Baldur - 06.12.1869, Síða 2

Baldur - 06.12.1869, Síða 2
80 þegnskyldueiðinn til Danmerkur, en er þeir voru saman komnir var höfuðsmaður enn eigi út kominn, er taka skyldi eiðinn, og urðu þá fundarmenn á það sáttir, að senda kon- ungi bænarskrá þess efnis, að þeir mætti halda fornum landslögum og vera undanþegnir breytingu á hinni fornu stjórnarskipun. Kom nú höfuðsmaður út litlu síðar og boð- aði menn þegar suður til Bessastaða, og fóru fundarmenn þaðan til hins gamla þingstaðar að Kópavogi; var þar fyrst þegnskyldueiðurinn tekinn, en síðan lagði höfðuðsmaður fram einveldisskrána, og skoraði á menn að rita nöfn sín undir hana, en með þvi hún var á dönsku máli, skildu menn hana eigi; var þá innihald hennar greinilega skýrt fyrir mönnum, og þeim gefin vissa fyrir, að konungur hefði það fastlega i hyggju, að varðveila hin fornu rjettindi þeirra, og gengu þeir þá allir að rita nöfn sin undir skjalið, en lýstu því áður hátíðlega og skorinort yfir, að það er þeir gjörðu skerti í engu hin fornu lög og rjettindi landsins. í fyrstu var engin tilraun gjör, að rýra þessi rjettindi og 20 árum síðar var því lýst yfir í konungsbrjefi 18. maí 1683, að þau stæði enn, og þvert tekið fyrir, að nema þau úr gildi, og það enda þótt tækifærið væri hið hentugasta og freistni hin mesta fyrir einvaldan konung að afnema þau. En smátt og smátt var farið að misbjóða þeim, og leið svo langt tímabil þannig, að, þótt þau enn hefðu gildi, höfðu þau þó mjög litla verulega þýðingu, og varð vald Dana- konungs á íslandi að lokum óbundið, og stóð þar við um mörg ár. En frelsishreifingafnar, er gengu um norðurálfuna 1830, gjörðu einnig vart við sig á íslandi, og leiddi af því, að Danakonungur varð að leyfa fulltrúuin þjóðarinnar að koma saman; voru þeir í fyrstu nefndir af stjórninni, en er sú tilhögun reyndist ónóg, var hætt við hana, og var þvi næst hinum æðri embættismönnum landsins boðið lil fundar í Reykjavík, til þess að ræða lagafrumvörp og skera úrýms- um innlendum málum. Þessi tilraun reyndist einnig ótíma- bær, og varð það Kristján konungur VIII., er loks hvarf að því einu, er tiltækilegast var og sem átti rót sína í hinni fornu sögu landsins; hann reisti sem sje við hið forna al- þingi, er nú eigi hafði verið haldið í rúm fjörutigi ár; og 4. dag aprilmán. 1848, ljet hann í Ijósi ósk sína, að gefa þegnum sínum frjálsari stjórnarskipun. Jafnskjótt og þessi tíðindi spurðust, beiddust íslendingar þess, að þeir mætti halda sjerstakan fund til þess að ræða, hver stjórnarskipun væri hin hentugasta fyrir landið og hjet konungur þeim þá, að engin breyting skyldi verða gjör á stöðu Islands gagn- vart ríkinu, þar til fundur sá, er þeir höfðu um beðið, hefði komið saman og rætt málið í landinu sjálfu. Skömmu síð- ar var frumvarp nm fyrirkomulag og stofnun slíkrar sam- komu lagt fyrir alþingi, og er það hafði verið ýtarlega rælt og lagað, var það staðfest af konungi og öðlaðist lagagildi 28. dag septembermán. 1849, og eptir því átti fundinn að halda árið eptir. En vorið 1850 spurðist það út, að fund- inum væri frestað sökum þess, að ráðgjafastjórnin eigi hefði haft nægan tíma til undirbúnings, og varð það því ekki fyr en 4. dag júlímán. 1851, að hinn nýi þjóðfundur (Con- stituent Assembly), kom saman. Sama árið var sent til ís- lands danskt herskip með fíokk hermanna, og þótti fulltrú- unum það furðu gegna, en þá rak menn fyrst i rogastanz, er stjórnin ljet leggja fram frumvarp um það, að ísland skyldi gjört að reglulegu skattlandi Danmerkur og hin fornu rjettindi og frelsi þess af numin. Nefnd sú, sem fjekk frumvarpið til meðferðar, hafnaði því þegar og mótmælti kröptulega í álitsskjali sínu loforðarofum stjórnarinnar og ráðríkisframferði hennar; en þá er konungsfulltrúi hafði fengið skjal þetta frá nefndinni, kallaði hann fulltrúana á sjerstakan fund og lýsti því yfir við þá, að hann neyddist til að slíta fundinum, er þeir hefðu gripið til slíkra ólög- legra úrræða. Urðu menn við þetta tiltæki hálf-sárir, sem vonlegt var, og leit svo út um stund, sem til óeirða horfði; lauk þó svo, að menn mótmæltu friðsamlega því, er gjört hafði verið og sendu konungi bænarskrá þess efnis, að hann vildi efna heit þau, er hann hafði gefið 1848. Leið svo og beið nokkur ár, að íslendingar náðu eigi rjettindum þeim, er þeir kröfðust. Loksins var nýtt frum- varp samið í Kaupmannahöfn og var það lagt fyrir alþing 1867. þótt það í mörgum greinum væri frjálslegra, en það, er haft var á boðstólum 1851, var það þó að mörgu leyti gagnstætt óskum og vonum íslendinga, en þrátt fyrir það komust menn að niðurstöðu i málinu, og var það að þakka stillingu Jóns Sigurðssonar og þvi, hve heiðarlega og ein- arðlega konungsfulltrúi kom fram; var síðan þetta nýja stjórnarskipunar-frumvarp sent til Kaupmannahafnar, til þess að öðlast samþykki konungs, er menn fastlega vonuðu. En vonir íslendinga áttu eigi að rætast að þessu sinni, og var frumvarpið lagt til hliðar einhverra orsaka vegna. Nú var enn á ný farið að semja um málið, og enn að tilbúa nýtt frumvarp, og á nú í ár að leggja það fyrir fulltrúa þjóðarinnar, er nýlega hafa verið kosnir og á þing kvaddir. llvort menn munu ganga að því eða hafna því, er undir því komið, hvílík boð það hefur að innilialda, en sje það ekki frjálslegra en hiu fyrri, þá er ekki líklegt, að það fái góðar viðtökur hjá <'hinum margþjáðu íslendingum». En enn ólíklegra er, að íslendingum muni falla vel i geð það, er nú er í ráði, að selja þá í hendur Bandaríkj- um Ameriku. t*eir hafa hingað til kröptulega og sífeldlega mótmælt rjetti Dana til að fara með ísland eins og skatt- land, er eigi hafi fullt freisi og sjálfsforræði, og munu því að likindum verða því harðlega mótmæltir, að stjórnin í Kaupmannahöfn fari að okra með þá. Ilvað Amerikumenn muni gjöra við eyna, ef þeir kaupa hana, er eigi Ijóst. Fyrrum, þá er enskur skipstjóri náði yfirráðum á íslandi, ljet Englands stjórn ekki lengi bíða að mótmæla því, að hún girnt- ist, að bæta því við löndsín; þaðkannað vera, að stjórnBanda- fylkjanna sje einmitt eins laus við að langa í þetta fjarlæga land, því hátt má hrópa ef heyrast skal frá Reykjavík til New York.

x

Baldur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/90

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.