Norðanfari


Norðanfari - 22.04.1881, Blaðsíða 4

Norðanfari - 22.04.1881, Blaðsíða 4
— 60 — náð þar kosningu, hefðu nokkrir mœtfc úr suðurhrcppum sýslunnar, og pað héfði verið alinenningi kunnugt að hann gæfi kost á sjer áður en á kjörfund var komið; mun pað hafa v'erið meining sýslumannsins með fram- boð sitt, að peir sem eigi vildu kjósa Jón ritst. gætu neytt atkvæðisrjettar síns, án pess að neyðast til að kjósa ritstjórann ef peir bæru betra traust til sýslumannsins. Atkvæðamunur varð lítill með peim nöfnum, en flestir merkari menn mun sýslumaður liafa liaft sínmeigin. Einn kjósandi lýsti pví yfir á kjörfundinum, að hann hefði pegar lofað Jóni ritstjóra atkvæði sínu og gæti pví eigi kosið Jón sýslumann, og svo liafamáske fleiri verið, pó um pað pogðu. Úr Eeýðar- firði hef jeg pað heyrt, að flestir ef ekki allir, hei'i af sjer Skuidargreinina alræmdu um veitingu Hólmahrauðsins, og mun par almælt, að ritstjóri Skuldar eigi pá grein einn, og hafi örfáum sýnt ef nokkur er, áður enn hann ijet liana darka af stað í Skuld; búast menn við að Keýðfirðingar bráðum synji fyrir faðerni hennar. Hinn nýji Albín- usvefstóll er Tryggvi Gunnarsson seldi Múla- sýslumönnum í fyrra vor, er nú kominn að Ormastöðum í Fellum, og liefur að sögn verið ofið par talsvert í honum; menn eru honum of ókunnugir enn, til pess að spá um framtíð lians, enn líklegt tel jeg, að hann verði að góðu liði pegar framm í sækir og konur læra að vanda betur tóskapinn sjerstaklega spunann, pví svokallaða slitvefi, kvað Vefarinn eigi vilja eiga neitt við. Vef- stóllinn er kcyptur af hlutafjelagi úr báðum sýslum, og minnir mig hvcr hlutur sje 10 kr. Með tíðindum má telja pað, að á Eslci- firði er stofnað Bindindisfjelag, og kvað tala fjelagsmanna fjölga óðum. Sá heitir Snorri V/íum er mun fyrsti' og helzti hvatamaður pess; mjer heíir nýlega verið skrifað að í Eskifirði og Beyðarflrði sje verið að setja á fót síldarveiðafjelag, sem líklegt er að fram- gang hafi, pví peir einir standa par að, er fram munu geta fylgt pví. Úr Austur Skaptafelissýslu d. 25. febr. 1881. «Iíjer liafa verið svo mikil frost og harðindi í vetur, að elztu menn pykjast varla muna slíkt, og bjarndýr hafa ætt hjer um allt og jafnvel upp á jökla, en pau hafa ekki í mannaminnum gengið á land í Horna- firði. Ekki hefur samt neitt mein orðið að peim og má pað gott Pykja». Úr Skógum dag 15. marz 1881. «Hjer eystra hefir verið hin langharð- / asta, frosta- snjóa og veðramesta tíð er elztu menn muna. Margir eru orðnir heylausir að kalla, en hinir pó fleiri, sem eru á helj- árpröminni. Eáeinir í hverri sveit munu vera vel heysterkir. Ef liarðindin lialdast framyfir einmánaðarkomu verða sömu vand- ræði hjer á TJpp-Hjeraði, pví að hjer er vant að treysta á útiganginn, en í hinum sveit- unum, par sem snjópyngslin eru meiri, en I allt kemur nú að einu, par sem haglaust er með öllu um allt Austurland og búið að vera um hríð». Að restan. Með Jóni frá Hleiðargarði Strandfjeld, er far- ið hafði hjeðan í vetur 3. onarz og vestur í Steingrímsfjörð og varð pá norðanpósti sam- ferða í Hrátafjörð og kom pangað 15. s. m., en kom hingað aptur 9. p. m. eptir 7 daga ferð