Gangleri - 30.12.1871, Blaðsíða 3

Gangleri - 30.12.1871, Blaðsíða 3
sem vaxa um stund, og þá fara minnkandi aptur um stund. Af þeim þekkja menn ná- lægt 80. Stöku stjörnur hafa birzt allt í einu, skinið bjart um stund, en síðan horflð. í októberm. 1572 tók Tycho Brahe eptir stjörnu, sem hann ekki hafði fyrri sjeð í Kassiopea; hún var allra stjarna björtust, bjartari en Sirius, Vega og Júpíter, og framan af sást hún enda um hábjartan dag, en svo fór hún smámsaman minnkandi, varð daufaii og daufari, og að ári liðnu og 5 rnán- uðum var hún horfin, og hefir ekki sjezt síð- an. Mönnum þótti þá sem stjarna þessi mundi boða einhver stórtíðindi. og bar margt til þess : bæði það, að stjarnan birtist sköminu eptir að sBartólóineusnóttin“ á Frakklandi var um garð gengin (s’br. Nýu söguna eptir Pál Melsteð, bls. 112.), og svo hitt að menn sem tóku mark af stjörnum, höfðu um tíma spáð því að lieimsendir væri í nánd, en þorri manna var fullur hjátrúar og hindurvitna. Þá voru og nokkrir, er sögðu, að þetta væri stjarn- an, sem hefði leiðbeint vitringunum frá aust- urlönduin fyrrum, og mundi hún boða aptur- komu guðs sonar, og hinn efsta dóm. Hversu opt sem slíkar spár bregðast, þá er þó hjá- trúin ávallt svo rík hjá alþýðu manna, að þeim er trúað í hvert skipti. Tað er eins og það liggi í eðli mannsins að festa trúnað við það, og bera virðingu fyrir því, sem er óskilj- anlegt og yfirnáttúrlegt, en þykja lítilsvert að að þekkja hitt sem skiljanlegt er og eðlilegt; og það er þessvegna, að alþýða svo opt læt- ur blekkjast af brögðum þeirra rnanna er vilja hafa sig til að nýta sjer heimsku annara. það er ekki lengra síðan en árið 1857 að menn víða um heim höfðu beig af halastjörnunni miklu er þá sást. Ilinn 10. október 1604 birtist og furðu björt stjarna á himninum, en hún fór og minnkandi síðan, svo að í aprílm. 1605 var hún orðin á borð við 3. stærðar stjörnu, og f marzm. 1606 hvarf hún. Það var og ár- ið 1604 að ókennd stjarna sást í Refnuin; hún ýinist bliknaði, eða eins og logaði upp aptur, þangað til hún slokknaði með öllu. Petta sein hjer heflr verið talið, eru að cins fá dæmi til þess að sýna að í alheim- inum ríkir einlæg breyting, en engin kyrð, eins og mönnum hættir til að halda, þegar inenn á heiðskýrri nóttu horfa á alstirndan hiinin. í*ess ber og að gæta, að dæini þessi eru tekin úr þeim hluta alheimsins, er kalla má að sje næst oss; eu það er enginn efi á því, að hin sama margbreytni á sjer stað í allri hinni óendanlegu víðáttu, sem hulin er sjón- um voruin. Allt er hreiflng, en ekki kyrrð ; líf, en ekki dauði; Ijós, en ekki myrkur; samhljóman, en ekki þögn, Vjer verðum að líta á al- hciminn til þess að fá hugmynd um mikilleik sköpunarverksins, en inegum ekki binda liug- ann við þetta sandkorn, jörðina, er vjer sjálfir byggjum*. Iljer að framan liefir verið talað um 1., 2., 3. stærðar stjörnur o. s. frv. Menn hafa sem sje sjer til hægri verka skipt stjörnununi í flokka eptir „stærð“, þ. e. a. s. eptir því, hversu stórar þær sýnast hjeðan af jörðunni ; en það fer eptir fjarlægð þeirra; stærð fóstu stjarnanna er oss ókunn, og vjer verðum því að álíta, að þær stjörnur sein sýnast stærstar sjeu oss næstar, en hinar fjær og fjær, scm minni sýnast. Fyrstu stærðarstjörnur eru alls 18 að tölu; 2. stærðar 60; 3. stærðar allt að 200; 4. stærðar 500; 5. stærðar 1400, og 6. stærð- arstjörnur 4000. Allar þessar stjörnur sjást með berum augum. En auk þessara 6 ilokka eru enn 10 flokkar, er að eins sjást í sjónpíp- um. Ilinar minnstu stjörnur, scm inenn þekkja, eru því 16. stærðar stjörnur. En með því að *) Flamarion hejir rilad bók sina, sem þetta er tekid úr, til þess ad færa rök ad þvi, ad skyn- sainar verur byrjyi alla eda vel flesta hnetti.

x

Gangleri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gangleri
https://timarit.is/publication/92

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.