Baldur - 11.07.1868, Page 1

Baldur - 11.07.1868, Page 1
Auglýsingar og grein- ir um eimtaldeg efni eru tekin í blað petta, ef borgaðir eru 3 sk. fyrir hverja línu með smáu letri (5 sk. með stcerra letri). Kaup- endur fá helmings af- slátt. Sendur [kaup- endum ólteypis. Þeir, er vilja semja um eitthvað við rilstjórn blaðs pessa, snúi sjer í pví efni til ábyrgð- armannsins, Friðriks bókbind. Guðmunds- sonar, er býr i húsinu nr. 3 í Ingólfsbrekku. Verð blaðsins er 24 sk. ár-priðjungur hver (6 blöð), og borgist fyrir- fram. 1. úr. Efni: Um skipasmít). — Frjettir útlendar. — Frjettir iunleDdar. — Húss- og bústjúrnarfjelags fnndnr. — Embættisprúf. — Visitaziuferíi bysknps. — Anglýsing. — Yiirn II. — Prestaköll. UM SKIPASMÍÐ. Jeg verð að rita þjer eina línu Baldur minn ! enda þó jeg búist ekki við að þjer þyki það færandi lesendum þín- um, en þar þú veizt að okkur almúgann vantar menntun- ina, þá vorkennir þú þótt stirðar sjeu ritgjörðir frá vorri hendi. Af þeirri orsök aðjegkomað sjó á yfirstandandi ári (»en tii lítils gagns sem f!.») fór jeg að hugsa um skipa- smíð og skipalögun, ogþójeg megi játa ekki að vera þeim starfa vanur, sá jeg mikið ábótavant í þeim efnum á suð- uriandi, og það einkum í traustsmíð og stefnalægi skip- anna, og vildi jeg því fara nokkrum orðum um það er jeg hygg »af annara sögu og eigin hugmynd» mundi verða til bóta í því falli ef menn vildu reyna það framvegis. Þá skipasmiðir byrja bát, kalla þeiralmennt að nú sje farið að setja á stokkana, og þá fella þeir fyrst saman kjöl og stefni og halda þar 1—2 reknaglar þessu saman, sem reknir eru í svo kallaða tá stefnisins, er gengur inn á kjölinn aptan og framan, en þar á mót hafa aðrar þjóðir eikarbeygju sem nær inn á kjöl og upp á stefni, og í hvorutveggja vel neglt eins á smærri sem stærri bátum ; en þar frá fella þeir stykki, hjer um 2—3 þumlunga þykkt, frá þessari beygju innan á stefnið upp úr, og bafa tvær kinnungsnaglaraðir, sem önnur gengur í stefni en hin í fyrtjeða áfellu stefn- isins. Hjer eru svo kallaðar kjalsíður sljettfelldar utan á kjöl, og eru naglarnir einir þeim til styrktar, en hafa að bera allann þunga skipsins og stundum farmsins og gjörir það á stærri skipum, að þettað bilar fyrst, nefnil. á opnum hátum. Nú mundi það betur fara að brúka þeirra manna sið, er meira hugsa út í þettað efni, en útlit er til að við íslendingar gjörum, og fella neðsta umfar byrðingsins á ská inn í kjöl, svo ytri og neðri brún þannig fengi mót- spyrnu við þyngd yíirvigtarinnar. Jeg sleppi nú smíði á byrðing og minnist á bindinguna, það er böndin, og eru þau verst gjörð, sem þó hlýtur að vera hægast að gjöra, þar súðin segir til. Að sjá eru þau höggvin af handahófi óvönduð að fellingu, þar allopt eru stærri sem smærri göt á þeim við súðarbrúnir, og sem sumir segja eigi að vera 11. blað. til að sjór eða vatn geti runnið, en sem eigi er til annars en að tjara og skarn fylla þau upp, svo að væta er þar sífelt, sem fúa eykur, og geta menn sjeð þettað víða þá er þeir rífa eða gjöra við byrðing ; þar á mót vanda útlendir smiðir fellingu bandanna allstaðar, en þó einkum við hverja súðarbrún, og segja þeir þetta áríðandi mjög; aptur á smærri bátum hafa þeir beygð bönd, einkum skipsbátum, og eru þau sterk eptir sverleika, þar hvergi liggur út úr; ekki ríður heldur lítið á að bönd nái niður á kjöl sjálf- sagt nokkur, þar slíkt er skipinu mikið til styrktar. Hjer vilja sumir menn láta skipið sveigjast til í sjón- um, og þess vegna hafa þau sem gisbentust, einkum til skutanna, og það svo, að ef menn styðja utan á byrð- inginn, þá lætur hann allur undan, og fyrir þá iðulegu sveigju í sjónum, verður það endingarverra; þá eru borð- og hástokkarnir, og eru þeir sá partur skipsins, er lengst ætti að duga, en þvert á mót verða þeir með þeim fyrstu sem umbóta þarf, og mun það helzta orsökin, að þeir eru saman skeyttir aplan og framan um fjórða part skipsins; nú ef þeir væru utan á efsta umfari, í heilu lagi beygðir frá apt- ur- til framstefnis, mundi betur fara og þó miklu sterkara, þar öll bönd gætu þá verið sljett felld við efsta umfar upp úr og hnoðnagli utan frá í gegnum borðstokk, efsta um- far og hvern bandenda, einnig þóptu og hnííilkrappa, og þyrfti þá ekki aðra negling, og fyrir þetta mundi efsta borð lengur duga. Víst er það, að nauðsyn bæri þá til að hafa eik eður álm í borðstokkana, enda er það siður víða í öðrum löndum; eptir er að minnast á það atriði skipasmíðarinnar, sem nokkrum mun finnast minnst í varið, en — sem þó er þvert á mót, það er stefnslögunin; jeg heyri marga sunnlendinga hæla þeim svo kölluðu Engyja- lotum, eða lagi stefnanna, þau skip gangi betur og höggvi minna í mótróðri; jeg leyfl mjer að spyrja: er það stefn- unum aðþakka? — jegvoga að segja: nei, öldungis ekki, held- ur byrðingslagi; af því má sjá að betur færi, að stefni væri gjörð bein eður því nær, þar afdrift yrði þá minni, og þá byrðingur látinn halda sinni lögun ef bezt færi svo, en undnar væri vindurnarsvo að þunnt yrði skipið að framan og aptan, þar til byrðingslag af þeim skipum, sem mönnum líkaið bezt, vísaði til útlags, því víst mundu menn hjer Reykjavík 11. dag júlí-mánaðar, 1868. 41

x

Baldur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Baldur
https://timarit.is/publication/90

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.