Norðanfari


Norðanfari - 26.09.1883, Blaðsíða 2

Norðanfari - 26.09.1883, Blaðsíða 2
— 85 um 3. gr. í lögum 27. febr. 1880 um skipun prestakalla. 2. Tillaga til pingsál. um að setja nefnd viðvíkjandi ávarpi til konungs. 3. Tillaga til pingsál. í harðærismálinu. 4. Tillaga til pingsál. útaf dómi í launa- máli |>orgr. Johnsens læknis. 5. Tillaga til pingsál. útaf veiðiaðferðinni í Elliðaánum. 6. Tillaga til pingsái. um að taka niður merkin á alpingishúsinu. C. Ekkí útræddar. 1. Tillaga til pingsál. um breyting á 3. gr. pingskapanna. 2. Tillaga til pingsál. um fjárveitingu til 4 aukalækna. 3. Tillaga til pingsál. um lærða skólann. IV. Fyrirspurnir. A. Leyföar. 1. Fyrirspurn til landshöíðingja um heimtu á lestagjaldi af póstgufuskipunum (Dag- skrá pessu viðvíkjandi sampykkt). 2. Eyrirspurn til landshöfðingja viðvíkjandi verzlunarsamningnum við Spán (Dagskrá pessu viðvíkjandi felld). B. Eklti leyfðar. 1. Fyrirsp. til landshöfðingja um eptirlaun Ben. Gröndals. 2. Fyrirsp. til iandshöfðingja um reglur fyrir veitingu eptirlauna. 3. Fyrirsp. til landshöfðingja útaf eptirlauna- máli uppgjafaprests Fr. Eggertz. Frjeítir. Ur brjefi úr Reykjavík d. 2 september 1883. Jeg skrifaði yður brjef með «Lauru» og sendi yður skráyíir mál pau, er alpingi hefur haft til meðferðar. pettað magra ping, sern naumast hefir átt marga sína líka, og von- andi er að eigi muni — að minnsta kosti eptir næstu kosningar — eiga sjer marga líka, hætti störfum sínura 27 ágúst. það sem einna verst mælist fyrir af störfum pingsins, er meðferð pess á lánsstofnunar — eða bánka- málinu, sem pingmönnum eptir endalaust pjark og sundurlyndi póknaðist að svæfa rjett fyrir pinglokin. J>ví verður pó varla neitað, að peninga stofnunar málið, er eitt af mestu nauðsynja málum landsins; pörfin á láns- stofnun eða bánka bjer á landi, er svo aug- Ijós að hún getur ekki dulist nokkrum skyn- sömum manni, og er hrein furða, að pingið skuli ekki fínna brýna skyldu sína á að koma pessu velferðarmáli í viðunanlegt horf, sem allra fyrst. Mörg eru dæmi til pess síðustu árin, að menn hafa haft fleiri púsund króna virði í fulltryggilegum veðum, án pess að geta fengið einn einasta eyri til láns útá pau, og er ein- ræðt hve slíkt stendur öllum almennum fram- förum og fyrirtækjum fyrir prifum. — þeir segja mjer, sem vit hafa á, «að pað geti verið viðsjált, að lofa pessu máli fram að ganga», er haft eptir einum af löggjöfum vorum. Já vissulega gæti pað verið viðsjált! ef peir skyldu finnast meðal fulltrúa pjóðarinnar, sem gætu komist jafnómannlega að orði um eitt hið helzta nauðsynjamál landsins. Annað miður hepplegt afreksverk pings- ins, er frumvarp pess til laga um afnám kon- ungs úrsk. 20 janúar 1841., um ferðastyrk til Danmerkur handa íslenzkum stúdentum, pað er að vísu svo, að með pessum konungs- úrskurði, er lagt árlegt — og pó máske ekki á hverju ári — gjald til landssjóðs, er nemur stundum nokkrum tugum króna, stundum ef til vill nokkrum hundruðum króna. |>að kann pví í fljótu bragði að pykja allra pakka vert af pinginu, að vilja spara landssjóði pessar krónur, en pegar nákvæmar eraðgætt, mun pað varla virðast svo. Gjald petta, sem er sá eini kostnaður, er landið hefur af íslenzk- um stúdentum, er nema við