Baldur - 11.07.1868, Blaðsíða 4

Baldur - 11.07.1868, Blaðsíða 4
44 VÖRN. II. „Allt er vant, ef þú vil) þepir; þá ertu umb bleyfti borinn, eba sonnu sagcir. Annars dags lát-tú hans ondu umb farit, ok stófcva svá lýí)um lýgi !„ í annað sinn kem jeg til einvígis við níðritara Þjóð- ólfs. í þetta sinn hefir burgeisinn, sem jeg á við, merkt sig með ofurlitlu »6«-i. Hvað ó-ið á að þýða, veit jegekki, en hitt veit jeg, að greinina í Þjóðólfi hefir skrifað prest- ur, sem ekkert »ö« á í nafninu sínu. En látum hann merkja sig með bje-i, það á vel við hans bjeað bull. Hann herra Bjeaður segir þá, að kvæði mitt »Sankti- I'jetur og sálin«, sje »ósæmilegt» og »gagnstætt siðgæði og velsæmi«. Jeg fæ eigi sjeð að svo sje. Háðdeilur (Satirer) fá reyndar optast óvini, ef þær eru sannar, svo jeg get hugsað mjer, að einhver, sem hefði þótzt eiga sneið í kvæðinu, tæki hana til sín. En hvernig fer þú að reiðast þessu, sjera Bjeaður? Er það ósæmilegt að hæðstaðsjer- vizku og hjegóma? Jeg hef reyndar heyrt fáeina afglapa skilja þetta kvæði svo, að það ætti að skensa kvennfólkið yfir höfuð, eða að sýna, að engin heiðvirð meykelling (Pe- berjomfrue) væri til. En er ekki slík útlegging óðs manns æði? Hvað mætti þá segja um Honesta í sögunni eptir Machivaelli? Þar er andskotinn látinn fara uppájörð í eigin persónu og kvongast; en svo vondur sem hann er, þá fær hann konu enn verri, og svo illa, að hann kýs held- ur að flýja aptur til helvítis, en að lifa saman við hana. Ætli það hafl nú verið tilgangur Machivaelli’s, að segja með þessu, að allar konur væru verri, en andskotinn? Út af sögu þessari hafa verið orkt kvæði, er fara verr með kvenn- fólkið, í ekki betri orðum, en gjört er í »Sankti-P. og sál.« Og hverjir hafa orkt þau kvæði? Tegnérmeð Svíum, Öhlen- schláger með Dönum og Ramler með Újóðverjum1. Enþað er nú liklega til lítils að segja þjer þetta, sjera Bjeaður, þú þekkir líklega lílið til þeirra, mannanna þeirra arna 1 — En, með leyíi! sjera Bjeaður, má jeg ekki gjöra litla milli- selning. Úað er bágt til þess að vita, að eigi skuli geta heyrzt svo hundsropi í Þjóðólfi, að ritstjórinn tóni þar eigi undir ineð. Hvar á inn í neðanmálsgreinin á bls. 128a ? Það er eigi gott að sjá! En jeg skal lesa í málið, sem góðfús lesari, og taka hana eptir orðunum: »valið sjer slíkt yrkis- efni«. En hvað á hún að þýða, greinin? Á hún að drótta því að mjer, að jeg hafi eignað mjer hugmynd eptir Byron? Sje svo, þá er hún óheppileg, því að það mátti vera hon- um eins óskiljanlegt, að jeg shildi Byron, eins og það ermjer óskiljanlegt, að hann skuli pehhja kvæði eptir hann, þar sem hvorugur okkar mun vera sterkur i enskunni; enda vill nú svo vel til, að jeg hef aldrei eignað mjer hugmynd- ina í kvæðinu; jeg hef sagt að efnið væri æflntýr, eða þjóð- saga. En jeg hef gert yður grikk, herra ritstjóri! Jeg vissi, að ef kvæðið væri gott (og það er allgott), þá mundi Þjóðólfur reyna að klína einhverjum óhróðri saman um það og mig, því hann heflr sýnt sig í því fyr; og þvi ljet jeg þess með vilja ógetið, að kvæðið er frumkveðið á dönsku af Peter Magnus Tröjel, sem dó 16. dag desember-mán. 1793, þegar Byron (sem fæddist 22. d. jan.-mán. 1788) var ekki fullra 6 ára gamall, og þó heldur sá hinn lcerði (?!) útgefandi Þjóðólfs, að Byron hafi fundið hugmynaina. Nei! hún er eldri, en bæði Byron, Tröjel og J. G.! »Ekki eru allar ferðir til fjár»; svona fórþegarJón Guðm.fór af stað, að sýna sig meðfjölvísi sínaogþekkinguískáldskap. Betra var nú heima setið, herra ritstjóri! «flas er sjaldan til fagnað- ar». Að svo mæltu kveð jeg yður, herra ritstjóri, fagnað- arlaus kumpán!1. Kvæði Tröjels byrjar svona : „Sanct Peder sad ved Himlens Dor og pikkede“. og endar svo: wsaa vendte hun til Yerden om og foer derhen, og leved der; men aldrig kom hnn mer igjen“. Allri skerðing «siðgæðis» og «velsæmis» verður því að slengja á bak Tröjel sáluga í gröf sinni, og segir þó um hann f æflsögu hans: «hann dó elskaður og virtur af öllnm góð- «um mönnum, sakir þess að hann var maður vandaður í «öllum hugsunarhætti sínum». Sjera Bjeaður segir að sltáldskapurinn á kvæðinu sje «klaufalegur og styrður». Á það ekki að vera kveðsltapurtnn? En hvílíkur er sá, sem rekur upp þennan ástæðulausa og á- mátlega sleggjudóm? Er það maður, sem heflr vit á því, eða sem sje trúandi til orða sinna? Langt frá! Það sem hann hefir látið frá sjer á prenti, er að vöxtum og gæð- um bæði minnaogómerkara,enþað afar-litla, sem prentað er eptir mig. Hann hefir því hvorki vit nje vilja til að segja satt, enda hef jeg fyrir mig að bera dóm ýmissa manna um, að kvæðið sje vel liðugt-, og meðal þeirra manna er sá maður, sem bæði er víðara og betur kunnur um allt ís- land, en sjera Bjeaður. Loks þakka jeg þó sjera Bjeuðum fyrir þær góðu hugmyndir, sem hann hefir haft um nafna minn, skólapilt, en þó honum þyki það eigi trúlegt, þá er bæði hann og jeg einn og sami Jón Olafsson. — Prestaköll 1. þ. m. samþykktu 6tiptsyflr«ö]din afe þeir heftiu brautaskipti sjera Vigfús Sigurtsson og sjera Sveinn Skúiasou, sjera Sveinn flytur því at Stabarbakka og sezt ab því brauti, en sjera Vigfús verbur kyrr á Svalbarti. 1) Sjá: „Lyrische Bluhmenlese1-. Leipzig. 1774. und 1778. 1) cfr. Lárenzíus-sögu. 12. cap. Útgefandi: «Fjelag eitt í Reykjavík«. — Ábyrgðarmaður: Friðrik Guðmundsson. Preutabur í lands-preutsmibjuuni 1868. Einar púrtarsou.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/90

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.