Norðanfari


Norðanfari - 05.05.1880, Blaðsíða 1

Norðanfari - 05.05.1880, Blaðsíða 1
MMIARI, 19. ár. Hið íslenzlta bókmenntafjclag. pað er óhætt að fullyrða, að á pessari öld heíir ekkert fyrirtæki borið heillaríkari ávbxt fyrir bókmenntir vorar en stofnun hins íslenzka bókmenntafjelags, pví að síðan pað hófst heíir pað með ráðum og dáð eflt mennt- un og fróðleik hjá þjóð vorri, og pegar litið er til pess, hvernig tungu vorri og bókmennt- um var farið um pær mundir, sem fjelag petta hófst, pá má segja, að með pví rynni upp nýtt Ijós í myrkrunum fyrir oss, sem lysti oss til að bjarga hinum dýrmætasta fjár- sjóði, móðurmáli voru frá tjóni og glötun. Vjer gætum pví nú pegar talið stofnun pessa fjelags með hinum heillaríkustu viðburð- um í sögu vorri, hinar mörgu ágætu bækur, sem pað hefir gefið út og öll pau handrit sem pað hefir safnað, væri að öllum líkind- um nú flest orðið gleymsku og glötun að her- fangi ef fjelag petta hefði aldrei stofnað verið. Sjerhver íslendingur, sem ann bókmenntum og sóma pjóðar sinnar, hlýtur pví að minnast peirra manna* með innilegu pakklæti, sem í fyrstu stofnuðu fjelag petta. En svo er með petta sem annað gott, fagurt og gagnlegt, sem fyrirrennarar vorir gjörðu, að pað dregur eigi huga vorn að sjer einungis til pess, að vjer dáum pað og vegsömum, heldur bendir pað oss til að gjöra eitthvað líkt og, að vjer eigum að efla og styðja öll góð og fögur fyrirtæki. j>að eru nú liðin 74 ársíðanhið íslenzka bókmenntafjelag var stofnað og eins og kunn- *) Stofnendur fjelagsins voru hinir miklu lær- dómsmenn: Árni Helgason, Bjarni Thor- steinsson, Finnur Magnússon og Kasmus Kristján Rask liinn mikli málfræðingur Dana, eigum vjer honum mest að pakka stofnun fjelagsins, pví að hann mun fyrst- ur hafa komið fram með hugmyndina og hann gekkst fyrir pví að koma fjelaginu á fót, með svo aðdáanlegum áhuga á bók- menntum og endurlífgun tungu vorrar, að hver íslendingur hlýtur jafnan að minn- ast hans með innilegustu ást og pakklæti. Akureyri, 5. maí 1880. ugt er, var pví pá pegar skipt í tvær deild- ir; var önnur náttúrlega hjer á íslandi og var stjórn hennar í Reykjavík, en hin deild- in hafði aðsetursitt í Kaupmannahöfn. j>etta fyrirkomulag var pá mjög eðlilegt, stofnend- ur fjelagsins voru allir neína einn í Kaup- mannahöín og pað var náttúrlegt, að peir vildu hafa sem mest afskipti af fjelagi pví sem peir höfðu sjálfir stofnað, enda var petta fyrirkomulag, eins og pá stóð á, öldungis nauð- synlegt skilyrði fyrir vexti og viðgangi fje- lagsins. A penna hátt gat pað notið for- stöðu stofnenda sinna, sem stýrðu pví hver fram af öðrum allt fram að 1847 og sýnir saga pess, að peir hafa unnið pví með hinum sama áhuga og ást á bókmenntum vorum, sem í fyrstu kom peim til að stofna pað. j>ótt í fyrstu væri svo ákveðið, að Reykja- víkurdeildin skyldi vera aðaldeild fjelagsins, gat pað eptir pví sem á stóð eigi orðið nema nafnið eitt. Fyrir rausnarlegar gjalir ýmsra höfðingja myndaðist meginsjóður fjelagsins hjá deildinni í Höfn hún hafði á hendi alla fram- kvæmd fjelagsins, með pví líka að par voru miklu meiri andlegir kraptar í pjónustu henn- ar heldur en deildin heima hafði, par sem allur kjarni íslenzkra menntamanna var uln pær mundir í Kaupmannahöfn, forsetalán hennar var heldur eigi endasleppt, pví að einum premur árum eptir- lát Finns Magn- ússonar varð Jón Sigurðsson forseti hennar; hafði hann stjórn deildarinnar á hendi til dauðadags, og var hann sem við mátti bú- ast al^an pann tíma lífið og sálin í deildinni, sjezt pað bezt á pví, að eptir pví sem elli og heilsubrestur nú hin síðustu árin drógu úr kröptum pessa nýlátna pjóðskörungs vors, eptir pví virtist líka draga úr framkvæmd- um og fjöri deildarinnar, og nú ervarlaann- að að sjá en hún eigi mjög skammt til pess að verða að eins fagurt nafn í sögunni. Reykjavíkurdeildin hefir alla jafna haft lítið fje til forráða og framkvæmdir hennar pví ekki getað orðið miklar; í fyrra og í ár hafa pó komið frá henni bæði fróðlegar og nyt- samar bækur fyrir alpýðu, og nú er hún byrjuð Xr. 29—30. á nýju tímariti og virðist allt heldur benda á, að hjer sje að vakna nýtt fjör og áhugi á framförum fjelagsins, en eins og pað er gleði- legt, eins er hitt líka sorglegt, ef deildin hjer framvegis getur eigi komið fram nytsömum fyrirtækjum sakir