Norðanfari


Norðanfari - 15.11.1881, Blaðsíða 2

Norðanfari - 15.11.1881, Blaðsíða 2
- 6 — nætur hjer í Danmörlt. Uppskeran vcrður pví sjálfsagt í laltara meðallagi víðast hvar. Á járnbraut einni slsammt frá Paris hafa tvisvar sinnum í mánuði pessum orðið stórslys af peim sökum, að vagnalestir hafa rekiat hvor á aðra. En í Sviss hafa stórskemmdir og manntjón orðið af skriðuhlaupum, heil hjeruð og fjölmenn porp hafa lagzt í eyði. Af merkismönnum, sem látist hafa nýlega, má helztan nefna H. A. Kriiger; hann and- aðist seint í fyrra mánuði í Sljesvík, par sem liann lieíir alið aldur sinn. Hann var mikill ættjarðarvinur og stóð pví manna fastast í mót pví, að Sljesvík kærnist undir |>jóðverja og að pjóðerni Dana par suður væri svo mjög misboðið, sem raun hefir á orðið. Enn fremur eru nýdánir: Friðrik prins af Kiðurlöndum, auðmaður inikill en valdalaus alla æfi, og prófessorarnir Hammerik og Caspar Smith. Frá Ameríku. Pembina D. T. sept. 12. 1881. Heiðraði ritstjóri! Jeg pakka yður kærlega fyrir Norðan- fara yðar nr. 1—52, og meðfylgjandi vinsam- legt brjef. Emigrantar frá Isiandi eru nú líomnir hingað, og eru nú að flytja hjer vestur og taka land. Úr pessu byggðarlagi er ekki að frjetta annað en gott. Allir eru nú í óðaönnum að preskja hveitisitt. Hveití heíir vaxið hjer ágætlega víðast, en illa í aust- urríkjunum, pað er selt hjer 98—100 cent hush. í St. Poul, Milw. Chicago 1,10—1,20 cent. Sökuin rigninga í haust á Englandi, er nú kornuppskera par langt fyrir neðan meðallag, og horlir par víða til mikilla bág- inda. England parf að fá hjeðan á annað hundrað milljóna hushela, eða líkt og í fyrra. Úlendingum hjer líður flestum vel, fengu góða hveiti uppskeru, fyrir utan hafra og tals- vert af hörfræi sem margir sáðu, af pví er bush. 90 100 cent, úr pví er pressuð lín- eða málara-olía, en hörinn ekki liirtur. |>ar að auki hafa allir mikið af ýmsum garðávöxt- um, baunum, (beans) og jarðeplum. Allir hafa nú meira og minna plægt til næsta sumars, frá 20—50 ekrur undir hveiti næsta ár, og verða menn hjer fljótlega vel efnaðir. Allir íslendingar hjer eiga nú uxa eða hesta, vagna, plóga, sumir sláttuvjel og rakstr- ar, sáðvjelar, millur til að hreinsa hveiti o. II. Elestir af okkur hafa tekið «deed» á landi sínu, p. e. fengið eignarrjett fyrir pví frá stjórninni, og hafá lönd og kvikfjenaður manna verið virt frá 1000—1600 dollara hvers. Hjer er ekki liægt að fá land gefins nálægt, fyrir vestan vestustn byggð íslendinga eigaindían- ar allt land, og er ekki stjórnin búin að kaupa pað enn, en pó flytja hvítir menn pangað svo hundruðum skiptir. Sitting Bull og yfir 1000 af Sioux indiönum (les sú) hafa gefið sig upp, fengið stjórninni öll vopn sín, peir hafa endalaust verið í hernaði og drep- ið hvíta menn; en nú fæðir stjórnin pá alla og pykir mönnum peir ekki eiga pað skilið. Nefnd af indiönum fór nú suður í Washing- ton að gjöra einhverja skilmála við stjórnina. Meðal peirra eru pessir nefndir hjer frá Da- kóta: |>rumu Haukur, Stóra Höfuð, Bjarnar Hjarta, Kauða Nautið, Gangandi skytta, Eauða Skýið, Litli Höfðmgi og Ungi-maður-hrædd- ur-við-hross-sín. — Ovíst er enn hvort Pre- sidentinn muni lifa eða ekki. Mikill fólks- fjöldi safnast saman að Hvíta húsinu daglega að spyrja hvernig forsetanum líði, eða lesa sjúkdómsskýrslurnnr (bulletines) sem lækn- arnir gefa út daglega, og má opt heyra menn segja; «Guði sje