Baldur - 06.12.1869, Síða 4

Baldur - 06.12.1869, Síða 4
82 Æfi vor á enda stendur með láni sínu leiptri fyr; en eitt er víst, að Allvalds hönd traust og holl týnir engu. Matth. Jochumsson. (A?> sent). LÆKNA.-KY1NSLÓÐIN NÝJA. Af því að það er ein aðalköllun góðs blaðs, að leiða i ljós og álelja allar óreglur og misbrúkun á embættisvald- inu, þá leyfi jeg mjer að ónáða Baldur með fám línum, með því að jeg þori ekki að senda stjórnarblaðinu (Þjóðólfi) þær, en «eymdar-fari* gamlaBjörns ersáiaður. Svo er mál með vexti, að í þetta skipti vil jeg víkja máli mínu að þeim mönnum, sem sumir menn eru farnir að kalla þessa >>seinfæru dauðans meðbjálpara», — þetta er nefnilega lækna-kynslóðin nýja. — Það hefur átt sjer stað hjer á landi svo lengi, sem læknar hafa verið hjer, að læknar hafa sjálfir lagt sjer tíl hesta til ferða sinna. Þetta hafa allir vorir góðu og gömlu læknar gjört, t. d. Beldring, Jón Thorsteinssen, GísliHjálm- arsson, Jón Hjaltalín, Skúli Thorarensen, Jósef Skaptason o. fl. En svona er það; nú er þetta orðið öðruvísi; nýir siðir koma með nýjum herrum. Nú eru þessir nýgræð- ingar vorir, sem nýhlaupnir eru af stokkunum, sumpart sprenglærðir Hafnarar og sumpart nýbræddir Reykvíkingar, farnir að taka upp á þeirri ósvífni, sem reyndar er meiri en í meðallagi, að þeir neita þeirri skýlausri skyldu sinni, að vitja sjúkra, þá er þeir eru til þess kvaddir, og svífast enda eigi, að auglýsa þessa neitun í blöðunum1. Þeir munu fljótt svara mjer, þessir nýgræðingar, að þeir hafl að eins neitað, að vitja sjúkra, ef sjer sjeu eigi ætlaðir spikfeitir, skaflajárnaðir reiðskjótar og fylgdarmenn. En má jeg spyrja þá herra: Er það ekki sama, að neita að vitja sjúkra, og að binda það þeim ókostum, sem frágangssök eru fyrir allan þorra almennings? Eða ætla þeir, að í sveitum, þar sem, ef til vill, enginn reiðhestur er alinn nje á járnum, ætla þeir, segi jeg, að þar geti ekki orðið tafsamt fyrir fátækl- inginn, sem, ef tii vill, þarf að leita læknis til konti sinnar á sæng, ætla þeir, segi jegenn aptur, aðþar getiþað ekki orð- ið tafsamt fyrir hann, að arka um næstu sveit eða sveitir, til að fá hestlán, og skyldi konan ekki geta dáið drottni sínum, áður en merin er fengin, auk heldur læknirinn, þar sem þó, ef til vill, læknirinn ella hefði getað komið í tæk- an tíma? Vjer erum eigi svo fróðir i lögum, og eigiheld- ur í hinni lagalegu læknisfræði (medicina forensis) á í s- landi, að oss sje kunnug lagaheimild lækna fyrir mera- kvöð þessari. Hitt vitum vjer, að allir aðrir verzlegir em- bættismenn eru skyldir, að annast sjálflr embættisferðir sín- ar; e- da þykir oss undarlegt, að hinir eldri læknar hefði eigi neytt þessa, ef löglegt væri. En það vitum vjer og sjáum, sem kver maður hlýtur að sjá og skilja, að það er hægra og eðliiegra, að einn maður haldi þá hesta, sem 1) Undan þessu skiijum vjer lækninn á Vestmannaej'jum, því hanu liefur ekki anglýst neina úkvöb \it> embættisstörf sín. hann þarf að brúka, og setji heldur ferðakostnað sinn svo hátt, að hann sje íhaldinn fyrir merareldið, en