Baldur - 11.08.1869, Page 2
54
III.
Bænarskrár þessar eru inn komnar á þingið nú þegar:
1. 18 bænarskrár um stjórnar- og fjárhagsmál íslands:
(2 úr Barðastrandarsýslu, 1 úr ísafjarðarsýslu, 1 úr Stranda-
sýslu, 1 úr Húnavatnssýslu, 1 úr Skagafjarðarsýslu, 1 úr
Eyjafjarðarsýslu, B úr Þingeyjarsýslu, 6 úr Múlasýslum, 1
úr Austur-Skaptafelissýslu og 1 úr Snæfeilsnessýslu), voru
felldar frá sjerstakri nefnd, en vísað til nefndarinnar um
stjórnarmál íslands.
2. Bænarskrá frá prestum í Húnavatnssýslu, um að
kyrkjur og kyrknafje verði tekiðúr höndum presta og feng-
ið í hendur nefnd sóknarbænda, var felld.
3. Bænarskrá úr Strandasýslu um lækni, var felld frá
nefnd,
4. 2 bænarskrár úr Isafjarðarsýslu um útsending þing-
tíðindanna og úr Barðastrandarsýslu um styttingu þingtím-
ans og þingtíðindanna. Nefnd: t’órarinn Böðvarsson, Ei-
ríkur Kúld og Torfi Einarsson, við bætt síðan tveimur:
Bergi Thorberg og Ólafi Pálssyni.
5. 10(?)Bænarskrár um spitalagjald: (úr Reykjavík, Gull-
bringusýslu, Borgarfjarðarsýslu, ísafjarðarsýslu, Barðastrand-
arsýslu, fingeyjarsýslu o. f!.). Nefnd: Torfl Einarsson, Þór-
arinn Böðvarsson, Grímur Thomsen, Hallgrímur Jónsson og
Þórður Jónasson.
6. í konunglegt áiitsmál um brennisteinsnámana við
Mývatn var kosin nefnd: Jón Hjaltalín, Jón Sigurðsson,
Grímur Thomsen, Benidikt Sveinsson, Tryggvi Gunnarsson.
7. Bænarskrá úr ísafjarðarsýslu um hákarla niðurskurð.
Nefnd: Torfi Einarsson, Benidikt Sveinsson, Halldór Kr.
Friðriksson, Þórarinn Böðvarsson og Jón Hjaltalín.
8. Bænarskrá úr Húnavatnssýslo um fyrirmyndarbú og
búnaðarskóla. Nefnd: Páll Vídalín, Jón Pjetursson, Grím-
ur Thomsen.
9. 3 bænarskrár úr Múlasýslum um öreigagiptingar.
Nefnd: Sigurður Gunnarsson, Pjetur Pjetursson og Hall-
dór Jónsson.
10. Bænarskrá frá þingmanni Vestur-Skaptfellinga um
kennslu heyrnar- og málleysingja, og bænarskrá úr Húna-
vatnssýslu um borgun með málleysingjum. Nefnd: Páll
Pálsson, Jón Hjaltah’n, Bergur Thorberg.
11. Bænarskrá úr Suður-Þingeyjarsýslu um kosning
hreppstjóra, var felld.
12. Bænarskrá úr Mýrasýslu um markaskrár, var felld
frá nefnd.
13. Bænarskrá úr Strandasýslu um þingfararkaup, og
2 úr Rangárvallasýslu um þingmannakaup og þingkostnað;
vísað til nefndarinnar um útsending þingtíðindanna.
14. Bænarskrá úr Austur-Skaptafellssýslu um póstgöng-
ur, var felld frá nefnd.
15. 2 bænarskrár úr Skaptafellssýslu um vegabótagjald
voru felldar.
16. Bænarskrá úr Suður-Þingeyjarsýslu, um stjórn jafn-
aðarsjóðanna, var felld frá nefnd.
17. Bænarskrá úr Selvogshrepp og önnur úr Gull-
bringusýslu um spítalagjaldið; vísað til spítalanefndarinnar.
(Framhald síðar).
GUDBRANDAIl - POSTILLA.
Með síðustu póstskipsferð fluttist oss í hendur rit eitt,
er Guðbrandur Vigfússon hefur nýlega saman sett af sínu
skynsamlegu viti og látið prenta í Oxforð á Englandi. Rit
þetta er að vísu næsta stutt, því að það er að eins tvö
blöð frá upphafi til enda; en þó virðist svo, sem höfund-
urinn hafi ætlað að afreka eins mikið með þessum tveim
blöðum, sem margur hver annar með lengra riti.
Það, sem fyrst hlýtur að vekja eptirtekt allra þeirra,
sem heyrt hafa höfundarins getið, er það, að það, sem
þessi litla bók hefur inni að halda, stefnir í allt aðra átt,
en það, er fyrr hefur hann af sjer getið. Hann hefur áður
ritað «um stafrof og hneigingar» sællar minningar(I); hann
hefur og ritað margt og mikið annað, er forn norræn fræði
snertir. Vjer viljum taka til dæmis «Völsadrags»-þáttinn,
eða hvað vjer eigum að kalla hann, í 18. ári Nýju Fjelags-
ritanna, og ýmsa aðra einkennilega ritdóma í hinum sömu
ritum. llann hefur annazt útgáfur nokkurra sagna íslend-
inga t. a. m. sögu Eyrbyggja, og samið mikilfenglegan for-
mála fyrir henni, og viljað með honum sanna meðal ann-
ars, að flest það, er í fornöid hefur á íslandi verið fært í
letur og nokkuð er í varið, sje samið af mönnum úr skóla
Breiðfirðinga («die vísindamenn»). Það er því eigi að
furða, þótt Flatevjarbók eigi einnig þar að vera skrásett,
og sjálfur er Guðbr. af sama bergi brotinn; það veit hann
fullvel. Margt hefur hann og fleira ritað, og hirðum vjer
að eins að nefna eitt af mörgu: það er rit hans «um
sjálfsforræði», sem er einstaklegt í sinni röð. Þessi rit-
störf Guðbrandar eru mörgum manni hjer á landi kunnug,
og til eru þeir, sem hafa eigi alllitlar mætur á hinum vís-
indalegu heilagrillum Guðbrandar, með því hann hefur alla
jafna átt hægt með að klæða hugsanir sínar, hve fátækleg-
ar sem vera kunna, í alþjóðlegan og aðgengilegan búning.
Þess var því að vænta, og þess höfðum vjer þegar fyrr sjeð
merki, að Guðbr. mundi gjöra sig gildan sem joðfræðing-
ur og goðfræðingur, en við hinu bjuggust víst fáir, eða alls-
endis engir, að hann skuli nú allt í einu vera orðinn «skript-
lærður». Nei, Guðbrandur vill eigi lengur vera tómur Goð-
brandur og Joðbrandur, heldur vill hann, að því, er oss
virðist, bera skírnarnafn sitt með rentu, með því að sýna
sig sem nokkurs konar jiMðfræðislegan eldibrand. Það hef-
ur liann gjört með bók þeirri, ervjer nú skulum nákvæm-
ar lrá skýra. Fyrirsögn hennar er: «A few parallel speci-
mens from the first three gospels«, þ. e.: «lítið sýnishorn af
samanburði hinna þriggja fyrstu guðspjalla». Því næst kemur
athugasemd, áður en samanburðurinn byrjar, er auk ann-
ars á að fræða lesendurna um, að sami texti hinnar ísl.
biflíu-útl. hafi gilt á íslandi um nærfellt 300 ár, (líklega
frá því er Oddur Gottskálksson sneri N. T. á ísl. 1540 og