Norðanfari


Norðanfari - 07.08.1884, Blaðsíða 3

Norðanfari - 07.08.1884, Blaðsíða 3
þá er annar rithöfundur í bundnu máli eða skáldskap, sem vert er að benda á. ]pnð er Ólafur prestur Jónsson á Söudum víð Dýrafjörð, og liafa verk hans aldrei liingað til verið prentuð, en væri pó æskilegt að væri gefin út. Síra Ólafur er eldri en síra Hall- grímur, pví hann dó árið 1627. Hann er síra Hallgrími að pví leyti ólíkur, að ljóð hans eru ekki eins fögur, að pví er málið eða rímið snertir, en að andriki og guðræknis- anda stendur hann honum ekkert á baki. íinnur biskup segir svo um hann, par sem hann talar um skáld peirra tíma í kirkjusögu sinni: «Sira Óiafur Jónsson á Söndum hefir orkt marga sálma og ljóðmæli, fiest andlegs efnis, sem full eru af lífi og anda; eru pau mjög löfuð af guðræknum mönnum, sem hafa pau, undir höndum, og er talinn mikill skaði, að pau ekki eru prentuð*. Hann segir, að Hrynjólfur biskup hafi iðulega látið lesa sálma hans fyrir sjer í banalegu sinni, en á peim alvarlega tíma verður hverjum guðhræddum manni pað. allra helzt eins menntuðum manni eins og Brynjólfur biskup var, að fara meir eptir guðræknum hugsunnm og efni helclur en fögrum búning eða málskrauti. Enn frem- urhefir Stefán prófastur Ólafsson í Vallanesi, sem sjálfur var skáld, orkt um haun pessa al- pekktu vísu, sem stendur i ljóðmælum lians: biskup sjálfur; og pað munu eiukum vera pessar vísur, sem liann lítur til í fjórtánda passíusálmi. par sem hann seg- ír: «Sjálfan slær mig nú hjartað hart o. s. frv. 2. J>að heíir verið sagt, ogpvíalmennt trúað á íslandi, að sjera Hallgrímur hafi misst skaldskapargáfuna eptir að liann kvað dauða tóuna með vísunni: «J>ú sem bitur bóndans fje» o. s. frv., en feugið hana aptur eptir að hann hafi gjört Guði pað heit, að yrkja eitthvað til lofs og dýrðar Guði, ef hann fengi gát'una nptur, og þá farið að yrkja passíusálma. En hvað sem í pessari sögu er, pá álít- um vjer pá sögu mjög líkiega, sem presturinn sjera Engilbert sál f>órðar- son í tingmúla (dáinn 1862) sagði oss. Hann var bæði fróður maður og upp- runninn af vesturlaudi. Hann sagði pannig frá, að pá er sjera Hallgrímur var búiun að Ijúka við 2 fyrstu pass- íusálmana, pá h'afi hann eittsinn dreymt, að til sín kæmi maður, stór og mikil- fenglegur, en ekki svip-fallegur, og rjeði honum til að hætta við pennau kveð- skap, sem hann væri byrjaður á, pví aunar maður fyrir vestan, — sem oss minnir að síra Engilbert nefndi á nafn, pótt nú vjer ekki munum pað —, væri farinn að yrkja miklu betri sálma, og að sjera Hallgrímur hafi pá átt að hætta um stund, en jafuframt haldið spurnum fyrir, hvað pessi xnaður væri að yrkja. Til pessarar eptirgreunslunar gekk langur tími, — enda er vitanlega all-langt frá Saurbæ og vestur á vest- fjörðu —; en loks komst hann að pví, að pað voru rímur út af örgustu trölla- si>gu sem maðurinn á vesttjörðum var að yrkja. H.iii pá sjera Hallgrímur á- litið pennan draum-mann fyrir freisting satans, og byrjað 3. sálminn: <En vil jeg sál míu upp á ný» með gremju nokkurri í huganum til liins illa anda, og haldið svo verkinu áfram. fó að pessi saga sje ekki nema pjóðsaga, er vel gat hafa orðið til samtíða hinni sög- unni um tóuna, pykir oss hún all-lik- leg, og væri ekkert á mót-i pví, að setja hana sem neðanmálsgrein við nýja æfi- sögu sjera Hallgríms. 