Norðanfari


Norðanfari - 21.06.1881, Blaðsíða 4

Norðanfari - 21.06.1881, Blaðsíða 4
útigangui' mikið og eru nú liross að drepast smátt og smátt i útigöngusveitunum. Voður- batinn , sem enn pá helzt kom lijer með aprílm. byrjun. Var pess mjög þörf, pví allur almenningur var kominn í heypröng og olli pví mest óforsjáleg ásetning ofmargra lirossa, hjargálna bændur höfðu petta 20 til 30 hrossa og par yfir. það er enn eins og J. Espölin segir: „Flestir leggja mjög hug á hrossaeign og um petta má enga reglu skipa nje hóf á hafa“. Betur að pessi vetur gæti kennt mönnum að setja forsjálega á heyin. Fremur var talað um að pröngt liefði verið um matföng hjer syðra, og pó eigi hvað minnst í höfuð- . staðnum, en nóglegt hvað par hafa verið af bjór og spritti! Undarlegt fyrirhyggjuleysi, að draga aðfiutning á nauðsynjavörum til vetrarins. Island verður pó jafnan langt frá öðrum löndum, og hafsmegin mikið í kringum pað, harðsótt og sollið einkum á vetrardaginn. Hjer á landi hefir kúm fækkað á pess- ari öld. Jeg held petta verði ekki svo affaragott. Síðan kúnum fækkaði hafa menn misst mjólkina, sem menn á veturna lifðu svo mikið af fyrrum og sem mönnum var bæðí drjúg og dýrmæt í skamrati. Nú hafa menn í stað mjólkurinnar orðið að útvega sjer aðkeypta björg einkum úr kaupstöðum, af pessu liafa leiðt kaupstaðaskuldir og inn- leiðst ýms eyðsla“. (A ð s c n t). Efri deild alpingis. Eitt hið mest áríðandi starf, sem alpingismenn purfa að búa sig undir, áður en peir koma saman nú í sumar er að kjósa menn í efri deildina. þeir menn, sem nú verða kosnir til að sitja 1 efri deildinni, með hinurn konungkjörnu, eiga að visu hin næstu 3 alpingis ár, og ef kosningarnar takast ekki vel 1881, er ekki hægt að bæta úr pví aptur, fyrr en kosning- artímabilið cr um garð gengið eða á alpingi 1887. þegar kosið var í efri deildina 1875 höfðu menn óljósa hugmynd um hvernig flokkaskip- unin myndi verða á hinu löggefandi og fjár- veitandi pingi. Menn töldu pað sjálfsagt, að allir pjóðkjörnir pingmenn yrðuað verafram- faramenn. aptur á móti grunuðu menn hina konungkjörnu um gæzku, og til pess nú að geta veitt peim öflugt viðnám, kusu menn suma af hinum lielztu framfaramönnum pings- ins eins og t. d. síra Benidikt Kristjánsson og Sighvat Arnason í efri deildina; cn pað leið ekki á löngu fyrr en pjóðkjörnir menn ljetu í Ijósi í neðri deildinni skoðanir, sem jafnvel konungkjörnir apturhaldsmenu myndu hafa fyrirorðið sig fyrir að játa; framfaramenn- ina vantaði einkurn á pinginu 1875 kjark og Ijör til að sameina sig gegn pessurn aptur- halds kenningum, er peir sízt liöfðu átt von á paðan er pær komu frá, ogafleiðingin varð, að framfaramennirnir rjeðu í rauninni litlu eða engu livorki í efri nje í ncðri deildinni. Launabætur handa hálaunuðuni embættis- mönnum, sem enginn framfaramaður hefði fállizt á í öðrum löndum eða sjer í lagi hjá bræðrapjóðum vorum, Dönum, Norvegsmönn- uin og Svíum, voru játaðar jafuvel í neðri deildinni af greindum bændum, og mun það einhverntíma pykja eptirtektiivert, að neðri deild alpingis veitti bæði 1875, 1877 og 1879 mörg embættislaun yfir 2500 kr.; par sem liins vegar neðri deild ríkispingsins í Dan- mörku sem er langtum ríkara land en Island, hin