Baldur - 05.08.1868, Síða 1

Baldur - 05.08.1868, Síða 1
(k-'lf"’ Auglýsingar og grein- ir um einstaMeg efni eru telcin í blað þetta, ef borgaðir eru 3 sk. fyrir hverja linumeð smáu letri (5 sk. með stœrra tetri). Kaup- endur fá helmings af- slátt. Sendur kaup- endum ókeypis. Þeir, er viJja semja um eitthvað við rilstjórn blaðs þessa, snúi sjer í því efni til ábyrgð- armannsins, Friðriks bókbind. Guðmunds- sonar, er býr í húsinu nr. 3 í Ingólfsbrekku. Verð blaðsins er 24 sk. ár-þriðjungur hver (6 blöð), og borgist fyrir- fram. 1. ár. Reykjavík 5. dag ágúst-mánaðar, 1868. 12. blað. Efni: Ný-Grikkir. — Börknn á veiíarfærura. —Náhrafnarnir (kvæbi eptir Ján Olafss). — Frjettir innlend. — Agrip nm „Lærdnmslistafjelag- ib“ — f Jiín Jjnríiarson Thóroddsen (kvæbi). — Anglýsingar. NÝ-GRIKKIR (úr dönsku máli). í>á er Georg, sonur Iíristjáns konungs hins IX., varð konungur á Grikklandi, fór suðurþangað með honum mað- ur, að nafni Þeódór Hansen. Hann hefir nú dvalið þar síðan og verið hirðprestur konungs. Hann hefir þannig átt kost á, að kynna sjer ástæður Ný-Grikkja, enda hefir hann nú gefið út bók á danska tungu, er lýsir ástandinu þar, einkum í andlegum efnum, og nefnist sú bók >Frá G rikkj uma (»Grœske forhold«). Um þær mundir, sem Grikkir fengu danskan konung yfir sig, var það einhverju sinni, að prestskepna nokkur í Danmörku ljet í Ijósi þá skoðun, hvort það atvik, að Grikkir fengju konung af danskri ætt, myndi eigi geta orðið til þess, »að Danskurinn gæti nú með hjálp Grikkjans snúið Tyrkj- anum á kristilega danska trú(!)«; prestskepnan hefur nú líklega í sinni heilögu einfeldni haft eins kúfaðan og fleyti- fullan mæli af trúnaðartrausti á drottinn sinn, eins og nið- ursetukellíngin hornfirzka, sem hugði, að guð mundi bæta hag sinn með því, að láta sig giptast byskupinum, »því að ekkert er drottni ómáttugt«, sagði kerling. — En hver sá, sem les bók sjera Hansens, mun stórlega verða að efast um, hvort það mætti eigi kalla framför, að minnsta kosti að siðferðislegu leyti, ef Hund-Tyrkinn fengi snúið Grikkjum og gert þá að góðum og trúföstum Múhameðlingum. Bók þessi Hansens prests er bein áskorun um hjálp til handa trúboða einum, er Laskaratos heitir; hann stend- ur einn uppi í Grikklandi, og hefur, að hætti siðbótar- manna, stofnað sjer í þann háska, að við liggur, að hann þoli píningarvætti fyrir það, er hann boðar kristni og talar trú fyrir Grikkjum. Yjer erum þess vissir, að lesendum vorum mun þykja fróðlegt, að sjá fá ein brot úr efni bókar þessarar, og telj- um fullvíst, að þeim leiðist það eigi. Laskaratos er íónskur maður, frá Haus-ey (Kefalonia, sem er stærst íónsku eyjanna); hann er fæddur árið 1811 af göfugu foreldri; hann var neyddur af þeim, er að hon- um stóðu, til, að leggja sig eptir lögvísi, og tók hann em- bættis-próf í þeirri grein. Síðan er hann fór ulan til að fullkomnast í mennt sinni, þá opnuðust augu hans svo, að hann sá eymd ættjarðar sinnar. Þegar er hann var heini kominn tók hann að yrkja háðdeilur um svínshátt og sóða- skap þann, er átti sjer stað í prestastjettinni ogá heimilis- brag manna. Hann var svo farsæll að hljóta gott kvonfang; gekk hann að eiga ítalska konu ; var það hinn bezti kvenn- kostur; efldi hún hann og aðstoðaði í siðbótum hans. Árið 1856 gaf hann út »Launungar IIaus-eyjar« (»Kefalonias mysteriera)-, í þeirri bók dregur hann skýluna af öllum aum- ingjaskap og svivirðing hins kyrkjulega og borgaralega fje- lags; settu klerkar hann þá í bann; hefir hann síðan ritað dagblöð og flugu-rit og kennt, og lagt allt í sölurnar fyrir hið góða málefni; hafa »papad«-arnir (geistlegi skríllinn) ofsótt hann ; og hefur hann ótrauður og með hinni mestu sjálfs- afneitun barizt eins og sannleikans postuli; en mótstaðan, sem hann fær, er of ósigrandi og hjálpina ekki að telja; honum hefur verið varpað í karma-dýflizu1, og orðið að sæta smánun og ofsóknum skrílsins og óþjóðalýðs hins arg- asta, og nú, sem stendur, liggur við að hann líði nauð. Sjera Ilansen tekur upp í bók sína lýsingu Laskara- toss á löndum sínum og siðferði þeirra; en sú lýsing er allt of stórkostleg, umfangsmikil og efnisrík til þess, að ágrip af henni verði sýnt í svona litlu blaði, svo nokkuð megi heita og í lagi fari. Það eru hvað um sig stórkost- legar ægimyndir, er hann sýnir oss af barna uppeldinu, sóðaskapnum í híbýlum manna, illsku skrílsins, kúgun kvenna, sölunni á dætrum í hjónaband, embætta-svældinni, okrinu, svikunum, trúleysinu, tjóngleði manna eða bölfró (iSkadefryda) við náungann, afvegaleiðslu alþýðunnar o. s. frv., o. s. frv., o. s. frv. Grikkir hafa þrenn trúarbrögð — segir hann —: ein er sú trúin, sem þeir játa, en breyta ekki eptir, ein, sern þeir breyta eptir, en játa ekki, og enn ein, sem þeir bæði 1) Karma-dýflizn nefni jeg þess kyns fangelsi, er þiljní) ern snndur í karma et)a klefa. Er þab gjört föngnnum til enn meiri kvalar, svo a?) eigi býr nema einn í hverjum karmi, og eru þeir þaunig skildir frá öllnm samvistnm manna. 45

x

Baldur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/90

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.