3. Við pessar pjóðsögur um einstök at- riði í lífi Hallgríms prests mætti og bæta pví, sem frú Torfhildur segir í skáldsögu sinni út af æfi Brynjólfs bisk- ups um apturhvarf konu hans, pegar hún sá Ijósið yfir honum í pví liann andaðist. Ýmsar fleiri sagnirp’ess kyns kunna og að vera til, sem eru óprentað ar. Sjera Ólafur á Söndum sálma og vísur kvað; margt gott hefir í höndum liver sem iðkar pað, pví var skáldi skipt skýrleiks andagipt; mig hafa Ijóð pess listamanns langseminni svipt; fáir fara ná lengra pó fýsi að yrkja prengra. (p. e. dýrara) Og Iíspolín segir um sjera Ólaf í árbók- um sínum utn leið og hann talar um líf hans og andlát, að hann liafi verið gjörhugall í góðum hugsunum (Árb. 6, VI, bls. 34). Dálítið af sálmum hans, einkum iðrunarsálm- ar hans, eru pó á tætingi lijer og hvar, fyrir víst t-veir í Höfuðgreinabókinui, og nokkrir í hinu svokallaða Hálfdánarkveri eða litlu Vísna- bók. Væri ljóðmæli pessi gefin út, pyrfti að fara með pau eins og hver önnur fornrit, og leergja til grundvallar í pví, sem óprentað er, hin beztu handrit, sem fást kunna, par á meðal eitthvert hið helzta pað, sem Bók- inenntafjelagið á og er með vandaðri settlet- urshendi dóttursonar skáldsins og sumstaðar með nótum, pví mörg af lögum pessara kvæða eru heldur sjaldgæf. Vildu menn halda á- fram lengra í pví að útgefa sálma eða Guð- rækuisverk hinna eldri skálda, pá ætti eink- um að velja sálma eptir pessa rithöfunda: sjera Guðmund Erlendsson á Felli, ef til vill líka sjera Eirík Hallson, hina 3 feðga: Ólaf Einarsson prófast í Kirkjubæ, Stefán son hans, prófast í Vallanesi og þorvald Stefánsson prest á Hofi í Vopnafirði, ogSigurð Jónsson, prest að Presthólum (pað er að segja að pví er snertir hina einstöku sálma hans, en ekki sálmaflokkana, svo sem hugvekjusálma eða daglega iðkun guðrækninnar). Enn fremur mætti tilnefna Pál lögmann Vídalín, sern út- lagt liellr nokkra andríka sálma, sem finnast i Grallaranum, par á meðal «Jesú minning». Loks viljum vjer nefna sálma sjera Magnúsar Einarssonar á Tjörn í Svarfaðardal, sem sjera Jón f>orláksson kveður um : «Nú græt.ur mik- inn mög», o. s. frv. Sálinar'eptir pessa menn, að pví leyti sem peir eru prentaðir, standa á víð og dreif bæði í Grallaranum gamla, Höf- uðgreinabókinni, áðurnefndu Hálfdánarkveri, nokkrir, að oss minnir, i sálmabók, sem Pjet- ur sýslumaður þorsteinsson gaf út og kolluð er Bræðrabók, lika aptan við Missiraskiptaoffr- in gömlu og ef til vill viðar. Nokkrir sálro- ar munu og finnast sæmilega andrikir. en nafnlausir, i tjeðum sálmabókum, einkum Höf- uðgreinabókinni og Hálfdánarkverinu, á tæt- ingi iniianum annað Ijelegra. þessu úrvali ætti öllu að safna í eina bók, pví útaf fyrir sig, sein er eptir hvern einstakan höfund, í bráð meðan ekki fæst útgefið allt pað, sem hver peirra hefir kveðið, sem fiest mun vera óprentað enn, og margt týnt. |>ví verður að vísu ekki neitað, að hinn ytri búningur flestra pessara sálma rýrir nokkuð gildi peirra í aug- um núlifandi rithöfunda, sem flestir horfa mest á búninginn, pví peir eru vfða stirðir og jafnvel fullir af rimgollum, óviðkuniianleg- um orðaskipuuum og útlenduin orðum. eink- um sálmar sjera Sigurðar og sjera Guðmund- ar, eins hinir útlögðu sálmar síra Stefáns Ólafssonar, en að andríki standa peir, að oss virðist, jafnsíða eða fremur flestum núlifandi skáldum. og á pað hlýtur sá jafnan að líta, sem les eða syngur í sönuu guðræknisskyni. (Framhald). E