Gangleri - 08.07.1871, Qupperneq 2
— 4G —
getum aktrei kannaztvið, að þeir liafi nokkurn
rjett til að setja oss slík lög án vors sam-
þykkis, og aldrei kannazt við gildi slíkra laga
fyrir oss og niðja vora. Vjer hljótum að
standa fast á þeitn skýlausa rjetti vorum, að
vjer sjeum sjerstakt þjóðfjelag og land vort
sambandsland Danmerkur með
sjerstökum landsrjettindum , en eigi lduti af
Danmötku eða Danaveldi, fremur enn Noregur
er hluii Svíaveldis.
I’ar scm Danmörk og ísland eru sam-
bandslönd, liafa sama konung og eru þannig
eitt konungsríki, en hvert landið er þó ríkis-
fjelag út af fyrir sig , þá hljóta að vera til
fernskonar mál, sem nákvæmlega verður að að-
greina. Ilin iyrstu eru málefni þau, sem varða
Danmörku eina, og af þeim höfum vjer eng-
an /jett til að skipta oss. Hin önnur eru þau
málefni, sem snerta ísland eitt ; þau við koma
oss eingöngu , en Dönum ekki. Ilin þriðju
eru mál þau, setn við víkja öllu ríki kon-
ungsins og snerta hag beggja satnbandsland-
anna jafnt, Danmerkur og íslands. Slíkum
málutn höfum vjer rjett til að ráða í sam-
fjelagi við Dani að tiltölu eptir stærð þjóð-
anna. En með því vjer erum svo fámennir,
f samanburði við Dani og svo afskekktir og
fjarlagir fyrir sakir afstöðu lands vors , þá
höfum vjer jafnan álitið rjettast og hentug-
ast að slejtpa að svo komnu tilkalli voru til
afskipta af þessum hinum sameiginlegu málum,
og hlíta íþví efni forsjá og ráðum hinna dönsku
bræðra vorra og bandamanna. Þannig höfum
vjer eigi haft neitt á móti því, þó Danir ein-
samlir haft kosið sjer og oss konung og sctt
]<>g um konungserfðirnar framvegis, cn þótt
vjer álítum, að oss hafi borið fulikomlega til-
tölulegur rjettur að setnja ásaint Dönum um
þessi mál og önnur slík. Ilin fjórðu mál eru
þ.tu, sem lúta að innbyrðis viðskiptum milli
hins danska og íslenzka þjóðfjelags; þeim má
engan veginn blanda saman við hin sameigin-
legu ntálin, sem áður voru talin, og þar sem
hagsmunir beggja sambandslandanna eru hinir
sömu, í Þeim málum þar í móti, sem hjer
ræðir uin, getur auðveldlega staðið svo á, að
hagsinunir annars landsins komi f bága við
hagsmuni hins, og mála miðlun og samkomu-
lag þurfi þar til að koma, er úr þessu skal
greiða. Þar sein í hinuin sameiginlegu mál-
um rjettur og sanngirni mælir með því, að
sambandsþjóðirnar leggi til málanna eptir stærð
eða inannfjölda hverrar fyrir sig, þá mælir
aptur f móti rjettur og sanngirni með því, að
í þessutn viðskiptamálum innbyrðis komi hvor
þjóðin fyrir sig fram sem inálsaðili með jofn-
um rjetti til samninga og samkomulags, hvað
sem mætti og mannaíla líður.
Málið um stöðu íslands , eða samband
þess við Danmörku , er eitt hið hclzta og
merkasta viðskiptamál, sem fyrir getur komið
milli þessara sambandslanda. Yjer höfum
jafnan staðið á þvf, að þjóð vor hefði fullan
rjett til að greiða um þetta mál jafngilt at-
kvæði sem hin danska þjóð. Vjer höíum ætíð
farið því íram, að inál þetta yrði eigi á enda
kljáð, nema þjóðþing Dana á eina hlið og ís-
lenzkt fulltrúaþing mcð jöfnu valdi áaðrasam-
þykkti sambandslögin milli landanna. Um
þessa rjettlátu kröfu vora, sem vjer aldrei með
frjálsuin vilja getum faiið ofan af, hefir oss
undir ýmsu yfirskyni verið neitað meir enn tvo
áratugi; og nú að síðustu hcfir hin danska
stjórn lagt smiðshöggið á þessa neitun með
því, að fá hið danska löggjafarvald eitt sam-
an ríkisþingið, og konunginn, til að setja um
þetta log, þau er hún ætlast til að vjer eigi
þorum annað enn taka eins og þau væru góð
og gild, jafnvel þó með þessari aðferð sje brotinn
á oss bæði vor náttúrlegur og löglegur rjettur.
Af ástæðum þeim, er vjer nú höfum tal-
ið, viljum vjer leyfa oss að skora á hið heiðr-
aða alþingi vort, er haldið verður nú í sum-
ar með þeirri ósk vorri og bæn:
1. Að alþingi mótinæli í nafui al'rar þjóðar
vorrar þeirri aðferð hinnar dönsku stjórnar,