sömu ár aptur og aptur neitaði að hækka laun, fram yfir tjeða upphæð og loksinsl881 var hleypt upp af peirri ástæðu, að það vildi að eins veita þeim embættismönnnm launa- bót, er höfðu minni laun en 2500 kr. Allir vita, hverjum petta er að kenna eða að pakka, allir vita, að hefðu pjóðkjömir j apturlialdsmenn verið kosnir í efri deildina 1875, hefðu hin árlegu gjöld landsins til em- bættislauna verið rúmum 30,000 kr. minni, ; en pau nú eru; vjer hefðum getað lagt helm- ingi meirafjetil vegagjörða og til að efla atvinnuvegi landsins, en vjer nú erum færir um; laudið liefði ef til vill haft færri lærða lækna, en það hefir; en ofsóknir liefðu pá heldur engar verið gegn ólærðum læknum. Prestsembættin hefðu ekki fækkað um einn fimmta part en ef til vill heldur fjölgað, og liver veit, nema þá hefði mátt fækka sýslu- mönnum að mun í stað þess að fjölga þeim eins og alpingi gjörði 1877*. Sumir af prest- unurn hefðu haft svo lítið minna í laun að krónutali; en tekjur peirra liefðu ef til vill samt aukist meira en svaraði krónu-uppbótun- um, er þeir hafa fengið úr landssjóði; pví hin drjúgasta launabót lianda prestastjettinni er efling búnaðar. Engar tekjur prestsins eru eins affarasælar og pær, sem hann hefir af búi sínu, og allt það fje, sem lagt verður til að bæta vegi og auka samgöngur bæðiinnan- lands og við önnur lönd, til að efla búnaðar- menntun og búnaðarlag og til að styðja pá atvinnuvegi, er standa í nánu sambandi við búnaðinn, mun reynast ekki að eins landinu í lieild sinni en einnig hinum einstöku bú- endum og af þeim ekki sízt prestunum fullt eins drjúgt og krónu-uppbætur á einstökum brauðum. Yerði atvinnuvegir landsins efldir, koma launabæturnar handa prestastjettinni af sjálfu sjer; en verði bændum ekki hjálpað áfram; eigi allur þorri bænda að búa við hin sömu vesældarkjör, og peir hafa búið við hing- að til, pá er ekki víst að peir endist til að greiða gjöldin í landssjóð, og hvað verður þá ur öllum laununum og brauðauppbótunum? Yerði framfaramennirnir á alpingi og fyrir utan alpingi mjer samdóma urn pað, sem jeg pannig hefi tekið fram, pá er einnig ljóst, að mjög mikið riður á að liaga kosning- unum í efri deildinni öðruvísi, en áður hefir átt sjer stað. Menn þeir, sem óska að nýr andi komi fram á alþingi í stað pess sem ríkt hefir á pingunum 1875—1879, purfa fyrst og frernst að hugsa um að útvega stefnufastan frjálslyndan meiri hluta í neðri deildinni og einn hinn bezti veg- ur til þess er að kjósa í efri deildina pá apturhaldsmenn er. urðu pjóðkjörnir l haust og sem helzt er hætt við, að spilli góðum samtökum framfaramanna í neðri deildinni- J>að gjörir minna til, pó apturhaldsflokk- urinn verði þar með efldur í efri deild- inni. Hann hefir öll róð í þeirri deild, hvort sem er, og ráð hans eru ekki hættuleg, ef fastur og skynsamur framfaraflokkur er til í neðri deildiiini til að mæta honum í sain- cinaða pinginu, pví pað er mikill kostur á stjórnarskrá vorri, að í hinu sameinaða pingi ræður atkvæðafjöldi úrslitum allra mála, og neðri deildin getur pví, ef pingmenn liennar eru einbeittir. og gott samkomulag er milli peirra, ráðið öllum máluin, er svo langt koma, pó allir efri deildarmennirnir sjeu á móti. Iíeyndar getur efri deildin