Baldur - 09.12.1868, Blaðsíða 1

Baldur - 09.12.1868, Blaðsíða 1
Auglýsingar og grein- ir um einstalcleg efni eru tehin í blað petta, ef borgabir eru 3 sh. fyrir hverja linu með smáu letri (5sk. með stœrra letri). Kaup- endur fá helmings af- slátt. Sendur lcaup- endum óheypis. Þeir, er vilja semja um eitthvað við ritstjórn blaðs pessa, snúi sjer í pví efni til ábyrgð- armannsins, Friðriks bókbind. Guðmunds- sonar, er býr i húsinu nr. 3 í Ingólfsbrekhu. Verð biaðsins er 24 sk. ár-priðjungur hver (6 biöð), og borgist fyrir- fram. 1. ár, Reykjavik 9. dag desember-mánaðar, 1868. 18. blað. Efni: Póstskip. — Spænska stjórnarbyltingin. — Frjettir útlend — Frjett. innl. — Aiþýbuskóli á Borbeyri. — Skýrsla nm gjaiir til alþýfcu- skðlans. — Verzlunarljel Eyflrtunga. — Stiptsbókasafnib. — Spnruing. — Embætti. — Mannalát. — Vetur. (Kvæbi) — Prestaköll,_______ — Póstskipið, Phönix, skipstjóri Johansen, kom hing- að að kvöldi 6. dags þ. mán.; hafði það haft 11 dagaferð frá Höfn hingað. Skipið kom við á Djúpavog í leiðinni hingað inn. Með þvi komu þessir menn: Enskur maður Jones, og annar danskur, er á'.'að sjá hjer út hentan stað til að leggja á land frjettafleygi; einnig komu með því yngisstúlk- urnar Fanny Schulesen og Steinunn Guðmundsen, og sömu- leiðis Torfi skipstjóri Markússon af Breiðafirði. Fritz Zeuthen, er fór með síðasta póstskipi til Múlasýslna (— það kom eigi á Djúpavog —) kom nú og aptur, því að hann þóttist vanfær til, fyrir vanheilsu sakir, að taka að sjer embætti sitt þar eystra. Með póstskipi var nú flutt hingað á 4. þúsund tunna af kornvöru; þar af munu 900 tunnur hafa verið gjafa-korn. Sumt af korni þessu á að fara á Hafnarfjörð, og hafa kaupmenn hjer í Rvík fengið um 1600 tunnur; kaupm. Svb. Jacobsen átti þar af um 350 tunnur, og Fischer rúmlega svo mikið, og hefir þá eigi verið svo ýkja-mikið er hver hinna kaupmanna fjekk, því að nokkuð af korninu var pantað af einstökum mönnum hjer, er eigi heíir þótt eigandi undir aðflutningum og verð- gæðum kaupmanna. SPÆNSKA STJÓRNARBYLTINGIN. Yjer höfum áður í blaði voru lauslega drepið á upp- reistinaá Spáni; en vjer ætlum, að fjöldanum af lesendum vorum sje eigi ókært, að fá stutt yfirlit yfir ástæður Spáns og hag. J>ví að þá fyrsl skilja menn rjett rás viðburðanna, er menn kunnu orsakir þeirra og tildrög, en þeirra er jafnan að leita í sögunni á undan. Yjer leyfum oss því að færa lesendum skýrandi yfirlit yfir stjórnina þar um hina síðustu íimm tugi ára. Eptir það, er Spánn hafði vel varizt yfirgangi Napóle- ons, var friður gjörr í París, ár 1814, og frá því var Ferdinant 7. einvaldur á Spáni, og eigi framar áreittur af öðrum þjóðum. far eð þjóðin hafði nú varizt svo vel móti erlendum ágangi, hefði það verið skylda Ferdinants, að við halda frið og spekt í landinu, og þakka svo þjóðinni hreysti sína; en maðurinn var aldrei þakklátur. Hið fyrsta starf hans, er hanu var í næði kominn, var það, að festa og efla vald lendra manna (aðalsins) og klerka, hann inn leiddi hinn djöfullega rannsóknarrjett (inquisition), og krist- munkafjelagið (jesuit-orden), sem jafnan hefir öllum hvum- leitt verið, utan þeim fúlu bófum, er í þjónustu þess hafa verið; og fólkið, er eigi vildi þýðast þessar atfarir, var sett í varðhald og drepið í stórhópum. Það var nú svo sem auðsjeð, hvað af þessu hlaut að leiða, enda beið það ekki lengi, því að árið 1820 var uppreist hafin gegn konungi, og hann til neyddur, að takmarka vald sitt á sama hátt og verið hafði 1812. En þá voru nú þeir tímarnir, að allir einvaldar norðurálfunnar voru allir á nálum af ótta og skelfingu, ef nokkurs staðar bar á frelsishreifingum, og ótt- uðust að sú pest mundi sóttnæm vera, og ef til vill koma við í sínu landi, og koma sjálfum þeim á kaldan klaka, og var þeim því um að gjöra, að drepa þegar í fæðingu hvern frelsisneista, er þeir sáu glæðast, svo að eigi skyldi bál af verða. Hertoginn af Angouléme var því sendur í broddi fylkingar fyrir frakkneskum her, er óð inn á Spán, og bældi landsmenn til hlýðni við konung, og hjelt hann þá fram hinu gamla horfi á nýjan leik, og studdí klerkdómur- inn hann til dauðadags. Eptir erfðalögunum (salishu lög- unum) átti bróðir konungs, Karl, (Don Carlos) að erfa ríki eptir hann, því að Ferdinant var barnlaus. Til hans hneigð- ist klerkdómurinn, af því að hann átti konungstignina í vændum. En frelsismenn hölluðust að Maríu Kristínu, konu Ferdinants 4., er virtist fremur frjálslynd, og þá er hún varð þunguð, 1830, nam konungur salisku erfðalögin úr gildi og kvað svo á, að barn Maríu Iíristínar skyldi ríkið erfa að sjer liðnum. Karl konungsbróðir varð við þetta æfur og reiður og stökk úr landi. Árið 1833 dó Ferdinant konungur, og fengu frelsismenn þá viðurkennda sem drottn- ingu, ísabellu, erMaría Iíristín hafði fædda 10. d. október- mán. 1830; en fyrir því, að hún var barn að aldri, skyldi móðir hennar stýra ríkinu. Karl vildi nú brjótast til valda; en þótt ísabella væri viðurkennd drottning af Englum og Frökkum, þá hafði Karl þó lengi vel betur; stóðu deilur þær i 7 ár, 1833—1840. Þeim Iíarlungum veitti betur í fyrstu, en þó fjell nýtasti hershöfðingi þeirra, Zumalacar- 69

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/90

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.