háskólann, er svo óverulegt og lítið í samanburði við pann ríflega styrk, er peir njóta af hálfu Danmerkur, að landið ætti ekki að láta sig muna um liann. Hinsvegar getur afnum ofannefnds konungsúrskurðar, ef til vill, dregið mjög venjulegan dilk eptir sig, peim sem sje, að pað getur orðið eitt með öðru til pess, að ís- lenzkir stúdentar, missi pessi mikilsverðu hlunnindi, er peir nú hafa við háskólann í Khöfn. Danir munu vissulega nota petta, sem vopn í hendi sjer, og segja sem svo: pegar pingið — úrvalalið pjóðarinnar — vill ekki leggja til eyrir á móti krónu, til að kosta embættismanna efni sín til náms við háskól- ann, er engm ástæða íyrir okkur til að vera að hrúga í pá púsundum króna á árihverju; við höfum nóg með okkar fje að gjöra, lofum Islendingum sjálíum að kosta embættismanna- efni sín eða kehna peiin heirna. Hver er pá áranguriun af pessum sparnaði ? Enginn annar en sá, að landið verður árlega að leggja til hundruð í stað tuga, púsund í stað hundraða, tii pess að geta fengið hæfa menn í hin nauð- synlegustu embætti iandsins. J>ví varla er pað ætlandi, að nokkur íslenzkur stúdent geti af eigin rammleik kostað sig til náms við há- skólann, og meðan ekki fullkominn háskóli með viðunandi kennslu í öllum peim vísinda- greinum, sem á parf að halda á landi hjer, er kominn á fót, verða einstakir stúdentar pó að sækja menntun út úr landinu. J>ví er ekki að leyna, að fmnast munu peir meðal pingmanna, pó ekkí sjeu peir margir, sem annaðhvort skortir pá menntun, pekkingu á almennum málefnum og paraf leiðandi sjálf- stæðni, eða ef til vill ennpá nauðsynlegri hæfilegleika að pess sje að vænta, að starf pað, sem peim er á hendur fengið að vera löggjafar pjóðarinnar, geti orðið aífarasælt og borið' heillavænlegan árangur. Hins parf eigi að geta, að peir eru íleiri, sem með rjettu má segja um, að sjeu sómi pings og pjóðar. En clítið súrdeig sýrir allt degið», segir gam- alt máltæki, og enginn ætti sá á pingi að sitja, sein eigi ber fulla virðingu fýrir sjálfum sjer, eða pví ætlunarverki, sem hann á að starfa að. Hinn setti landshöfðingi Bergur Thorberg, sem í sumar gengdi fulltrúastörfum stjórnar- innar á aipingi, pótti koma lipurlega fram og gætilega, og var samvinna hansvið pingið hin bezta. Fremur óheppilega pykja nokkrum land- lækni vorum hinum nýjatakast sumarlækninga- tilraunir sínar. Getur líka verið að menn haii verið of auðtrúa á öll pau býsn og undur i læknislegu tilliti, sem af pessum manni voru sögð af fyigismönnum hans, pegar verið var að koma honum í embætti pað, sem hann nú hefir fengið — að einstáka manni virtist — beint ofan í alla sa.nngirni og rjettlæti — og að menn pessvegna nú gjöra of strangar kröfur til hans. En hvað sem pví líður, pá er pað víst, að aldrei hefir fólks dauði á sjúkraliúsinu hjer í bænum pegar drepsóttir hafa eigi gengið, verið jafn tíður og í sumar. Tíðarfar er ágætt hjer syðra, og árferði má yfir höfuð heita miliið gott. Verziun með líflegra móti, að öðru leiti enn pví, að I Eggert Gunnarsson, heíir pví miður engar I vörur fengið í sumar, og hefir pví enga verzl- un haft. Kafli úr brjcfi frá Brazilíu. I næstliðinni Páskaviku útbýtti keisar- inn gefins milli fátækra manna 35,000 Mil- reis (nálægt 70 000 kr.) og árið 1881 