pess að megin sjóður fje- lagsins er undir miður örlátri stjórn í öðru landi. |>essi tvískipting fjelagsins virðist ann- ars alls eigi eðlileg eptir pví sem nú er kom- ið hag vorum, og pað virðist eiga miklu bet,- ur við, að fjelag, sem eins og bókmenntafje- lagið, hefir pann tilgang, að styðja ogstyrkja íslenzka tungu, bókvísi og menntun pjóðar vorrar, hafi alla stjórn sína og fjárforræði heirna á fósturjörðunni, heldur en að nokkrir menn sitji yfir málum pessum og megin- sjóði suður í Danmörku. |>essi skipting á fje fjelagsins hlýtur líka að draga úr fram- kvæmda-afii pess, nema að báðar deildirnar sjeu pví betur samtaka; og sú sem aflögu- fær er sje fús á að hjálpa hinni ef nauðsyn krefur; en pað er mjög komið undir sam- vinnulagi og áhuga stjórnenda beggja deild- anna á framkvæmdum og sóma fjelagsins í heild sinni. Jeg pykist pví viss um, að flestir fjelagsmenn muni telja pað æskilegt, að deildirnar yrði sem fyrst sameinaðar pannig að Hafnar deildin leggðist niður en fjelagið yrði alveg innlent og hefði sam- komustað sinn eins og hingað til í Reykja- vík, og gæti pessi sameining orðið án nokk- urs halla fyrir framkvæmdir og fjárhag fje- lagsins mun víst fáum íslendingum pykja hún áhorfsmál. J>ótt pað fyrirkomulag sem nú er á fje- laginu væri með öllu nauðsynlegt skilyrði fyrir vexti pess og viðgangi fyrir 74 árum og pað allt fram til pessa tíma, pá er pað alls eigi ástæða fyrir pví, að nú megi eigi breyta til. TJm pær mundir, sem fjelagið hófst voru engin tiltök til, að vísindalegt fjelag gæti eingöngu prifist hjer á landi; fyrst ogfremst hafði pað hjer litla andlega krapta í pjónustu sína, hjer var einn einasti mjög fámennur Svört tuiiga. Tíðkun Ijótra orða er, pví miður, of almenn. Menn sem temja sjer blót og for- mælingar, samtvinnar svo orð sín með eiðum svo hræðilegrar merkingar, að óvanir til- heyrendur hneykslast og hræðast og gefa sig frá og bera að eins með sjer hina ljót- ari parta ræðunnar, en afl og mergur pess, er mælandinn vildi láta í ljósi var týnt með öllu* J>að hefir verið hlutskipti höfundarins, að heyra mjög ljótt orðbragð; um mörg ár lá lífsvegur hans gegnum hin vesalli fjelög mannanna, gegnum hina dimmu bletti á landabrjefi Londonar Hin pjettu, hin sam- anpjöppuðu nágrenni að austanverðu — og að vestanverðu líka pað sem petta snertir — eru honum nákunnig; og pótt blót sje ekki að eins bundið við hina fatœku, pá er pað pó i hinum aumri sveitum eða bæjar- pörtum, par sem ægir saman heiðarlegum starfa og glæpum fyrir utan sjón hinna ríkari manna pjóðarinnar, að ljótur munn- söfnuður er sífellt á hraðbergi, svo sem einn partur eður grein móðurmálsins. Fyrir eina tið blótuðu heldri mennirnir í landinu „liðugt“, svo sem hið gamla orð- tæki hljóðar. við öll tækifæri, pað var naum- ast höfðingsmanni samboðið að tala án svardaga. En uppeldi og innrœting betri anda hefir feykt hinu Ijóta hugarfari út í veðrið. J>etta er sannarleg umbót, en hjer á eigi st iðar að nema. Verkamenn segja opt, að peir hafi ekkert sjer til leiðbeiningar frá hinum æðri flokkum, en hjer er vissulega eitt dœmi eptirbreytnisvert. Ekki blóta allir verkamenn, en hver viðkvæmur og óhlut- drægur maður, livort sem hann er verkvjela- smiður, erfiðismaður, fiskimaður, katlasmiður, skraddari, dáti eða sjómaður, mun hiklaust samsinna pví, að tizka ljóts munnsafnaðar — 59 — er hræðilega almenn með öllum sambúðar- mönnum hans. það er engin pörf að tilfæra hjer hin tiðkanlegustu orðatiltæki pvi peir sem pessar línur eru ætlaðar, pekkja pau nógu vel( en peir af lesenduni vorum, sem ekki pekkja hinn tiðkanlega ljóta munn- söfnuð, hafa bezt af að vera allt af fá- fróðir um petta. J>etta er mikið vont; rœtur pess hafa náð að íestast djúpt í mannlegu eðli; en pað er hægt, að ríma pví burtu, ef vjer að eins REYNIJM. Hví skemmið pjer andar- drátt yðar með skelfilegum orðum, sem ekkert eiga eiginlega skilt við umtalsefni yðar? f>essi vani er svo afleitur í alla staði — hann er gagnslaus — hann er sið- spillandi og hann pinir eyra pess áheyranda, sem hefir heilbrigða sál. J>eir sem láta eptir pessu hinu eitraða háttalagi, ættu að hverfa frá pvi nú pegar. Biðjið um Guðs hjálp og hættið pví; fleygið pví frá yður, ems og pjer munduð fleygja gagnslausri byrði af herðum

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.