Norðanfari


Norðanfari - 07.02.1882, Blaðsíða 1

Norðanfari - 07.02.1882, Blaðsíða 1
31. ár. Akureyri, 7. febrúar 1883. Nr. 11—12. t Ganialíel Snorrason, fæddur 8. jan. 1879, dáinn 25. febr. 1881. Gæða sonurinn góði, fi'á Guði xnjer sendur, sárt er að syrgja þig liðinn og sjá pig ei framar; sárt var, er sá eg pig líða, pað særði mitt hjarta; sárt er við gröf pína’ að gráta og gráta sem móðir. Blessaða blómið míns hjarta, ó, blessaði sonur! minning pín má eigi fyrnast, en mun hjá mjer lifa. Man eg pín ástblíðu augu • og engilsvip hreina; man eg, er móður í faðmi pú mjúldega hvíldir. Man eg á mæðunnar tímum og mun eigi gleyma polgæði’ í prautum er sýndir, og pó varstu ungbarn. Stríddir pú stríðinu góða, og styrktur af Drottni sigraðir sárustu prautir og sigraðir dauðanu. Sál pín á sælunnar landi nú sigurhrós heldur í ungbarna floldcinum fríða hjá frelsara sínum; par mun eg fá pig að finna og fagnandi skynja, að Guðs ráð er gæzka og mildi °S Guði ber dýrðin. Móðirin. Eins og pað er áríðanda fyrir hvern einstakan mann að pekkja sem bezt allt ástand sitt, andlegt og líkamlegt, eða að pekkja sjálfan sig, eins er petta nauðsynlegt fyrir hverja pjóð i heild sinni. J>ví eins og hver maður hefir sma bresti, sem hann parf að sja og kannast við, ef honum á nokkurn tíma að auðnast að ná framförum og full- komnun nema einungis í útvortis látbragði, eins parf livert pjóðflelag að pekkja sem ná- kvæmast allt pað, sem pví er ábótavant, og sem ætíð er margt og mikið, til pess öllum verði Ijóst, að eigi tjáir að sitja og halda að sjer höndum, heldur að allt af parf að reyna að minnka og bæta brestina, eyða hinu illa, en efla hið góða. En til pess bót verði ráðin á mcinum vorum, purfum vjer ekki einungis að pekkja pau, og geta Ijóslega aðgreint pau hvort frá öðru, heldur purfum vjer líka að pekkja sem bezt orsakimar til peirra; vjer purfum að breyta jarðveginum par sem illgresið vex, annars veitir erfitt að eyða pví. Og loks purfum vjer að pekkja pau meðul er oss hafa að gagni komið áður, eða lagað einhverjar misfellur á högum vorum, svo vjer höfum pví heldur ástæðu til að nota pau framvegis eptir föngum, og eptir pví sem pau.eiga við. Feður vorir og aðrir gamlir menn sögðu oss opt af ástandi pjóðarinnar um næstliðin aldamót og fyrsta fjórðung pessarar aldar, og allnákvæm lýsing á lífi alpýðu í Eyjafjarðar- sýslu á peim árum, stendur í Norðlingi árið 1879; ætía jeg að ápekk lýsing eigi við víða um land, pó mikill munur væri pá, sem á öðrum tímum, á ástandi hinna einstöku heimila, og á bjargræðisvegum einstakra sveita, eptir árferði, aflabrögðum og öðrum atvikum. Af pessum sögum má margt læra, og hygg jeg að mörgum hafi, sem mjer, pótt pær eptirtektar verðar, og jeg vona að trúarlíf vort sje eigi svo dautt orðið, að margur finni ekki til innilegs pakklætis við hinn algóða og alvísa, pegar hann les eða heyr’ir pessar eða viðlíka raunasögur feðra vorra á bágindaárum pjóðarinnar, og athugar um leið ástand pað, sem nú er í landinu. Mjer pykir enda næsta ólíklegt, að nokkur sje sá, er eigi sjái ljóslega hinn afar mikla mun, sem nú er orðin á kjörum og kringumstæðum íslendinga við pað er var á næstliðinni öld ogframan af pessari, og pví ólíklegra er pað, að íhugun pessarar miklu breytingar hafi eigi pau áhrif á pjóðina er forsjónin eflaust ætlast til, nl. að efla trú og traust, kærleika og dyggð, kjark og starfsemi. En pegar vjer gætum vel að sögu pjóðarinnar sjáum vjer, að af hnignun pessara andlegu fullkomleika spratt öll hennar eymd og niðurlæging. Mjer liefir dottið í hug að rita hjer upp, til samanburðar við hinar eldri sögur, fáorða lýsingu á ástandi hjer norðanlands á síðari tímum, eða einkum síðan 1840, og leiða út aí pessufáeinar bendingar í framfarastefnu. Jeg veit að margt hefir verið rætt og ritað um framfarir vorar, en af pví jeg man ekki til að pað hafi verið beinlínis leitt út af sögu liverrar framfaragreinar, vona jeg að orð mín verði ekki illa virt eða pegin, pó pau, að vonum, kunni að bera vott um fáfræði