fellt málin, áður en pau koma í sameinað ping; en flestir aptur- haldsmenn vorir eru embættismenn. það parf pví varla að óttast, að peir verði framfaramönn- *) Sjerstakt sýsluemhætti í Kjósar- og tíullbringusýslu, aðskilið frá bæjarfó- getaembættinu. um pingsins mjög andvígir í málum sem ekki snerta embættisstjettina, og sást pað opt við atkvæðagreiðslur í efri deildinni á pingum 1875, 1877 og 1879, að hinum konungkjörnu væri ekki mjög annt um önnur mál. En pað mál, sem mest er í varið og sem fram- farir landsins eru mest undir komnar getur efri deildin ekki fellt, pað þarf hún nauðug viljug að láta koma í sameinað ping — og pað er fjárlögin. J>au purfa að af- greiðast frá pinginu, hvorug pingdeildanna mun pora að taka á sig þá ábyrgð að fella p a u, pau verða pví, hvernig sem fer, að koma 1 sameiginlegt ping, ef deildirnar eru ekki sam- dóma og þeim geta pess vegna framfaramenn pingsins ráðið að öllu leyti, ef peir kjósa svo í efri deildina, að kraptarnir tvístrist eklci, en framfaramennirnir pvert á móti læri að vinna saman í góðri eindrægni. Fyrst þá er von á að fóst stefna verði í störfum framfara- manna vorra, og að peir menn, sem mesta liafa þekkingu og einlægastan vilja til að efla framfarir landsins geti varið landsfjenu á liag- anlegasta hátt og fundið pau ráð, er duga til að rífa ísland og íslendinga upp úr niður- lægingarástan'di pví, er vjer allt of lengi höf- um verið í. E. * * * Af pví ofanskrifuð ritgjörð barst ossekki fyr en 19. p. m., en blaðið pá var fullsett, vonum vjer að liinn háttvirti höfundur og lesendur vorir misvirði ekki við oss pó hún komi aptast í blaðinu. Ritstj. 19. p. m. um morguninn kora hingað gufuherskipið „Ingólfur“ og seinná um dag- inn póstgufuskipið „Yaldimar“, bæði að sunnan úr Reykjavik og vestan fyrir land hingað. Með „Valdimar11 voru nokkrir far- pegjar, par á meðal lierra kaupstjóri alpm. Tr. Gunnarsson, systir hans ekkjufrú Hav- stein og síra Andrjes Hjaltason, faðir herra skólastjöra J. A. Hjaltalins. Inn- og útlendar frjettir i næsta blaði. A u g 1 f s i n g a r. — Sex hepti af 1. bindi alþingistiðinda 1879. sem komu án utanáskriptar liggja hjá mjer. Rjettur eigandi gjöri svo vel að segja til sín. Grenjaðarst. póstafgreiðslu 17. júní 1881. Sigfús Magnússon. — 5 krónur fyrir falleg valsegg gef- ur undirskrifaður. Múla 17. júni 1881. Sigfús Magnússon. — Fyrir nokkru siðan fannst á Oddeyri mislit snúra vafin í stranga og innaní brjef, sem geymd er hjá ritstjóra „Norðanfara“. — Hjer með sel jeg og afhendi fjár- mark mitt: sneitt framan hægra og gagn- bitað undir, hvatt vinstra og fjöður aptan Guðm. Jónatanssyni bönda á Brettingsstöð- um á Flateyjardal i Hálshrepp. Staddur á Akureyri 15. d. júní 1881. Einar Guðnason. — Fjármark Guðlaugs Eirikssonar á Steinkirkju í Fnjóskadal: í Hálshrepp sneið- rifað framau gagnbitað liægra sýlt gagn- bitað vinstra. — Brennimark Árna Frímanns Magnús- sonar að Múla í Helgastaðahrepp A F M. Fjármark Arna Jónssonar á Reykjum í Húsavíkurhrepp í þingeyjarsýslu: Blað- stýft aptan liægra, miðhlutað í stúf vinstra. Brennimark: A. J. S. Eigandi og ábyrgðarm.: Björn Jónsson. l’rentsmiðja Norðanf. B. M. Stephánsson.

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.