Baldur - 11.08.1869, Page 1
Reykjavík, M IT *f*T Annað ár, 1869.
11. dag ágúst-mánaðar. •ff 4 Jjl
Yerb árgangs er 4 mrk 8 sk., og borgist fyrir lok september- Borgun fyrir auglýsingar er 1 sk. fyrir hverja 15 smáletursstafl
mánabar. Kaupendur borga engan burbareyri. ^ * ebur jafnstdrt rúm. Kaupendur fá helmings-afslátt.
Efni: Alþiugi og þingmál. — Gubbrandar-postilla. — Inul frjettir.
— Úthlutun gjafakornsins. — Embættisprof. — Mannalát. — Hvalreki.
— Leibrjettingar. — Auglýsingar.
alÞingi og Þingmál.
I.
í auglvsing sinni til alþingis getur konungur þess, að
eptir tillögum síðasta alþingis (1867) hafi hann gefið út 8
lagaboð og rjettarbætur, og er það nefnt í síðasta Nr. blaðs
vors, sömuleiðis getur hann þess, að út af þegnlegum bæn-
arskrám þingsins hafi orðið þessi árangur:
1. Að eptir beiðni þingsins 1867 sje lögð nú fyrir
þingið tvö frumvörp, um eptirmyndun Ijósmynda og um
eptirrit af álitsskjölum embættismanna um bænarskrár og
kæruskjöl.
2. Að konungsfulltrúi muni skýra frá samningum stjórn-
arinnar við Frakka og Engla út af fiskiveiðum útlendra.
3. Að eigi verði árangurs að sinni að vænta af bæn-
arskrá þingsins um gufuskipsferðir umhverfis strendur Is-
lauds.
4. Um bænarskrá um styrk til forngripasafnsins er
þess getið, að vjer eigum ekki fjár að vænta til neinna brýn-
ustu nauðsynja vorra, meðan vjer viljum eigi segja já og
amen til boða stjórnarinnar í Qárhagsmálinu.
5. Um læknaskólann er þess getið, að hann hafi eigi
getað orðið stofnaður söktun þess, að stjórnin vill eigi fje
til leggja með oss, en að læknakennslunni sje á fastara fót
komið, sem kunnugt er, með því að til pess varð fjeð tekið
úr íslenzkum sjóð (o: spítalasjóðnum), sem þing og stjórn
leyfir sjer að nota til þessa, (nefnil. til að leggja fram fje,
er stjórnin hefði átt að leggja til) enda þótt vafasamt sje
eptir eðli og uppruna þess sjóðs, með hverri heimild slíkt
er gjört.
6. Stofnun lagaskóla hefur og eigi orðið á komið, eins
og þingið bað um, með því að stofnun hans kostar pen-
inga !
7. Út af fjárkláðabænarskrá þingsins er þess getið, að
stjórnin hafi eigi getað fallizt á sumt í henni, og því sje
nú nýtt frumvarp um það efni lagt fyrir þingið. Beiðni
þingsins um, að kostnaður Botnsvogavarðarins 1867 verði
greiddur úr jafnaðarsjóðum suður- og vestur-amtsins, er
neitað eptir tillögum amtmannanua í þeim umdæmum.
8. Um bænarskrá um friðun á laxi er þess getið, að
það mál hafi verið borið undir amtmennina á íslandi, en
með því að enn sje ókomið álit amtmannsins í norðaust-
ur-amtinu, þá sje það mál óleitt til lykta.
9. Samkvæmt ýmsum ástæðum, er flestum munu þykja
á litlu bvggðar, er neitað bæn þingsins um, að kaupmenn
sje skyldaðir til að hafa verzlunarbækur sínar á íslenzku.
Slíkt hefði og verið allt of mikill rjettur fyrir tungu þá, sem
töluð er á hjálendunni!!
10. Samkvæmt beiðni þingsins er amtmönnum nú að
skyldu gjört, að auglýsa eptirleiðis reikninga um vega-
bótagjaldið.
Um stjórnarbótarmálið verður sjerstaklega talað.
II.
N e f n d i r, sem kosnar hafa verið í hin konunglegu frumvörp:
1. í frumvarp til opins brjefs handa íslandi, um að
þeir, sem senda inn bænarskrár og kæruskjöl, geti fengið
álitsskjölin um málið, var kosin nefnd: Bergur Thorberg,
Jón Pjetursson og Benidikt Sveinsson.
2. í málið um konunglegt frumvarp til opins brjefs
handa íslandi, er nákvæmar ákveður um innheimtuá kröf-
um með forgangsrjetti hjá þeim mönnum, sem hafa látið
aðra fá sjálfsvörzluveð í lausafje sínu, var kosin nefnd:
Th. Jónassen, Ilenidikt Sveinsson og Jón Pjetursson.
3. í konunglegt frumvarp til opins brjefs handa ís-
landi, um aðra skiptingu á lyfjavoginni, en hingað til, var
kosin nefnd: Jón Iljaltalín, Daniel Thorlacius og Grímur
Thomsen.
4. í konunglegt frumvarp til tilskipunar handa íslandi,
um eptirmyndun Ijósmynda og fl., varkosin nefnd: Tryggvi
Gunnarsson, Grímur Thomsen og Páll Pálsson.
5. í konunglegt frumvarp til tilskipunar, er hefur inni
að halda viðauka við tilsk. 5. jan. 1866, um fjárkláða og
önnur næm fjárveikindi á íslandi, var kosin nefnd: Jón
Sigurðsson, Benidikt Sveinsson, Páll Vídalín, Hjálmur Pjet-
ursson og Stefán Jónsson.
6. í konunglegt frumvarp til tilskipunar um byggingu
hegningarhúss og fangelsa á íslandi m. fl., var kosin nefnd:
Bergur Thorberg, Grímur Thomsen, Th. Jónassen, Jón
Pjetursson og Stefán Eiríksson.
7. í konunglegt frumvarp til laga, er nákvæmar ákveða
um hina stjórnarlegu stöðu íslands í ríkinu, var kosin nefnd:
Jón Sigurðsson, Halldór Jónsson, Eiríkur Kúld, Guðmundur
Einarsson, Tryggvi Gunnarsson, Ilalldór Kr. Friðriksson,
Stefán Jónsson, Páll Vídalín og Sigurður Gunnarsson.
8. í konunglegt frumvarp til stjórnarskrár um hin sjer-
staklegu málefni íslands var kosin 9 manna nefnd, og urðu
það hinir sömu, sem þeir, er kosnir voru í frumvarpið
næsta hjer á undan.
9. Nefnd til að skoða hin dönsku lagaboð: Th. Jón-
assen, Jón Pjetursson, Bergur Thorberg.
53