Norðanfari


Norðanfari - 20.01.1883, Blaðsíða 4

Norðanfari - 20.01.1883, Blaðsíða 4
— 106 — sliáldum, er höfðu sílk kjör, vil jeg að eins uefna hið mikla skáld, pjóðvin og frelsisvin Hinrik Wergeland. Jeg held ekki, að dómur höfundar sje sprottinn af tómum illviija. ]prátt fyrir mis- skilning hans, sýnist hann pó að finna nokk- uð gott í kverinu og eins að viðurkenna skáldgáfu mína. En bezt hj7gg jeg fyrir hann, pegar hann í annað skipti ritar um skáld, að hann reyni að skilja skáldritin betur, en hann liefir skilið «Melablóm». í janúar 1883. Guðmundur Hjaltason. JL r Viða liefir margur, um sárt að binda eptir mislingana næstliðið vor, en pó er pað livergi nærsveitis eins átakanlegt eins og á Ytri-Gunnólfsá í Ólafsfirði par sem dauðinn svipti burtu 3 systrum tveimur af peim ný- lega giptuin frá kornungum börnum. J>essar systur voru: Anna fædd 1. ágúst 1853, Hólmfríður fædd 16. október 1854 og Sigríður fædd 2. ágúst 1858. Hinar tvær fyrnefndu, giptust báðar 14. september 1876. Anna Ásgrími skipstjóra Guðmundssyni, og Hólmfríður Jóhannesi bónda Oddssyni, báð- um til heimilis á Ytri-Gunnólfsá^ Áttu pau Anna og Ásgrímur 2 börn á lífi, en Hólm- fríður og Jóhannes 2. Pyrst af peim sálað- ist Hólmfríður hinn 13. júlí 1882, pá Anna hinn 16. sama mánaðar og loks Sigríður hinn 18. sama mánaðar. |>að liðu pannig ekki fullir 5 dagar frá pví hin fyrsta dó og par til hin seinasta og ýngsta fylgdi systrum sínum eptir. Foreldrar peirra voru: þorsteinn bóndi Símonarson, sem lengst hefir búið á Grund í Óiafsfirði og Hólmfríður Gísladóttir sem nú er dáin. Við fráfall móður peirra fluttust pær að Ytri-Gunnólfsá til peirra hjóna Björns Gíslasonar móðurbróður síns og Guð- rúnar Símonardóttur föðursystur peirra. Ólu pau pær upp og gengu peim í foreldra stað, sem að sín eigin börn væru enda sýndu pær systur peim líka ást og hlýðni, sem væru pær dætur peirra. J>ær voru allar kostum búnar bæði til sálar og líkama, voru pær kvenna bezt mennt- aðar hjer í sveit, látprúðar og siðprúðar, fjör- ugar og skemmtilegar í viðmóti. |>ær voru allar vel greindar og Anna sjer í lagi lag- lega skáldmælt pótt lítið bæri á. Vandaðar voru pær í allri framgöngu sinni og guð- bræddar, enda syndu pær pað í dagfari sínu, og tvær pær elðri í ástúðlegri sambúð við bændur sína. J>ær bjuggust við dauða sínum og tóku honum fagnandi sem hinni dýrmæt- ustu gjöf frá drottins hendi. J>ótt peim hins vegar pætti sárt að skilja við ástvinina, börnin sín úngu og sína elskuðu eiginmenn, en pær fólu drottni að annast allt sem pær eptirskildu ástkært hjer á jörðu, í vissri von um, að hann mundi skila sjer pví aptur á landi lifendra. Sorgmæddir drjúpa nú ekklar og ástvin- ir, faðír og fósturforeldrar, yfir pessu stór- gjörða tjóni, sem að peir hafa orðið fyrir í bráð# En pað huggar pá, að ekki eru systurnar dauðar heldur sofa pær; pá huggar vonin um að sameinast peim aptur eptir afstaðið ver- aldarstríð, og um pá von höfum vjer pað fyr- irheit, að hún muni ekki til skaminar verða pegar hún er byggð á peim grundvelli