Norðanfari - 05.05.1885, Síða 2
— 70 —
Væri pví, eins og jeg hef opt bent á í
«Fróða», skóli í sýslu hverri, handa stúlkura
og piltum, pú efast jeg ekki um, að menn
hefðu nokkuð hetri þekking á sjálfum sjer og
almennum málum, en nú gjörist. J>á gætu
menn bæði notað og varið stjórn og ldrkju-
freisi pað, sem nú er heimtað, miklu betur
enn ella. J>á er óvíst að «frísöfnuðirnir»
þjrrftu að kaupa presta sína eins dýrt og nú
á sjer stað, því þá yrði ekki ómögulegt að
einhver guðhræddur alþýðumaður lærði á skóla
svo að hann gæti gjört ræður ekki lakari en
lökustu prestar.—
Skólaljóð. 3.
Máttur og megiu mannsins.
(Orkt undir nafni hins sjálfstæða mannkyns).
1. Vor andi skoðar sköpuð verkin,
og skapar eptir drottins hönd;
hann venur dýrin villt og herkin;
hann vinnur málm og ræktar lönd;
hann stjórnar loga, lopt’, sjá;
liann leikur rafur vængjum á.
2. Hans sjóngler opna ótal heima,
með undralíf í nánd og fjærð;
hann mælir brautir milligeima;
hann mælir sólar þyngd og stærd
og þó að linni þekking manns
ei þreytist eilíf spurning hans.
3. Hann ver sig einn á móti mörgum.
lrnns máttur eykst við hverja þraut,
hann gjörir dyggð úr girndum örgum
hann gengur stranga sannleiksbraut,
hann þolir allt og elskar heitt
svo öðrum fái gæfu veitt.
4. Sú elska hrífur einræninga,
svo eila vilji margra hag,
en samtök margra sjálfstæðinga
liið sanna skapa mannfjelag,
en ástin tengir heim við heim
og hulinn opnar sælugeim.
5. I þessu andans æðsta veldi
jeg allra Ijósast skoða þ i g —
en ef jeg tryði eða hjeldi
um aðra menn og sjálfan mig,
að værum eintóm eymd og synd,
jeg aldrei sæi þína mynd.
6. í sjálfri játning synda minna,
í sjálfri þinni bæn um náð,
jeg skal þinn mátt og megin finna,
sem marga getur framið dáð,
já eilíf spurning anda míns,
er ímynd vizku ljóma þíns.
7. Jeg á því sjálfur mátt og mcginn,
. sem mest og bezt jeg treysti á—
þó skal jeg játa frjáls og feginn:
Jeg fjekk hann mikii Guð! þjerhjá,
því meiri sem minn máttur er,
þess meira skal jeg þakka þjer!
RÆÐUBROT.
í kvæði þessu bendi jeg á hið helzta, er
sýnir hvaða yfirburði maðurinn heíir fram yíir
dýrin á jörðunni og sýni fram á, hve andi
vor er veglegur. Ótrúlegt mætti nú þykjaef
and’ þessi yrði að engu eptir dauðann, ótrú-
legt að annar eins andi, liafi upptök sín í auð-
■ virðilegasta frumdýri. En guðleysingjunum
þykir það trúlegt. f>eir eru allt af að reyna
að telja mönnum trú um, að maðurinn sje
ekki annað, en mjög fullkomið dyr, sem er
komið af óæðri dýrum, að hann sje aum, skamm-
sýn og sjergjörn vera, sem þé hafi engan frjáls-
an vilja, að hann sje næsta lítilsvirði í Guðs
augum, ef nokkur Guð sje til. En merkilegt
er, margir strangir guðfræðingar, sem dæma
guðleysingja þessa óalandi og óferjandi, sam-
sinna þó ósjálfrátt kcnning þeirra, með því,
að kenna, að maðurinn sje svo spilltur að hann
geti ekkert gott gjört af sjálfsdáðum. En
eiumitt játning og strangdæmi þessaramanna
um vanmátt mannsins; sannar mátt hans.