hitt, að gjöra hverju heimili á öllu íslandi það að skyldu, að ala alian vetur 2—3 eldishesta á járnum; en það er þó alveg nauð- synlegt, ef allir eiga að geta sótt nýgræðingslæknana á hest- um, því enginn bóndi er svo fátækur, að eigi geti hann við búizt að verða veikur. Enginn beri það fyrir, hve örðugt það sje fyrir frumbýling að halda hesta, því vjer höfum áð- ur sýnt, að slíkt þarf lækninum ekki að vera einskildings kostnaður; hann getur lagt það á ferðakostnaðinn. En ein saga þykir oss þó einna ljótust, ef sönn væri. Iíunnugt er það, að i næst síðasta Þjóðólfs-blaði stóð auglýsing frá und- irkennaranum við læknakennsluna í Reykjavík um, að hann heimti hesta þrjá næstu mánuði (desemb. jan. febr.), það er, um þann tíma, sem örðugast er, að halda hestum við hold, ef þeir eru brúkaðir; en fróðir menn segja, að hann eigi sjálfur kappalda hesta, sem hann ekki tími að brúka um þenna tíma; og væri svo, þá væri þetta napurt bragð við almenning, og óskum vjer fremur en vjer vonum, að þelta sje eigi satt. Það er annars, eins og þessi nýgræð- inga-kynslóð þessara seinfæru dauðans meðhjálpara sje eitt- hvað úrræða-daufari og þróttminni til ferða, en hinir gömlu og góðu læknar vorir hafa veríð. Vjer skulum taka eitt dæmi, sem vjer vitum, að satt er, og sem er svo neyðarlega aumlegt, að það verður há- hlægilegt. Maður er nefndur Edvald Johnseu. Hann var fyrir skemmstu settur læknir á Akureyri. Svo bar eitt sinn til, að læknis þessa var vitjað tii kouu norðan úr Bárðar- dal, og var hann (eptir auglýsingu sinni) sóttur á hestum í bezta hestfæri yfir Vöðlu-heiði. En maðurinn þóttist nú eigi treysta sjer til, að ríða svo brattan veg ; nú, göngu- maður kvaðst hann heldur ekki vera (náttúrlega nýbakaður Hafnar-nýgræðingur, sem sjálfsagt hefur þótt minnkun að kunna að ganga á íslenzkum skóm, og þar að auki líklega haft líkþorn á fótunum, sem nú kvað vera hæst «móðins»), og þannig varð ekkert annað fyrir, en að leggja embættis- manninn í hlýjar umbúðir, og þannig var kempunni ekið á sleða, er eitthvað 6 efldir karlmenn gengu fyrir. En eigí fáum vjer betur sjeð, en að þeir menn, sem svo verður með að fara, sje óhæfir til að gegna embætti á landi hjer. Jeg vildi annars í allri einfeldni og auðmýkt leyfamjer að skora á þessa háttvirtu nýgræðinga, að þeir vildu gjöra svo vel og skýra frá heimild sinni til þess, að neita að vitja sjúklinga, ef þeir sje eigi sóttir á kviktrjám, sleðum eða fol- um klyfbærra mera. Einnig væri æskilegt, að þeir vildu skýra frá, hve rúm þessi heimild er, það er að segja, hve margs konar dýr og verkfæri þeir eigi rjett á, að heimta, sem nauðsynleg til að flytja sig. Þá væri og enginn vísari til, en þeir, að spá sannlega um það, hvort eigi muni þar að lokum lenda, ef hörkunni, snarræðinu og íslenzkunni fer eptirleiðis fram að sama skapi og verið hefur hjá þess- ari kynslóð, að eptir svo sem 20 ár verði að sækja þá verðandi unga og hrausta lækna í traföskjum.

x

Baldur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/90

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.