Baldur - 06.12.1869, Page 3
81
GUÐBRANDAll-POSTILLA.
(Niðurlag). í seinasta þriðjungi af 3. bls. rits síns kem-
ur liann með ýmsar misfeliur á útleggingunni, er honum
þykja hlægilegar, og viljum vjer að eins nefna hina fyrstu;
hún er sú, að hann segir: að María Magdalena sje hver-
vetna í hinni nýju útleggingu kölluð María frá Magdölum
(og bætir innániilli sviga: «dalir Mags!», til þess að gjöra
þessa þýðingu enn hlægilegri). Með þessu sýnir Guðbrand-
ur, að hann veit alls ekki, hvað hann talar um. Magdalena
er ekkert mannsnafn, heldur adj. patronymicum af Mag-
dala, sem var bær einn, er kona þe'ssi var kennd við, og
er alveg rjetl, að láta slíkt taka sig út í útleggingunni, þótt
ef til vill væri rjettara, að kalla konuna á íslenzku Maríu
frá Magdala, þ. e. láta bæjarnafnið vera óbeygjanlegt. Þetta
vili Guðbrandur ekki láta sjer skiljast, þótt hver alþýðu-
maður beri skyn á slíkt. t’ar sem Guðbrandur að lokum
kemur með það til athlægis, að orðið syaYYeXtov sje úllagt
á svo marga vegu í hinni nýju íslenzku útleggingu, þá þyrfti
langt mál að rita um það efni, til þess að jafn ólærðir menn
í guðfræði, og Guðbrandur er, geti látið sjer skiljast, að
þetta hlýtur svo að vera, eigi einungis um þetta orð, held-
ur um svo mörg önnur í ritningunni. Til þess að Guð-
brandur geti fengið hugmynd um þetta, þarf hann að vita,
hvað sú fræði er, sem kölluð er biflíuþýðing (s^TjYVjffi?) og
ef hann gæti lært að gjöra sjer einhverja grein fyrir, hvað
sú fræði væri, þá mundi hann í hjarta sínu hátíðlega kalla
aptur þessa hugsun, sem nú býr honum í brjósti. fess
eins viljum vjer gela skynsömum mönnutu til athuga, að
opt og iðulega merkir eitt orð mjög margt í ýmsum mál-
um, og verðurað þýðast eptir sambandinu ; vjer viljum taka
til dæmis orðið res í latínu; allir vita, að þótt orðið í raun
rjettri merki eitthvað það, sem um hönd er haft (=^pÝjp.a
á grísku, ^p-ijaB'at. = fást við), og því sama sem hlutur á
íslenzku, þá er með öllu ótiltækilegt, að koma þessari þýð-
ing orðsins við alls staðar, heldur lagast hún eptir saman-
liengi málsins á hverjum stað. Þannig er um orðið su’aYYáXiov,
að það er með öllu rangt, að þýða það alls staðar með «guð-
spjall»; en hvernig á hverjum stað eigi að þýða það,
því eru eigi slíkir sleggjudómendur bærir að skera úr, sem
Guðbrandur.
Hver mun þá tilgangur Guðbrandar með bókargrey
þetta? Úr því er oss varla auðið að skera, en þess leyfum
vjer oss þó til að geta, að eigi hafi hann viljað víðfrægja á
Englandi bókmenntafrægð þeirra íslendinga, er unnu að
hinni síðustu útgáfu biflíunnar, heldur þvert á móti gjöra
guðfræðisstörf þeirra hlægileg og hrópleg í augum þeirrar
þjóðar, er naumlega á kost á að kynna sjer málavexti til
hlítar fyrir eigin rannsókn. Þeir, sem unnu að þessari síð-
ustu biflíu-útleggingu, voru, eins og kunnugt er, Pjetur
byskup Pjetursson og Sigurður lector Melsteð; en hvers
vegna Guðbrandur hefir tekið upp á því, að reiða upp rit-
dómssleggju sína til þess, að brjóta niður einmitt það í
biflíustarfa þeirra, sem satt er og rjett, það má hann sjálf-
ur bezt vita. Örsökin til þessa óheppilega tiltækis getur
víst varla verið sú, að honum hlotnaðist eigi sú gæfa, að
hafa atvinnu af prófarkalestri biflíunnar þar í Englandi, er
hún var prenluð, heldur hlaut það annar íslendingur? Bess
viljum vjer eigi til geta. En orsakir liggja lil allra hluta,
sumar huldar, en sumar svo, að þær geta eigi dulizt.
Sú er eigi ætlun vor, að hin síðasta biflíu-útlegging sje
svo fullkomin, sem verða má; en hvernig og að hve miklu
leyti hún gæti orðið endurbætt, það er mál, sem eigi kem-
ur hjer til umtals. Það eitt segjum vjer um hana, að hún
er að mörgu leyti ófullkomin og stendur til bóta, cn stend-
ur þó hinum eldri íslenzku biflíu-útleggingum (að minnsta
kosti að því er snertir hið N. T.), þegar á allt er litið,
miklum mun framar. Vjer vildum að eins sýna með grein
þessari, að þær aðfinningar, er komið hafa frá hendi Guð-
brandar, eru með öllu ástæðulausar, með því þær bera vott
um allt annað, en sanngirni og heilbrigða skynsemi.
9. 2.
JENS JÓNSSON frá Melgraseyri.
(Drokknai&i vi<& landtúkQ í Bolongarvík í dgurlegn ofvií)ri vorií) 1 :86S).
Ugði’ eg ei hitt eg, vinur, hygg,
svo örskammt mundi, að eg hafi þá
Ijúfi málvin I fundið forboða
líf þitt verða; feigðar þinnar.
gekkst þú sem bróðir
á braut með mjer En þú þar um
og vingjöfum ekki vissir,
úr garði leiddir. ungur og efldur
ofurhugi I
Sigldum við tveir Lentum við hlæjandi,
á svölu djúpi heim skunduðum,
um lágnætti drukkum vín,
litlu fleyji; vorum kátir.
ýgldi sig alda,
vissi á ofviðri; Skildum við þá,
glottu ginur en þinn lá vegur
en grúfðu ský. aptur út á djúp
hið ógurlega:
Iíomu kastþotur læddist holskefla,
úr Kaldalóni, sem huglaus væri,
sem nágustur styrkri hetju á bak
frá nátt-tröilum, og frá stýri tók.
grúfðu grádimm fjöll
yfir græðishyl; Ilnjc þá á hólmi
þá var ömurlegt fyrir höfuðskepnu
um að litast. ítur, ágætur
æskumaður;
Gekk mjer þá geigur manna fríðastur,
gegn um hjarta; manna blíðastur,
mundi eg óttast ör, ástríkur
öldur og vind? og öllum kær.
ellegar hafði —
hugboð vakið Grát þú eigi,
svipföl nótt góða fóstra!
í sálu mjer? grát þú eigi,
því að guð ræður.
Sinnar sálar Grátið eigi, vinir!
seggja engi hjer er gott að missa
til fulls þekkir allt, sem er bezt,
fólgið djúp; svo það öruggt sje.