Baldur - 12.10.1868, Blaðsíða 4

Baldur - 12.10.1868, Blaðsíða 4
60 hans. Fjekk Jón aptur brátt vtnsamlegt brjef írá Guldberg, sem óskaði fjelaginu til heilla, og skrifaði sig í fjelagið, var þá strax haldinn fundur og honum ritað þakklætisbrjef. Eins og Jón Eiríksson byrjaði með elsku, alúð og for- sjá að ala önn fyrir fjelagi þessu, og ijet ekkert óveður, tálmanir eða annir aptra sjer frá að sækja fundi þess í fyrstunni, eins hjelt hann því áfram til æfiloka, en ekki þótti honum gjörlegt fyrst um sinn að beiðast þess, að það yrði kallað konunglegt, hann kvað það .lofsnemmt, fjetagið er en ungt, því hlýðir að erflða nokkuð lengur, áður það nær því tignarnafni«. Stóð fjelagið nú á góðum grundvelli til dauða hansl787. Þaðsamaár hinn 22.júní, gaf Kr. konungur hinn 7. því leyfi til að nef'nast »hið konunglega íslenzka lœrdóms- listafjelag«; varð þá Laurus Andreas Thodal, er verið hafði stiptamtmaður yflr íslandi frá 1770—1785, forstöðumaður þess, en þó honum væri í mörgti vel farið, skorti hann mikið á að vera jafnoki Jóns Eiríkssonar, fór þá fjelaginu hnignandi, og kom ágreiningur upp í fjelaginu, vildu sumir flytja það til íslands, en aðrir ekki, en breyta fyrirkomu- lagi þess; fór svo að lyktum, að það ljell niður með öllu, og hætti 1798, var þá seinast gefið út lð.bindið með tit- ilblaði, fyrir árið 1794, en bindið var aldrei fullprcntað, vantaði bæði formála og aptanvið framhald af manntalstöfl- um Hannesar byskups Finssonar yfir Skálholtsstipti. Fje- lagið gaf út, þann tíma er það stóð, ritgjörðir um ýms vís- indi og ýmsan iðnað 1 15. bindum, frá 1780—1794, hafa rit þessi ætíð verið í afhaldi á landi hjer og þykja sjald- gæf orðin, þar þau eru nú orðin að mestu ófánnleg. Að lyktum munu leyfar lærdómslistaljelagsins, hafa verið lagðar til hins íslenzka bókmenntaljelags. J. B. (Sent „Baldri''). UM ..ÞJÓÐÓLF.. 2. SEPT. 1868. Maðurinn, sem ætlaði að fylgja Eiríki sál. frá Guttorms- haga, er hann síðast fór frá Bjálmholti, komst að eíns á- leiðis milli Hjálmholts og Skálmholts í svo nefndan Laun- stíg; kom þetta af því að maðurinn fann ekki annað til að ríða, en tvítugan, latan, púlshest, en Eiríkur vildi heldur flýta sjer því hann var tæpt fyrir að ná ferju, því áliðið var orðið, en fylgdinnni var slitið með samkomulagi beggja, og þeir kvöddust að skilnaði eins og gengur. Hjónin 1 Skálmholti urðu vör við Eirík sál. er hann reið þar um hlaðið. í*au sáu og til hans æði-langt austur á leið að ánni, og þræddi hann stillt og gætilega óglöggan og ó- greiðan veg, er þar er, án þess þau gætu sjeð þess nokk- ur merki að hann væri ógáður. Hví hleypur tjóðólfur nú svo skjótt með ósannan ó- hróður um hinn látna! Gat hann ekki fengið sannleikann eða nennti hann ekki að fá hann? Ástandinu og ástæðunum 1 Guttormshaga lýsir Þjóð- ólfur sjálfur rjett, og heflr tetrið þá ekki þann neista af mannlegri tilfinningu, að geta fundið, hve mikill harma- auki það var foreldrunum, að Ijósta þessu upp um þeirra látna einkason, aðstoð og augastein? Gleðji Þjóðólfur sig við það, að hann varð fyrstur og verður líklega síðastur til þess, að færa hinum syrgjandi þessa góðuhuggunargrein!!! Vænt þótti mjer um, þegar Þjóðólfur dróg ofurlítið úr því að atyrða embættismenn og aðra meðal hinna lifendu, en ekki tekur betra við fari hann fyrir alvöru »að leggjast á náinn«, samanber skýrslu Þjóðólfs um lát J. Thorodd- sens sýslumanns og fl. Þegar jeg las þá grein, datt mjer í hug, að seint kæmi svarið frá "t’jóðólfi Jónssyni og föð- ur hans*. Jú, jú I seint kom það piltar, en feögunum á hagkvæmustu tíö, því að — Thóroddsen var dáinn. (Sent Baldri). SVAR TIL »2« í ÞJÓÐÓLFI (bls. 174). Þú ert líklegailla að þjer í eðlisfræði, lagsil »Börkun« er rjett þýðing á »Galvanisering«. — En síðara spurs- málinu hefðir þú komizt hjá, ef þú hefðir lesið greinina í »Baldri«, en ekki í ..Þjóðólfi"! 5+6-r-2. EMBÆTTISPRÓF. Stúdent Páll Jakob Blöndal gekk undir embættispróf í læknisfræði um mánaðamótin og hefur fengið 1. aðaleinkunn. EMBÆTTI. Borgarfjaðarsýsla er veitt Böving sýsiumanni í Snæfellsnessýslu. — Kand. Þórður Tómásson er settur í lænisembættið á Akureyri, en hefur eigi fengið það veitt eins og Þjóðólfur vill telja mönnum trú um. Þórður er kominn inn á Akureyri. HEIÐURS-MEDALÍA. 12. dag ágúst-m. veittist tveimur íslenzkum bændum heiðurs-medalía; var annar bóndinn Halldór Jónsson á Hrauntúni í Pingvallasveit, en hinn Páll Steinsson á Tjörnum í Eyjaflrði. Auglýsing. Látúnsbúin svipa hefir fundizt hjer við prsntsmiðju- húsið, og getur rjettur eigandi vifjað hennar til mín. Ileykja»ík, 8. oktiSber 1868. Einar Þórðarson. PRESTAKÖLL. Veltt: 3. d. þ. m. K ven n ab r e k k a, og Miþdalaþing (sameinní) þar vit) fyrst um sian nm 3 ár) sjera Jakobi GuþmundsByni á Ríp, vígþum 1851. — í dag eru Heydalir veittir sjera Magnúsi Bergs- syni á Kyrkjubæ. Oveitt: Rípur í Skagafjartarsýsln, metiþ 124 rd. 86 sk. 1867 voru tekjur þess taldar 19.3 rd. 14 sk. Prestsetrií) er rjettgúb bújórl) og bor í meþalári 5 kýr, 70 ær, 80 6au<)i, 30 lómb, reiþhest og brúkunarhross ónnur eptir þórfum. l5r JarílubúkarsJótinum fær presturinn (í stal) Hóla- mótunuar er át)ur var) andviríii 80 punda smjórs. Tíundir eru 174 ái.; iambsfóþnr 17 at) tölu; dagsverk 2; offur 5. Sóknarmeun eru 176. — Auglýst 5. þ. mán. — Kyrkjnbær í Nortiur-Múlasýslu, metinn 459 rd. 82 sk. Auglýst í dag. Útgefandi: »Fjetag eitt i Keykjavíkn. — Ábyrgðarmaður: Friðrik Guðmundsson. Prentatur í lands-preutsmitjuuni 1868. Kiuar pórbarson.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/90

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.