Baldur - 07.02.1868, Blaðsíða 2
6
»NADDAÐR.»
Allir þeir, er á síðari timum hafa eitthvað ritað um
fyrstu bygging íslands, og talað um, hverir fyrst hafl kom-
ið til landsins, nefna þann víking frá Faereyjum Naddodd,
er fyrstr hafi til íslands komið. Jafnvel P. A. Munch, sem
er manna fróðastr og glöggskynastr, kallar hann Naddodd
(Det norske Folks Historie, I. 1, 445); en ef flett er upp
nafnaregistrinu aftan við nýjustu útgáfu Landnámabókar,
þá sjá menn, að hann er þar nefndr Naddoðr; ef þar
næst er gætt að f sjálfum texta Landnámabókar, þá er og
nafnið þar ritað Naddoðr. Þannig stendr I. 1, bls. 26:
»Frá Naddoð víking», og síðar: »nefna sumir tii Naddoð
víking»; og II. 7, bls. 84. neðanmáls: »Hún (o: Hildi-
gunnr) var dóttir Beinis Móssunar Naddoðssunar or Fær-
eyjum». En Naddoddr er hann þó kallaðr á bls. 26. og
27. neðanmáls, sömuleiðis V. 11, bls. 310. og 311. í’að
kynni því að virðast nokkur efl á, hvort nafnið væri Nadd-
oðr eða Naddoddr. En nú vill svo vel til, að þetta sama
nafn finst í Njáls sögu, kap. 47, bls. 72, þar segir: »Ot-
kell bjó í Iíirkjubæ. Þorgerðr hét kona hans; hon var
Másdóttir, Brandolfssonar, Naddaðarsonar hins færeyska».
Eignarfallið af Naddoddr er Naddodds, en getr eigi verið
Naddaðar, en orðmyndin Naddaðar er eignarfall af Nadd-
aðr eða Naddoðr. Maðrinn hét því eigi Naddoddr heldr
Naddaðr (sem er hin upphaflega mynd) eða Naddoðr, eða,
eftir núveranda máli, Nödduðr. (sbr. framaðr og frömuðr;
mánaðr og mánuðr). Jón Þorhelsson.
aí> „tort u“ er alls eigi til á spónskn; — en a?> eyjarnar taki nafn af frönsku
oríii, ætlnm vjer ólíklegt, þar eb oss er eigi kunnugt, at> Colnml>us hafl
veriþ sterkari í frönskuuni, en Móses var í dönskunni. „útgg. „„Baldurs““.
AF JÓNI sýslumanni ESPÓLÍN.
(Framh.). Finnur fjekk þá Borgarfjarðarsýslu brátt eptir
það, er hann hafði sleppt lögsögn í Snœfellsnessýslu; leit-
aði hann síðan fast eptir við Espólín að hafa sýsluskipti,
voru þeir fátækir báðir og leiddist Espólín til þess; fengu
þeir leyfið, og höfðu sýsluskipti 1796. hafði Espólín þá
safnað skuldum nokkrum. 1797 flutti hann sig suður á hálft
Þingnes og kvongaðist þá; var boð inni á Leirá að Magn-
úsar Stephensens 7. dag júlí-mán., fæddist honum þá Jákob
sonur hans, er dó sama haustið, 5 nátta. Kona sú, er hann
gekk að eiga, var Rannveíg dóttir merks manns, Jóns fróða,
Egilssonar, á Stóra-Vatnshorni í Ilauhadal; hún var fædd
6. dag janúar-mánaðar 1773. Hafði hann tekið hana til sín
fyrir fátæktar sakir, og fóru svo þeirra skipti að hún varð
þunguð; vildi hann þá eigi fyrirláta hana með því, að hon-
um fannst mikið til hennar og ætlaði að eiga hana; en
frændur hans lögðust á móti því; varð þá berara um sam-
farir þeirra og ástir því meir, sem það var hindrað. En
.f>JÓÐÓLFR!»