lof«, eða pví um líkt, pví öllum liggur petta mjög pungt á hjarta. Segja blöðin að menn ætti að læra af pessu tilfelli að liafa ekki opinber embætti lengur að her- fangi. Sú regla á naumlega við pessa tíma að c<to the Victor belongs the spoil» eða: að sigurvegarans sje herfangið. Jcg ætla að biðja yður að senda mjer Norðanfara framvegis. Hann er bezta frjetta- blaðið frá íslandi, og gefur okkur hjer ljós- ustu hugmyndir um livernig ástandið lieima er í raun og veru.. Bezt er að senda Nf. til Englands og New-Tork. Jpaðan fer hann með express hingað. Yðar einlægur. Jakob J. Jónsson. Peningar hjá ýinsum pjóúum. (Utlagt úr «Bibliotkek for Ung dommen 1873»). Á elztu tímum hefir verzlunin verið eins og enn á sjer stað hjá ýmsum ómenntuðum pjóðum, umskipting á vörum, eður skipti-verzl- un. Menn höfðu skipti á cinum lilutnum fyrir annan eptir pörf eða nautn fáandans. pessi verzlun er örðug, pví hjer vantar milli- lið, svo hver einn með hjálp hans geti ávalt fengið hina framboðnu afurð. |>essi millilið- ur eru peningar. Enn eru til nokkrar skræl- ingja pjóðgreinir, er eigi pekkja petta við- skiptameðal. Með meiri útbreiðslu verzlunar og við- skipta, og með meiri reynslu eða pekkingu á innbyrðis pörfum, vex og nauðsynin á pví, að hafa pvílíka vöru er hafi almennt. gildi og sje milliliður viðskiptanna. Til pess hafa menn liaft ýinsa hluti, t. d. húðir, kvikfje, skelfiska, kórhalla, kakaohaunir, göfga málma og ógöfga, og eptir pessu er reiknað viðskipta- verðið. J>að sem pá er haft fyrir peninga, verður einkum að vera paunig laguð, að hægt sje að skipta pví, að hægt sje að geyma pað og flytja til og frá. jpessar ein- kunnir hafa hinir göfgu málmar fyllilega, pess vegna eru peir hvervetna, par sem menntun og verzlunarviðskipti hafá náð nokkr- um proska, viðhatðir til peninga og með stimpli sínurn fá peir fasta ákvörðun um verð sitt, er almenningur viðurkennir að rjett sje. Kaup- maðurinn parf nú eigi framar metaskálarnar, sem Kínverjinn flytur enn með sjer alla tíð. Hin hráa skiptiverzlun á sjer enn stað hjá ýmsum pjóðum og hún hittist jafnvel á stöku stað í Bandaríkjuin Yesturheims. J>ar hefir læknirinn skipti á moðölum fyrir eina kind, blaðamaðurinn á blaði sínu fyrir korn eður smjör. jpað eru eigi mörg ár síðan að maður hljóp um göturnar í Corrientes og kallaði: «Salt fyrir kerti», «tóbak fyrir brauð». Sam- gangan við Englendinga leiddi hjer fyrst til eiginlegrar verzlunar með lijálp peninga. Pen- ingarnir komu pví til leiðar, að hin hráa skipti- verzlun varð að kaupum og sölum. Hinir myntuðu peningar gjöra hina föstu og áreið- anlegu ákvörðun uin prísana fyrir seljanda og kaupanda. Verkamaðurinn fær nú eigi fram- ar sem í fyrndinni laun sín i matvæl- uin og öðrum vörum, heldur í peningum. Sá sem hefir hest aflögu parf eigi fyrst lengi að leita eptir peim sem parfnast hans, held- ur selur hann hestakaupmanni hann og fær hann borgaðann með hinni almennu voru peningunum, en fýrir pá getur hann aptur fengið, pað sem hann parfnast. Hvervetna sjáum vjer að sú vara, sem höfð er fyrir peninga, heíir hæði samskipta- gildi og notkunargildi; hjá ósiðuðum pjóðum eru pað hlutir, sem menn beinlínis purfa, hjá siðuðuin pjóðum eru pað peirhlutir, sem má skipta sundur eru varanlegir og verða hæg- lega fluttir til og frá, og sem verða notaðir til ýmislegs munaðalegs skrauts og eru pví af pessum ástæðum einkar vel hæfir til