Baldur - 04.01.1869, Page 4
4
inga kynni að vera i ströngustu skilningu; kvað það víst
vera, að íslendingar ætti strangt tekið engan (??) rjett á
því, að fá kröfum sínum framgengt, en það væri hvort-
tveggja, að bæði ætti Danir þeim mikið að þakka, t. a. m-
að þeir hefði geymt forntungu Norðurlanda, enda væri það
eigi hyggilega gjört, að neita íslendingum um íjárttillag,
er þeim væri nauðsynlegt, til að ná þroska að viðgangi
(iikraflig Udvikling») sýndi og, að það væri nauðsyn-
legt, að í svo litlu ríki væri eining inn á við; það kynni
aldrei góðri gegnd að stýra, að setja sig á móti þeirri
stefnu, er þróazt hefði á íslandi, að hafa sjálfræði í stjórn
sinni. — Þá stóð upp Gad þingmaður, og reis öndverður
mótiNyholm; kvað gjöld Dana einnig fara árvaxandi, og
væri þó enginn, er hjálpaði þeim (Dönum). Ivvaðst hann
enda ætla, að Danir gjörðu íslendingum litla þægð með því,
að veita þeim það, er þeir bæði um, og rjeði fastlega frá,
að samþykkja frumvarpið. — I’á talaði Winther þing-
maður, og fjellst á það, er Nyholm hafði mælt um sjálf-
stjórn íslendinga, með því það væri ósanngjarnt af Dönum,
að neita íslandi um hamingju þá, er Danir hefði sjálfir
hlotið með grundvallarlögunum (1848), og sem hefði far-
sælt þá svo mjög; kvað frumvarpið fara fram á það eitt,
er lengi hefði verið ósk ríkisþingsins, með því líka, að
slíkt árlegt á kveðið tillag væri miklnm mun ákjósanlegra,
en viðlagsfje það, er árlega yrði að veita íslandi í fjárlög-
unum, eins og nú stæði. — Krabbe þingmaður fjellstog
í öllum aðalatriðum á frumvarpið, en vildi gjöra ýmsar
smávegis breytingar á formi þess.
D ó m s m ál a-ráðgj afin n tjellst að mestu á orð
Yinthers; kvað menn verða að hafa tillit til þess, aðhjer
værimáli að skipta um töluverðan lduta ríkisins, og að það
væri mjög vanhugað, að vilja gjöra þennan hluta laklega úr
garði, eða narta nízkulega við neglur sjer tillagið ; stjórnin
hefði ekki þótzt geta fallizt á kröfur íslands um, að fá allt
fjeð borgað út í einu, með því að sú krafa lýsti vantrausti
á því, að Danir myndi efna loforð sín um árlegt tillag. —
Síðan mælti Ivrabbe nokkur orð, og var því næst málinu
í einu hljóði vísað til annarrar umræðu. (Framh. síðar).
(Sent Baldri). ÁVARP.
Það er flestum kunnugt, hver bjargarskortur hefir ver-
ið í kaupstöðum vorum í allt sumar, sem leið, og lil þessa,
en ekki sízt í Iieflavík, sem ekki er þó hentugt. í*ar sækja
margir víðsvegar að, en fáir verzlunarmenn hafa verið þar
í suraar. Ekki geta menn talið þar nema eina verzlun;
þar eru reyndar þrjár sölubúðir, en lítið gagn hafa menn
af eintómu nafninu. Jeg vildi hafa lítið eitt minnzt á þá einu
hjálparverzlan, sem þar hefir verið, nefnilega hjá kaupm.
