Baldur - 06.12.1869, Page 1
Reykjavík,
6. dag desember-mánaðar.
Annað ár, 1869.
Jf. 91.
Verb árgangs or 4 mrk rt sk., og borgist fyrir lok september-
mánabar. Kaupendur borga eogan burbareyri.
Borgun fyrir auglýsingar er 1 sk. fyrir hverja 15 emáletursstafi
ebur jafnstort rúm. Kaupendur fá helmings-afslátt.
Efui: Jjýbiug íslands fyrir Ameriku. — Gubbrandar-Postilla. — f Jens
Jónsson. — Lækna-kynslóbin nýja. — Gísli Brynjúlfson og stjórnar-
málib. — Mannalát. — J>akkarávarp. — Skipakoma. — Leibrjetting. —
Auglýsing.
Í>ÝÐ1NG ÍSLANDS FYIUIl AMERIKUMENN.
(Snúið úr Saturday Review, Nr. 714 2. júli 1869).
Fyrir nokkrum árum var opinberlega lýst yflr því, að
íslendingar væru vinir mannkynsins yfir höfuð, það er að
segja, að þeir væri hlutlausir (neulrale) í hernaðarviðskipt-
um annara þjóða. Nú scm stendur er svo að sjá, sem
tilraun muni verða gjörð til þess, að þeir sjerstaklega verði
vinir Amerikumanna, en eigi er enn hægt að sjá fyrir,
hvort sú tilraun muni blessast. En víst er hitt, að herra
Benjamin Mill Peirce hefur fyrir stjórn Bandaríkjanna sam-
ið "Skýrslu um landshagi (resources) íslands og Grænlands»,
sem út er gefln 1868, og virðist tilgangur þessarar skýrslu
vera sá, að vekja eptirtekt manna á hinum fyrirhuguðu
kaupum á löndum þessum, sem háð eru Danmörku. l’að
getur vel verið, að Danmörku sje ei annara um þessi lönd,
cn Rússlandí um Alaska'1. En í máli þessu sýnist þjóð
sú, er húsbændaskiptin á að hafa, eiga skilið, að vera að
því spurð, hver vilji hennar sje, en, eptir því sem höfund-
ur skýrslunnar segir, hafa íslendingar lengi kvartað undan
því, hve lítið Danir hafa látið sjer annt um þá og mæna
vonaraugum til sambands við Ameriku. í’etta hið síðasta
virðist vera byggt á eigi betri rökum, en þá er hann ætlar,
að ísland, sem nú naumast getur fætt hjer um bil 70,000
manna, mundi undir stjórn Amerikumanna, hæglega geta
fætt millíón. Skýrslan segir enn fremur, að það sje «lífs-
spursmál" fyrir veldi Amerikumanna, að ná eyju þessarí,
en það er og hægt að leysa úr þessari spurningu, þar eð
eyja þessi liggur þannig á jarðarhnettinum, að hún virðist
að heyra til meginlands Ameriku.
Það lítur svo út, sem íslendingar sjálfir viti alls ekk-
ert um þessa fyrirhuguðu breytingu, en vart trúum vjer,
að henni verði á komið, nema samþykki þeirra sje fyrir
fram fengið. Ef ísland væri hreint og beint skattland Dan-
merkur, þá gæti danska stjórnin farið með það eptir geð-
þótta, en svo sem á stendur, hlýtur það að skoðast sem
liáð Danmörku, en þó með sjerstakri frjálsri stjórnarskipun
og sjerstökum lögum, og þá á Danakonungur ekki meira
með, að láta ísland af hendi við Bandaríkin, en Austur-
ríkiskeisari á með að gefa Rússlandi Ungaraland. Með því
að aðalviðburðir þeir, sem standa í sambandi við stjórnar-
1) St(3r tangi á útnorlurhorni Amerikn, sem Rússar áttn, en seldn
Bandaríkjuuum í fyrra.
sögu íslands, munu fæstum kunnir, þykir heyra, að fara
fáum orðum um þá.
Eyjan var upphaflega byggð frá Noregi og Bretlandi
hinu mikla á seinni helming 9. aldar. Nærfellt í 400 ár
eptir byggingu hennar var þar höfðingjastjórn (aristocrati-
republic). Goðarnir voru æztu valdsmenn í landinu, liver
í sínu goðorði. l’etta frelsistímabil gjörði það að verkum,
að hið þjóðlega líf og hinn þjóðlegi hugsunarháttur varð
svo einkennilegur og frábrugðinn, en á landsháttum og
lifnaðarháttum var aptur byggð stjórn þessi, sem er sjer-
stök fyrir Island eitt. í’essi einkennilegi hugsunarháttur og
reynsla þjóðarinnar í stjórnarmálefnum Iýsti sjer í lögum
þeirra, sem eru einstök í sinni röð, greinileg og skorinorð.
Fyrirkomulag ýmsra hluta var frá þeim sjálfum komið, svo
sem var um kviði þeirra og dómstóla, og þegar fram liðu
stundir, var þing þjóðarinnar íslenzkt að uppruua og
öllu fyrirkomulagi, og komu þar saman allir hinir nýt-
ustu kraptar þjóðarinnar. Árið 1262 gjörðu íslendingar
sáttmála við Noregskonung og kom þeim saman um, að
bjóða honum sína þjónustu, en bundu það skilyrðum og
fórust þeim þannig orð, þá er sáttmálinn var gjörr:
»Halda viljum vjer ok vorir arfar allan trúnað við
yðr, meðan pjer ok yðrir arfar haldit trúnað við oss ok
pessar sáttargjörðir fyrirskrifaðar, en lausir, ef rofin
verður af yðvarri álfu at beztu manna yfirsýn».
Greinir þær, er þeir lögðu mesta áherzlu á, voru þær,
að lögmenn þeirra og sýslumenn væri íslenzkir, af ætt
þeirra, sem að fornu nefðu goðorðin upp geflð, og að þeir
vildi engar utanstefnur hafa., Eptir sáttmálann nutu þeir
í hinum sjerstöku málefnnm sínum allra hinna sömu rjett-
inda og á dögum lýðveldisius. Svona stóð í 118 ár, þang-
að til árið 1380, að Danmörk, Noregur og ísland komu
undir sama konung, en þessi breyting hafði engin áhrif á
ástand Islendinga, því um leið og hinir nýju konungar snjeru
sjer til Islendinga, tii þess að taka af þeim hollustueiðinn,
skuldbundu þeir sig til að halda rjetti og rjettindum íslend-
inga óskertum, og við höfðu orðatiltæki, sem sýna svo
Ijóslega, að eigi getur misskilizt, sambandið milli Danakon-
unga og þegna þeirra á íslandi. En árið 1661 varð sú
breyting á í Danmörku, að þar varð erfðaríki, sem áður
hafði verið kjörriki, og missti þá þjóðin mikils af rjettind-
um sínum. Með samþykki dönsku þjóðarinnar kom þá út
hin svo nefnda >>einveldisskrá» (Sovereignty-Act), sem veitti
konungi ótakmarkað vald og fór líku fram mólmælalítið í
Noregi. Árið eptir kom út til íslands erindisbrjef um, að
stefna saman fulltrúum þjóðarinnar, til þess að taka afþeim