Gangleri - 13.09.1871, Síða 8

Gangleri - 13.09.1871, Síða 8
•Tóni Bjarnasyni, er síðast var prestur til Prestbakka í Strandasýslu. Kristján E. í'órarinsson, er vígður prest- ur til Staðar í Grindavík og Vogsósa, sem er nú sameinað brauð. Um Reykjavíkurbrauðið hafa sótt: 1. sjera Páll J. Mattíesen, prestur að Stokkseyri. 2., skólakennari Jónas Guðmundsson. 3., sjera Matth. Jockumsson í Móum. 4. Cand. theol. Eiríkur Magnússon frá Lundúnum. 5. Cand. theol. Ilallgríinur Sveinsson frá Staðarstað. Enn fremur sótti prestaskólakennari sjera Ilelgi Hálfdánarson með skilyrði. — Hin 9 þ. m. koin austanlands póstur Daníel Sigurðsson, með honum spurðust ekki aðrar frjettir, en að mjög óþurkasamt hefði yfir höfuð að tala verið um Austurland, heilsu- far manr.a gott, eg að bólusóttin, sem getið er um hjer að framan muni, ekki vera komin nema á þann cina bæ á Langanesinu. lír brjefi úr Berufirði dags. 22. ágústs „Veðuráttan hefir allt til þessa í suinar mátt heita æskileg, grasvöxtur með betra móti, hirðing á heyi hin bezta, nema f 2 mikluiu norðanveðrum hafa menn misst nokkuð af heyi. Afli hefir verið nokkur í sumar hjer fyrir öllu Austurlandi, þó hefir hann hjer í Berufirðinum verið talsvert minna en í fyrra- sumar og ekki gengið eins innarlega á fjörð- inn. Hákarlajaktir þær 3, er ganga til há- karlaveiða hjer fráDjúpavog, hafa aflað ágæt- Iega, einkum 1 þeirra, sem er búin að fá 388 tunnur lifrar; fyrir henni er hinn alþekkti hepnis- maður Jóhann Malmkvist. Veikindi hafa verið hjer lítil, nema kvefveiki, en engir hafa dáið úr henni. Nýlega hafa samt 2 menn, l'ullorðinn maður og drengur drukknað á Búlandsnesi fast við land, þeir ætluðu út í sker, er var skamt frá landi, á mjög völtum bát, til að taka skcl en hvolfdi undir þeim á leiðinni og báðir drukkn- uðu. Ekki er enn búið að ákveða um prísana hjer á Djúpavog, en kaupm. Tuliníus setti strax prísa þegar hann kom í sumar úr Englandsför sinni: 48 sk. ull, 9 rd korn, 11 baunir. 12] grjón; 24sk. kaffi, 24 sk. sikur; 18 sk. brenni- vín, dún 7 rd pundið; en haldið er, að hinir kaupmennirnir vilja ekki gefa sömu prísa, nema kannske á ullinni. Túliníus er einhver hinn ágætasti kaupm. er við höfum hjer, ef hann bristi ekki efni, og í raun og veru sannur íslenzkur kaupmaður. Læknirinn Þ. Tómasson, er nú kominn heim aptur (11. þ. m.) úr vitjunarferð sinni af Langa- nesi. IJegar þangað kom, reyndist honum alls enginbólusótt á Læknisstöðum, eða þar uin nesið, og ekki heldur óþrifakláði á neinni kerl- ingu, eins og Norðanfari segir. Mannalát. Látist hafa úr taugaveik- inni í Iieykjavík, þessir menn: 8. f. m. gull- smiða meistari Magnús Pjetursson Hjaltsteð, á 34 ári. 13 s. m. bakari Vilhelm G. Bernhöft 44 ára, og skólalærisveinninn Magnús S. Bor- láksson frá Undirfelli 20 ára. 1G s. m. bók- bindari Jón Jónsson 21 árs. BLAÐAMYRKRIÐ í AÐALVÍK finnst okkur vera orðið óþolandi, því lengdin og leiðarskekkjan, ineinar norðlenzku blaðaljós- unuin inn í okkar hreysi og hinni einu sunn- lenzku blaðatýru bregður hjer ekki fyrir nema endruin og sinnum Vjer s k o r u m því f a s t á ykkur „Nokkra menn í Reykjavík“, sem boð- að hafa nýtt Ijós íróðleiks og þckkingar í ýmsum greinutn, að þjer kveikið það hið allra fyrsta og sendið okkur, áður enn við dettum með öllu út af í blaðamyrkri og myrkfælni; við munum aptur greiða gjald og þakkir, og veita slíku ljósi viðtöku fegins hendi. Yrkkar tilvonandi skiptavinur. Grímur Hansson. AUGLÝSING. Hjá undirskrifufcum fæst til kaups Levys kennslubók handa yfirselnkonum aukin og end- urbætt. Bdkin kostar 1 rd. 32 sk í stýfu bandi og 1 rd 64 sk. til 2 rd í góbu bandi. Ltka fæst nú bjá undirskrifutum hin nýja endurbælta Sáluia- bók íyrir 1 rd. 32 sk. í gyltu alskinni, og í vand- afcra bandi eptir því sem hverjum þóknast, íyrir meira verfc. Frb. Steinsson. L e i & r j e 11 i n g : í nr. 12—13, bls. 49, 2. dálki, 4. hending í 3. vísu stendur: ,,óbornum alda- sveini“, fyrir: óbornum alda seiuni Útgefendnr: Nokkrir Eyfirðingar. Ábyrgöarmaður: Friðbjörn Steinsson. Frentafcur á Akureyri 1871. B, M. Stepháusson,

x

Gangleri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gangleri
https://timarit.is/publication/92

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.