H. Duus. Honum eiga vissulega margir að þakka, hversu
honum hefir farizt að hjálpa mönnum um bjargræði, já, jeg
vil segja, að margir megi má ske þakka honum, að ekk
hefir orðið hjer syðra mannfelliraf harðrjetti; honum hefir
farizt svo við marga menn, að oss er kunnugt, að hann
hefir ekki fremur látið úti matbjörg til þeirra, sem hafa
greitt honum gjald fyrir það þegar, en til hinna, sem ekk-
ert hafa haft, til að borga með, heldur lánað þeim að eins
upp á þá von, að þeir síðar meir kynnu að geta greitt það,
og er þetta næsta hæpið, og peningar lagðir út í óvissu,
jafnvel þótt við áreiðanlega menn sje um að eiga. fað
er sannlega eptirtektavert, hvaða aðferð þessi kaupmaður
hefir tekið fyrir í þessu ári, og ber oss nú að gæta þess
nákvæmlega, að þessi hjálparmaður hafi nú ekki tjón af
hjálpsemi sinni við okkur. Munum því eptir honum fyrst
allra viðskiptamanna okkar, þegar við höfum fengið færi á
því, og mun það verða sjálfum okkur, ekki siður, en hon-
um, til góðs eptir á.
— MANNÁLÁT. 26. d. f. in. ljezt madame Elín (fædd
Knutzen) kona skáldsins, sjera Matthíasar Jochumssonar,
að Móum á Kjalarnesi. Madame Elín sáluga var ung kona
en fremur óhraust; hún var greind kona og góð og ástrík
manni sínum, en hann liggur nú þungt haldinn og mjög að
fram kominn í taugaveiki.
— INNLENDAR FRJETTIR. Á nýársdags-kvóld komhinga?) maiiir noríian
úr pingeyjarsýslu. Hann sagtii tíbarfar gott aí> uorban. Ætlar hann
austur í P.angárvallasýslu og pa?)an aptur hingaíi sutiur og svo til baka
norbur aptur.
I haust hófíiu komií) mislingar á land á Melrakkasljettu og eru nú
komnir austor í Vopnafjörb i Noríur-Múlasýslu, og er uggvæut, a?) þessi
áheillagestur veríli víþfóriilli hjer um land. Allvílbast hjer um nesin má
heita a?) aflazt hafl í meballagi, en þá heftr mönnuin mikiþ bagaí) gæfta-
leysi. Dm Garí) og Njarþvíkur mun hafa aflazt öllu miuna, fyrir fáum
dögum heflr frjetst, a?> farií) væri uú aþ aflast um Garb og Leiru. Á Vatns-
leysuströud hafa aflabrögþ veri?) gófe. Kornver?) hjer í Rvík er þannig:
bankabygg tn. á 15 rd; hálfgrján 14 rd; rúgur 11 rd.; baunir 14 rd.;
kaffe pd. á 32 sk.; sykur pd. á 24 sk. Oss þykir bankabyggi?) æbi dýrt
í samanbur?ii vi?) hálfgrjánin, og þa% því fremur, sem bankabygg mun
hjer hvergi gott.
AUGLÝSING.
Gí2if’ NÝPRENTAÐ: »PJetur off Berg’ljót,
norsk skáldsaga eptir Kristofer Janson; ís 1 enzk
þýðing ep tir Jón Ótafsson«. Rvík 1868.; 76 —f— 4 (== 80)
bls. í stóru 16 bl. broti. Verð: 24 sk. — Fæst í Rvík hjá
sjálfum mjer, hjá prentsmiðjustjóra Einari þórðarsyni,
bókbindurunum Brynjúlfi Oddssyni, Agli Jónssyni og Frið-
riki Guðmundssyni; á Akureyri verður söguna að fá hjá
Friðbirni bókbindara Steinssyni, og í Khöfn fæst hún hjá
Páii bókb. Sveinssyni. Sá, sem kaupir eða selur 4 expl.,
fær hið 5. ókeypis. í vor verður sagan til sölu hjá ýms-
um mönnum út um land, og gelur hver, sem vill kaupa
hana eða taka til sölu, pantað hana frá sjálfum mjer.
Reykjavík, á þorláksmessu 1868.
Jón Ólafsson.
Útgefandi: «Fjelag eitt í Reykjavík«. — Ritstjóri: Jón Ólafsson. — Skrifstofa: Lœknisgötu Jil 5.
Preutaþur í lands-preutsmiþjuuni 1869. EiDar þártiarsou.