úi' Steingrímsíii'ði frjettist: 18. marzm. liatði póstur lagt uppá Holtavörðuheiði, en varð pá sökurn ófærðar að snúa til baka apt- ur. En hinn 20. s. m. freistaði hann af nýju að komast suður yfir heiðina og keypti sjer 8 menn til pess að bera eða aka póst- kistunum, en hestana brautztliann með lausa og samt stóð ferðin yfir heiðina 18 kl. tíma. Úr Barðastrandar- ísafjarðar- og Stranda- sýslum eru sögð mikil harðindi. bæði fyrir snjópyngsli og ísalög, og pá víða farið að skera kýr og hross. Allt ísafjarðardjúp pak- ið hafís, að Bjarnanúp að austan og Hnef- ilsdalsvík að vestan, og allir firðir vestan- megin djúpsins lagðir og gengir, einnig sjálft djúpið að innanverðu, svo að ganga rnátti úr ögursnesi og pvert yfir á Snæfjalláströnd. Lagt og gengið hafði verið millum lands og allra eyja á Breiðafirði ncma fram í Elateý. Allir firðir í Strandasýslu paktir ísum, svo ganga og ríða mátti úr Steingrímsfirði beina leið á Vatnsnes. Ejarsklega mikill hákarlsafli á Ej'juin í Bjarnarfirði í Strandasýslu, eru sagðir á land komnir 6—700 hákarlar smáir og stórir. — Hvalurinn, sem getið er um í síðasta blaði voru, fannst í ísnum framundan Hara- staðakoti á Skagaströnd (ekki Háagerði), eig- endur l.ians eru: Daníel óðalsbóndi Andrjesson á Harastöðum ogekkjan Guðríður Ólafsdóttir á Háagerði. Vildu peir, er eiga hlut að með «Spákonuarfinn» par vestra, krækja í hval pennan, en síra Eggert á Höskuldsstöðum gaf upplýsingar í pví efni og gjörði cnda á peirri prætu; hvalurinn er sagður um 50 álnir að lengd milli skurða. Mikið liefir aflast af há- karli upp um ísinn á Húnaflóa, og talsvert hefir fundist par á ísnum af dauðum æð- arfugli. — I austanverðri Húnavatnssýslu hefir verið skorið fátt af sauðfje, en talsvert af kúm, á einum bæ (Vindhæli) fjórar. í Skagaíii'ði heíir á nokkrum bæjum sauðfje verið skorið talsvert, flest á bæ 80 fjár, (KárAstöð- um í Hegranesi), liross hafa og verið drep- in og sumstaðar fallið, 20 á Syðra-Vallholti í Hólmi, á ýmsum bæjum par vestra hafa og verið drepin nokkur hross og kýr. Sagt er að 7 liross hafi kafnað í húsi í Eyhild- hólti, en ekki drepist úr skjögurveiki, eins og vjei' höfðum áður lieyrt og getið er um í bl. nr. 25—26 lijer að framan. Sama vildi til suður í Borgai'firði á einum bæ að 7 hross köfnuðu par í húsi. Að sunnan. — 15. p. m. kom sendimaður að sunnan, er lieitir Einar Eyúlfsson, í stað Daníels pósts, er bíða á í Rvík par til póstskip kæmi, er ókomið var 1. p. m. Maður pessi liafði lagt af stað úr Rvik 1. p. m.; fjekk hann illa færð og mesta vaðal alla leið hingað, lmnn hafði brjef og blöð að færa , en engar sendingar, 50 pd. lagði hann af stað með á baki sínu. Að sunnan er að beyra liið bágbornasta ástand: Aflaleysi í öllum Eaxaflóa; skepnufellir mikinn á Suðurnesjum allt norður að Vatnsleysu; kaupstaðir örsnauðir af ýmsum nauðsynjum, t. d. í Rvík var algjörlega rúglaust, sömu- leiðis fjekkst ekkert mjöl, eigi brauð, eng- inn sykur, en litið eitt af grjónum, baun- um, kaffi og koluin fjekkst par. — «Phönix» sokkinn, með öllu að hoita mátti, nema brjefin frá Englandi og lítill brjefakassi frá Höfn náðist, smámsaman kvað vera að reka ýinislegt tilheyrandi