(samanber 6 vers kvæðisins, þar sem jeg tala
um manninn í heild sinni, en alls elcki
u m m i g sjerstaklega). J>ví þessi sífelda og
margbrotna játning ófullkomlegleikans og þessi
endalausa spurning um fullkomleik og sann-
leik, hefir í för með sjer, sífelda löngun, ósk
og tilraun til þess að geta orðið fullkominn.
Ef oss finndist, að vjer væruin alvitrir, al-
máttkir, alsælir og algóðir, þá yrði engin
framför, vjer stæðum í stað eða oss færi apt-
ur. þessvegna þurfum vjer allt af að gjöra
þetta tvennt undireins: Sjá og skilja, trúa
og brúka mátt vorn og meginn og jafnframt
því finna, sjá og játa, að liann er ónógur, að
vjer þurfum að æfa hann og biðja Guð að
styrkja hann. En vjer megum þá heldurekki
gleyina því, að þess meira, sem vjer getum
| gjört, þess meira er af oss heimtað. — J>að
er því svo langt frá, að trúin á mikilleik manns-
ins þurfi að ala hjá oss hroka, hún fyllir oss
einmitt með ótta og gætni fyrir þvi,aðbrúka
mikilmennsku vora illa. Yærum vjer aðeins
dauðlegt dýr, værum bundnir við tóm forlög,
hefðum vjer engan krapt til að gjöra neitt
gott, þá þyrftum vjer ekki að kæra okkur,
þótt við breyttum illa,----(Framh).
Uín klæðnaðinn.
(Eptir P. B.)
(Framh.).
Nærfatnaður barna mun optast hafður úr
mjúku Ijerepti, og teljum vjer það allhent-
ugt, þó getur verið að fíngjörð föt prjónuð úr
góðri ullu, væri fullt svo lientug, en af hverju
þessu, sem þau eru höfð, þá er það eitt þó
nauðsynlegt að þau þrengi hvergi að kropp
barnanna eða hindri nokkrar hreifingar þeirra.
Liggi þjett ljereptsskyrta límfelld við búk
barnanna, þá hindrar það útgufanina, sem
mjög er skaðlegt. Liggi eitthvað þjett uða
þröngt að bringsmölum þeirra, þá hindrar
það rifin frá að gefa sig út, útþensla lungn-
anna takmarkast, og er þar með lamað eitt
hið sterkasta afl til að viðhalda heilsu barns-
ins framvegis.
|>að er líka nauðsynlegt að öll föt barn-
anna sje þur og hrein og auk þess hlý, þeg-
ar börnin eru íærð í þau, Svo þessu verði
viðkomið er nauðsynlegt að þau sjeu nógu
mörg, svo að hægt sje að þvo þau, þurrka og
viðra á víxl.
Að því er ungbörii snertir, mun ekki ó-
hentugt að skýla þeim fyrst dálítinn tíma með
r e i f. Reifurinn sje annaðhvort troðin hár-
dýna, gegnum stungin, þvert og endilangtog
elcki þylck, ellegar teppi af kembdum liærum,
fóðrað beggjamegin og gegnum stungiðá sama
liátt, Að reifurinn sje stoppaður ipeð vatti,
ætlum vjer að sje einna lakast einkum ef liann
skildi vökna. Fleiri en einn reifur þarf að
vera til lianda barni, svo að hægt sjeaðviðra
jiá og hreinsa á víxl. Að eins slcal reifuri.m
ná upp að höndum barnsins, en handleggirnir
sjeu utan yfir. Stög sje á reifinum og hann
bundinn saman að framan, þó eigi fastar en
svo, að barnið geti hreyft sig innau í hon-
um. Svo opt, sem barnið valcnar, slcal leysa
reifinn og lofa því að hreyfa sig og sprikla
eptir vild. Að ofan má strax ldæða barnið í
skyrtu, treyju og herðaklút, sem það lieíir
þffigar jafnframt reifnura.
