft pað fyrir at- vinnuveg á vorin, að grafa svörðin upp og purka hann og síðan selja hann út til peirra sem pyrftu á honum að halda. Menn mega sætta sig við að sækja svörðinn langt að víð- ar, heldur enn á íslandi pví pað er í mörg- um löndum og hjeruðum erlendis að menn hafa eklcert annað til hrennslis en eilífan svörð. I Hollandi, Belgíu og mörgum af hinum pýzku ríkjum hafa menn mest megn- is svörð til brennslis, ekki alleina í hæjum og húsum, heldur líka til að kinda undir gufu- vjelum í verksmiðjum og handa gufuvögnum á járnbrautunum mjög víða. I langt fleiri löndum er svörðurinn hafður til eldiviðar, enda í Noregi og Englandi, par sem vjer í- myndum okkur æfinlega að nóg sje til af trjávið og steinkolum, par er mikið hrúkað. í samanburði við útlenzkan svörð er svörðurinn hjá 'okkur opt ög tíðum -fullt eins góður, pað er einungis munurinn á meðferðinni sem gjörir útlenda svörðinn stundum hetri. Erlendis er pað opt siður, að hræra og troða sundur svörðinn í vatni, líkt og pegar maður hýr til klíning úr mykju hjá oklcur, síðan eru skánirnar formaðar millum handanna og svo purkaðar. Við pessa meðferð pornar hann betur, verður pjettari og fastari og hita meiri við brennsluna. Víða er pað samt siður, að stinga hann upp heinlínis eins og tíðkast hjá okkur, en optast er hann stunginn upp í skánurn úr gröfinni en ekki í hnausum, sem eru klofnir á eptir eins og hjer tíðkast. Jeg hefi sjeð pað víða á Skotlandi, Noregi og Eær- eyjum, að menn hafa mátt láta sjer nægja, að grafa upp grasrótina svo semstungu djúpt og nota petta til brennslis, og hefði pað pótt ljelegur svörður hjá okkur. Hann er líka mjög svipaður torfi, eins og gefur að skilja, en pó vel brúkanlegur. Á Færeyjum er pað vest við pennan svörð, að hann er líka leir- hlendinn og sandkenndur. J>egar maður sjer hvað aðrir mega sætta sig við, pá gefur að skilja, að gott mýrartorf, reiðingsjörð og mosa- púfur með pjettri rót geta vel orðið brúk- aðar til eldiviðar, og mundu menn opt verða fegnir að hafa pað til brennslis í staðinn fyrir að nota purt hey til brennslis, sem jeg pekki dæmi til að sumstaðar er haft pegar neyðin rekur á eptir. Sauðataðs brennslan er pó lítið betri, pví pað er næstum pað sama og að hrenna töðunni. (Eramh. síðar.). Svo eru lög sem hafa tog. (Niðurl.). þegar nú oddvitinn var bú- inn að athuga allar pessar kringumstæður hugsaðist honum pó ráð til að leysa úr vand- anum á pann hátt, að hann setti í sirin stað bónda austur í Kelduhverfi (sama manninn sem sýslunefndarmaðurinn par hafði sett í sinn stað, en ekki fjekk sæti á fundi sem nefndarmaður, sem áður er sagt) Árna Kristjánsson í Lóni til að gegna oddvita störfum; pessi setti oddviti hjelt síðan fund að Víkingavatni í Kelduhverfi hinn 22. marz með sýslunefndarmanninum í Kelduneshrepp og hinum tveimur um leið og peir fóru heimleiðis. Sumum kann nú að virðast saga pessi fremur marklítil og varla pess verð aðsetja hana i blað, en vjer ætlum pó að hún sje svo löguð að hún geti vakið athygli, að minnsta kosti nokkurra meðal hinna ómennt- uðu manna, á peim ágreiningi og ólíkri skoðun manna sem hún sýnir að á sjer stað, með tillíti til hlýðni við gíldandi lands- lög, pví pó Norður-Júngeyingar kunni að vera fremur grunnhyggnir menn, munu þeir pó ekki svo eiriir á handi í peim efnum, að ekki kunni slíku víðar við að bregða. Bnginn neitar pvi, að allir eigi að hlýða gildandi lögum, en um hitt skilur menn á, hvort holl og skynsamleg löghlýðni sje ætíð og undantekningarlaust fólgin í pví, að ríg- binda sig við bókstaf laganna, formið, hinar einskorðuðu reglur, er lögin fyrirskipa má álita sem a ð f e r ð eður m e ð a 1, sem á að pjena til að ná vissu a u g n a m i ð i, en petta augnamið og nytsemí sú, sem pau eiga að vinna, er höfuðatriðið, hinn innri kjarni eður andi laganna. Lögin eru mannaverk og pví meira eða minna ófull- komin; bókstafur inn (hinn ytri búningur samsvarar ekki ætið a n d a n u m (tilgangin- um og nytseminni), og pvi síðuröllum hinum ólíku kringumstæðum sem kunna að eíga sjer stað; til pess bendir hínn gamli máls- liáttur: „Nauðsyn brýtur lög“, pegar anu- aðhvort verður ómögulegt að fylgja lagahókstafnum, eður menn með pví að fylgja honum í blindni fara á mis við til- ganginn (nytsemina), eður jafnvel vinna ó- gagn eitt í hennar stað. J>egar vjer nú heimfærum pessar al- mennu setningar upp á pau atvik, sem hjer áttu sjer stað, og sem að framan er frá skýrt, getum vjer ekki neitað pví, að oss virðist sem nær liefði legið, að menn þeir sem sýslunefndarmennirnir höfðu útvegað og sett í sinn stað, hefðu verið teknir gild- ir sem reglulegir nefndarmenn á þennan fund. Hver er tilgangnr sveitastjórnarlag- anna með skipun sýslunefnda o. s. frv. ? Er hann ekki i samhljóðun við skipun hrepps- nefnda og amtsráða, fyrst og fremst sá, að veita hverju hreppsfjelagi tiltölulega og frjáls- lega hluttekningu i sýslustjórninni; og hver er aðferðin sem ákveðin er til að ná pess- um tilgangi? Fyrst og fremstsú, að hrepps- búar hverjih kjósi úr sínum flokki einn mann í sýslunefndina, — og hver verður pá hjer mismunurinn (formgallinn)? Sá að kosningin er orðin tvöföld, sýslunefndar- mennirnir sem hreppsbúar höfðu valið, velja aptur menn í sinn stað, heldur en að sæti peirra á nefndarfundi standi auð, eða pó öllu heldur til pess að fundur ekki farist fyrir, og öll sýslustjórn fari út um þúfur. En mundi tilgaugurinn ekkí hafa náðst á þennan hátt? jú vissulega. í hverjum hreppi munu optast vera nokkrir menn er hrepps- búar hafa meira traust á, og pykja hafa meiri hæfilegleika til að taka pátt í sveita- og sýslustjórn, en hinir aðrir, og pessir raenn eru á víxl eptir kríngumstæðum kosnir til

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.