Norðanfari


Norðanfari - 21.07.1884, Blaðsíða 1

Norðanfari - 21.07.1884, Blaðsíða 1
23. ár. Nr. 21.—22, NORMim t Aintinaðiir K r i s t j á n Kristjánsson. fæddur 21 sept. 1806. dáinn 16 maí 1882 Falla blóm á foldarvengi, Fjtika laufin til og frá, Snjórinn þekur inndælt engi, Ýla’ in köldu vetrarstrá, Sýnist allt í svefn er lifir, Songfugl, ormar, jafnt og drótt, J»egar grúfir öllu yfir Islands langa vetrarnótt. Glitra blóm með unaðsangan, Alsett dögg á kyrrðarstund; Fellur lind í íljótið stranga, Fífil syngur htin í blund, Allt í unaðsljósi lifir; Lopt er heiðskært—allt er rótt, J>vi nú hvilir öllu yfir íslands dýrðleg sumarnótt. Jannig ertu árs og alda Engill dauðans: |»ú ert nótt, Hinu dimma, daufa’ og kalda ^Drottna áttu og rikja hljótt; Stundum ertu ógn og voði, Okkar vetrar sólarlags, Stundum fagur fyrirboði Fegri og hlýrri sumardags. Góða, lálna göfugmenni! Glóði bjartur morgun þinn; Sviti hneig af heitu enní Heitur var opt dagurinn; Kvöld þíns lifs var kyrrð og bliða, Komu aptangeislar rótt, And\arp hinnst var himinfríða Heimskautsbaugsins sumarnótt. íslands frelsi í brjósti barstu; Bjarga vildir landi úr neyð Stöðugur, mildur, stilltur varstu, stefndir beina æfileið. Gætni var þinn mæki og merki Mannkærleiki skjöldur þinn; Varstu eins i orði, og verki Ár og síðla varfærinn. Islands bændur hljóta hærri Heiður og sanna göfgi af þjer.— Ættargöfgi er öllu stærri Andi og sál, sera göfug er.— Mælið á þenna mælikvarða, Megir íslands, verkin hans. Reisið manndóms minnisvarða Máttarstólpa Norðurlands. Hjálinar Slgurðsson. Akureyri, 21. júlí 1884. t K r i s t r ú n Stefánsdóttir. Fölnuð er rósin fárra aldurdaga í fögrum lund; hvllir und leiði—lifs er þrotin saga— hið ljúfa sprund. Brjóstið sem hrærðist heitum elsku Ijóma svo hugar styrkt, frost-kaldar-rósir hylja blómið blóma sem blundar kyrt. Brostið er auga burt er liðinn svipur þvi burt er allt; Stirðnuð er höndin hagleiks töm og lipur og hjartað kalt. Siðprýði, mentun gædd með göfuglyndi var gullskorð hrein; samneyli vina, hennar ást og yndi hjer yfir skein. Ó örlög hörð! Ó heljarstraumsins bára hve hátt þú hvin. Skjótt líða stundir, tæp er leið til tára veit trúin min. Sárt var að missa einka barnins yndi við undurdóm foreldra sálum, er svo Ijek við lyndi lífs-stunda blóm. Hver má svo Ijetta harmínn hcljar nauða er harma jók? Hver nema Guð? Vor Guð i lífi og dauða er „gaf og tók“. Trúaðra augu húmveg lifs ci hræðast nje hinnstu stund. Lifs eru takmörk, lif skal æðra fæðast á Ijóssins grund. Svo ertu Kristrún Krists í faðmi blíðum en hvar em jeg? Syndar og mótgangs en í straumi stríðum á storðar veg. Hvíldu nú hold frá hjervist neyð og grandi unz hækkar sól Ijómi um eilífð himin-frjáls þinn andi við herrans stól. J. G. t G u ð r u n Jöhannesardöttir 52 ára. Kona frá Rauðá dáinn 11 sept 1883. Jriðjudaginn þann 11. sept. næstliðið haust þóknaðist algóðum Guði að kalla til sin mína ástkæru konu, Guðrúnu Jóhann- esardóttur og aðskilja þannig okkar nærfellt 32 ára hjónaband; við eignuðumst saman 5 börn, af hverjum hfa 2 stúlkur og 1 piltur. Kona mín sáluga var mjer ástúðlegur foru- nautur lifsins, ætíð áminnandi til hins betra í hverju sem var, og á jeg henni mest að þakka að jeg hvarf frá þeirri vondu tilhneig- ing ofdrykkjunni, er ætlaði að þoka mjer fram að barmi glotunarinnar. Kona mín sáluga var meiri iiluta æfi sinnar mjög heilsulítil og margopt sárþjáð, en hafði þó vakandi hugsun um þetta litla bú okkar og annaðist að mestu innanbæjarstörf sin sem vitanlega tók það opt rojög nærri sjer. Mótgang og andstreymi lífsins sem opt kom fyrir okkur jafnlangan samverutlma, bar hún þolinmóðlega; hún var börnum sínum umhyggjusöm móðir og sínum krossmædda gamla foður'elskuleg dóttir; það var eiginlegleiki hennar að hjálpa uppá þá sem vesælastir voru svo mikið sem kringumstæður hennar leyfðu. Hún var að náttúrufari bráð- lynd og um leið hreinlynd og áreiðanleg i orðum við hvern sem var. Jeg eptirlifandi eiginmaður þeirrar látnu, samt faðir og börn geyraum minningu hennar i heiðri og blessun meðan okkur auðnast þessa lífs að njóta. Sælir eru þeir sem i Drottni deyja. Jónathai^ bViðleifsson. Svo er mjer harniur, um hjarta sleiginn, að i brjóst því blæðir. Blasir við minning, ^ mærrar ástar, sæt og sviðamognuð. Man jeg þig sæla samlags brúður, lífs míns ást og yndi, lengi við leiddumst lengi við fylgdumst, gegnum skin og skúrir.— Hallaði’ jeg höfði, hugar þreyttur, þrávalt þjer að brjósti, fann jeg þar viðkvæmt vinar-hjarta, tryggð og hugsjón breina.— Blessuð sje minning, mærra stunda. Nú þólt jeg aleinn uni sígur sólarhvel, sækist leiðin, sú er bót í boli. Finn jeg það gjorla, fró er í tárum, þeim sem góðan grætur. Leiptrar þar lifsvon, fyrir láð oían gegnum dauðans dimmu. Komin ertu þangað, sem Kristur ríkir, þar munu verk þín vegin. mundin miskunnar,

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.