skipinu og fara ýmsar fregnir urn pað. — Frönsk fiskiskúta hafði strandað fyrir Ingólfshöfða, cn mönnum öll- um varð bjargaðaf annari fiskiskútu. — Með frönskum fiskimönnum frjettisttil Reykjavík- ur, að á Erakklandi og Englandi hafi vcrið ó- vanalega milcil frost í vetur, og skip frosið inni á Englandi. f Nýlega er sálaður í Reykjavík, fyrrum verzlunarmaður ennú síðast greiðasölumaður, Nikulás Jafetsson. Úr ísafjarðarsýslu 2. marz 1881. „Hjeðan er annars fátt að segja, nema hin sömu framhaldandi harðindi, almnent heyleysi og bjargarskort. — Blotinn eptir nyárið varð mörgum að falsi, sem hættu pá við að skera. — 30. janúar og nóttina eptir, var einhver mesti norðaustan bylur sem jeg hefi lifað: ofviðrið og fannkoman fjarskalegt. — J>á brotnuðu og fuku bátar og skip mjög víða, hús og hey skemmdust, og hjallar við sjó fóru nokkrir. — Síra Eyólfur á Melgraseyri misstti pá gamlan timburhjall með öllum kornmat sinum; í haust í álilaupinu 17. september, hafði liann misst 30 fjár og 2 liesta. — Kirkjan á Núpi í Dýrafirði fauk alveg 30. janúar og Sandakirkja skekktist. — Vesturí Arn- arfirði var auð jörð, og kom svo mikið grjótflug, að margar jarðir skulu paraf vera stórskemmdar og jafnvel eyddar, stórir steinar færðust langt til, gluggar brotnuðu og grjót kom inní baðstofur. Einn maður hefur orðið úti af Langa- dalsströnd og ýmsa kalið í hörkunum. — ísalögin orðin fjarskaleg og má ríða alla firði, og vertíð vor i Bolungarvik sýnist ætla að verða arðlítil, pó varð par fiskvart nú fyrir skömmu niður á hafi, en pað hjelzt eigi við fyrir frostinu sem i dag er enn 11° R. Nýlega deyði Sigríður Guðmundsdóttir kona flcaupmanns Magnúsar Joehumssonar á ísafirði; hún var geðveik, og mun hafa orðið sjer að skaða. — Aðrir nafnkenndir ekki dánir. Augl ýsing ar. — Kunnugt gjörist: að priðjudaginn pann 10. næstkomandi maimán. láta verzl- unarstjórarnir E. E. Möller og E. Laxdal við opinbert uppboð, sem haldið verður á Akureyri selja ýmsan verzlunarvarning: júfertur, borð, net, veiðarfæri, nýjan og brúkaðan fatnað, nokkuð af búshlutum og fleira. Skilmálar fyrír uppboðinu verða auglýstir sama dag. Uppboðið byrjar kl. 10 f. m. Skrifstofu bæjarfóg. á Akureyri 16. apr. 1881 S. Thorarensen. — Svo að ferðamenn ómaki sig ekki hingað til pess að biðja um ferju, lýsi jeg hjer með yfir pvi, að jegget ekki ferjað í vor, jafnvel pó peningar væru í boði. Kroppi 12. dag aprilm. 1881. Jón Davíðsson. — Mánudaginn 9. maí næstkomandi, verða hjá undirskrifuðum, seld við opinbert uppboð, ýms búsgúgn, svo sein rúmfatnaður, rúmstæði, stólar borð, hirzlur og klípar, ásamt íl. Akureyri 16. apríl 1881. J. Chr. Stephánsson. — Ejármark mitt er: hvatt gagnbitað hægra, hvatt gagnbitað vinstra. Ef svo væri, að einhver í júngeyjarsýsluin hefði pað mark, pá bið jeg hann að skýra mjer frá pví sem allra fyrst. Brennimark mitt er: s r. K. E. Húsavík 12. d. aprílm. 1881. Kjartau Einasson — 21. p. m. kom annar sendimaður úr Reykjavík, segir hann póstskipið „Arcturus“ hafa komið pangað 6. p. m. Frjettir síðar. Eigandi og ábyrgðarm.: Björn Jónsson. Prentsmiðja Norðanf. Guðm. Guðmundsson.

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.