sem rjettur er, sem er, Jesús Kristur. Blessuð sje systranna minning. í nafni ekkla og ættingja. Ytri-Gunnólfsá 20. desember 1882. Magnús Jósefsson. Nokkrir Norðmenn, sem hjer fást við síldarveiði, hafa eptir pví sem amtmaðurinn yfir Norður- og Austuramtinu hefir skýrt oss frá, gefið kornvörur og peninga til pess að bæta úr bágindum manna á milli; pessir Norðmenn eru: 1. Olaus Hausken, til heimilis hjer á Akureyri, hefir gefið 16 sekki af grjónamjöli, og skal Arnarnesshreppur par af hafa helm- inginn, en hinum helmingnum útbýtir sýslu- maður Eyjafjarðarsýslu meðal Akureyrarbúa og manna í grend við kaupstaðinn. 2. "VV. Thorsen, sem telur sjer heimili á Isaíirði, hefir afhent amtmanni 14 tunnur (síldartunnu mál) af mjöli og í peningum 36 krónur 83 aura, og skyldi amtmaður ásamt sýslumanni í Eyjafjarðarsýslu og kon- súl J. V, Havsteen útbýta pessu á pessum vetri milli bágstaddra hjer við Eyjafjörðinn beggja megin. Auk pess hefir W. Thorsen gefið Arnarnesbrepp 10 tunnur af mjöli og 25. kr. í peningum. Gjafir pessar eru frá konsúl Eide í Haugasundi, Thorsen sjálfum og fleirum mönnum í Haugasundi. 3. Köhler & Co. í Stafangri hefir afhent konsúl J. V. Havsteen og falið honum að útbýta meðal ékkna og bágstaddra við Eyjafjörð 16 tunnum af rúgmjöli. tir brjefi úrMiðfirði 6/12 — 82. «Veðuráttan, pað af er vetrinum, hefir verið góð, pó að opt sjeu norðanstormar, pá eru peir jafnan vægir og opt fróstlaust, en hvumleiðir eru peir sjómönnum, sem fiska vel pá sjaldan róið verður. 22. f. m. gjörði allsnarpan norðankafaldsbil, pá varð úti hjer í Miðfjarðardölum, roskin kvennmaður Dýr- finna að nafni. J>ann sama dag varð og úti gamall bóndi vestur í Dalasýslu, Jón Sæ- mundsson frá Skagakoti, áður var hann á Sauðafelli. — Auk pess sem Danir sendu til pessarar sýslu og víðar, hafa Englendingar sent okkur Húnvetningum 1540 poka, 100 pund hver, af kornvöru til skepnufóðurs og 350 bagga af heyji hjer um bil 80 pd. hvor. Með allri pessari hjálp er ekki betur statt í vesturhluta sýslunnar en svo, að varla mun fóður til fyrir helming af kúm, tvo priðju af ám og nauðsynlegustu brúkunarhross, petta miðnð við pað, sem á er sett í meðal ári, og er pó ekki nærri pví sjeð enn hvað miklar skemmdir eru á pessum litlu heyjum manna. J>að sem sjeð verður, eru pau víða svört, ýmist af bruna eða pau hafa drepið í tópt- unum, svo ekki er sjáanlegt að skepnur geti lifað á peiin eingöngu*. Á milluin rjetta og veturnótta í haust, hafði á Efri-J>verá í fverárhreppi í Húna- vatnssýslu, brunnið taðan að mestu og jafn- framt eldurinn lesið sig í fjósið, og 2 kýr, sem par voru inni, kafnað, en vetrung er par var líka sakaði ekki». S m á y e g i s. — Eyðilegging heimsins. Hinn al- kunni ameríkanski stjörnufræðingur Proktor, hefir skelft alla innbúa Ameríku með pví, að 1897 eigi lieimurinn að fyrirfarast með pví móti, að afarstór halastjarna, sem sást 1843 og aptur í fyrra, en umferðarleið hennar stytt- ist á hverju 21 árs tímabili um 2*/^ ár, pess- vegna rekist hún á sólina 1897 ásamt með hala