pá, er jeg sem margir jafnaldrar mínir hef mikla ástæðu til að kvarta um. u Hið bága ástand er var hjer norðanlands framan af pessari öld í tilliti til bjargræðis- veganna við hjelzt, með köflum, allt fram undir 1830, pví pó margir hefðu fjölgað bú- fje fyrir 1820, kom pví svo tilfinnanlegur hnekkir harða veturinn 1821—2, pví pá felldu margir búendur stórkostlega f jenað sinn. En um 1830 var árgæzka hjer norðanlands, íiskafli kominn sumstaðai', og selafli mikill, einkum i nætur, er við hjelzt lengi síðan, blómgaðist pá hagur manna stórum á næstu 10 árum, pó betur yrði að tiltölu á næstu 18 ár. Á 30 ára bilinu, frá 1828—58, voru fleiri ár góð en liörð, í tiliti til tíðarfars og sjáfarafla, en árferði hefir, sem eðlilegt er, hina mestu verkun á efnahag vorn, eins og loptið á hinn sjúka mann, enda varð á pessu árabili liin mesta breyting á kjörum Norðlend- inga, og poldu peir eptir pað liin bágustu ár langtum betur en áður. I góðum árum koma upp ýmsar framfaratilraunir, líf í mentun, verzlun og samgöngur, enda sýndi’ petta sig á hinu áminnsta 30 ára tímabili, einkum í sumum góðsveitum. J>á komu Eyfirðingar og Siglfirðingar á fáum árum upp mörgum pilskipum og bátum til veiða, og bættu mjög alla sjáfarútgerð, enda græddu við petta stórfje; pá voru og viða ýmsar til- raunir gerðar til jarðabóta, einkum byggðir maturtagarðar, er allt kom að góðum notum meðan vel Ijet-í ári. J>á var stofnuð prent- smiðjan á Akureyri, sem mikið hefir stutt menntalíf Norðanlands, og pá voru samtök í flestum sveitum til að bæta verzlunina. Eptir 1840 var fyrir alvöru byrjað á veru- legri húsabyggingum en áður, bæði bæjar- húsa og 'fjárhúsa, pá var og byrjað á að byggja hús yfir lieyið eða heylilöðurnar. Áð- ur voru bæjarhús og fjárhús grafin í jörð 1—3 fet, eins og enn á sjer stað um yms bæjarhús, en nú var farið að færa pau nokk- uð upp úr jörð og gjöra tilrauuir til að koma á betri húsaskipun en áður var, pó pær til- raunir misheppnuðust víða, sem von var, bar sem rejmslu og pekking vantaði að mestu í peim efnum. Baðstofur voru áður 4—5 al. breiðar, og tæplega eins háar; voru í peim flestum kýr liafðar, anuaðhvort í öðrumenda, rjett aptan við rúmin, eða pó einkum undir palli. J>óttu baðstofur pessar eigi rúmgóðar, og Ijótar voru pær og daunillar, með pvi pallarnir voru svo gisnir að flórgufuna lagði um húsið; svo bætti pað ekki um, að pall- fjalirnar voru aldrei pvegnar, svo á pærsafn- aðist tað sem í fjárhúsum. J>egar nú hjer við bættist reykjarsvæla úr eldhúsi, grútar- ljósreykur, pefur af skóplöggum, óhreinum fatnaði og sængurfötum, ódaunn af pvagi og saurindum og af hundum og köttum, sem löngum voru liðnir inni í baðstofum nótt sem dag, pá er suðskilið hvað loptið hefir verið hollt í hinum pröngu baðstofukofum; hefði petta sjálfsagt optar valdið pestum en pað gjörði, ef nýtt lopt hefði ekki komist inn við og við, inn um gisna glugga og inn um göngin beint utan af lilaði. Eptir pess- ari umgengni í baðstofunni fór annað hrein- læti alpýðu. Víða mun fólk eigi liafa pvegið andlit og hendur nema ‘á vikna- og hálfsmán- aðarfresti; utanliafnarföt og rúmföt eigi pveg- in árum saman; par að auk var pvotturinn slæmur, og opt lítið betri en ekki. Nætur- gögn (trjeílát) með lilaudsteini stóðu hjá hverju rúmi á nóttum , en grútarlampi einn eða tveir voru í húsinu alla vökuna, svo stundum sást varla um húsið fyrir ljósreyk. Um meðferð barna var pví miður sama að segja, að lienni var mjög ábótavant. J>vott- ur peirra var um of vanliirtur, og höfuð peirra fylltust allt of opt af lús og óhrein- indum, jafnvel stundum af hinum viðbjóðs- legu geitum. Hjer á líka við að minnast á matarhæfið. Meðferð matvæla fór mjög viða í meira og minna ólagi utan og innan húss. Kjötið óhreinlega slátrað og illa saltað í lje- leg ílát, eða úpphengt í slæm eldhús í lieil- um krofum og skamrifjum, morknaði pað pví opt og varð illætt. Um sjófang mátti stund- ! um sama segja, maðkaði pað og" óuýttist á

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.