Norðanfari


Norðanfari - 06.03.1883, Blaðsíða 4

Norðanfari - 06.03.1883, Blaðsíða 4
— 12 — fyrir honum einkaleyfi pað, er liann vildi gefa til tóbaksverzlunar en maðurinn er seigur og nokkuð var pað, að flokksmenn lians fjölguðu við haustkosningarnar en pó ekki meira en svo, að hann v'erður annað- hvort að hallast að klerka- eða frelsis-flokknum til að ná meiri hluta og virðist hann hallast meir að klerkum, pótt hann hafi áður verið peiin sárbeittur, en hann hefir lag á að haga seglum eptir vindi. Frá Englum og Egyptum er það að segja, að Arabi og nokkrir flokksmenn hans lögðu af stað frá Egyptalanfii í útlegðina til Ceylon fyrsta jóladag og eru íinglendingar nú einir um hituna par syðra, enda hafa peir par lord Dufferin, mesta járn í dugnaði og framkvæmdum; byltir hann öllu til og breytir sem honurn sýnist. Erökkum pykir nóg um pessar aðfarir Engla, og una pví illa að missa úr liendi sjer fjárhagsráð á Egyptalandi; hefir petta orðið að dylgjuefni Prakka og Engla; | fara Englar hægt og gætilega og vilja unna ! liinum uppbótar slíkrar er báðum mættisæma, en Frakkar taka engum boðum enn og vaða upp í pessu skjóli, slá eign sinni á Tnnis, senda leiðangur til Madagascar og Indlands ens eystra (Cochin-Kína) til að auka og tryggja eignir sínar, og frakkneskur maður, að nafni Bazza hefir náð undir Frakka landskika i Suður-Afríku við Kongófljótið og hafa peir í hyggju að senda pangað lið; standa peir pá á 3 fótum í Afríku og pykir Englum peir æði djarftækir. 3 frægir menn hafa nýlega haldið 50 ára liátíð og skal pá fyrst telja Gladstone. Hann er nú 74 ára og hefir liaft pingmennsku á liendi um hálfa öld; var hann í fyrsta sinn kosinn á ping 13, des. 1832; heillaóskir streymdu að úr öllum áttum, enda situr hinn aldurhnigni pinggirpur að líkinduin í»hiönsta sinn stjórn- * arsess Englands; liann hefir sagt af sjer fjár- málastjórn og er nú að eins ráðaneytisstjóri. Jingi Engla var slitið 2. des. og fjekk Glad- stone á pví gjört að lögum frumvarp pað um breytingar á pingumræðum, er «Cloture-bilb j nefnist; helztá breytingin er sú, að pingið getur með atkvæðafjölda heimtað að umræðuin sje liætt og gengið til atkvæða; írskir ping- ; menn höfðu opt leikið sjer að pví að lialda j langar óparfa-ræður og draga allt á langinn; nú eru við pví skorður reistar. Mörgum pótti Gladstone vægja of rnikið til við íra, en her- frægðin paggaði niður allan kurr, enda hefir Gladstone farið að írum með blíðu og stríðu. Bæði á írlandi og Rússlandi er kyrrt sem stendur, hvað lengi sem pað verður. ]pá er pjóðskáldið Frakka, Yictor Hugo. 22. nó- vernber 1832 var leikið fyrsta leikrit hans «Le roi s’amuse» (= Konungurinn skemmtir sjer); í pví kom fram ný stefna, pví skáldið vildi hafa frelsi í ríki skáldskaparins eins og í pjóðríkinu, en stjórnin bannaði að leika, pví róstusamt var í leikhúsinu; nú var pað leikið í 50 ára minningu á sama degi og ekkert til sparað; Frakkar ætluðu að ærast af fögnuði og sýndu hinum aldurstigna pjóð- skörung nærfellt guðdómlega lotningu. Du- clercs ráðaneyti hefir setið við síðan í júlí; hann hefir einkum leitast við að auka ný- lendur Frakka, og kemur Englum pað illa enda liefir pað fyr brunnið við að nýlendur liafa ýtt peim saman. Innanlands er pað lielzta til frásagna, að sósíalistar hafa gjört megnar óspektir í porpi einu og brytt á jieim víðar; Frakkar hafa misst. 