Norðanfari


Norðanfari - 06.11.1879, Page 1

Norðanfari - 06.11.1879, Page 1
18. ár. Akureyri, 6. nóyemker 1879. Nr. 51.—52. Ekki er minna yert að gæta fengins fjár enn afla þess, segir gamall málsháttur, og er það mjðg svo satt, þegar maður atliugar vel í hverju tilliti sem er, hvort það er heldur beinlínis fje, eða rjettarbætur, sem um er að gjöra, sem hvortveggja er fjár- stofn beinlínis og óbeinlínis og hefi jeg glöggast sjeð það, síðan vjer íslendingar íengum hin nýju sveitarstjórnarlög vor. það getur engin neitað því, að lög þau eru góð og frjálsleg, ef menn fyndu gott lag á að neita þeirra, eptir anda þeirra og meiningu, en því er miður, að það mun takast misjafnt, einkum hvað niðurjöfnun sveita utsvara viðvíkur til fátækra framfær- is, ræð jeg það af hinum mörgu umkvört- unum bænda nálega í hverri sveit. Kvört- un þessi er sú, að útsvarið sje langt of hátt og því með ranglæti álagt og er það ekki ósjaldan að allur þorri hreppsbænda segi eitthvað á þessa leið, gott, ef þeir sem skipta, eður rjettara sagt, jafna niður út- svörunum, eru lausir við að kvarta líka, en fá ekki aðgjört, vegna þess að víst form vantar til að fara eptir við niðurjöfnunina, svo allt verður að vera af handahófi eptir áliti niðurjöfnunarmanna á efnum og kring- umstæðum bænda, hvað aukaútsvarið snert- ir; þetta kann nú að visu stundum að tak- ast bærilega, opt líka illa og eru dæmi þess deginum ljósari, sem líka er von,þegar ekki er farið eptir neinu vissu forrnx eða reglu, sem þó er öldungis ómissandi í öllu tilliti, ef jöfnuður á að verða fáanlegur, eða sem næst lionum, því sem fullan jöfnuð er nú kanske ekki að gjöra í heimi þessum, en máltækið segir að betri sjeu ill lög en eng- in, því kostur er að bæta þau, svo þau verði brúkandi, en það sem ekki er til, en þarf þó, verður hvorki brúkað bætt nje óbætt og er það verst, þegar þörlin er fyrir það. Með línum þessum kom mjer til hug- ar að leiða athyggli manna að þörf þessari og til að gjöra uppástungur í blöðum vor- um um reglur til að jafna niður fátækra- framfæri eptir vissu formi, en ekki út í bláin eins og hingað til heíir átt sjer stað, því einhverntíma verður að byrja áður full- gjört sje og vil jeg því af góðum vilja en engri kunnáttu, hreifa við þessu velferðar- máli, í von um að aðrir komi á eptir, sem betur eru færir. Að íinna rjettan mælikvarða fyrir sveit- arútsvari, mun ekki svo auðvelt, sem marg- ir hyggja, en hver verður að leita sem bezt hann getur að sínum mælikvarða og koma þessu máli i hreifingu, má þá siðar vinsa úr hinar bestu uppástungur og leggja til grundvallar undir lögformið og hjer legg jeg fyrir almennings álitið, minn m'æli- k v a r ð a. Jeg vil láta virða til krónutals öll afnot af öllum arðberandi eignum manna, kúm, ásauðum, geldum kindum, fiskifangi hverju nafni sem nefnist, kálgarða- uppskeru, æðarvarp, selveiði, trjáreka, vexti af peningaeign, tekjur af jarðaeign, öll em- bættislaun, að svo miklu leyti þau koma ekki fram í atvinnugreinum búanna, ogþví öll í heild, þegar embættismaðurinn færir ekki búnað á jörðum, í stuttu máli, allt pað sem menn hafa atvinnu af, að undan- skildum h r o s s u m, sem nauðsynleg eru hverju heimili, því afnot þeirra koma óbein- línis fram í afnotareikningi búanna, en verð þeirra, sem menn selja, takist í hvert skiptí inn í afnotareikning seljanda. Jeg veit að mönnum þykir torvelt að gjöra rjett- an afnotareikning hverrar atvínnugreinar fyrir sig, en jeg held það ætti ekki að vera torveldara, enn að fá rjett framtal áfríðum fjárstofni manna, það verður nefnilega að byggja á skýrslum atvinnuhafanda í liverju sem atvinnan liggur, hvort heldur i rjettum búnaði, embættum, verzlan, lyfsölu, veitinga- sölu, smíðum, fiskiveiðum, arðberandi höf- uðstólum, eða hreinni og beinni vinnu. Auðsætt er, að engin vinnandi maður getur verið undanþegin að bera opinberar landsþarfir, eptir því sem efni og kringum- stæður tilsegja, að rjettu hlutfalli, því af vinnuafli myndast auðsafl og á því byggjast skattar og skyldur manna til landsþarfa. Eptir minni uppástungu þarf því skýrslur bænda um kaupgjaldshæð vinnuhjúa þeirra, til þess á það verði lagt sveitarómagafram- færi eins og á vinnu og eignir annara manna. Við afnotareikning á lifandi peningi, verða menn að haga sjer eptir byggðarlög- um, því það er mjög mismunandi, hver not eru af kú, á, eður sauð enda í sömu sveit- inni og verða menn að haga sjer eptir því, sam okki œtti að vera ofvaxið sveitarstjórn- armönnum, þareð þeir