Baldur - 04.01.1869, Blaðsíða 1
Reykjavik,
4. dag janúar-mánaðar.
Annað ár, 1869.
JK 1.
Verí> árgangs or 4 mrk 8sk, og borgist fyrir lok september- <v\si8/a- Borgun fyrir auglýsiugar er 1 sk. fyrir hverja 15 smáletursstafl
máualbar. Kaupendur borga engan buríareyri. efcur jaflist(^rj r(jm Kaupendur fá helming9-afslátt.
Efui: Tii lesenda. — Allt er bezt meb gát. — Fjármál vort á þiugi
Daua. — Ávarp. — Mannalát. — Frjettir iunlendar. — Auglýsing.
— Neþanm: Æflntýr í Nodbur-Kastiiíu.
TIL LESENDA!
Vjer óskum yður og landi voru og löndum öllum
gleðilegs ný-árs, og þökkum kaupendum vorum og ölium
þeim, er vjer höfum góða kynningu af haft, fyrir gamia
árið. Vjer látum «Baldur» byrja annan árgang sinn, og
lofum því einu um hann, sem vjer viljum og kunnum að
efna, en það er það, að þessi árgangur, er nú fer í hönd,
verði að því skapi betur úr garði gjörður, en hinn fyrsti,
sem það er hægra, að halda fram verki, en að byrja það.
Vjer munum nú ræða mál þau ýmis, er land vort varða,
og er þess því síður vanþörf, sem blöðin eru færri, og
sum þeirra virðast að vera í fjallgöngum og hrossaleit og
ýmsum öðrum mikilvægum önnum, svo sem að leita að
kláðalúsum, er lifað hafa á landi hjer, en nú eru dauðar,
svo að þau hafa eigi tíma til, að líta í kring um sig og
gefa sig við hjáverkum í þarfir ættjarðar sinnar, og þá
sjaldan að litið er í þá átt, eru greinir þess efnis optast
misskildar og efnislitlar. Vjer tökum eptirleiðis auglýsing-
ar og greinir um einstakleg mál í blaðið sjálft, en látum
þetta ár verða að þvi skapi stærra, en hið fyrra, en verð
hið sama.
Vjer biðjum menn, að sýna oss vorkunnsemi og um-
burðarlyndi, og að hafa ekki of mjög augun á því, þótt
ein sjerstök grein, eða svo, falli eigi mönnum í geð, ef
annað er ileira betra; því að bæði er ervitt að gjöra öll-
um til hæfls, og svo er eigi mest í það varið, að allt sje
stórlýtalaust, en ehhert, ef til vill, að gagni; heldur virðist
vel við unanda, þótt nokkuð lalsvert kunni út af að bera á
stöku stöðum, ef margt er á milli, sem verulegt gagn er
í, — ekki meinhæg lognmolla, heldur mergjaður kraptur
og sannleiki.
Vjer höfum þetta ár brugðið út af með þriðjunga-
borgun, því að samgönguleysi gjörir það lítt unnt, að halda
henni fram; en eptirleiðis viljum vjer biðja alla, að hafa
lokið borgun árgangsins í lok september-mánaðar; er það
öllum vorkunnarlaust, að vera búnir þá, er vjer höfum
lagt út kostnað fyrir mestan hlut árs.
Reykjavík á gamlársdag 1868.
«Fjelag eitt í Keyhjavík».
ALLT ER BEZT MEÐ GÁT.
(Niðurlag). í »Eptirmælum 18. aldar« talar Magnús Ste-
phensen þannig um óviturlega hrossaeign íslendinga: —
«Það tel jeg annars með óráði barna minna (lætur hann
ísland segja), að þau langmest í þinni tíð (o: á 18. öld) eink-
um Ivisvar, nefnil. 1754 og 1783, liafa óviturlega Ijölgað
svo hrossum, að margir hafa bæði farið á mis við fullt
gagn af búsmala sínum, hvar örtröð heflr að þrýst, og þó
enn fleiri í stórfellum misst vegna óþarfa-hrossa meira
af málnytu sinni, en annars hefðu þurft eður máttu missa,
því nærri má geta, hver nauðsyn hafl verið fyrir bónda að
eiga jafnvel 150 til 200 hross, og lika, hvern skaða
örtröð af þeim á landinu hafi mátt orsaka á málnytu, og
eins þá mestur hluti þvíliks fjölda fjell á eptir, hversu við-
hald þeirra í lengstu lög hefirorðið þungbært og felltmeð
þvi móti ásamt sjer ijölda kúa og sauðpenings. í*á mátti
sízt kalla, að »hestabeit væri hagabót", er jeg var nöguð af
svo til óbóta af þvílíkum hrossagrúa, því færri þurftu til að
verja mig dáðlausum sinuhærum». (Eptirmæli 18. aldar,
bls. 70—72).
Fyrir fellinn mikla 1783—85 voru 36,408 hross talin
í landi hjer, og er talið, að af þeim hafi fallið á þessum
árum 28,013. Telur Magnús Stephensen það minnstan
skaða fyrir landið, þó hrossin fjölguðu eigi jafnmikið aptur.
En jafnskjólt og batnaði nokkuð í árinu, tóku landsmenn
af nýju að fjölga hrossunum hóflaust og stjórnlaust; hefir
sýslumaður Jón Espólín í Árbókum sínum kvartað yfir þess-
um eyðileggjandi lands-ósið á fyrra helmingi þessarar aldar.
Hann segir svo: — «AUar sveitir voru suður og norður
fylltar með hross og hvergi meira en í Borgarfirði og
Skagafirði, og til hinnar mestu ánauðar og beitarspillis
arðpeningi; vildi hvert hjú eiga hross: eitt, tvö, þrjú eða
fjögur, og hver kotbóndi lagði hug á hrossafjölda, en eng-
an mátti ráðum hera, hvort hagaði fje sínu öðrum til gagns
eða ógagns. Gjörðist á því torveldi mikil, er kvikfjenað-
ur jókst í landinu, en hross báru annan pening -ofurmagni
og afrjettir fengust ekki nema með afarkostum og uppurðar.
En um þetta og annan búnaðarhag mátti enga reglu skipa,
og eigi niundi hún dugað hafa, þótt sett hefði verið, með
því fylgi, er þá var á nytsamlegu lögmáli, eða þó amtmenn
hefði fram fylgt með eindæmi sínu og unnað engum öðrum
valds með sjer til aðstoðar sjer og haft sjer svo samhenda;
enda var þannig, að þó fleiri af þeim eða allir hjeldu á
einhverju í regluleysi um þessa hluti, þá var það afkárt, að sitt
stjórnaratferli hafði nálega hver amtmaður, og reið þó helzt
að um alla stjórn því, er þeir vildu; Ijet annar það ósæm-
anda, er öðrum þótti allvel fara, og því var eigi kyn þó að
þess miður gengi jöfnuðurinn«. (ísl. árb., 10. dl. bls 180).
Af því, sem hjer er til fært eptir einhverja hina vitrustu
menn og merkilegustu rithöfunda lands vors, má sjá, hví-