sínum, sem sje 30 millióna mílna lang- ur og hverfi inn í geim sólarinnar og vegna hitans, sem par er, allir menn án mann- greinarálits farist. — Norskur kennari í stærðarfræði, sem heitir Guldberg, spáir pví að almennt stríð verði í Svípjóð. Noregi og Danmörk fyrir næstu aldamót 1900. — í>unguð kona ein í Norður-Ameríku að nafni Nordström, er bjó hjer um í 6 milna fjarlægð frá Siux Falls, var í næstl. sept- emberm. lögð undir af hornóttri kú, er konan átti, og rak annað hornið í líf hennar. Næstu lækna var pegar vitjað, var pá allur hægri fótur- inn á fóstrinu kominn út í gegnum sárið, lækn- arnir tóku pað ráð, að ná barninu gegnum sárið, sem peim hafði tekist furðu vel og konan enn lifandi pá rafsegulpráðarfregnin paut af stað með fregn pessa, en samt var talið víst, að konunni væri á hverju augna- bliki dauðinn vís, í næstl. júlímánuði, var haldin mikil samkoma í bænum Arnolds í Norður-Ameríku, í peim tilgangi að sporna við ölluin sam- tökum, sem gjörð væru gegn drykkjumönnum. 20,000 af peim voru komnir á fundinn úr öllum byggðarlögum Bandaríkjanna, til pess að koma í yeg fyrir allar tilraunir, sem lytu að útbreiðslu algjörðs bindindis. Fund- urinn stóð skamma stund. Allir, sein fundinn sóttu höfðu með sjer vissan mæli af sælgætisdrykk sínum, en pá fundi var slitið, var drukkið af lcappi og hljóðað upp liástöfum hver sem meira gat: «Niður með bindindisfjelögin*. Fundármenn voru svo ánægðir með samkomu pessa, að í einu hljóði var fastráðið, að lík samkoma yrði á næsta ári. Auglýsing. |>eir, sem jeg á skuldir hjá óska jeg að vildu sýna mjer pá velvild að greiða mjer pær, svo íljótt, sem hverjum peirra er unnt, og hclzt í pcasmn mánuði. feir, sem livorki hafa ráð til að borga með peningum, ávísun- um eða innskript í reikning minn, pá með tólg, vel verkuðu smjöri, hörðum fiski eða vorull. Akureyri, 20. janúar 1882. Björn Jónsson ritstj. Nf. — Rímur af Finnboga ramma, fást nú til kaups hjá eiganda peirra, herra Kristjáni Kristjánssyni í Hringsdal á Látraströnd og öllum, sem hafa haft pær til útsölu og enn kunna að hafa af peim óselt, fyrir 50 aura hvert exemplar sem hiugað til hefir kostað eina krónu. Akureyri, 18. jan. 1883. Björn Jónsson. — í haust var mjer dregið hvítt gimbr- arlamb með mínu marki: Sneitt fram. hægra, hamarskorið vinstra, soramarkað og spotta- dregið í vinstra eyra, en par jeg á ekki lamb petta, pá getur rjettur eigandi vitjað andvirðis pess til mín, til næstkomandi fardaga, að öll- um kostnaði frádregnum, ef hann sannar eign- arrjett sinn á lambinu, um leið og hann sem- ur við mig um markið. Miðgerði 1 Saurbæjarhrepp 12. jan. 1883. Jóhann Jóhannesson. » UMBURÐARBRJEF og kort yfir Rauðarárdalinn (á islenzku og dönsku) verða send og borgað undir með póstum til íslands hverjum sem sendir ut- anáskript til sín eða vina sinna til A. E. Johnson, Com. of Emgr., St. F., M & M. R. R. St. Faul, Minn. America. Eigandi og ábyrgðarin.: Björn Jónsson. Prentsmiðja Norðanf. B. M. Stephánsson.

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.