peninga. I peim löndum sem Hudsonsfjelagið hef- ir hingað til haft hönd yfir, voru bifurskinn peningar eigi alls fyrir löngu og um leið sú eining, er verð á öðru varð að laga sig eptir. J>rjár víslur voru jafnar einum bifur, livít tóa jöfn tveim bifrum, svört tóa eða björn jafn fjórum bifrum, býrsa jöfn limmtán bifrum. Hið esthneska eður estlenzka orð «racha», peningar,- er eiginlega skinnavara (grávara), hið fornrússneska «Kung», peningar, er eig- inlega vísla. Norðan til á Kússlandi eru cnn pá íkorna- og vísluskinn peningar. Mailendingurinn Girolamo Benzoni kom á ferð sinni á 16. öld að fasta landi Suður- Ameríku við karibska flóann. ý>ar voru nokk- uð menntaðir pjóðflokkar, liklega af karibsk- um uppruna, er liöfðu skipti á afurðum lands- ins á mörkuðum sínum t. d. á salti, fiski, pipar, fyrir aðra ávexti og skraut úr fjöðrum, gimsteina, gull, perlur og præla. Benzoni fór inn í kofa hjá Indiana einum og spurði, | hvort hann gæti fengið liænu keypta. Indian- inn sagði já, en spurði hvað hann fengi í móti. Benzoni sýndi honum einn «real» (spanska mynt, er var marks virði). Karaib- inn ljet peninginn milli tannanna og mælti: «Kristni! Ef pú heimtar matvæli af mjer, pá láttu mig fá eitthvað sem jeg get etið, pví pað sem pú býður mjer er eigi til neins, eigðu pinn «real» sjálfur og lofaðu mjer að eta hænuna mina». Peningurinn hafði ekk- ert notkunargildi fyrir villumanninn. I fyrndinni var kvikfjenaður næstumhjá öllum pjóðum hafður fyrir peninga í kaup- um og sölum og í sektir. Hið latneska nafn fyrir kvikfjenað er pecus og fyrir peninga pecunia. HjáKirgisum er sauðfje og hest- ar hafðir fyrir -hina stærstu peninga, úlfa- og lambaskinn fyrir liina smærri, hjá Tötur- um við Noyaströnd og lijá Persum fje eða korn, strá og ull. Hinir karaibsku Bedúínar reikna eptir úlföldum. Hinir arabsku Ossetar í Kákásus borga sektir sínar með kúm. |>eg- ar sættir komast á við smærri ófrið, pá á- kveða gjörðamenn, að sá sem veitt hefir öðr- um tjón á lífi eður eign, skuli gjalda peim, sem leið skaðann svo og svo margar kýr, er sanngjarnt er ætlað. írlendingurinn reiknaði eptir saltfiski, og verð á öllum enskum vör- um var ákveðið eptir saltíiski. I Virginíu kom tóbak í stað peninga. I saltverzluninni í Norður-Ameríku norðantil eru bifur- og otur- skinn með ákveðnu verði og skuldanauturinn má gjöra hvort liann vill, að borga með peim eða með peningum. í Súdan, sem er land mjög fátækt af salti, par som hinu öfundsverða hlutskipti hins ríka manns er lýst pannig, að hann geti borðað sig saddan af salti, par ganga salttöflur manna á milli sem peningar. Líka notkun heíir the-ið, sem kunnugt er, er pað fergist í formum og kallast tígul-the. Ilinn nafnkunni Afríkufari Dr. Barth fann íKúkan baðmullarræmur, «gahagas», húrúnrætur, tin- hringi og skirtur og var petta haft manna á milli sem peningar með ákveðnu verði. Mjög opt er dýrmæt náttúru-afurð höfð fyrir peninga í vissu hjeraði. Sumstaðar í Suður-Ameríku hefir petta átt sjer stað með ávöxtinn af kakavatl eður kakaotrjeð. í ríki Montezúma hins annars (Peru) hafði kakao- haunin verð sem peningar. Hjer komst jafn- vel upp myntarfölsun, er báunirnar höfðu verið skornar upp og kjarninn burttekinn, skelin fyllt með fölsku efni og límd fast sam- an. Mjög lík myntarfölsun varð uppvís eigi alls fyrir löngu 1 Bandríkjum Yesturheims.

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.