Baldur - 18.08.1868, Side 1
Fylgir 1. ári, 12. blaði.
1868.
ÓKEYPIS
viða nkablað við „BaI<Inr“.
Reykjavík 18. dag ágúst-mánaðar,
Efni. Frjettir inril. — Gíílir landar! — Tafla yflr veiráttn. —
Frjettir útl. — Veríilag á korni. — Pústskipii). — Skjaldakotsmálii). —
Vísitazíuferi) bysknps. — Spnrning. — Prestaköll.
FRJETTIR INNLENDAR.
Loksins hafa kaupmenn kveðið upp með verð á salt-
flski, svo að nú er fast verð hjer á öllum flski þannig:
Hjá kaupmönnum : Hjá Svb. kaupm. Jacobsen:
saltflskur skpnd. á 20 rd. . 24 rd. . mismunur 4 rd.
harðurflsk.skpnd. á 36 — . 40— . — 4—
Hver sem leggur inn 25 skpnd. af flski (hvort sem er verzl-
unarfjelag eða einn maður) græðir þá 100 rd. á því að
verzla við Jacobsen, en tapar 100 rd. á því að verzla við
aðra kaupmenn. Á hverjum 250 skpnd., sem Jacobsen flyt-
ur út úr landinu, græðir landið 1000 rd. Petta munarstór-
Ije á mikilli verzlun, og hlýtur þó Jacobsen, sem byrjaði
verzlun víst af litlum efnum, að vera skuldugur erlendis;
mundi nú eigi vera til vinnandi fyrir þá, sem geta, að halda
slíkum kaupmanni við, með því að verzla sem mest við
hann? en mönnum kann að þykja nokkuð ísjárvert, eins og
nú stendur, að leggja flsk inn til hans, ef menn ekki skulda
honum, af því hann er nú kornlaus; en hinir kaupmenn-
irnir eru heldur ekki byrgir. Vjer vitum ekki betur, en að
kaupmaður Jacobsen hafl sent skip til kornkaupa, og — eptir
því sem síðar sjest í þessu blaði — þá verður það korn sem
á að koma í haust víst selt með tatsvert lægra verði, enn
verið heflr, þar sem korn er nú fallið í verði. Vjer verð-
um því helzt að álíta, að bændur ættu að geyma honum
fiskinn, ef þeir ekki treystast til, eins og nú stendur, að
leggja hann inn hjáhonum; en fleygja ekki flskinum í hina
kaupmennina, er ver gefa fyrir hann; það hefði víst orðið
lítið, sem þeir hefðu gefið fyrir fisk í ár, ef Jacobsen hefði
ekki verið hjer.
Kafli úr briefi úr Húnavatnssýslu d. 7. ágúst þ. árs.
»Hvað veðuráttu snertir, þá var hjer mjög votviðrasamt,
eins og fyrir sunnan, frá því umJónsmessu og fram í 14.
viku sumars (fram um 20. júlí). Almennt var tekið til slátt-
ar í 12. vikunni og sumstaðar öllu fyr. Tún voru mæta-
vel sprottin og svo mun harðvelli vera víðast hvar. En nærri
lá, að töður mundi stórlega skemmast og rýrna í vætum
þeim, sem stöðugt gengu framan af túnaslættinum, því tað-
an var víða orðin hálfsmáuaðar áður en nokkurt strá væri
þurrt afhenni. En þá kom þerrir í samstæða viku, svo töð-
urnar hirtust og nýttust vel á endanum, það var um lok
júlí-mán. Um þær mundir var því víðast haldinn tyllidag-
ur í þess minningu hjer í sveitum, blessaðnr töðugjalda-
dagurinn, eins og lög gjöra ráð fyrir. Mjer er óhætt að
fullyrða, eptir því sem taðan var mikil og góð, að töðu-
gjöldin hafl verið úti látin með heiðri og sóma af ílestum
húsbændum í því sem erfiðsfólki kemur opt vel, staðgóðri
máltið, kaffi með brennivíni í, og kann ske brennivíni þar
fyrir utan(H) þeim duglegustu. Eegar þetta þrennt fer sam-
an í ríkulegum mæli, þá eru flestir ánægðir með sig og
lífið, enda þykjast þeir allir, sem standa í lögskilum og ljúka
laglega við eyrisvöllinn (3 daga sláttinn) á vikunni, eiga
þetta hnoss skilið, þegar þeir þar á ofan eru ötulir að
þurrka, sæta og binda svo allt gengur liðlega. Það sem af
er slættinum, er hinn skemmtilegasti sumartími, sem flestir
hafa nú lifað í mörg ár hjer fyrir norðan; það er mjer ó-
hætt að segja. íslendingar eru almennt ekki svo örir í
skapi, að þegar megi lesa út úr þeim, hvort þeim líkar vel
eða illa, en engum ókunnum manni, sem hefði farið hjer
um sveitir og tekið eptir fólki, mundi nú hafa dulizt, hver
ánægjusvipur var á öllu, og að menn gengu glaðir að vinnu
sinni, o: heyskapnum, því grasið er nóg og nýtingin enn
að því skapi. Annaðhvort af þessu eða hvorttveggja er
lengi búið að vanta. Ef sumar þetta ræðst vel hvað veð-
uráttu snertir fram til hausts og menn hafa svo gætur á að
setja skynsamlega á hey sín, sem reynslan ætti að vera
búin að kenna hverjum, sem ber bónda-nafn, þá er það ekki
vafamál, að menn rjetta við stórum eptir árið sem leið, eða
öllu heldur blómgast, og er þó satt að segja, að bændur
hafa átt við ramman reip að draga þar sem verzlunin er síð-
an í fyrra sumar. Þá máttu þeir segja: •>Allt kvam senn
at svinnum«. Yá var mikið grasleysi eptir mesta harindis-
vetur. Fjenaður gekk fram langkvalinn og horaður. Ull
þriðjungi minni og helmingi minni en vant var. Verð á
útlendri og innlendri vöru undir eins hið lakasta. Korn-
matur fjekkst því ekki nærri að þörfum. Málnyta einhver
hin rýrasta, sem menn vita til. Heynýting einstaklega bág.
Af þessu er auðsætt ástand manna hjer fyrir norðan I fyrra
haust. En af því að menn skáru niður lömbin vegna hey-
leysisins og lögðu mikið fje frá, þá komust menn af vet-
urinn sem leið. Nú þó verzlun batnaði ekki að sinni þá
var þó allt betra en áður. Ull varð miklu meiri en í fyrra,
því fjeð gekk svo vel undan, og málnytan er betri yfir höfuð.
Þessar tvær afleiðingar af góðri meðferð á fjeuu eru tvær
ótæmandi auðsuppsprettur fyrir sveitabóndann, en sem fæstir
og ef til vill enginn leggur nóga stund á. I’ar á ofan hafa
menn hjer i sveitum lagt meira kapp og almennara á grasa-
tekju, en nokkru sinni áður, þvi af flestumbæjum heflr fólk
farið á 2 og 3 fjöll og legið viku, hálfan mánuð eða 3
vikur i senn.
Menn eru fyrir löngu komnir að raun um það fyrir norð-
an, eins og yður er kunnugt, að fjallagrösin íslenzku eru