3 menn: Louis blanc, rithöfund allgóðan ogsameignar- mann; svo og pá tvo menn, er peir kalla skjöld og sverð, Gambettu og Chanzy. L é o n Gambetta dó af pannabólgu skammt frá Paris gamlárskveld og átti 5 mínútur ólifað eptir af gamlárinu. |>ar eiga Frakkar að sjá á bak manni, sem unni ættjörð og pjóðveldi lieitt og liafði fullkomlega sýnt pað í orði og verki, pví hvorttveggja var honum mjög vel gefið, mælska og dugur; pað var hann, sem hjelt uppi pjóðvörn og sóma Frakka ógnaárið 1871 og síðan bar meira á honum en nokkr- um öðrum frakkneskum manni í 10 ár; hann ól eldheypt í brjósti sín og annara gegn Prússum; aðalmark hans var að ramefla Frakk- land svo, að pað fengi hefnt pjóðsmánarinnar; liann var 44 ára og pað er sviplegt og sorg- legt, pegar dauðinn kippir manni burt svo ungum, sem virðist eiga mikið eptir óunnið; þjóðverjum helzt betur á, par sem keisarinn er liálf níræður og Moltke áttræður. Gam- betta hafði af óaðgæzlu skotið sig í höndina, skammbyssukúlan var skorin út og keypti Englendingur hana við pví, að hann skyldi gefa 10,000 franka til fátækra. Útför Gam- bettu var gjörð með mikilli prýði og viðhöfn engu minni, enn pá er konungar eru greptr- aðir; allt var pað á kostnað ríkisins. Við útförina voru margar púsundir manna af öll- um stjettum, æðri og lægri; og jafnskjótt sem pingin kornu saman eptir nýárið minntust for- mennirnir hins látna pjóðskörungs með fögr- um orðum. Lik Gambettu var flutt til Nizza í gær og átti að jarðsetjast par í dag. Sverð Frakka Chanzy hershöfðingi dó 5. jan. og var skammt á milli vina; hann studdi Gambettu bezt og mest í pjóðvörninni. Frá Rússum er fátt að segja; níhilistar eru ótrúlega spakir; keisarinn situr í Gatshino, en hefir pó árætt að bregða sjer stöku sinn- um til Pjetursborgar. Háskólanum í Kasan var lokað vegna missættis, en er pað spurð- ist til Pjetursborgar, rann stúdentum pað. til rifja og vildu sýna pað, en óðar var porri þeivra settur í varðh#d; lauk svo, að 14 voru reknir, forsprakkarnir, og háskólinn opnaður. Smáríkin á Balkanskaga hneigjast mjög, sem eðlilegt er pjóðernis vegna, að Rússum, nema Serbía hanga enn í Austurríki. I Austur- ríki hefir Taaffes ráðaneyti setið að völdum árlangt og vill hann gjöra Slöfuin og öðrum jafu hátt undir höfði sem J>jóðverjum; lík- ar pjóðverjum illa, pví Slutar eiga að rjettu lagi meiru að ráða vegna fólksíjölda; sló dá- lítið út í nrilli stúdenta í Prag, pýzkra og tjekkneskra. í Triest bryddi og á róstum af hendi ítala um pær mundir sem hátíð var haldin í borginni í minningu 500 ára sain- bands hennar við Austurríki; önnur hátíð var og haldin í minningu pess, að Habsborg- arættin hefir setið 600 ár að völdum í aust- urriksku erfðalöndunum. J>riðji maðurinn sem hjelt 50 ára hátíð, var Björnstjerue Björnson; hann er fæddur 8. des 1832; hann sat veizlu í stúdentufje- laginu yngra hjer og talaði langt erindi á fæðingardegi sinum; nú er hann seztur um kyrrt i París með konu og dætruin tveim og liættur urn stund við sínar j^litisku æsingar, en tekur nú aptur til ritstarfa og kvað ætla að ráðast á uppgerð og sundurgerð. Fyrir nokkru j kom út leikrit af hinu öðru pjóðskáldi Norð- manna, Ibsen, sem heitir «En Folkefjeude» og segir hann par meðal annars, «að meiri hluti hafi ætíð á röngu að standa»; pykir vinstri mönnum pað súrt. Svía konungur hefir eignast son; var inik- ið um dýrðir og krakkinn skírður upp úr vatni frá ánni Jórdan í skírnarfonti Karls 12., lagður í ruggu hans og gefnar 2 orður; erki- biskup