Baldur - 12.10.1868, Blaðsíða 1
Auglýsingar og grein-
ir um einstakleg efni
eru tekin í blað þetta,
ef borgaðir eru 3 sk.
fyrir hverja línu með
smáu \letri (5sk. með
stœrra letri). Kaup-
endur fá helmings af-
slátt. Sendur kaup-
endum ólceypis.
l’eir, er vilja semja um
eitthvað við rilstjórn
blaðs þessa, snúi sjer
í því efni til ábyrgð-
armannsins, E'riðriks
bókbind. Guðmunds-
sonar, er býr í húsinu
nr. 3 í Ingólfsbrekku.
Verð blaðsins er 24 sk.
ár-þriðjungur hver (6
blöð), og borgist fyrir-
fram.
1. ár,
Iteykjavík 12. dag október-mánaðar, 1868.
15. blað.
Efni: Póstskip. — Mannslát. — Tilskipun. — Frjettir ntlendar. —
Frjettir inniendar. — Látnm oss biíija. — Agrip nin lærdómsiistafje!.—.
Um Jjjóíiólf. — Svar til „2“ í Jrjóbólfl. — Embættispróf — Embætti.
— Heibursmedaiía,— Anglýsing, — Prastaknll. — Nefcanm.: Tröliafoss (Endi).
Póstskipkom loksins 8. þ. m., ogmeð því meðal ann-
ara Sig.Melsteð, lector við prestaskólann, kona hans og sonur,
stud. art. Helgi Melsteð. Einnig frú Arnesen og svo tveir
Englendingar, er hafa keypt Krísivíkurnámana fyrir 18000rd.
Þeir ætla, að sögn, að verka brennistein þar í vetur. Korn
kom allmikiö meö póstskipi, en nokkuð af því ætla menn hafi
skemmzt af sjógangi.
Með póstskipinu barst sú harmafregn landinu, að
3. dag eptir að póstskip fór frá Höfn, eða 21. dag sept-
embermánaðar, hefði látizt i Höfn rektor, prófessor
Bjarni Jónsson; hann hafði legið þungt haldinn af
lungnabólgu, er póstskip fór frá Höfn, en þessi svip-
legi sorgaratburður var íluttur með frjettafleygi til Eng-
lands, og náði póstskipinu þar.
Rector og prófessor Bjarni Jónsson mun mönn-
um harmdauði um allt land, því að svo mikið álit hafði
hann á sjer, og það að verðleikum. Þó munu fáir
fremur finna, hvað þeir hafa misst, en lærisveinar hans,
er varla munu fyrst um sinn eiga von á slíkum manni
yflr sig.
Vjer viljum með þessum línum að eins flytja hina
sorglegu fregn, en eigi minnast að svo stöddu hins
látna fremur, enda mun það óþarft, því að hans mun
«lengi lifa minning merk
í minni íslands niðja».
TILSKIPUN
um breytingu á ákvörðununum um gjald spítalahlutanna,
sem nú kom með póstskipinu, finnst oss eiga vel við að
verði sem ílestum gjaldendum kunn, og setjum vjer því
hana hjer. Ilún hljóðar svo:
Vjer Kristján Ilinn Niundi, af guðs náð Danmerkur
konungur o. s. frv. gjörum kunnugt: Eptir að Vjer
höfum meðtekið þegnlegt álitsskjal Vors trúa alþingis um
frumvarp, sem fyrir það heflr verið lagt, til tilskipunar um
breytingu á ákvörðununum um gjald spítalahlutanna, er svo
eru nefndir, á íslandi, bjóðum Vjer og skipum fyrir á
þessa leið:
1. grein.
Af öllum bátum og skipum, sem gjörð eru út og liöfð
til fisk‘veiða á íslandi, skal hjer eptir goldinn spítalahlutur
samkvæmt reglum þeim, sem hjer fara á eptir:
a) af hverÍu tólfræðu hundraði af þorski, ísu, steinbít og
háfl, sem afiast, skal goldin hálf alin, og að því skapi
af því, sem ekki nær hundraði;
b) af bverri lýsistunnu, sem aflast, skal goldin ein alin og
að því skapi af því, sem minna er.
2. grein.
Gjaldið rennur í læknasjóðinn islenzka, og skal í fyrsta
skipti heimtað saman eptir þessari tilskipun 12. maímán.
1870; skal þaö goldið í peningum eptir meðalverði á hvoru
um sig, fiski og lýsi, í verðlagsskrá hvers árs.
3. grein.
Skipseigandi skal greiða spítalagjaldið afhendi, efhann
er innanhrepps, ella formaður. Eigi fleiri skip saman og
sjeu eigi allir innanhrepps, þá skulu þeir gjalda sem inn-
hrepps eru. Sje formaður sá, er gjalda skal, utansveitar-
maöur, skal hann hafa greitt hreppstjóra eða lögreglustjóra
gjaldið, áöur hann fer burtu úr breþpnum. Greiðandi hefir
rjett til endurgjalds af öllum þeim, er hlut taka af skipi
því, að hlutfalli rjettu.
4. grein.
Hreppstjórarnir og bæjarstjórnin í kaupstöðunum skulu
balda nákvæma skrá um alla báta, opin skip og þilskip,
sem höfð eru til fiski- eða hákallaveiða í hreppnum eður
umdæmi bæjarins á tímabilinu frá 12. maímán. árið fyrir
til sama tímabils árið eptir; skal þar skýrt frá eigendum
skipa og báta og afia-upphæð þeirra eptir skýrslu hlutað-
eigandi formanna, gefinni undir eiðs tilboð.
Skrá þessa skal leggja fram fyrir sýslumann eða bæj-
57