sitja eða geta setið strjált í svetinni og ættu því að vera kunn- ugir jörðunum; auðvitað er að ekki má hlýfa nokkrum í afnotareikningi fyrir það að hann hefir ekki full not af fjárstofni sínum, af illri meðferð hans, þó hann gefi skýrslu svoleiðis, ef menn eru vissir um af kunnleika á jörðunni að afnotin geta verið meiri, það er til að kenna hverjum einum að láta ekki útsvar sitt hækka á sínum egin ókostum sem bóndi. það er eins og allir vita, að öll gjöld eru tekin af eignar- og atvinnuafli allra verkfærra manna í land- inu, þykir mjer því rjett vera að draga vissa upphæð frá atvinnu af afnotareikningi hvers gjaldþegns til framfæris hverjum skylduómaga hans, þvi það er vinnandi maðurinn en ’ekki ómaginn, sem gjaldþolið hefir, má því ekki leggja gjöld á ómaga- framfærið, það væri hraparlega rangt, því annar bóndinn eða gjaldandinn á ómaga hinn enga, eður einum tíeiri eða færri, þó afnotareikningur bús þeirra, eða atvinnu, hefði jafna upphæð, hlyti útsvar þess, sem fleiri hefir ómaga að verða mikið of hátt í samanburði við hinn, ef þess væri ekki gætt, að draga frá ómagaframíærin. Hvað ó- magaframfærið skal með rjettu ákveðið til upphæðar að krónutali, kann nú menn að greina á um, en jeg læt það vera til jafn- aðar á alla skylduómaga 60 kr. jafnvel þó jeg viti að ómagamaðurinn sýnist fá harð- ara útsvar en hinn ómagalausi með þvi lagi, sem þó ekki ætti að vera, þvi fátækrafram- færi, eins og áður er ávikið, ætti ekki að leggjast á ómaga, sem ekkert gjaldþol hafa, en þetta geta menn nú metið eptir geð- þótta, en aldrei ætti ómagaframfærið að vera lægra. — Ef menn eru í skuldum, sem rentur eru greiddar af, ættu þær að drag- — 101 — ast frá atvinnu eða afnotareikningi þess sem geldur, því á þær skal leggja hjá þeim sem höfuðstólinn á og má þvi ekki vera tvisvar, ættu menn því að segja til þeirra, en skuldarupphæðina þarf ekki að draga frá afnotareikningnum, það gjörist sjálfkrafa þegar skuldin er borguð, kemur þá fyrst fram hinn rjetti halli af því að vera í skuldinni og raskar hann ekkert reglulegu formi, því það er einungis höfuðstóll, eða hagnaður á atvinnu þess, sem var í skuld- inni, sem gengur niður og kemur því ekki til afnota reiknings eður gjaldlúkningar í þessu falli, sem hjer ræðir um. J>að kunna að verða deildar meiningar um hversu hátt eða lágt meta skal afnot af lifandifjárstofni manna, því þau eru eins og áður er sagt, ekki alstaðar jöfn, eptir því sem jörðum hagar, en slíkt ætti að vera hægt lögunar þó jeg setji það, ef til vill ekki sem næst því rjetta, en mjer dettur í hug að meta afnotin þannig : af 1 kú 150, kr. 1 ásauð 8 kr., hverri geldri kind 4 kr., arður af hrossum er engin til, utan söluverðið það árið, sem þau eru seld og er það sjálfmet- ið. jpetta ætlast jeg til að verði arður af hverri fjárgrein að meðaltali, að frádregnum vanhöldum, eður þeim slepptum; rjettara kann að vera að taka þau til greina, eptir því sem þau falla fyrir, en þá veit jeg að óhætt mun, að hækka afnotin, frá því sem jeg hefi gjört, en þetta má á sama standa þareð sömu reglu er fylgthjá öllum, að þvi undanskildu, að sjálfsagt er að hækka þar sem menn eru vissir um afnotin meiri enn víðast á sjer stað í sveitinni. (Kiðurl. síðar.). Önnur hvtft til hreppsnefndanna gegn ófrelsinu. (Sjá Nf. 17. árg. nr. 41.—42.) þeir menn, sem hafa ritað hina tilbentu ritgjörð er kallast „hvöt tíl hreppsnefndanna gegn ófrelsinu“, virðist hafa nokkuð mis- skilið hugmyndina um frelsi, hvort heldur um er að ræða þjóðfrelsi eða sannar- 1 e g t frelsi, andans innra frelsi. Sveitarstjórnarlögin 4. maim. 1872 hafa verulega eflt þjóðfrelsi vort. Almenningur hefir nú langtum meira að segja enn áður í sveitamálum. Bændur fjár síns ráðandi með óflekkað mannorð, 25 ára gamlir, ibú- andi gjaldþegnar hreppsins næsta ár á undan, þeir er ekki þiggja af sveit eða eru í sveitarskuld, mega allir velja sveitarstjóra sína úr sinum flokki, án þess að binda kosningarnar að öðru leyti við nokkur einkarjettindi embætta (t. d. prestsskapar eða hreppstjómarembættis*) eða þá auð- *) N ú er raunar rangt, að kalla „hrepp- stjóra“, þá sem nú kallast svo; því þeir sem nú eru k a 11 a ð i r hreppstjórar, e r u enganveginn hreppstjórar o: sveitarstjórar, það þyrfti að velja því embætti annað og nýt t nafn með liinni n ý j u hugmynd eða merking þess (o: embættisins). Hvað? Hreppssýslumaður ? Hreppsmaður? (í lik- ing — Analogi — við „sýslumaður").

x

Norðanfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.