Gangleri - 12.04.1871, Page 2
nokkuð meiri; þær koma báðar norðan úr
landi, og falla suður f Misisippi, og eru skip-
gengar. Nokkru austar en Wisconsin eru
árnar Wolfriver (tJlfá) og Foxriver (refá),
sem báðar renna í vötn nokkur sem standa
í sambandi við Winnebogovatn, en úr því
hefir verið grafinn skurður noiðaustur í Green
Bay, og annan átti að graia úr vatni þessu
og í Wisconsin, svo úslitin skipaleið yrði
milli hinna iniklu vatna að austan og fljóta-
konungsins Misisippi að vestan; má þá fara
alla leið á skipum t. a. in. frá Nýju-Yórvfk
og norður með landi, upp Lorcnsfljótið um
skipgengan skurð er grafa átti milli þess og
vatnanna, svo eptir vötnunum, gegnum Wis-
consin, eptir skurðum, ám og vötnuin til Misi-
sippi, svo eptir því og til Mcxicoflóa, en
hvort þetta sje komið í kring vituin vjer ó-
gjörla.
Auk vatnsfalla þeirra og vatna er þegar
er getið, eru margar smáár og vötn í land-
inu, sein fleyta má um smáskipum, en víða
eru í ánum hinir fegurstu fossar og yðuköst,
en vatnið í þeim er mjög hreint og tært.
Silungs- og fiskveiði er hvívetna í ám og
vötnum. Jafnvel þó landið liggi nokkuð hátt,
þá getur það þó eigi heitið fjöllótt; að sönnu
hcfst fjallgarður norðaustast í landinu sem
heitir Penokie Iron Rangs ; hann er framhald
af fjöllunum í Michiganfylki. Ilæðsta gnýpa
fjallgarðs þessa er lijer um bil 1800 fet yfir
sjóarflöt, eða um J 200 feta yfir flöt Efra-
vatns (Efravatn er 627 en Michiganvatn 578
fet yfir sjávarmál). Fjallgarður þessi er bratt-
ur að norðan, og eru því ár þær er norður
renna mjög strauinharðar; að sunnan er fjall-
garöurinn aflíðandi, og eins að austan og vest-
an, og gengur svo sem bunga suður af
honum eptir landinu, sem er um 1,000
íeta yfir sjávarinál; cn syðst er landið að eins
liafið um 200 fet yfir ilöt Michiganvatnsins.
Ilelztu jarðlögin eru samsett aí frumbergi,
sandsteiui, kalksteiui, ílögusteiui, af ýmsum
tegundum, grænum og bláum, og fleiri tegund-
uin sem yrðj of langt upp að telja.
Málmar er nokkrir í landinu og er blýið
helzt af þeim. það er mest í sunnanverðu
fylkinu og hefir fundizt á svæði sem er 2200
□ mílur enskar. Öil atvinsla í blýnámum
þessum er mjög hæg og auðveld, og mega
þær því teljast með enum helztu auðsupp-
sprettum landsins. Árið 1847 voru unnin í
blýnámum þessuin 36 inilljónir punda. Dá-
lítið af zinki hefir og fundizt innanum blý-
ið, en hvort það sje svo mikiö, að til vinnandi
sje að koma þar upp bræðsluofnutn og öðrum
tilfærum, er cnn óreynt.
Eir (kopar) er og nokkur innanum blýið,
en honum hefir lítið verið sinnt, en líkindi eru
til að hann geti með tímanum orðið til góöra
muna. Járn hefir fundizt bæði mjög mikið
og víða; þó er það einna mest í Penokie
Iron Range, því þar eru rauðalögin frá 10 —
60 feta þykk ; rauði þessi hrinur þar úr fjöll-
unum, og liggur svo í dyngjum, svo eigi þarí
að hafa fyrir að grafa eptir honum fyrst um
sinn, þó við væri leitast að riðja úr vegi þeim
tálmunum sem á því eru að nota námurnar,
cn það er fjarlægðin frá góðum höfnum, sem
mun vera hjer um bil 18—20 mílur enskar,
og þarf því að lcggja járnbrant yfir spöl þenua,
sem er mjög auðvelt, því bratti er lítilL
í járnnámunum í Dodge hjeraði er gnægð
af rauða. þar hefir og nokkuð verið unnið
af járni, því þar eru greiðari allir flutningar.
Á báðum stöðum hefir járnið reynzt mjög gott
og ákaflega segulinagnað og á báðum stöðum
er mesta gnægð af trjávið til eldsneytis að
vinna járnið við. Árlega er unnið af járni
5,274,000 pund. Af öðrum efnum sem mjög
eru þarfieg f búnaði manna og atvinnu má og
nefna ýmsar steintegundir til bygginga, mar-
mara scm er marglitur, gyps og leir, sem víða
er til í landinu bæði mikill og góöur. Ur
honura eru búnir til múrsteinar og leirker, og
hafa veriö búnir til árlcga í Milwakee 20