Baldur - 06.12.1869, Síða 6

Baldur - 06.12.1869, Síða 6
84 svo að gjöra mig að vargi í vjeum fyrir goðgá um ailt ís- land; verði mjer eigi fundið annað til sektar, þá hirði jeg lítið um slíkt, því jeg veit vel að sú tíð muni koma fyrr en marga varir, að íslendingar munu sjálfir finna fullkom- Iega til þess, hver hjegómagoð þeir hafa nú trúað oflengi á, og um þau skal jeg aldrei hræðast að segja sem Bjalti: »spari eg eigi goð geyja, grey þykkir mjerFreyja«. Heið- ingjar æstust þá á móti honum, en árinu eptir játuðu þeir þó, að hann hefði haft rjett að mæla; svo mun enn fara, þó nokkuð lengi kunni að dragast, og »gömlum kennum vjer þá goðunum að geipla á saltínu«. Þetta er mín einlæg sannfæring, sem jeg skal aldrei vera hræddur við, að segja íslendingum ástæðurnar fyrir, þegar þar að kemur; en það skal þó eigi heldur halda mjer frá, að segja Dönurr. allan sanninn um óstjórn á ís- landi og lagaleysi, með fullt eins mikilli einurð og þeir, sem nú að eins hafa hug til að bölva Dönum í laumi, en annars aldrei gjöra neitt. Kanpmannahofn 26. ágúst 1869. Með virðingu Gísli Brynjúlfson. MANNALÁT. í*ann 1. október dó Björn Brandsson á Kyrkjuvogi 73. ára, varð bráðkvaddur í svefni. Hann var mikili gáfu- maður og skáld, og hafði orkt við ýms tækifæri fögur ljóð, sem lýstu hans guðrækilegu hugsunum og sálarfjöri. Hann var sómamaður í sinni stöðu, settur, gætinn og siðprúður, mikili iðju- og erfiðis-maður, og einhver ágætasti stór- skipasmiður. í*ann 14. sept. næstl. dó Jens Larsen Schram katrp- mannsson frá Skagaströnd, fæddur 1806, 2. febr.; dó eptir missiris þjáningarfyllstu legu. Hann var kvænturStein- unni Guðmundsdóttir Thordersen, systur byskups Helga, dætur þeirra lifa 3. Schram var gáfumaður og ágætur og fjölhæfur smiður og hugvitsmaður, hvers vegna honum tókst allt vei, sem hann lagði hönd á. Sín seinustu 10 ár var ltann blindur. Þakkarávarp. Eins og það er kristileg skylda mannsins, að lofa guð og þakka honum í auðmýkt hjartans fyrir allt það góða, er hann verður aðnjótandi frá hans mildiríku hendi, eins liggur það í góðtt mannlegu eðli, að menn innilega og af hreinu hjarta þakki meðbræðrum sínum þau góðverk, er menn þiggja nauðstaddir. Jeg sem rita línur þessar er einn á meðal þeirra, sem notið hefi guðs föðurlegu umhyggju í liinum þungbæru veikindum mínum í fyrra vetur, því að honnm þóknaðist að senda mjer, þá eg helzt þurfti, hinn höfðinglundaða og elskulega sóknarprest mlnn, sjera Sigurð B. Sivertssen á Útskálum, á embæltisferð hans hingað heim á heimili mitt, þar sem jeg lá sjúkur, með fleirum ágætum huggunarrík- um orðum á vörum sínum, en hann Ijet eigi þar við lenda, heldur studdi hann mig einnig mikillega með sinni veglyndu hjálparhönd, og hjálp sína hefur hann eigi gjört endasleppa allt til þessa tíma, ogþaðáýmsa vegu, er of iangt yrði hjer upp að telja. En auk þessa hefur hinum algóða þóknazt, að láta hina höfðinglunduðu nábúa mína taka kærleiksríka hlutdeild með mjer í hinum þungbæru kjörum mínum, og tel jeg til þessa hin góðfrægu hjón, Vilhjálm Chr. Há- konarson og Þórunni Brynjólfsdóttur, ásamt dóttur þeirra hjóna, prestsekkjuna madömu Steinunni Yilhjálmsdóttur, sem bæði vitjuðu mín og veittu mjer ástúðlega umhyggju í orði og verki; sömuleiðis hin góðfrægu hjón Gunnar Halldórsson og konu hans Halldóru Brynjólfsdóttur, Iíetil Ketilsson og konu hans Vilborgu Eiríksdóitir, er öll sýndu af sjer ljós merki kærleikans mjer til handa. Um leið og jeg þakka hinum algóða föður með auð- mjúku hjarta fyrir hans gtjórnun á mjer, bið jeg hann með sama hugarþeli, að honum mætti þóknast að launa fyrir mig velgjörðamönnum mínum, á þeim tíma sem honum er þóknanlegur, og að hann af náð sinni veiti þeim á síðan í eilífðinni, að fá að heyra af vörum hins mikla dómara lif- endra og dauðra þessi hin mikilvægu orð til sín töluð: «sjúkur var jeg og þjer vitjuðuð mín«, o. s. frv. KjrkJuvogi, 28. ágÚ9t 1869. Pórður Björnsson. SKIPAKOMA, 11. f. mán. kom hjer gufuskipið »ATor<e« skipstjóri Zavala frá Bilbao á Spáni, til þess að sækja fisk til konsúls Siemsens. Skip þau, er von er á með salt til kaupmanna hjer, efu enn ókomin. LEIÐRJETTING. I síðasta blaði Baldurs bls. 78 hefir misprentazt, að skip Jacobsens hafi strandað á Skagctströnd; á að vera á Höfðaströnd í Skagafirði. AUGLÝSING. Jeg undirskrifaður tapaði hjer að heiman í sumar grá- um hesti, með mark : Qöður framan hægra; ljósgrár á skrokkinn en nokkuð dekkri á fótum, járnaður á framfótum, stúfrakaður, harðgengur og fremur stór. Hvern, sem hest þennan hitta kynni, vil jeg biðja að hirða og halda til skila mót sanngjarnri borgun, að Sjííri-Kej-kjnm í 21. okt. 1869. Jón Teitsson. tfélr' Þar eð þessi árgangur »Baldurs«, er nú er lokinn, er nú orðinn 21. nr. á stærð, hafa kaupepdur fengið tals- vert meira, en þeim var heitið. Fyrsta pr. næsta (þriðja) árgangs kemur út þegar eptir nýárið. Útyg. Útgefandi: «Fjetag eitt í Eeyltjavík«. •— Ritstjóri: J. P. H. Gudjohnsen. — Skrifstofa: Tjarnargötu iMi 3. Preutaíiur í lauds-prentsmitijuuni 1869. Einar þúrbarson.

x

Baldur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Baldur
https://timarit.is/publication/90

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.