Norðanfari


Norðanfari - 02.12.1882, Blaðsíða 3

Norðanfari - 02.12.1882, Blaðsíða 3
S*“' — 83 spurði livort hann væri við það sama og sagði liann svo væri, en hætti þessu við: «jeg er sem blaktandi skar, er livorki getur lifað nje .dáið, en jeg vona að hinn eilíii kærleikur láti það slokkna innan skamms*. f etta voru þau síðustu orð er jeg heyrði hann tala, því þá jeg var fyrir skömmu genginn á burt, var kallað á mig, og var hann þá ekki við mælandi. Hjer hneig fyrir atlögu dauðans hinn trúi og dyggvi guðs- þjónn og stríðshetja Jesú Krists. |>ó sorg og söknuður fylli hjörtu barna og ættingja þessa framliðna manns, þá hreifir sjer þó inn'st í hjörtum þeirra sú von og vissa, að þau á síðan fái að sjá hann uppljómaðann af guðsdyrð og vera með honum um allar aldir. Papey 8. júlí 1882. Ari Brynjúlfsson, t Frú Helga Helgadóttir Sivertsen. Frú Helga Helgadóttir Sivertaen var fædd (5. jan. 1809 á Móeiðarhvoli, hún var kominn af göfugustu ættum, hún og þeir feður landshöfðingans og dr. Y. Finsens hæsta- rjettardómara voru systrabörn. Foreldrar hennar voru: Helgi konrektor Sigurðsson og húsfrú Ragnheiður Jónsdóttir. Ólst liún upp hjá þeim, og eptir lát föður síns hjá móður sinni, unz hún gipbist 1833, 5. júuí þáverandi aðstoðarpresti Sigurði B. Sivertsen, bjuggu þau fyrstu 4 ár sín á Gufu- skáhxm, en 1837 fluttust þau að Útskálum þegar maður hennar hafði fengið brauðið. Hjer deyði hún 25. júní 1882 eptir 5 daga legu úr lungnabólgu. f>au hjón áttu saman 9 börn, hvar af 3 urðu fulltiða: Helgi fæddur 1836, giptur Steinunni Yilhjálmsdóttur ekkju bróður síns, býr á Útskálum, sáttanefndar- og sýslunefndar- maður. Sigurður fæddur 1843, giptist, prestvígðist og deyði 1868, hanndauður og hugljúfi hvers manns. Ragnheiður Sigríður fædd 1853, gipt Páli Eggerz kaup- manni í Reykjavík. Dyggðir og mannkosti hafði hún til að bera í fyllsta mæli í öllu tilliti; ráðvendnin var frábær og samvizkusemin dæmafá, trúfesti hennar og tryggð, bjartað hreint, hreinskil- in og áreiðanleg í orðum og verkum. Lífsleið hennar var þyrnum stráð, einkum seinni hluta æfinnar, en húnbarsinn kross og allar lífsins þrautir með einstakri þolinmæði, óbif- anlegu trúnaðartrausti og undirgefni undir Guðs vilja, hún möglaði aldrei nje kvartaði, henni var gefið einstakasta sál- þrek með framúrskarandi fjöri, það var hennar mark og mið að reynast trú, að rækja sína köllun með óþreytandi alúð, árvekni og frábærri yðjusemi, að vilja ekki láta sjer þjóna, en pjóna sjálf öðrum meðan höndin hreifðist og hjartað hætti ekki að slá, hún ptóð eins og hetja í allri baráttu og reynslu og studdi sig við, hina almáttugu föðurhönd og lifði og dó í trú guðssonar. «Eptir lifir mannorð mætt þó maðurinn deyi». Heim er kölluð til himinvistar sú, er guðs veg gekk í gleði og sorgum, frú Helga Helgadóttlr Sivertsen, fædd 6. J<an. 1809, gipt 5. Júní 1833 prestinum S. B. Sivertscn, dáin 25. Júní 1882. Sjö börn liennar fagna henni á landi sælunnar, en tvö syrg-ja, hana hjer með sínum særða föður. Hjer var það skart, er skærast ljómar, gull liið dýrasta og góðar perlur. Gullið var: hjarta guðelskanda, perlurnar: dagfars- dyggðir hreinar. Hjer var sú auðlegð, sem eigi fyrnist, en ein saman hefur eilíft gildi. J>að voru fjársjóðir, sem hin framliðna hafði um æfi á himni safnað. Hú blundar sú, er þrátt var mædd og þreytt, nú þjáðri hvíld og lækning full er veitt. Um æfi mörg var sorgin henni sár, nú sjálfur drottinn þerrar liennar tár. í trúnni hjer hún kraup við Jesú kross, nú Kristur henni veitir sæluhnoss. 1 kærleik vann hún verk sitt æsku frá, Nú verðlaun dýrðleg fær hún guði hjá. Hún manui sínum stoð var styrk og trú; þá stoð sjer horfna sárt hann grætur nú. Hún fyrirmynd var bömum sínum blíð, þau blessa minning hennar alla tíð. Hún heill og prýði húsi sínu var; nú hana prýðir skrúði vegsemdar. Guð huggi þá, er liana syrgja nú, guð huggi ekkil, vini, börn og hjú.

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.