»Hver kemur til dyranna eins og hann er k!æddur».
fessi orð eru góð og gömul, og hefir »Þjóðólfr« haft
þau að einkunnarorðum yfir grein í 9., 10.—11. bl. sínu,
er segir mönnum frá »Baldri«. Vjer vonum að þessi grein
vor sýni, að oss eru einkunnarorð þessi heimilari en »f*jóð-
ólfi« að því leyti, sem þau passa á hann sem sniðinn
stakkur. Vjer skírskotum því til allra manna, já til Jóns
Guðmundssonar sjálfs, ef hann er eigi búinn að gleyma að
segja satt — enginn efast um að hann hafi þó lært pað
einhvern tíma, — hvort vjer höfum byrjað blað vort með
nokkrum kala, áreitni eða kappi við nl’jóðólfo.— Hvers vegna
er þá rítstjóri hans svo ósanngjarn, að láta oss eigi í friði?
Þetta er flónslegt, Jón! Þú áttir að vera svo hygginn að láta
oss í friði til þess, er þú hafðir minnsta útlit af ástæðu, að
bera fyrir illgirni þína. fessi aðferð þín gefur grun um, að
þú munir vera eitthvað nákominn þeim, sem sagt var um:
«hann gat engan á himni vitað» o. s. frv.
Ritstjórinn segir í 9. bl. að hann hafi eigi átt kost á boðs-
brjefinu þótt »boðsveinn gengi um kring hjer í staðnum ná-
lega í hvert hús fyrir æðri sem lægri og byði þeim og
beiddi að rita sig á boðsbrjefið». f>etta eru reyndar eigi
mörg orð, en ekkí eitt einasta er heldur satt. Að herra
Einar l’órðarson hafi gengizt fyrir útsendingu boðsbrjef-
anna «hjer og annarstaðar» er og ósatt og ranghermt.
Fyrir útsending hjer gekkst ábyrgðarm. «Baldurs», en út
um land margir menn. Að honum hafi verið neitað um,
að sjá boðsbrjefið, er engin hœfa, enda fórhannþess aldrei
á leit. Hann beiddist að eins þess, að fá að prenta boðs-
brjefið í «f*jóðólfi», og var honum sagt, að það gæti cigi
orðið fyrr, en það væri borið um bæinn. En nú urðu
undirtektir manna langt framar von vorri, og því byrjuð-
um vjer á blaðinu.
Vjer munum eigi eyða orðum um endileysu þá, er
Stefán Stefensen, er síðan varð amtmaður, eggjaði föður sinn,
Olaf stiptamtmann, á það, að hann skyldi telja Jón Ja-
kobsson föður Espólíns af því, að standa á móti hjónaband-
inu, og gekk það því framm, að þau áttust, sama ár, sem
fyrr er frá sagt. Iívongaðist Finnur sýslumaður þá und-
ir eins Úlfdisi Jónsdóttur; var þar við brúðkaupið einn
heldri maður útlendur; hann sagði svo, að þar sá hann
tvær konur ólíkar í líkri röð; þótti honum Bannveig bera
af hinni. Brátt kom óvild milli þeirra sýslumannanna; þótti
Espólín, sem Borgarfjarðar-sýsla væri gagns minni, en
Snœfellsnes-sýsla, og kallaði Finn hafa preltað sig í skipt-
unum; þótti honum Finnur hafa tvisvar leikið á sig, en
ljet þó niður falla. Eitt sinn bað Espólín Finn að heimta
inn fyrir sig skuld vestra, dæmda sjer. Svaraði Finnur
ekki vinsamlega; en Espólín svaraði aptur þunglega. 1798
hafði Espólin bæjaskipti á Þingnesi. l’að ár var hann einn,
er ritaði með Stefáni amtmanni Thórarensen »Ansögning
til Kongen«. Á alþingi 1798 afflutti Finnur Espólín við