ii n um Æðarvarp. Einhver P. B. hefir ritað grein í 128 tölublað „Fróða“ um æðarvarp m. m. Grein pessi er í mörgu tilltti nýtileg og eptirtekta- verð; hún lýsir töluverðri pekkingu liöfund- arins á leynihrellum, er menn hafa til pess, að veiða og eyðileggja æðarfuglinn og mun höf. alls eigi segja ofsögum af pessháttar, pví pað er jeg sannfærður um, að pótt ís- lendingar haldi máske miður en skyldi margt af fyrirskipuðum lagaboðum, muui ekkert jafn laklega haldið og eins opt brotið eíns og friðunarlög æðarfuglsins, en hvað viðvík- ur tillögum höf. til nýrra frumvarpa til aukn- ingar á æðai'fugli, virðist svo, sem haun sje eigi eins kunnur æðarvörpum eins og æðar- drápi; vil jeg pví hjermeð reyna að henda á aðalgallana í frumvarpa uppástungum Iians. Fyrst segir hann: „að varpeigendur megi ekkert æðaregg taka“. í fijótu bragði kann sumum mönuum að sýnast slíktglæsi- legt til frjófguuar í varplöndunutn, eu jeg ætla slikt enganveginn haglegt, lieldur pvert á móti skaðlegt pví pað vill prásækilega opt til á köldum og hretasömum vorum, að æðurin megnar eigi að hlúa svo að öllum eggjum sínum, að pau fái uugað út og pað pótt alls enginn dúnn væri tekinn; pað er vanalegt í allmörgum varplöndum hjer norð- anlands, að pau blotna svo í vorhretunum, að mörg púsund eggja fara alveg á fiot í hreiðrunum og æðurnar skríða ráðalausar og kjarklausar af pessnm deyjandi afkvæm- uui síuum; livernig halda meun að færi nú nm siik varplönd ef pað væri bannað með lögum að taka nokkurt æðaregg? það yrði dáendts lagleg kássa í peim! skyldi eigi heppilegra að taka meir eða minna afeggj- uuum og reyna svo til að hlúa að hinu, sem eptir yi'ði. tíjeu nú öll egg gefinn eptir, má alseudis eugau dún taka fyr eu unginu er skriðinn úr hreiðruuum og yrdi pá áhata- lítið að eiga varp í sumum vorum; pað væri he!d jeg sanngjarnara að lækka tíund á varplöndunum ef slikt kæmist á, pví sá dúu sem hetir legið i hreiðrunum allan varptím- ann, er opt einkis virði. Jeg held nú að pað yrði mjög lítið um varp í peim varplöndum, sem æðurin mætti peim illhrifum að sitja 1 o n og d o n á fúl- um eggjum, par til hún eptir langa mæðu neyddist til að ytirgefa pau kviknakin og horuð, eins og búið væri opt og einatt et' eigi væri ljett ómegð á henni í harðindun- um, er geysa svo opt yfir norðurland um varptíinann og meira mun pað liæna fugl- in til að leyta lims sama varplands, að hann fái einhverju á fót komið en pótt honum væri gefinn öll egginn og ekkert kæmist á fót. Bæði af pessum ástæðum og öðrum ætla jeg með öllu ómögulegt að setja nein viss lög um eggjatekju svo vel far;, pví liún er öldungis komin undir legu og lögun hvers eggvers og tiðarfari um varptímann. en pað liggur í augum uppi að varpeigetidur ættu að láta sjer mjög annt um, að víðhalda og auka varpið sem mest má verða og er pað auðsætt að fyrsta stigið til pess er að fjölga æðarfuglinum, en pað gjörist bezt með ein- lægum v i 1 j a> en alls eigi með lögum gegn eggjatekju. í öðru lagi segir höf.: „ekki má nokkur á nokkurn hátt drepa æðarfugl nema í bjargarskorti“ o, s. frv. |>essi setning „nema i bjargarskorti41 er afleit, liúu er hreint ó- hafandi, hún leyfir Fjetri og Páli að drepa æðarfuglinn, sem varpeigendur eru með æru- um kostnaði og fyrirliöfii búnír að klekja npp; pað yrði fallegt pras og rekstur úr

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.