Sjeu börn hárlaus eptir fæðinguna, má
gjöra því húfuafhvítu ljerepti, eða finuhvítu
B r ú ð g u m i n n o g g y 11 a n.
(Þ ý z k saga, þýdd).
Gamli presturinn í Klukkuborg sat í
bægindastð! sínum og hvildi sig eptir mæðu
og þunga dagsins. Einrnitt þenrian dag árs-
ins voru öll hjónaefni í nágrenninu vön að
láta gefa sig saman, og svo var nú. í þeim
hluta j>ýzkalands, þar sem Klukkuborg er,
er Mikjálsmessa, því er það, álitin ákaflega
heppilegur dagur til giptingar. Má vera að
þessi trú komi af því, að körlum þykji rnilc-
ið koma til erkiengilsins Mikjáls, dreka-
temjara. Yfir ellefu hjónaefnum hafði prest-
urinu gamli lýst blessun liimínsins, og var
það engin furða, að sá, er hafði sjeð svo
vel fyrir viðkomu safnaðaríns, þurfti nokk-
urrar hvíldar á eptir.
En það átti ekki að verða. |>að var
barið !iægt að dyrum. Presturinn kallaði:
„Kom inn“. Komu þá tvenu brúðhjönin
inn í stofuna- Öll fjögur námu þau staðar
í röð við dyrnar, bæði af feimni og vegna
gólfsins, er var hvítt og hreint. f>au vissu
með sjálfum sjer. að við liina óhðlegu skó
þeirra, loddi nolckur óþverri afleirbleyturmi
og forinni úti fyrir.
Presturinn spurði þau vingjarnlega, hvað
þeim væri á höndum. f>á geklc frain mal-
arasveinnirin Búgisleifur. það var annars
eigi vani lians, að trana sjer fram. Hann
hefði verið fús til þess, að láta fjelagasinn,
Kristján, halda uppi sókn og vörn i mál-
inu, en hann, Búgisleifur, hafði verið kos-
inn til þess með ölluin þrem atkvæðum gegn
einu, atkvæði hans sjálfs, að veraframsögu-
maður, og þótt hann þekkti lítt til þingsiða,
ljet hann atkvæðaíjöldann ráða.
j>arna stóð nú Búgisleifur, og mátti vel
sjá hverja iðn hann lnifði á liendí, því að,
þegar er hann opnaði munninn, tók harin
að snúa loðhúfu sinni sem mylnulijöli, svo !
að orðin hrutu af vörum hans likt sem mjöl,
þá er það spýtist unduu kvörninni ofan i
kvarnarstokkinn.
„Já, prestur minn“, svo liót' hann mál
sitt, „við—ætluðum—bara að segja yður, að
þjer—hafið —gefið—okkur—vitlaust- sainan“.
Gamli presturinn leit hvössum augum til
hins heiðraða ræðumanns. Hann þóttist viss
um það, að í öll þau 35 ár, sem liann hafði ver-
ið prestur, hafði liann aldrei lesið hjóna-
vígsluorðin rangt, nje sleppt neinu ur. —•
„Hvað eruð þið að hugsa, heillirnar mínar?“
svaraði liann og lieldur stygglega. „j>ið er-
uð eins rjett gefiu saman og hiu brúðhjónin11.
„Nei, það er ekki svo að skilja“, tök
nú Búgisleifur aptur til máls, og mylnu-
hjólið fór enn að snúast. „Eu þjer hafið
geíið okkur Riklcu saman og Kristján og
Trínu, en jeg átti að hafa Tríuu og Krist-
ján Rikkku“.
Gamli presturinn ljet fallast niður í
hægindastðlinn, og mylnuhjólið hjelt áfram
að snúast, en fór nú injöghægt. Trína tók
að gráta mjög beisklega, rjett eins og tára-
straumurinn ætti að herða á hjólinu. f>ðg-
ar Rikka varð þoss vör, knúði einhver ínnri
hvöt liana til að lilaupa undir bagga moð
vinkonu sinni.