Baldur - 09.12.1868, Blaðsíða 2

Baldur - 09.12.1868, Blaðsíða 2
70 regui, og loks kom þar að, að Karlungar biðu ósigur, en Karl konungsbróðir flýði sjálfur til Frakklands. Þó varð ekkjudrottningin, er stýrði ríkinu, brátt óvinsæl, er hún gjörði ýmsar tilraunir til, að minnka veg frelsismanna; hún varð að láta af stjórn; síðan voru tveir menn, hvor eptir annan, Espartero og Narvaez, fyrir sljórninni, en urðu hvor um sig frá að hverfa. Loksins varð ísabella sjálf mynd- ug 1843, og giptist skömmu síðar Fransesco af Burbon. Narvaéz var nú ráðgjafi drottningar til 1851; þávarð hann fráað hverfa, fyrir þá sök, að hann þótti efla mjög konungs- valdið og hneigjast að Frakklandi og varð fyrir það óþokkaður af alþýðu. Vjer skulum eigi þreyta lesendur lengi á sög- unni þaðan af, því að síðan hafa verið einlæg ráðgjafa- skipti, en enginn tollað fastur við. Merkastur þeirra var þó 0’ Donnel. Allt af hefur óeiningin verið milli frelsis- manna, og klerka og aðals hinum megin. Eru nú sem stendur helztir flokkshöfðingjar Serrano og Prim. Af yfirliti þessu sjest, að saga Spáns um hin síðustu 30 ár er einlægt áframhald byltinga og breytinga, er kem- ur af stjórnleysi og vegfýsi flokkadráttarmanna. Nú sem stendur er ísabella brott rekin, og kemurað líkindum til Spáns aldrei framar aptur. Bráðabyrgðarstjórn er sett, og viðurkennd af flestum ríkjum í norðurálfu; en eigi er útsjeð um það enn, hver verði stjórnarskipun á Spáni. Spánverjar hafa boðið Portúgalskonungi konung- dóm, en hann vildi ekki þiggja. Þeir hafa gengið fyrir dyr ýmsra konunga og konungssona og spurt: »Villu vera konungur á Spáni?« En þeir hafa sagt: »Nei, jeg þakka fyrir gott boð«, og er það að vonum, því að eigi mun það síður vandi en vegsemd. Spánn þarf mann til konungs, er með nægilega föstum vilja, einurð, þreki og elju geti bælt niður alla flokka og flokkadráttaranda, haldið erlend- um þjóðum frá að blanda sjer í mál landsins, en um allt fram yrði hann að hafa sanna ást á ættjörðu sinni, og líta fremur á hennar hag, en ráð kaþólskra klerka. Það er reyndar enn vafasamt, hvort Spánn verði kon- ungsríki eptirleiðis, eða þjóðveldi, en vonandi er að hið fyrra verði, því að sagan og reynslan sýnir, að hæfilega einskorðað konungsvald er heillaríkast og affarabezt hverri þjóð; lýðveldin eiga sjaldan langan aldur. Fái Spánn þann mann, er hann þarf á að halda, er vonanda, að landið rísi úr ösku og hljóti það sæti, er því sýnist eðlilega að vera ætlað meðai ríkja norðurálfunnar. —s—n«. UTLENDAR FRJETTIR. Frá Spánaruppreistinni er sagt hjer a?) fratnan! Frá Vesturheimi kunnum vjer það að segja, að for- setavalið er þar nú fram farið. Hefir Ulysses Grant fengið langflest atkvæði. í næstu blöðum skulum vjer skýra gjörr frá því, og munum vjer þá láta blað vort færa stutt og leiðbeinandi yfirlit yfir ástand stjórnarinnar þar. Stjórnarbótarmál vort íslendinga er nú komið svo á leið, að lagt hefir verið fyrir rikisþing Dana frumvarp um fjártillagið, og eru þegar loknar um það tvær umræður; aldrei hefir litið eins vel út fyrir því máli, sem nú, og er þess öll von, að það fáistnú, er lengi hefir verið um beðið ; þó munu breytingar verða frá frumvarpi þingsins nokkrar (t. a. m. um sameiglegu málin), en að líkindum eigi marg- ar verulegar. Að því er fjárhaginn snertir, þá lúta helzt allar líkur að þvi, að ísiendingar fái 50,000 rd. árstillag, auk bráðabyrgðartillagsins (10,000 rd. um 12 ár, erminnka um 500 rd. á ári eptir þann tíma), og má telja allsannlegt, að þetta muni helzt úr verða, því að fram á það fór frumvarp það er stjórnin lagði fram fyrir rikisþingið, hvort sem Jóni Guðmundssyni (er jafnan hefir barizt örugglega móti því, er betur átti viðíþessu velferðarmáli), og hans kumpánum þykir betur eðaverr. Landi vor, hr. skjalavörður Jón Sigurðsson, R. af Dbr., hefir átt í hörðum blaðadeilum við danskinn um mál þetta, og er ekki að því að spyrja, hvorum þar veitir bet- ur; það mætti verða gleðiríkt fyrir þennan mann, ef hon- um auðnaðist að lifa það, að ísland fengi stjórnarbót, og sjá þannig heillaríkan árangur starfa síns, þess er hann hefir helgað líf sitt, fjör og krapta. Frá því, hversu máli þessu hefir byrjað á ríkisþinginu höfum vjer greinilegar skýrslur, en þær verða í þetta sinn að bíða næstu blaða. Stjórnarbótarmálið sjálft kemur aptur fyrir alþing; en það er auðsjáanlega rangt, er Þjóðólfur segir um nýjar kosningar. «Z—s—n.» FRJETTIR INNLENDAR. Pósturinn kom að norðan 4. dag þ. m., en vestanpóstur var kominn nokkrum dögum áður. Að norðan er fátt að frjetta. Svo segir í brjefi af Akuriyri 16, f. mán.: »Heilsufar manna og tíðarfarið er ágætt; fiskiafli er talsverður, eptir því, sem verið hefir undanfarin ár; í vikunni, er leið, voru 73 til hlutar á Böggustaðasandi (út af Svarfaðardal)«. Yfir höfuð erlátið allvelaf aflanum, en lielzt kvartað um beituskort. Austan úr Múlasýslum hefir frjetzt, að haustáfellið, það, er um var getið í Baldri (viðaukabl. við 16.—17.), hafi komið þar við, svo að sums staðar (í Alptafirði?) hafi fje hrakið fram af björgum í ofviðri. Hjer fyrir sunnan hefir tíðin verið nokkuð umhleyp- ingasöm, og sjaldan gefið á sjó, en afli fyrir, þá er gefið hefir. Suður á Strönd og í Njarðvikum flskaðist vel fram- an af haustvertíðinni; hvað landbúnaðinn snertir, þá befir hjer um mánaðar tíma verið mikið blíðviðri. Ekki vitum vjer til, að kaupm. E. Siemsen liafi orðið við bón nokkurra Rosmhvalaneshrepps - manna um kornbótina, (sjá Baldurs 17.—18. blað); en það eru líkindi til, að öllum fátækum hreppum hjer sunnanlands sje borgið, ef rjett er farið með gjafakornið. — Samskot til íslendinga. Menn hafa skotið fé saman í Danmörk handa fátækum íslendingum, og er það mikið fje. (Úr hjeröðum í Danmörk og Höfn, um 17,000 rd.), og bætist daglega við það. Frakkastjórn kvað og hafa gefið um 5000 franka?) og víðsvegar annarstaðar í Frakklandi er ver- ið að safna gjöfum en eigi eru pœr hingað komuar.

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/90

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.