pegar hann ferðaðist hjer nm Paranafylkið hjer um bil 20,000 Milreis. Á hverju ári sýnir hann pannig gjafmildi sina í einhverjum hluta keisaradæmisins, en á stjórn landsins getur hann litlu góðu til leiðar komið, pví vald hans er mjög takmarkað og er hann pví nefndur 0 (núll) af mörgum útlendum ferðamönnum, sem rita nm Brazilíu og stjórn landsins. Svo er talið til að íbúar Brazilíu sjeu 12 milljóuir og mun pað pó fullhermt. Af peim eru hjer um bil 140,000 þjóðverjar, sem langflestir búa i fylkinu Rio Gfrande de sul, sem liggur syðst af Brazilíu við La Plata fljótið, og eru framfarir og vellíðan útlendra langmestar í pví fylki. ítalir ganga næst þjóðverjum að fjölda og hafa komist lengst allra pjoða hjer, einkum í Rio Grande de sul og varðhveitiuppskera par í fylkinu 40,000 sekkir (hver sekkur 100 pd.) og aflaðist mestur hluti pess í tveimurstór- um nýlendum sem heita Caras Conde d’Eu og d’Isabel. Eterliðið er talið 11,333 manns, af pví er stórskotalið 1951, riddaralið 2140, fót- göngulið 7242. Her pessi er að vísu lítill í samanburði við liðsafla stórveldanna í norðurálfu, en stjórninni verður fullervitt að kosta hann, er hún parf aó borga 3 ‘/2 miljón Milreis á hverjum mánuði í rentu af ríkisskulduuum eða 1 Milreis 321 reis á sekúndunni, og er pað ærin sumtna. Mestur hluti landsins er eign rikra jarðeig- enda frá Portugal eða niðja peirra og ráða peir mestu í lögum og stjórn landsins, sem bezt skilst afpví, að svo telst til að af pess- um 12 rnilj. manna, sem búaí Brazilíu eru að eins 1,600,000 læsir. Útlendingar hafa allt að pessu engan pátt tekið í stjórn lands- ins og pá auðvitað ekki heldur prælarnir. Eptir skýrslum telst svo til, að af hverjum 100 ibúum Brazilíu, greiði atkvæði til að velja á fylkispingín aðeins 1,3, en i Rio Grande de sul út af fyrir sig 3n. Ept- ir síðasta ríkisping var útlendingum gefínn kostur á að verða Brazilíanskir borgarar kaupláust, áður kostaði pað 105 Milreis. I fylkinu Parana hafa pegar 104 útlendingar unnið eið og fengið borgarabrjef, flest |>jóð- verjar. Innlendir jarðeigendur gjalda engan landsskatt og liggja pví öll útgjöld mjög pungt á staða- og nýlendubúum, og eru allt af aukin, Hka á allri verzlun og innfluttum vörum; aðflutt vara er pví mjög dýr. Víða um keisaradæmið, eruað myndast fjelög til að fria prælana og pannig afnema pá svívirðing, sem hvílir á Brazilíánum í augum allra menntaðra pjóða fyrir præla- verzlunina. Nokkrir eðallyndir menn hafa pegar gefið frjálsa præla sína, en aðrir gjöra allt hvað peir geta, til að spilla mál- inu; peir meta ekki líf hins svarta manns meira en hundsins, enda vildu gjarnanhafa innflytjendur fyrir præla. f>essir stórriku prælaeigendur eru líka alvanir við að sleppa hjá liegningu við dómstólana með fjemútum pó peir berjí præla sína i hel, eða steiki pá í ofni, og hefur petta rjettarfar skaðleg áhríf á hugsunarhátt manna. Nýlega var haldið præla-uppboð i Saö Paulo og 70 prælar seldir fýrir 115,229 Milreis. Stjörn Braziliu í Rio Janeiro hefur nú fýrir skemmstu g.jört sainning við kínversku stjórn- ina um að flytja hingað 20,000 kínverja á 3 árum og eru flestir blaðamenn á móti pvx og hvetja heldur til að fylgjadæmi Norður-

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.