skírði og hirðin gekk íprósessíu, pótt í heimahúsum væri. Ekki batnar Dönum enn, pví svo má kalla að hjer í Danmörk sje stjórnlaust, og er piugsetan verri en ekki pví hún eyðir ógrynni fjár; allar uppástungur og frumvörp «visna»; hvorugir vilja poka, vinstri og liægri; pó vinstri menn næðu ráðherrasessi, pá mundu hægri menn, sem liafa landspingið í hendi sjer, fá ónýtt allt fyrir peim, rjett eins og visntri menn gjöra nú á fóUcspingi. En eitt er víst, og pað er, að ráðaneyti Estrups hefir helzt til lengi setið við. Eina úrræðið aiyrað en bylting og breyting á núverandi stjórnarskipun, er að miðmenn, p. e. spakir vinstri menn og peir hægri menn, sem með peirn vilja ganga, mypdi nýtt ráðaneyti. |>að er eini vegurinn til að koma nokkru tauti á, og.pann veg vill öldungur pingsins Monrad ganga; hann situr nú á pingi snjóhvítur fyrir liærúm; pegar hann leggur orð í belg lætur hann sína dynjandi mælskuhkúri rigna jafnt yfir vinstri menn sem hægri og kvað eink- um að pvf í vamamáli Dana; vilja hægri menn hafa varnir en vinstri menn kalla pað óparfa kostnað; Monrad fer meðalveg og vill víggirða Höfn. 1882 hafa 23 leikhús brunnið í Evrópu og brenna nú á hverju ári ferfalt fleiri en fyrir 20 árum, pví fleira eldíimt er nú um liönd haft. Próf í lögum liefir tekið Halldór Dani- elsson með 1. einkunn. A u g 1 ý s i ii g a r. Hpsfr Að jarðarför Snorra sál. Pájssonar verzlunarstjóra á Siglufirði tramter mánudag- inn 12. p. in., tilkynnist hjer með vinum hans og vandamönnum. Hraunum 28. jan. 1883. E. B. Guðmundsson. Undirritaður býður mönnum til kaups: rúgmjöl, sekkinn, 180 pd. á kr. 17,50 grjónamjöl------—---------------20,00 haframjöl-------—---------------14,50 hafragrjón------—----------------27,00 p. 16 a. bygggrjón, 200 --------24,00 -12 ‘/2- baunir 225 25,00 - 11 Va - konjakk, hverja tunnu, hjer um fcil 120 potta 160,00 -----fínt, flöskuna á 2,75 aquavít —-------------- - 1,50 kaffi, beztu teguud, pundið 0,60 tegras — — — 2,00 tjöru, finnska, tunnuna á 22,00 koltjöru 14,00 færi, 60 faðma, hvert - 3,50 lóðarstrengi, 50 faðma, hvern 1,60 línuás-hespur, 40 faðma, hverja 1,20, og ýins önnur færi og öngultauma. Akureyri, 14. febrúar 1883. Olaus Housken. — Menn eru nú víðsvegar uin land farn- ir að kaupa smá-orgel í kirkjur og heimahús, og er pví mjög nauðsynlegt, að menn kaupi pau á peim stað, er inenn geta reitt sig áað fá pau góð og sem ódýrust. Vil jeg pví benda peim, er kaupa viija orgel, að panta pau frá verzlun P. Steenstrups í Kaupmanna- höfn (Lille Kongensgade nr. 40), sem er alpekkt að pví, að hafa vönduð orgel. Eru | pau par og að mun ódýrri en í öðrum hljóð- færa verzlunum. — J>ar eru einnig seld alls- konar smá-hljóðfæri svo sem liarmoníkur, fíó- lín, guítarar, stálspil o. fl. — J>eir sem kaupa | vildu hljóðfæri frá verzlun pessari, geta ann- aðhvort snúið sjer til mín, eður beinlínis til sjálfra verzlunarmannanna. Líka veit jeg til pess, að herra Jónas Helgason, organleikari í Reykjavík, pantar hljóðfæri fyrir ýinsa frá söinu verzlun. Kaupmannahöfn, í jan. 1883. Björn Kristjánsson. Leiðrjetting. í aukabl. Nf. nr. 21—22. 21 árg. er misprentað nafn Jóhann Jóhannsson, í stað- inn fyrir Jóel Jóhannsson á Geldingsá í Svalbarðshrepp. Sneitt framann á báðutn eyrum og vaglskora aptan á báðum eyrum. Eigandi og ábyrgðarm.; Björn Jónsson, Prentsiniðja Norðanf. B M. Stephánsson,

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.